Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 13
jjSsturinn. Föstudagur 5. nóvember 1982 Guömundsson ekki að ástæðulausu. Það er skilningur innani flokksins á því, að það er leið til lausnar á öllum málum og að hún verður fundin.“ - Og þið þrír; þú, Geir og Gunnar, þið skiljið þetta líka? „Að sjálfsögðu." - Nú ertu ekki einasta alþingismaður og bankaráðsformaður, heldur einnig forseti borgarstjórnar. Er það ekki ærið starf og ekki síst þegar vitað er, að þú finnur þér einnig tíma til að sinna ýmsum öðrum málum, bæði þínum eigin og annarra? „Ennþá er þetta ekki of mikið. Ég kemst yfir það, sem ég hef tekið að mér. Ég finn aldrei fyrir tímaskorti. Ég vinn þannig, að ég sinni strax því, sem ég tek að mér. Fólk veit þá, hvort hægt er að verða við erindi þess. Ég trassa ekki að gera það, sem ég lofa að gera. En vitaskuld er vinnudagurinn langur. Það skiptir líka miklu máli í þessu sambandi, að ég á víða gott samstarfsfólk. Þannig er það t.d. í mínu fyrirtæki, ég hef iítið samband þangað og læt það afskiptalaust - nema það vilji sjálft tala við mig. Sömu sögu er að segja af Hafskip og Tollvörugeymslunni. Ég er ekkert að ónáða þetta fólk. Sjáðu til, aðal- kúnstin er að sýna fólki fullt traust. Mér finnst sjálfum leiðinlegt að vinna undir pressu og því læt ég fólk ráða sér sjálft. Hingað til hefur enginn brugðist trausti, sem ég hef sýnt. Ég er meira að segja svo lán- samur, að ég hef aldrei þurft að segja manni upp starfi og vona ég eigi aldrei eftir að gera það." Eðliiegt að ég yrði forseti borgarstjórnar - Hvað er til í sögum um deilur í borgar- stjórnarflokknum - deilur, sem átti að hafa. lokið með því að þú tókst þátt í prófkjörinu þegar þér hafði verið lofað embætti forseta borgarstjórnar? „Það er ekkert til í því. Það var líka talað um að ég vildi verða borgarstjóri en það er ekki rétt. Það er hinsvegar rétt, að ég var óánægður með að prófkjörið skyldi vera lok- að. Ég taldi það vera notað gegn mér. Davíð Oddsson var líka á móti þessu þannig að hann hefur sjálfsagt talið þetta andstætt sínum hagsmunum. Ég setti hins vegar engin skil- yrði en ég lét í ljós þá skoðun, að það væri lítilsvirðing ef gengið yrði fram hjá mér í þessu efni. Ég er einna elstur borgarfuiltrúa og búinn að vera varaforseti borgarstjórnar. Mér fannst því óeðlilegt að eiga ekki kost á embættinu, ég neita því ekki. En ég setti engin skilyrði. Það er venjan, að menn láti í ljós áhuga sinn og það gerði ég. En þegar til kom taldi borgarstjórnarflokkurinn sjálfsagt, að ég yrði forseti borgarstjórnar svo það var í rauninni óþarfi fyrir mig að láta þessa skoðun í ljós.“ - Er þetta metnaður í þér? „Það held ég ekki. Ég held að þetta sé frekar þannig, að þegar menn hafa reynslu umfram aðra á einhverju sviði, þá þykir þeint eðlilegt að þeir „avanceri" þegar störf eru laus.“ - EF Sjálfstæðisflokkurinn kemst í stjórn eftir næstu þingkosningar, þykir þér þá eðli- Iegt að þú verðir ráðherra? „Ég get ekki svarað þessu. Það er svo fjar- lægt. En ef tekst að skapa ró innan flokksins er ekki óeðlilegt að tala um meirihluta- aðstöðu hans eftir næstu kosningar. Erfið- leikar þjóðarbúsins eru svo miklir, að þjóðin hlýtur að fara að skilja að hún verður að velja á milli hægri og vinstri. Það hafa allir mögu- leikar verið reyndir í ríkisstjórnum nema meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna má ekki reyna það einu sinni? Nú, en svo eru prófkjörin eftir og engin leið að spá fyrir um það núna hvernig þingflokkurinn verður samansettur. í dag eru margir menn í þingflokknum, sem eiga meira tilkall til ráð- herraembættis en ég. En svo gæti vitaskuld komið upp svipuð staða og í borgarstjórninni - maður veit bara ekkert á hvern veg þetta veltur. Það eru að koma fram í flokknum ákaflega hæfir ungir menn.“ Skapið eins og veðrið - Mérdetturíhug, aðGuðmundur J. Guð- mundsson, samherji þinn og félagi í ýmsurn málum, sagði í viðtali við okkur í sumar, að þótt hann væri frekur þá værir þú ennþá frek- ari. Guðmundur sagði þetta með bros á vör og meinti það ekki illa. En ert þú sammála því, að þú sért frekur? „Ja, ég verð afskaplega fljótt óþolinmóður ef mér finnst vera seinagangur á hlutunum eða menn langorðir. Ég held nú að mitt skap sjóði fyrr en skap Guðmundar. Ég held að við séum báðir nokkuð íslenskir í okkur - við erum með skapgerð eins og veðrið, nokkuð margbreytilega og viljum ná árangri." - Pólitíkin er kannski eins og fótbolti? „Já, á margan hátt. Öll sú reynsla, sem ég öðlaðist, bæði í keppni og í félagsmálavafstri, hefur verið mér mikið og gott veganesti inní stjórnmálin. Vafalaust hugsa ég meira sem íþróttamaður í stjórnmálum en margur ann- ar. Á vellinum eru menn alltaf að taka á- kvarðanir, þær þarf að taka fljótt og þær þurfa að vera réttar. Það skiptir öllu máli fyrir framhald leiksins. Þannig er ég: fljótur að átta mig, taka ákvörðun og hrinda henni í framkvæmd. Ætli samstarfsfólki mínu þyki ég ekki stundum full snöggur." - Við þurfum ekki að tala mikið um þína frammistöðu á leikvellinum í þá daga, hún er öllum kunn - en hvað finnst þér um frammi- stöðu þeirra stráka, sem nú eru atvinnumenn úti í heimi? „í flestum tilfellum er hún alveg frábær. Ég segi ekki að þeir séu toppmenn á heimsmæli kvarða en þeir eiga margir alla möguleika á að verða með fremstu mönnum." - Hefur þú ekki haft afskipti af samninga- gerð einhverra þessara pilta, t.d. Ásgeirs Sig- urvinssonar? „Ég hafði afskipti af fyrstu samningum Ás- geirs. Þegar ég kom heim var það mér kapps- mál, að íslenskir knattspyrnumenn fengju tækifæri til að reyna sig í atvinnumennsku. 13 Ég sá, að það var góð auglýsing fyrir ísland. Ég fór að leita að góðu efni, sá Ásgeir Sigur- vinsson keppa og kom honum á framfæri við góða vini mína hjá Standard Liege. Upp úr því fóru augu leiðandi manna á þessu sviði að beinast hingað - og ekki síst eftir að það fór að verða erfiðara að finna góð knattspyrnu- mannaefni í útlöndum.“ Umboðslaun fyrir Ásgeir? - Fyrir einu ári eða tveimur birtust um það fréttir í þýskum blöðum, að þú fengir um- boðslaun fyrir sölu Ásgeirs á milli erlendra stórliða. Mér finnst einhvernveginn, að þú hafir aldrei tjáð þig rækilega um sannleiks- gildi þeirra frétta. Hvað um að gera það núna? „Allar sögusagnir í þessa átt eru hreinn uppspuni. Eg skipti mér ekkert af sölu Ás- geirs. Ég sagði honum í upphafi, þegar hann fór til Belgíu, hvað ég hafði gert í samning- um. Hans samningur þar var betri en sá fyrs- ti, sem ég gerði. Ásgeir hefur ekkert sam- band við mig og ég ekki við hann - við hitt- umst ekki einu sinni, þegar hann kemur hing- að heim í leyfi.“ - Burtséð frá því- það hefur stundum ver- ið talað um átthagafjötra þegar sögunni víkur að möguleikum Islendinga til að eiga eignir erlendis eða flytja eignir sínar úr landi. Ertu sammála því - þessu með átthagafjötrana? „Já, ég er sammála því. Maður má korna með allt til landsins, sem rnaður hefur eignast erlendis, en ekki fara með nema hluta af eignum sínum úr landi á hverju ári.“ - Hvernig ferð þú þá að því að eiga eignir erlendis? „Ég á engar eignir erlendis." - Getur það verið - ntaður, sem ekki var beinlínis á sultarlaunum í Evrópu á sínum tíma? „Það er rétt, ég hafði mjög háar tekjur. Ég hefði gjarna viljað eiga eitthvað erlendis og vera þar hluta ársins. Eg hefði t.d. viljað búa í Frakklandi lengur en ég gerði. En þú verður að gæta að því, að maður hefur aldrei neina tryggingu í knattspyrnunni fyrir því að maður verði lengur en fram að næsta leik. Til hvers að vera að festa sitt fé í útiöndum þegar maður er alltaf á heimleið? Ég ætlaði mér aldrei að setjast að í útlöndum og festist þar aldrei. En ég á vissulega erfitt með að sætta mig við að vera að slíta sambandinu við góða vini mína ytra. Ég fer sjaldnar utan nú en ég gerði áður. En ég gæti vel hugsað mér að vera f Frakklandi hluta úr ári þegar starfsævi minni hér iýkur.“ - Það verður nú varla strax. „Það veit maður aldrei. Ég gæti fallið í næstu kosningum þess vegna. Maður er aldrei ráðinn nema eitt kjörtímabil í senn. Það er ekkert atvinnuöryggi í stjórnmálum.“ Önnur atrenna að Bessastöðum? - Hérna hinum megin við Lækjartorg er skrifstofa forseta íslands. Vildir þú vera þar? „Já, ég hefði viljað vera þar. Þess vegna gaf ég kost á mér. Ég held að ég hefði getað gert mikið gagn. Ég hef víðtæka reynslu, bæði starfsreynslu og lífsreynslu." - Hvernig reynsla var það að taka þátt í þeirri kosningabaráttu? „Það var mjög ánægjuleg reynsla. Ég kynntist mjög mörgu fólki og eignaðist marga nýja vini, sérstaklega utan Reykjavíkur. Þetta var líka lærdómsrík reynsla - ég kom mjög víða við, heimsótti marga vinnustaði og stofnanir. Þannig voru þessi ferðalög góður skóli fyrir mig sem þingmann, ég held að ég skilji betur en áður velmegun margra byggðarlaga. Þótt ég sé fyrst og fremst þing- maður Reykvíkinga, þá tel ég mig vera víðsýnni en áður. Og mér þykir vænt um það, að síðan þetta var hefur fólk og bæjarfélög utan af landi leitað til mín um aðstoð og viðvik. Það er mér mikils virði.“ - Fyrirgreiðslan, margfræga. „Já, ég er fyrirgreiðslupóiitíkus. Ekkert annað. Ég var kosinn til að þjóna fólkinu og það geri ég eftir því sem ég get. Fólk er ekki bara andlitsiaus og nafnlaus massi, fólk er manneskjur, sem þurfa á aðstoð að halda endrum og sinnum.“ - Er eitthvað, sem þú myndir gera öðruvísi ef þessi kosningabarátta færi fram í dag? „Það held ég ekki. Ég held að ég hafi kom- ið fram eins og ég er, ég get ekki annað. Ég er opinn að eðlisfari og sagði fólki hug minn.“ - Það er fullyrt við okkur, að þú sért á- kveðinn í að gefa kost á þér aftur við forseta- kjör 1984. „Þær fullyrðingar eru ekki frá mér komn- ar. Ég hef ekkert hugleitt þetta þannig. Auðvitað hugsar maður sitthvað með sjálfum sér en ég segi það satt, að ég hef ekki hugsað um þennan möguleika í neinni alvöru. Það þyrfti í fyrsta lagi að bera öðruvísi að, fari svo að núverandi forseti hætti. Ég ákvað á sínum tíma sjálfur að gefa kost á mér til starfans- nú þyrfti ég að finna greinilegan áhuga annarra ef ég ætlaði að velta því fyrir mér. Núverandi forseti er mjög vinsæll - nei, þetta mál er bara ekki til umhugsunar í dag.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.