Helgarpósturinn - 05.11.1982, Síða 3

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Síða 3
u ^__________ ir/no Föstudagur 5- nóvember 1982 Hver er „frjáls” og „óháður”? _He/gar — posturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Yfirburðir hægri pressunnar í landinu eru orðnir svo miklir, að veruleg hætta er á að þar sé að myndast pólitísk og félagsleg slag- síða, sem erfitt getur reynst að rétta við. Daglega prentar og dreifir hægri pressan í landinu - Morgun- blaðið og DV - hátt í sjötíu þúsund eintökum dagblaða, þar sem meg- ináhersla er lögð á íhaldssöm hægri sinnuð sjónarmið. Á meðan dreifa vinstri- og miðjuflokkarnir 20-25 þúsund eintökum dagblaða, þar sem fjallað er um mál á annan hátt, a.m.k. stundum. I Helgarpóstinum í dag er fjallað um þessa yfirburði hægri press- unnar og þeim spurningum kastað fram við kunnáttu- og fagmenn, hvort yfirburðirnir séu orðnir því- líkir, að tjáningarfrelsi og frjáls skoðanamyndun í landinu geti ver- ið í hættu. Auðvitað er of djúpt tekið árinni að halda fram að sjálft tjáningarfrelsið sé í hættu: til þess erum við íslendingar of miklir smákóngar. Það er einfaldlega hluti af okkar menningararfleifð, sem ekkert fær frá okkur tekið. En þótt hægri pressan sé svo sterk er ekki þar með sagt að hún sé alvond. Með stofnun Dagblaðsins sáluga fyrir rúmum sjö árum hófst frjálslyndistímabil í íslenskri blaðamennsku og fjölmiðlun, sem ekki er séð fyrir endann á - jafnvel þótt ýmsir telji að sameining síð- degisblaðanna í stofnanarisann DV á síðasta vetri hafi verið spor aftur- ábak. Islendingar, sem nenna, geta auðveldlega komið skoðunum sín- um á framfæri í nær öllum blöðum, hvort heldur þau eru á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna. En einmitt sameining síðdegis- blaðanna hefur gert það að verk- um, að fjölbreytnin og breiddin á íslenskum blaðamarkaði hefur minnkað. Áherslurnar eru í dag, enn frekar en fyrir ári. í eina átt. Síðan áðurnefnt frjáls- lyndistímabil í íslenskri fjölmiðl- un hófst hefur mikið verið rætt og ritað um frjáls blöð og óháð. En hverjir eru það þá, sem eru „frjáls- ir og óháðir“ hagsmunum stjórn- málaflokkanna og peningamanna í dag? Eru það flokksblöðin þrjú? Eru það stórveldi hægri pressunn- ar, þar sem valdhafar eru í stórum dráttum á sömu línu í stjórnmál- um? Varla. Þeir valdhafar hafa yfir að ráða fjármagni, sem leyfir þeim að búa til stærri og umsvifameiri blöð - en ekki betri blöð, ágengari og sjálfstæðari. Þeirra markmið er fyrst og síðast að treysta sína stöðu og eigenda sinna, gæta þess að stíga ekki á tær þeirra fjármagnsafla sem fæða þau og valda ekki óþarfa usla í þjóðfélaginu. Með Helgarpóstinn er þessu á annan veg farið. Honum er ráðið af starfsmönnum blaðsins, fag- mönnum ■ blaðamennsku, sem ekki eru á mála risafyrirtækja, stjórn- málaflokka eða hagsmunahópa. Ritstjórnarstefna Helgarpóstsins er aðeins mótuð af sjónarmiðum blaðamennskunnar. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir& leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhailsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Lausasöluverð kr.15. VÆL Ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur. Maður utan af landi. Kem úr rólegum bæ þar sem umhverfið um þess- ar mundir er eins og á póst- korti, og erill ekki svo mik- ill. Kunningjarnir áttu varla von á mér enda líður tíminn miklum mun hraðar í Reykjavík en annarsstaðar á landinu. Ég var ekki fyrr kominn með töskuna mína í hönd en ég tók á rás eins og baldinn foli, og ég var á spani alla dagana í Reykjavík. Kunningjarnir höfðu lítið breyst, sumir ögn gráhærðir undir höndunum, höfðu bætt framan á sig sumir og könnuðust við mig flestir. Eg er nú að velta því fyrir mér hvort ég sakni þess erils sem maður er alinn upp við. Ég held ekki. En eitt er þó undarlegt við það að búa á tveim stöðum; það er vont að fara suður og það er vont að fara norður. Svona er hægt að rugla sjálfan sig, búa í þykjustunni og láta sér vel líka. Ég var að hitta starfsmenn hrinoboröiö dagskrárdeildar Ríkisút- varpsins, ræða um dagskrá um jólin og fyrstu þrjá mán- uði næsta árs, og framlag deildarinnar á Akureyri. Útvarpsráð hafði eitthvað verið að fá sér kaffi og gert ýmsar athugasemdir að venju, en hinsvegar ekki þakkað. Einn útvarpsráðs- manna taldi hvað ömulegast þegar útburðarvælið hljóm- aði frá Akureyri og tóku aðrir undir það. Þetta var bókað. Annar taldi of mik- inn hátíðleikablæ ríkjandi í framsetningu efnis frá RÚVAK. Ekki orð um að það væri nú gott að deild hefði tekið til starfa hinu megin Ellíða- ánna. Ekki orð um það að gam- an væri nú að heyra nýjar raddir í útvarpi. Ekki orð um að við yrðum að halda áfram á þessari braut og snúa okkur eins og fljótt og unnt væri að Vestfjörðum og Austfjörðum. Ég var ekki hissa. Utvarpsráðsmenn sumir hafa verið í önnum að Ieggja línur fyrir „frjálst“ útvarp, og alveg gleymt að þeirra hlutverk hefði átt að vera að gæta hagsmuna Ríkisút- varpsins, reyna að efla það, hvetja til dáða frekar en að festa til minnis skítlegar at- hugasemdir um nýja deild útvarpsins á Akureyri og það fólk sem leggur til efni þaðan. En Æ, öllum góðum ætt- um á íslandi fylgja draugar. Útvarpsráð fylgir útvarpinu! Svo hitti ég kunningja minn sem er frægur fyrir svartsýni. Ég hef minnst á hann áður hér við borðið. Hann var allt í einu kominn heim til mín kvöld eitt og lagðist umsvifalaust á gólfið og horfði til lofts í þungum þönkum. - Hún er þarna ennþá flugan, sagði hann og horfði upp í ljósakrónuna úr ala- bastri. - Hún er grafin þarna, svaraði ég. - Vildir þú vera grafinn í ljósakrónu? spurði hann og setti hendur í kross á brjóst og leit nú út eins og hann væri að bíða eftir kistunni. - Er ekki sama hvar maður lúrir? - Ekki aldeilis, sagði kunningi minn. Vildirðu láta grafa þig á Akureyri? - Ég veit ekki. Ætli það nokkuð. - Hlýtur að vera ömur- legt, sagði hann. - Jæja, ég átti eldgamla góða frænku sem dó á Blönduósi en vildi ekki láta grafa sig þar, því það væri svo leiðinlegt. Hún vildi láta grafa sig hjá góðu fólki á Akureyri, helst dáh'tið fjörugu. Ég hugsa að það sé ekkert leiðinlegt að liggja á Akureyri. - Eru þeir farnir að heilsa þér, spurði kunningi minn og klóraði sér á barkakýlinu og hætti snöggvast að líta út eins og hann væri að bíða eftir kistunni. - Þeir hafa alltaf heilsað mér, sumir. Og löggan hefur á mér gætur að ég fari mér ekki að voða í umferðinni. Þeir stóppa mig stundum að gá að ökuskírteininu og benda mér á vitleysurnar sem ég geri í umferðinni. - Er umferðin eitthvað öðruvísi fyrir norðan? Kunningi minn velti sér nú á hlið og maginn seig niður og lak dálítið út á teppiö. - Það held ég ekki. Það er víst bara ég sem er öðruvísi. - Haha! Hvað sagði ég ekki? Þér leiðist! - Nei mér leiðist ekki. - En þér leiðist útvarps- ráð. Kunningi minn dró augað í pung. - Vitleysa. - Ég heyrði hvað þú varst sár út í bókunina um út- burðarvælið. - Þetta er djöfuls ekkert útburðarvæl, sagði ég. Þetta er fallegt lag, íslenskt þjóð- lag. Mér þykir leitt ef svo er komið vorri þjóð að íslenskt þjóðlag sem hljómar í út- varpi, sé kallað útburðarvæl af mönnum sem hafa tekið að sér að vera til skynsemi í útvarpsráði. - Er hátíðleikablær á dagskránni frá ykkur, spurði kunningi minn og hætti að vera með augað í pung. - Fólk talar öðruvísi fyrir norðan. Öðruvísi áherslur og öðruvísi tjáning. - En er íslenskt? - Auðvitað. - Þetta eru hundleiðin- legar spurningar í þessum spurningaþætti. - Það er dómarans. - Og erfiðar. - Allar spurningar eru erfiðar ef þú veist ekki svör- in. Annars skammast fólk alltaf út í spurningaþætti. Þegar við Ólafur Hansson heitinn störfuðum saman. vorum við skammaðir eins og hundar, kallaðir bölvaðii Bolsar. - Af hverju ferðu ekki út i stjórnmál? Kunningi minn tók magann af gólfinu og setti á sinn stað um leið og hann lagðist á bakið aftur. - Ég er ekki nógu vitlaus. Kunningi minn horfði á fluguna. - Ertu með páfagauk á Akureyri? - Nei. - En hund? - Nei. - Er haustið fallegt? - Það er eins og stemmn- ing eftir Kristján frá Djúpa- læk. Trén eru ekki búin að losa sig við laufið, en eru al- veg að festa vetrarsvefninn. Það er fallegur bær, Akur- eyri. - En þú lætur ekki grafa þig á Akureyri. Ég nenni elcki að fara langt. Svo lokaði kunningi minn augunum og hætti að anda sýndist mér. Ég mátti ekki vera að því að sitja yfir hon- um, lifandi eða dauðum, rauk af stað að hitta menn og aðra og ef kunningi minn er ekki kominn heim til sín, er það vegna þess að hann liggur á teppinu mínu og sef- ur, ásamt dauðri flugu og gömlum páfagauk sem er kominn á raupaldurinn og þagnar aldrei. En ég fór norður aftur til að skipta um útburðarvæl svo útvarpsráð geti látið bóka aðra athugasemd um það sem það heyrir frá Ak- ureyri.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.