Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 5
Jjfísturimx Föstudagur 5. nóvember 1982 eftir Þorgrím Gestsson _________________5 mynd: Jfm Smart |j| neyddist hann síðan til að hætta rekstrinum. Um þetta leyti voru talsverð blaðaskrif um mengun frá álverinu og varð það til þess að Guðmundur tók að hugleiða hvort þar væri komin skýringin á dauða kjúklinganna. Þá var gripið til þess ráðs að gera samanburðar- rannsóknir á kjúklingum frá Straumi og bú- inu á Móum á Kjalarnesi. Sú rannsókn var framkvæmd á vegum Iðn- tæknistofnunar, og að sögn Harðar Þormar fannst meiri flúor í beinum kjúklinganna frá Straumi en Móum. Samt treystu þeir sem rannsóknina framkvæmdu sér ekki til að skera úr um það hvort flúorinn hefði verið valdur að dauða kjúklinganna á Straumi. Álversmenn gerðu líka sínar rannsóknir og létu gera samanburð á Straumskjúklingunum og kjúklingum sem voru keyptir í matvöru- verslunum. Að sögn Ragnars Halldórssonar fannst álíka mikið flúormagn í þeim öllum. „Enda eru flúorsambönd í fóðri allra kjúk- linga, og það væri undarlegt ef kjúklingarnir ættu að hafa fengið flúoreitrun úr loftinu. Inni í kerskálunum vinna menn átta tíma á dag í margfalt meiri mengun", segir for- stjórinn. Samt upphófust samningaumleitanir milli lögmanns stefnanda, Hafsteins Baldvins- sonar, og fsal, og þær stóðu í þrjú ár sem fyrr segir. Á þessum tírna stóð m.a. til að Isal keypti Straum, en að sögn Ragnars Halldórs- sonar voru verðhúgmyndir eigendanna ekki viðunandi svo ekkert varð af kaupunum. Seinna keypti Hafnarfjarðarbær jörðina, eftir að íslenska fjárfestingarfélagið gerði tilboð í hana. Doktor gaf vinnu sína Sem fyrr segir var stefnt í málinu vorið 1980, og upphófst þá mikil gagnaöflun, sem stóð í heilt ár. Fyrir tilviljun komst Hafsteinn Baldvins- son lögmaður í samband við bandarískan vís- indamann, dr. Lennart Crook, sem vann um þær mundir að rannsóknum á áhrifum flúor- mengunar á vöxt barna á eynni Cornwall í Bandaríkjunum. Til þessa hafa litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum flúormengunar á önn- ur dýr en grasbíta, og ákvað dr, Crook því að taka að sér rannsóknir á Straumskjúkling- unum - endurgjaldslaust. Ennfremur kom hann til íslands og hélt erindi um rannsóknir sínar á vegum Háskólans. Heimildarmaður Helgarpóstsins, sem hefur fylgst náið með málinu frá byrjun og hlýddi á fyrirlestur Cro- oks segir að niðurstöður hans hafi verið svip- aðar og þær sem þegar höfðu fengist hér. Þær eru í stuttu máli þær, að langvinn krónísk flúoreitrun hafi getað drepið kjúklingana. Aðrir vísindamenn sem Helgarpósturinn hefur haft tal af telja þó, að Crook hafi geng- ið heldur langt í ályktunum sínum. Erlendir vísindamenn sem fengnir voru á vegum ál - v ersins til að kanna málið drógu líka ýmislegt í ský rslu Crooks í efa. „En þeir framkvæmdu ekki miklar rann- sóknir, lögðu aðal áherslu á að gagnrýna skýrslu Crooks og gera hana tortryggilega," segir heimildarmaður Helgarpóstsins. Það er því Ijóst, að vísindamenn greinir í grundvallaratriðum á um það hvort flúor- mengun frá álverinu í Straumsvík hafi valdið stefnendum tjón sem fsal beri að bæta. Mikil flúormengun En það liggur þó ljóst fyrir, að flúormeng- Guðmundur Jónasson og fjölskylda sjá nú fyrir andann á fimm ára bar- áttu við ísal un er talsverð í grennd við álverið. Svonefnd Flúornefnd hefur gert reglulegar mælingar í grennd við álverið frá því hún tók til starfa. í skýrslum frá þeim kemur m.a. í ljós, að í grassýni frá Straumi hafa fundist 32 ppm (gr. flúor á kfló), en eðlilegt flúormagn er talið 4 ppm. í kjálkum kinda í grennd við Straumsvík hafa mælst 4000 ppm, þegar 1000 ppm er talið eðlilegt. í hreindýrum í Horna- firði er talið eðlilegt að séu um 440 ppm, en í hreindýrum í Sædýrasafninu, skammt frá ál - verinu,hafa mælst 3230 ppm. Þá má nefna, að kindur í Dysjum á Álftanesi, sem blasir við frá álverinu, eru með dæmigerð einkenni um flúoieitrun. í þeim hefur flúor mælst upp í 9150 ppm. Ekki búandi Þegar það er haft í huga, að öll þessi flú- ormengun frá álverinu er engin ný bóla, er eðlilegt að upp vakni sú spurning hvers vegna ekki urðu vanhöld á kjúklingum á Straumi fyrr en 1976-’77. „Þann tíma sem ég vann við búið var að vísu vart við einhver vanhöld, en engum datt flúormengun í hug þá. En það er eftirtektar- vert hvað þau jukust skömmu eftir að ég tók við. Þá vissi ég hinsvegar ekki, að Straumur er á svæði, sem nefnt er í álsamningnum „svæði takmarkaðrar ábyrgðar“. Það var sémsé ekki gert ráð fyrir því í upphafi, að búandi væri í nágrenni álversins. En frá þessu var okkur ekki sagt,“ segir Guðmundur Jón- asson. Ýmislegt hafði þó bent í þessa átt. Meðal annars kvað heilbrigðisráð Hafnarfjarðar upp þann úrskurð eftir að Guðmundur tók við búinu, að ekki væri vert að fólk byggi þar. Ástæðan var sú, að ráðsmaður Guðmundar á staðnum og fjölskylda hans, þar á meðal ungt barn, fundu fyrir ýmsum óþægindum, sem hurfu síðan eftir að þau fluttu burt. Og lögmaður Guðmundar fékk sennilega skýringu á þessum skyndilegu breytingum hjá veðurstofunni: Á árunum 1976 og 1977 voru óvenjumiklar stillur á suðvesturlandi, og þar að auki óvenjulega mikil norðanátt, væri vindur á annað borð. Bótaleysi Það er því ekki aðeins deilt um það hvort flúormengun drap kjúklingana eða ekki, heldur líka um túlkun ákvæðis í álsamningn- um, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir því að skaðabótakröfur sem þessar geti komið upp og ábyrgð ísal jafnframt takmörkuð Það ákvæði er í tólftu grein samningsins og .er kallað „bótaleysisákvæði".. Þar er kveðið á um, að innan viss svæðis, næst álverinu, sé ísal ekki bótaskylt vegna tjóns á landbúnaði, nema gagnvart þeim sem voru þar fyrir þegar verksmiðjan tók til starfa - eða þeim sem taka viðkomandi rekstur á leigu. Nú eru úrslit þessa máls væntanlega í sjón- máli. Reyndar átti að fella dóm í maí í vor, en að kröfu meðdómendanna, læknanna Jó- hanns Axelssonar og Þorvalds Veigars Guðmundssonar, var málinu frestað í því skyni að fá ný gögn frá dr. Crook, meðal annars sneiðmyndir af beinum kjúklinganna. Einnig var ætlunin, að ísienskir vísindamenn tækju til krufningar kjúkling frá Straumi sem hefur verið geymdur í frysti. í rauninni er um að ræða loka vettvangskönnun í málinu, sem á að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvort flúormengun frá álverinu í Straumsvík hefur drepið kjúklingana á Straumi eða ekki. Einstaklingurinn og fjármálaveldið Eftir fáar vikur sér væntanlega fyrir endann á stríði einstaklings, sem hefur misst aleigu sína, við fjölþjóðlegt stórfyrirtæki. í rauninni hefði staða Guðmundar verið von- laus hefði dr. Crook ekki innt rannsóknir sínar af hendi endurgjaldslaust. Að sjálfsögðu er þarna um smáaura að ræða fyrir ísal. Nokkur hundruð þúsund ný- krónur er ekki fé sem slíkt fyrirtæki munar um. En eignalausa fjölskyldu í Hafnarfirði munar um það. Vitanlega getur dómurinn fallið á báða vegu. Og löglærðir menn sem fylgjast með þessu máli líta á það sem grundvallarmál í baráttu einstaklingsins gegn fjármála- valdinu. Menn bíða ekki síst spenntir eftir því hvort dómarar velta upp þriðja möguleikan- um: Að ísal verði dæmd öfugsönnunarbyrði. M.ö.o. að ísal verði að sanna að kjúklingarn- ir hafi ekki drepist af völdurn flúormengunar, öfugt við það sem hingað til hefur verið uppi á tengingnurn. Að mati löglærðra manna yrðu það stórtíð- indi i íslenskum dómsmálum. „Þetta er algjört öryggisleysi” Guðmundur og Ólöl með fjögur börn á húsnæðis- hraki í fimm ár eftir að kjúklingaræktinfór yfirum „Versti tíminn hjá mér var meðan ég rak ennþá bú- ið og horfði upp á ungana veslast upp“, segir Guð- mundur Jónsasson, fyrrum kjúklingaframleiðandi á Straumi. Guðmundurtók kjúkling- abúið á leigu um áramótin 1975/76, fullur bjartsýni. Hann þekkti vel til á staðnum, hafði verið bú- stjóri þar á árunum 1971-73 og bjo þá ásamt fjölskyldu sinni á efri hæð gamla húss- ins að Straumi. „Það voru aidrei nógu góð höld á þessu. En vanhöldin voru þó ekki svipað því eins slæm fyrra tímabilið eins og það seinna. Við leituðum lengi að ástæðum þessara vanhalda, en án árangurs. Um áramótin 1976 - 77 hófst mikil umræða um mengun frá álverinu og upp- úr því hófum við að kanna hvort hún gæti veríð orsök- in.“ í lok ársins 1976 seldu þau h jón íbúð sina í Hafnarfirði í þeirri von, að orsök kjúkl- ingadauðans fyndist og hægt yrði að rétta reksturinn við. En sú von brást og síðasta kjúklingnum var slátrað um mitt ár 1977. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað við vorum komin í mikla klípu fyrr en búið hafði verið lagt niður og engin von lengur til þess að hægt yrði að rétta það af. Síðan hef ég reynt að hugsa sem minnst um þetta“, segir Guðmundur. En ekki slapp hann alveg við að hugsa um misheppn- aða kjúklingarækt sína. Sáttaumleitanir við ísal stóðu næstu þrjú árin og hóf- ust raunar þegar áður en bú- ið var lagt niður. „En þeir hjá álverinu drógu okkur á asnaeyrunum þessi þrjú ár, létu lengi sem það væri til umræðu að bæta okkur tjónið. Og við gættum okkur á því að stilla í hóf upphæðinni sem við fórum fram á í bætur til að eiga betri von um að eitthvað fengist'% segir Guðmundur Jónasson. Erfiðleikarnir hafa verið meiri en af beinum fjárhags- legumsökum. Fráþvííjanú- ar 1977 hafa þau verið á hrakhólum með húsnæði, verið á sífelldum flækingi með fjögur börn, en það elsta þeirra var þá um ferm- ingu. „Það er vægast sagt lítið spennandi að flytja svona oft - sérstakiega þegar það er af illri nauðsyn,“ segir eiginkona Guðmundar, Ólöf Sigríður Sigurjóns- dóttir. „í raun og veru er þetta aigjört öryggisleysi. Maður veit aldrei hvað er framund- an, hvenær manni verður sagt upp húsnæðinu. Svo kemur uppsögnin skyndi- lega og það er bara að taka saman pjönkur sínar og fara. En hvert? Það getur tekið marga rnánuði að fá öruggt húsaskjól. Við erum búin að leita síðan í vor, og höfum ekkert fengið - en núna erum við nánast á göt- unni, höldum mest til hjá foreldrum mínum", segir ólöf. Tíminn hefur farið í að lesa húsnæðisauglýsingar og senda inn tilboð. En við þeim hefur ekki eitt einasta svar fengist. Þær íbúðir sem þau þó hafa fengið hefur þeim tekist að útvega sér á annan hátt. Nú vinna þau bæði myrkr- anna á milli. Guðmundur er verkstjóri hjá vélsmiðjunni Garða-Héðni í Garðabæ, en Ólöf vinnur vaktavinnu í sjoppu. „Það bjargar okkur, að við höfum haft góðar tekjur og getað fleytt þessu áfram, meðal annars borgað niður skuidirnar frá búskapnum smátt og smátt. En þrátt fyrir sæmilegar tekjur er erf- itt að rífa sig upp og byrja að fjárfesta á ný eins og lána- kjörin eru -og ailir vita hvað húsaleiga er orðin há“, segir Guðmundur. Og oft hefur þau langað til að gefast upp. „Maður verð- ur vonlaus og sár", segir Ólöf, „og verður að berjast við sjálfan sig að gefast ekki upp. Ég vil meina, eftir þessa reynslu undanfarinna ára, að það fólk sem á þak yfir höfuðið hljóti að búa við mikið öryggi - það öryggi sem er aðalundirstaða fjöl- skyldulífsins." 7 5UBARU 1983 BÍLAS ÝNING laugardag og sunnudag kl. 2-5 ________Ingvar Helgason____ Sýningarsalurinn — Rauðagerði sími 33560

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.