Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 19
híe/gai—---- %pösturinn. Föstudagur 5. nÖvember 1982 19, Menningarútflutningur Fyrsti vetrarsnjórinn sem orð er á gerandi féll hér í bæ um veturnætur. Auðvitað brást það ekki að flugvöllur- inn lokaðist strax, og það þrátt fyrir öll fínu og dýru tækinsem hafa veriðsett upp þar suðurfrá. Já máttar- völdin, þau láta nú ekki að sér hæða, og ef þeim sýnist svo þá loka þau jafnt nýjum alþjóðaflugvöllum sem öðr- um hvað sem öllum að- flugsvitum líður. Annars hafa bæjarbúar gert góðlát- legt grín að öllu þessu til- standi með nýja alþjóða- flugvöllinn okkar, og hver veit nema almættið sé bara að lýsa vanþóknun sinni á því að verið sé að nota nýju tækin áður en Steingrímur má vera að því að koma norður til að vígja þau, auð- vitað með tilheyrandi kokkteilpartíi á KEA á kostnað skattborgaranna. U m þessar mundir stendur yfir taisverður útflutningur á menningu héðan úr bæ. Nokkrir myndlistarmenn héðan sýna á sjálfum Akurevraroóstur Kjarvalsstöðum, ungur tenórsöngvari, meira að segja upprunninn úr Þorp- inu, syngur fyrir sunnan við hinn ágætasta orðstír, og fyrir dyrum stendur för Leikfélagsins suður með hina ágætu sýningu sína á Atómstöðinni. Allur þessi útflutningur á menningu er auðvitað aðeins af hinu góða og vonandi endurgoldinn, en það er fremur hvimleitt hversu sumir hinna norð- lensku listamanna eru fullir minnimáttarkenndar gagn- vart kollegum sínum syðra svo og gagnrýnendum. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir alla listamenn að kom- ast öðru hvoru í snertingu við umheiminn en það getur líka verið nauðsynlegt fyrir þá að vinna öðru hvoru í hæfilegri einangrun. Reyndar er allt þetta kvört- unartal akureyskra lista- manna um einangrun viss goðsögn. Þrátt fyrir allt þá tekur það ekki nema svo sem fjörutíu og fimm mínút- ur að komast til Reykja- víkur ef nafli alheimsins er endilega þar sem alls ekki er endilega víst. Hann gæti svosem allt eins verið í Ólafsfirði eins og einn ágæt- ur píanóleikari, meira að segja lærður í útlandinu sagði í blaðaviðtali síðastlið- ið sumar. að er auðvitað góðra gjalda vert að efla menningarsamskipti Reykjavíkur og hinnar guðsvoluðu, gjaldeyris- skapandi landsbyggðar, en það er engu að síður nauð- synlegt að þessi hin sama landsbyggð efli sín innbyrðis menningartengsl. Að þessu leyti hefur Leikfélagið hér sýnt merkilegt frumkvæði með því að efna til námskeiðshalds fyrir fólk úr áhugaleikfélögum sem sótt var af um það bil fimmtíu manns af Norður- og Austurlandi. Það er alltaf ríkjandi hugsunarháttur á landi hér að skipta landinu í tvennt, Reykjavík og síðan allt hitt, ekki hvað síst i menningarefnum, en því miður eru Akureyringar margir hverjir engir eftirbát- ar annarra að þessu leyti. Við megum ekki gleyrna þeirri staðreynd, að einstak- ir staðir kunna að hafa sín sérkenni, hvort sem það er Reykjavík, Akureyri, ísa- fjörður eða Neskaupstaður. Ég vil nota tækifærið hér svona í framhjáhlaupi og lýsa yfir samstöðu minni með kollega mínum Finn- boga Hermannssyni í síðasta Vestfjarðarpósti þar sent hann ræðir unt nauðsyn þess að koma upp hliðstæðu RÚ- VAKS á Isafirði. Það er næsta víst að þeir Vestfirð- ingar hafa fleira fram að færa en bara sögur af göldr- óttum mönnum. Rúvakið (eða akútið ef menri vilja það heldur), er þegar búið að sanna tilverurétt sinn þrátt fyrir efasemdir ýmissa aðila fyrir sunnan og hefur raunar að ýmsu leyti farið fram úr björtustu vonunt. Að vísu má ennþá ýmislegt bæta, til dæmis í sambandi við fréttaþjónustuna sem ennþá er í dálitlum molum og sömuleiðis að þjálfa heimamenn í stjórnunar- störfum, en slíkt hlýtur að verða nauðsvnlegt með tilliti til þess að staðbundin útvarpsstöð hlýtur að taka hér til starfa með breyttum útvarpslögum. Jónas er tví- mælalaust á réttri braut, en öll mannanna verk má bæta. að er stundum sagt að aldrei blómgist menningarlíí betur en í kreppum. Víst er að menningarlíf stendur með miklum blóma á landi hér og því hlýtur sú stað- hæfing stjórnmálamanna um það að kreppa sé í landinu að' era rétt. Annars er næsta hjákátlegt að fylgj- ast með stjórnmálaumræð- unni þessa dagana. Stjórnarandstaðan vill ólm fella núverandi stjórn til þess að geta sjálf eignað sér heiðurinn af því að setja nákvæntlega sömu, gagns- lausu bráðabirgðalögin. Það vilja víst allir Lilju kveðið hafa. Menn keppast við að lýsa því yfir að þjóðin þ.e. allir aðrir en þeir sjálfir hafi eytt um efni frant. Þessar yfirlýsingar gefa ntenn gjarnan rétt áður en þeir labba sig út í næsta bílaurn- boð til að kaupa nýjasta lúxusmódelið eða stíga upp í flugvélina sem flytur þá í heimsreisu til Kenyu eða Brasilíu sem þeir sem helst ættu skilið að fá að fara í hafa ekki efni á. íslendingar vinna mikið og þeir vinna vel því er það hreint ekkert óeðlilegt að þeir hafi góð lífskjör. Það geta tæpast ver- ið eyrarkarlarnir eða pökkunarstúlkurnar í frysti- húsunum sem eru að setja þjóðarbúið á hausinn með því að lifa um efni fram. Annars mætti hæglega ganga úr skugga um þetta einfaldlega með því að kanna hvaða starfsstétt þeir tilheyra sem í Heimsreis- urnar fara. Það kæmi mér á óvart ef Gvendur á eyrinni eða hún Gunna í frystihús- inu eru þar á nteðal. Fyrir utan hin auðvitað vita gagnslausu bráða- birgðalög, sem þó allir vilja eiga heiðurinn af að hafa sett, strita svo sextíu- menningarnir við að böggla saman nýrri stjórnarskrá, og virðist þar einkum vefjast fvrir þeim að lögfesta löngu orðinn hlut þ.e. að Reykvík- ingar og Reyknesingar eignist meirihluta þing- inanna. Hér er ein tillaga til lausnar á þessu mjög svo viðkvæma máli sent mér vit- anlega hefurekki enn komið frant, en hún er sú að íbúum hinna títtnefndu þeftbýlis- kjördæma verði gefinn kost- ur á því að fá fullt atkvæða- vægi upp á brot úr prósenti. gegn því að Alþingi verði flutt frá Reykjavík, og það byggðarlag sern skuldbindur sig til að taka við Alþingi missi við það þingmenn sína. Þetta kann að hljóma brjálæðislega, en þegar bet- ur er að gáð kynnu að fylgja því ýmsir kostir að hafa þingið í hæfilegri fjarlægð frá miðstöðvum hins efna- hagslega valds. Þingmenn gætu betur unnið að sínu eiginlega starfi, það er að setja lög og líta eftir fram- kvæmdavaldinu, lausir við kvabb hinna ýmsu þrýsti- hópa. Auk þess þyrfti ekki allt stjórnkerfi lýðveldisins að fara úr böndunum þó að jarðskjálfti, svo dænii sé nefnt, legði miðbæjar- kvosina í Reykjavík í rúst, að ekki sé nú talað um hugs- anlega kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll. Og ekki er víst að það yrðu svo slæm býti til dæmis fyrir stað á borð við Akureyri að missa þingmenn sína en fá í stað- inn aila þá þjónustu sem þinghaldi fylgir inn í bæinn. Hugsanlega yrði hér um að ræða vítamínsprautu sem ekki yrði áhrifaminni en eitt stykki álver, spurningin er bara livort hin félagslega mengun yrði minni eða meiri. Um Sakafall Ríkisútvarpið hér, BBC, flytur engar auglýsingar, heldur lifir það á eintómum afnotagjöldum. Hljóð- varpið lifir reyndar á sjón- varpinu, því að afnotagjöld af sjónvarpi standa undir heila gillinu. En þau eru ekki innheimt, engar rukk- anir eða gjaldendabókhald, og engin innheimtudeild. (Hvað væri eftir af Ríkisút- varpinu heima ef það dytti af því innheimtudeildin?). Nei, maðurábara að labba niður á pósthús og kaupa sér sjónvarpsleyfi, skrifa nafnið sitt og heimilisfang, og þá stimplar póstmaðurinn á, að maður sé búinn að borga leyfið fram að vissri dagsetn- ingu; þá rennur það út, Eng- inn hefur skrá um það, hverjir eiga sjónvarp eða hverjir eru búnir að borga. Það er bara bannað að eiga sjónvarp án þess að eiga leyfi líka. (Ég á leyfi, en segi engum að ég er í bili búinn að týna því.) Alveg eins og bannað er að aka bíl án þess að hafa réttindi. Nú er það náttúrlega dá- lítið misjafnt hvað fólk man sjónvarpslöggan ekur um með einhverjar græjur sem skynja sjónvörp á löngu færi, ber þrjú þung högg og spyr eftir leyfinu. Skúrkar sektaðir. Sektin er milli fjögurra og fimrn ára leyfis- gjalds. Þá er það eiginlega reikningsdæmi, hvort sjónvarpslöggán kemst yfir svo mikinn hluta landsins á hverju ári að það borgi sig að jafnaði að hafa léýfi. Það er spurningin unt það sem hérlendir kalla conviction rate (sú prósenta afbrota sem upp komast og dæmt er fyrir) og heitir víst á íslensku sakafall. Er sem sagt saka- fallið svo hátt, og refsingin svo ströng, að það borgi sig að fara að lögum? Nú eru menn að vísu meira og minna löghlýðnir, þannig að þeir brjóta ekki endilega lög þó að það borgi sig, en við hlýðum lögunum af meiri ánægju ef við finnum að það borgar sig. Ekki veit ég hvernig það er með sjónvarpsgjaldið, þó ég hafi vissar grunsemdir. Hitt veit ég, að það var orðið á almanna vitorði, að er bannað að aka merkis- laus, líkt og að aka skoðun- arlaus á ísiandi. En sektin fyrir það er minni en fjög- urra ára skattur, og löggan tékkaði ekki á nærri því fjórða hverjum bíl árlega. Svo að nú stendur yfir mikið auglýst rassía gegn skatt- skuldugum bflum, aðstoðar- ráðherra vegamála sjálf á vettvangi, í grenjandi rign- ingu, þegar fyrstu skúrkarn- ir voru húkkaðir hér í London. (Það verður að taka þá á ferð, þvi það er ekki bannað að vera með bíl- inn kyrrstæðan óskoðaðan). Nú á sem sagt að lyfta sakafallinu upp í það að ekki borgi sig að stela undan bílaskattinum. Sem skýtur nú skökku við eiginlega, því rétt eins og á íslandi er saka- fallið fjarska lágt fyrir hin algengari umferðarbrot. f miðborginni á daginn kvað þriðjungi til fjórðungi bíla ólöglega lagt, og í umferðar- öngþveitinu, sem hér er dag- legt brauð, gilda víkingalög. T.d. er nú allt í einu hætt að virða strætóreinar (þ.e. sér- staka akrein fyrir strætis- vagna, ieigubíla og hjól); þær voru yfirleitt virtar í fyrravetur, en nú eru þær fullar af einkabílum á annatímanum. Heimur versnandi fer. Lundúnapóstur frá Helga Skúla Kiartanssyni eftir að endurnýja sjón- varpsleyfið sitt. Meira að segja kvað áhuginn vera eitthvað stopull líka þegar enginn rukkar. En bílaskattinn borgaði sig ekki að borga. Hann er eins: eng- in innheimta, maður kaupir bara skattmerki á pósthús- inu og límir á rúðuna, og það ELg skrifaði víst áðan, að menn séu meira og ntinna löghlýðnir. Sumir að vísu fremur minna en meira, og á ég þá sérstaklega við breska innbrotsþjófa. Þeir kvað hafa á samviskunni vel yfir eitt innbrot á mínútu síð ustu misserin, og er sakafall- ið á því sviði hraklega lágt. (Bretar eru rúmlega tvö- hundruð sinnum fleiri en ís- lendingar, svo að þetta jafn- gildir því að innbrot á ís- landi væru á rúmlega þriggja tíma fresti. Hér munu að vísu með taldar gripdeildir sem varla þætti taka að gefa skýrslu um á íslandi, og kannski eitthvað af tryggingasvindli, því að í svona miklu innbrotalandi kaupa allir innbrots- tryggingu. En það er sama, þetta er hrikalegt.) Já, það er víst enginn vafi, ef litið er á atvinnugreinina í heild, að innbrot borga sig hér býsna vel, svona í peningum reiknað. Ef ég fer út í hina flóknari kima afbrotafræðinnar, þá er raunar önnur hlið á þessu líka: trygginga- og happdrættishliðin. Við kaupum tryggingar og spil- um í happdrætti, þótt hvor- ugt borgi sig að jafnaði, þyí að kúnnarnir bera þó á endanum rekstrarkostnað og tekjuafgang bæði tryggingafélagsins og happ- drættisins. En menn ntunar ekki svo mikið um að borga af tryggingunni eða endur- nýja happdrættismiðann. Stóru upphæðina,semtrygg^ ingin myndi hlífa okkur við að tapa, munar okkur meira um (og stóra vinninginn líka, finnst þeirn sem langar að spila í happdrætti). Þann- ig geta menn séð sér hag í því að borga af bílnum eða sjón- varpinu til að tryggja sig gegn sektum, þó að iðgjald- ið sé að jafnaði hærra en sektirnar yrðu, af þvíaðþað er minna og jafnara. Og ennþá fremur gildir þetta um innbortin, því að þar liggja við fangelsisrefsingar strangar; mér er sagt að Bretar hafi miklu fleira fólk í fangelsi að tiltölu en aðrar vestrænar þjóðir. Um Falklandseyjastríðið var líka talað hér ntjög frá sakaf all.sjónarmiði. Mar- grét Thatcher hafði það að sínu leiðarljósi í því máli, að það mætti ekki sannast í skiptum þjóða, að yfir- gangurgæfi arð. „Agression must not be seen to pay.“ Alveg eins og aðstoðarráð- herra umferðarmála sagði í rigningunni miklu á hring- torginu við Waterloo Bridge.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.