Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 12
12 Vitaskuld var Albert Guömundsson meö stórsígar þegar hann tók á móti okkur í bankaráösherbergi Útvegsbankans viö Lækjartorg. Vind- illinn er smám saman aö verða „vörumerki“ hans, gildur á viö tvo blaðamannsfingur (eða jafnvel þrjá) og ólíklega vélvafinn. Albert held- ur sig mikiö í Útvegsbankanum eftir að hann varö formaður banka- ráösins fyrir um tveimur árum. Og þar, eins og annars staðar, gustar af honum. Á næstu vikum kemur meira að segja út bók um hann - „Albert“ - heitir hún og er skráö af Gunnari Gunnarssyni, fyrrum blaöamanni á Helgarpóstinum. Setberg gefur út. Albert líkar ekki ailt, sem hann sér út um gluggana á Útvegsbankan- um.-Sjáðuþessakofa, sagöi hann og benti út í Austurstrætiö,- Þarna á Eymundsonarhúsinu er brunaveggur og sömuleiðis á húsi Nýja bíós Lækjargötumegin. Auðvitað átti að byggja þarna á milli almennileg hús. En þaö má ekki, kofarnir eiga aö standa. Á leiöinni niöur stigann stöövaöi hann maöur, flinkur hárskeri í borginni. Sá spuröi um franskan hárskera. - Já, sagöi Albert, - ég talaöi við sendiráðið í gær og þeir ætluðu aö ítreka þetta. - Jæja, sagöi maðurinn. - Ég heyri kannski frá þér fljótlega? - Þú heyrir ekkert frá mér fyrr en ég hef einhverjar fréttir, svaraði Albert, - en aö sjálfsögöu muntu heyra frá mér. Seðlabankinn og siðleysið Þegar við höfðum komið okkur fyrir í bankaráðsherberginu hófum við samtalið: - Menn hafa sagt, að með komu þinni í Útvegsbankann hafi orðið mikil breyting á þessari stofnun - hann hefur m.a. fengið veru- Íega fyrirgreiðslu ríkissjóðs og Seðlabanka. Hvað veldur? „Það er rétt, að það hefur orðið breyting. Hvort hún er vegna mín veit ég ekki. Bank- inn fékk fyrirgreiðslu frá Alþingi og ríkis- stjórn upp á 50 milljónir, sem hefur hjálpað okkur verulega. Sú upphæð er þó aðeins brot af þeim sköttum, sem bankinn hefur borgað í ríkissjóð, t.d. af erlendum gjaldeyri. Ég iít nú svo á, að hér hafi verið um að ræða endur- greiðslu á þeim okurvöxtum, sem Seðlabank- inn tekur af viðskiptabönkunum. Og auðvit- ‘að er það ekkert nema hreint siðleysi af stjórnvöldum að leyfa Seðlabankanum að stunda þessa okurvaxtastarfsemi, sem verður stöðugt greinilegri. Nú, það hefur orðíð sú breyting á stefnu bankans, og ég tel mig hafa haft einhver áhrif á það, að það er reynt að ná betur til fólks og fyrirtækja í landinu. Þessi fyrirgreiðsla hefur skapað þann möguleika. Hluti af vanda bankans er sá, að mikið fé var bundið í aðstoð við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Við höfum nú dregið í land með það að hluta - við teljum sem sagt ástæðulaust að Útvegsbank- inn stundi mikil útlán ástöðum, þar sem hann hefur -ekki útibú og á engan kost á að taka innlánin einnig. Aðrir bankar verða að sinna því. Þetta hefur náttúrlega gjörbreytt stöðu bankans og svo einnig ýmsar nýjungar, sem hafa verið teknar upp, svo sem Átaks- sjóðurinn, plús-lánin, Eurokortin og fleira. Fjöldi viðskiptavina hefur aukist mjög, af- greiðslum h :fur fjölgað um 30%. En auðvit- að þýðir þetia að mjög aukið álag er á starfs- fólkinu hér. Og velgengnin byggist ekki síst á því ánægjulega samstarfi, sem bankaráð og bankastjórn eiga við starfsmenn bankans, sem leggja fram stóraukna vinnu. Samskipti stjórnar bankans við starfsfólkið hefur einnig breyst og þar með hafa viðhorf starfsmanna til stofnunarinnar gjörbreyst. Við höfum haldið nokkuð reglulega fundi með starfs- fólkinu og gefið því kost á að velja mann úr sínum hópi til að sitja bankaráðsfundi. Vel- gengni Útvegsbankans undanfarin misseri er ekki síst að þakka samtakamætti fólksins hérna. Þetta hefur almenningur orðið var við - hann veit að Útvegsbankinn er banki fólksins." Banki litla mannsins - Banki fólksins, það er ágætt slagorð. Er það eitthvað meira? „Vissulega. Ég get nefnt Átak, sem dæmi. Sá sjóður var stofnaður til að létta undir með fólki, sem kemur úr meðferð vegna of- drykkjuvanda. Það fólk þarf oft á tíðum hjálp til að komast í gang aftur. Útlán til þess hafa verið helmingi meiri en innlánin þannig að Útvegsbankinn hefur tekið verulegan þátt í þeirri aðstoð. Þetta er því ekki bara slagorð, þetta er banki litla mannsins. Nú, ég vil gjarna bæta því við, að okkur hefur líka tekist að afsanna það orð, sem verið var að klína á bankann og bankastjórn- ina, að bankinn væri í óyfirstíganlegri klípu. Vissulega var bankinn í vandá - en það átti sínar skýringar m.a. í því, að byrðar okkar voru of miklar, t.d. í sjávarútvegi. Okkar hlutverk í því var of stórt - við vorum með um þriðjung af heildarútlánum til fiskvinnslu og útgerðar á meðan t.d. Landsbankinn var fjórum sinnum stærri banki. Nú, svo hefur verið stórfellt tap á gjaldeyrissölu. Af gjald- eyri fer um 60% í skatt til ríkisins. Ég reikna því með, að þetta fimm milljarða lán (gamlar krónur), sem tekið var til að veita Útvegs- bankanum þessa fyrirgreiðslu, og var til tólf ára, verðum við búin að borga aftur á 4-5 árum með óeðlilegri skattheimtu og okur- vöxtum Seðlabankans. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða alla starfsemi Seðla- bankans.“ Á sök á hinni pólitísku sjálfheldu - Ef við förum úr þeirri kreppu, sem Út- vegsbankinn var í, þá er ekki mjög langt í næstu kreppu. Ég á við hina pólitísku kreppu, eða sjálfheldu, sem verið er að ræða daginn út og daginn inn á Alþingi. Finnst þér, að þú eigir að einhverju leyti sjálfur sök á þeirri kreppu, með því að verja ekki stjórn- ina lengur falli? Föstudagur 5.' nóvember 1982 _j~ielgai-- . pósturinn. „Eflaust á ég það, já. Talsverða sök. Það má segja, að upphaf þessarar ríkisstjórnar eigi ákveðinn þátt í þessari kreppu og ég átti minn þátt í því á sínum tíma, að forsætisráð- herra fékk umboð forseta til myndunar stjórnarinnar. Mín yfirlýsing í upphafi, um að ég myndi verja stjórnina falli, var ekki yfir- lýsing um að ég myndi verja hana um alla framtíð, ekki undir hvaða kringumstæðum, sem upp gætu komið. Ég er ekki og var ekki aðili að málefnasamningnum og var því ávallt óbundinn. Bæði forsætisráðherra og Sjálf- stæðisflokkurinn í heild hafa alltaf vitað, að ég hef tekið afstöðu til mála eftir því sem þau hafa verið lögð fram á þingi. Og þótt velvilji minn í garð ríkisstjórnarinnar hafi nú minnk- að hefur það engin áhrif á persónulega vin- áttu mína við forsætisráðherra og fleiri ráð- herra. En það voru ekki bráðabirgðalögin, sem gerðu það að verkum, að ég hef snúist gegn stjórninni. Ég er að vísu á móti þeim.“ - Hvers vegna? „Vegna þess að ríkið og sveitarfélögin eru stærstu vinnuveitendur landsins. Vísitölu- skerðingin hefur í för með sér útgjaldasparn- að fyrir vinnuveitendur. Og ýmsar fyrirhug- aðar hliðarráðstafanir bráðabirgðalaganna hafa sannfært mig um, að þau eru ekki til þess fallin að sporna gegn verðbólgu. Hækkun á vörugjaldi eykur tekjur ríkissjóðs og hefur þar með í för með sér aukna verðbólgu og sömuleiðis sú staðreynd, að fleiri vörur falla nú í vörugjaldsflokk. Ríkisstjórnin hafði lofað að létta undir með útgerðinni og" fisk- vinnslunni í landinu. Svo er gengið lækkað og það þýðir að þeir sem standa í útflutningi, birgðaeigendur, fá greiddan skertan geng- ismun. Það eru frekar verðbólguhvetjandi aðgerðir að velta vandanum yfir á gengis- munarsjóð.Ef stjórnvöld ætlast til þess, að almenningur taki á sig skerðingu, þá á ríkis- sjóður að gera það einnig. Það er því blekk- ing, að þessum aðgerðum sé beint gegn verð- bólgunni. Og annað til: þessi svokallaða 30% álagningarregla er látin gilda fyrir verslunina í landinu. Hún tekur því líka á sig skerðing- una. Og á meðan verslunin og almenningur taka á sig þessa kjaraskerðingu, þá aukast tekjur ríkissjóðs. Það gildir ekki það sama fyrir báða - og það tel ég vera siöleysi. “ Rússasamningurinn skipti sköpum - Gott og vel. Þetta er ástæðan fyrir því, að þú ert á móti bráðabirgðalögunum. En hvers vegna ertu á móti stjórninni? „Það eru þrjár ástæður fyrir því. Sú fyrsta er flugstöðin. Það skiptir mig ekki máli hvort menn eru með eða á móti þessari flugstöð en ég vil ekki viðurkenna, að ellefu manna hóp- ur - þingflokkur Alþýðubandalagsins - geti komið í veg fyrir aðÁIþingi geti tekið ákvörð- un í máli sem þessu vegna ákvæðis í málefna- samningnum. Svo má vel vera að þessi stöð, sem talað er um að byggja, sé ekki hin rétta, en það er annað mál. í öðru lagi er ég á móti þessari stjórn vegna Rússasamningsins. Sá samningur og öll til- koma hans er hreint siðleysi. Það var þessi rammasamningur við Sovétríkin, sem var þess valdandi að Eggert Haukdal lét af stuðningi við stjórnina, ekki bráðabirgðalög- in. Athyglin, sem ég dró að þessum samningi, er því ástæðan fyrir því að stjórnin missti meirihluta sinn í neðri deild - og því má ef til vill segja, að ég eigi sök á stjórnarkreppunni. Og í þriðja lagi er ég andvígur stjórninni fyrir linkind gagnvart Seðlabankanum. Ég kom hingað í bankann að beiðni ríkisstjórn- arinnar og með samþykki Sjálfstæðisflokks- ins - sem einskonar ráðgjafi af hálfu þing- flokksins og ríkisstjórnarinnar. Ég hef gert ýmsar athugasemdir við rekstur Seðlabank- ans gagnvart viðskiptabönkunum án nokkurs árangurs. Ég hef þurft að horfa á ástandið versna frá degi til dags vegna utanaðkomandi afskipta.“ - Förum í annað. Það er stöðugt verið að tala um arma í Sjálfstæðisflokknum - Geirs- arm, Gunnarsarm og Albertsarm. Hverjir eru í Albertsarmi? „Það er náttúrlega besta fólkið í flokknum! Nei annars, ég held að það séu í rauninni engir armar í flokknum í þeim skilningi. Menn eiga vitanlega sitt stuðningsfólk, sem styður okkur í kosningum innan flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er þannig, að þótt við rífumst innbyrðis eru flokksmenn mjög sam- heldnir í átökum. Armarnir eru því kannski aðeins innanhússmál í flokknum, þeir eru ekki til út á við. Flokkurinn hefur sameinast mjög vel á kjörtímabilinu, þótt ekki sé alls staðar gróið um heilt. Vinabönd hafa til dæmis tengt okkur Gunnar Thoroddsen meira en áður. Afstaða okkar tveggja til mála hafa oftar farið saman en afstaða okkar Geirs en þó höfum við Geir færst nær hvor öðrum á kjörtímabiiinu. Ég á auðvelt með að starfa með þeim báðum og trúi því, að andrúmsloft- ið sé að færast í eðlilegt horf. Ég hef sjálfur reynt að lægja öldurnar í flokknum og í raun- inni er ekki mikið eftir nema ákveðinn vandi vegna ráðherranna.“ Helgarpostsvlðialld: Að brjóta odd af oflæti sínu - Hvort sem þessir armar eru til eða ekki, þá er ljóst að flokkurinn er rækilega klofinn. Áttu von á, að það grói um heilt á skömmum tíma eftir að þessi stjórn fer frá? „Já, ég á frekar von á því.“ - Miðarðu þá við að dr. Gunnar dragi sig í hlé? „Nei, hann þarf ekkert að hætta." - Og Geir verður áfram formaður? „Ég held að okkur sé öllum orðið ljóst, að þetta getur ekki gengið eins og áður. Það væri rangt flokksins vegna og fólksins vegna að taka ekki höndum saman nú á meðan við höfum tækifæri til þess. Ég vil ekki að við eigum eftir að sitja saman á elliheimili eftii nokkur ár og vera sammála þá um að við hefðum átt að gera svona og svona. Menn verða að brjóta odd af oflæti sínu og deila

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.