Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.10.1982, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Qupperneq 13
Föstudagur 8. október 1982 urinn HANN LÆTLJR ABRA VINNA Stefánsson, Einar Magnússon og Steinþór Sigurðsson, sem dó í Heklugosinu 1947. Pálmi Hannesson var þá rektor. Ég lenti þá einusinni á móti honum í gangaslag. Við vor- um þá með einhvern skáp, sem átti að nota sem vopn í slagnum. Eg stóð við skápinn, þegar ég fann mikinn þunga leggjast á hann hinumegin frá. Það var Pálmi. Hann átti það til að taka þátt í gangaslag, stundum. Hestamennskan - Hvað gerirðu í fríst Jhdum þínum frá fyrirtækinu? - Ég stunda hestamennsku. Við eigum 7 hesta. Það nægir til þess að fjölskyldan getur ferðast um óháð bílvegum. Annars hefur þetta breyst, og maður hneigst til þess að taka bíla með í ferðalögin. En hér áður fyrr fórum við aðeins með hestana. Þá var farangurinn settur í kliftöskur og tjaldið lagt ofan í milli og lagt af stað. Það skemmtilegasta við hestamennskuna er að hún krefst daglegrar umgengni við'hest- ana. Ef maður sér um hrossin sjálfur eins og við höfum gert, er maður knúinn á þeirra fund daglega, þó ekki sé endilega farið á bak. Ég átti afrekshesta. Þyt, sem var þrefaldur íslandsmeistari og Þjálfa. Þeir hafa báðir ver- ið slegnir af nú. En það er ekki aðalatriðið við hestamennsku að eiga kappreiðahesta. Aðal- atriðið er að fara á bak og „finna fjörtök stinn“. Hestamennskan er sport fyrir alla, á öllum aldri. Góðkunningi minn einn er um áttrætt, og hann fer á bak næstum á hverjum degi. Og Höskuldur á Hofstöðum er kominn fast að níræðu, og fer enn á bak. Hvað annað ég geri? Ég hef gaman af því að ferðast. LcslrarklObbur - Svo erum við saman nokkrir kunningjar í lestrarklúbb. Við hittumst einu sinni í viku og lesum upphátt. Svo fáum við okkur kaffi og ræðum það sem lesið var, nú eða þá bara landsins gagn og nauðsynjar. . - Hvað lesið þið? - Það er ýmislegt. Við höfum lesið mikið í íslendingasögum. Og síðasta vetur lásum við úr Biblíunni, Gamla testamentinu. - Islendingasögur, segirðu. Hvaða hetjur eru þér hugleiknastar? Vildirðu hitta Egil Skallagrímsson? - Já, það væri gaman að hitta Egil. Égeraf Mýramönnum kominn sjálfur. Reyndar eru allir íslendingar skyldir ef farið er nógu langt aftur. - Hvað með pólitík? Hefurðu haft afskipti af henni? - Nei, ég hef engin afskipti haft af pólitík. Það virðist véra erfitt að stjórna fólkinu í landinu. Allir segj ast vera sammála um það að ekki megi eyða umfram það, sem aflað er, en enginn Viðurkennir það í verki. Eg held það yrði eitthvað sagt við okkur hér hjá fyrirtækinu, ef við hefðum fullkom- inn vélakost til að anna allri eftirspurn, en rykjum síðan til og keyptum tíu vélar í við- bót, án þess að verkefnum fjölgaði. En þetta ér nákvæmlega það sem er að gerast í sam- bandi við þessi togarakaup. Ríkisafskipti eru altof mikil hér á landi. ' Það er talað um að vanti orku. En mikilsverð- | asta orkan í landinu er orka fólksins sjálfs. Ef hún er ekki nýtt, fer illa. Það skiptir mestu að virkja hvatann í einstaklingnum til að vinna. Ég er fylgjandi einkaframtaki. - Þú hefur ekki hugleitt að fara út í pólitík sjálfur? Ekki r poinrk - Nei, ég hef ekki áhuga á því. Það eru of mörg Ijón á veginunt og ég efast um að ég geti slegið þau öll niður. Það rná kannski segja, að hafi ntaður áhuga á einhverju ákveðnu málefni, sé það augljós leið að koma sér inn í kerfið nteð því að fara út í pólitík. Það er alltaf talað um að iðnaður standi illa, vegna rangrar gengis- skráningar og þess háttar. Það kann að vera vegna þess, að iðnaðurinn á sér ekki nógu margra fulltrúa innan kerfisins. - Hvað gerir forstjóri stórs iðnfyrirtækis? - Ég læt aðra vinna. Það er nú þannig, að töluverður tími fer hjá mér í að slá peninga, eða að rukka peninga. Þannig gefst oft lítill tími til beinnar stjórnunar. En aðalatriðið er að hafa góða samstarfsmenn. Þegar vel tekst til áþvísviði, rúllar reksturinn mikið af sjálfu sér, kemst upp í rútínu. - Eruð þið þá fríir við þá erfiðleika sem ^ hrjá önnur iðnfyrirtæki? jEngar kvarlanir - Nei, en okkar erfiðleikar eru aðrir, að sumu leyti. Viðeigum í harðri samkeppni við innflutta vöru, á sviðum þar sem erlend fyrir- tæki standa betur að vígi, því þau framleiða svo miklu meira en við. En við komumst þannig út úr því, að við förum meira út í allskyns sérverk. Það er auðvitað alltaf dýr- ara, hinsvegar. Við kvörtum ekki. Það hafa allir nóg að gera hjá okkur. En ef ekki væri við þessa samkeppni að etja, gætum við ráðið því meira, hvaða verk við tökum að okkur. Þessi aukna samkeppni neyðir okkur út í erfiðari og dýrari verkefni. - Nú fréttist víða að af uppsögnum í einni grein iðnaðar, fataiðnaði. Þið hafið ekki lent í svipuðum erfiðleikum? - Nei. Meginverkefni okkar er eftir sem áður timbursala, og meðan smiðir hafa nóg að gera, þurfaþeir timbur. Aðal söluvarning- ur okkar er í timbri og byggingarvöru. En við erum auðvitað viðkvæmir fyrir sam- drætti í byggingaiðnaði. Ef dregið er saman í ríkisgeiranum t.d. við byggingu Verkamann- abústaða, eða aðrar byggingarframkvæmdir eða ef kjör á lánum til íbúðabygginga eru þyngd, þá kemur það niður á okkur. Og fjármagnskostnaðurinn er auðvitað gíf- urlegur. Sá kostnaður þýðir það, að við get- um ekki boðið þá þjónustu sem ætti að gera. Við getum ekki haldið þann Iager, s,em ætti að gera, og við getum ekki boðið nógu hag- stæð greiðslukjör heldur. En það er ekki ástæða til að kvarta. Fyrir- tækið gengur vel, á þann máta sem tíðkast hér. Ef fyrirtæki nær að skríða yfir núllpunkt- inn, er það kallað gott. MYNÐIR: JIM SMART VIÐTAL: ÓLAFIR GIÐNASON

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.