Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.11.1982, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Qupperneq 21
ír ástæðulaust ahagsáformum ’imej greglan k»m liásýrumorðim 1 Tikhonov htl ur í Sovótrík' Xwvöröun Sj eins konar/ Lmj I zposturinrL. Föstudagur 5. nóvember 1982 HÆTTU? „breiddin í íslenskri fjölmiðlun mun trúlega minnka. Tjáningarfrelsið sjálft er kannski ekki í hættu. En jafnvægið og fjölbreytnin í fjölmiðluninni eru í hættu“, segir Árni. „Frasinn „hægri pressa" einfaldar að vísu eðli DV og Morgunblaðsins. Það breytir þó ekki því að aðstandendur, valdhafar, þessara blaða eru í stórum dráttum á sömu línu í stjórnmálum. Þeir hafa yfir að ráða fjármagni - ekki endilega til að hella okkur full af íhaldsáróðri - heldur til að búa til stærri og umsvifameiri blöð. Ekki betri blöð, ágengari og sjálfstæðari, heldur blöð, sem geta leyft sér meira í starfsmannafjölda, blaðsíðufjölda og útgjöldum af ýmsu tagi til að auka enn frekar forskotið og yfirburðina yfir hin blöðin. Þetta er vítahringur, er orðinn er enn þrengri eftir að Dagblaðið og Vísir sameinuðust. Mér sýnist satt að segja, þótt það hljómi yfirlætislega, að þrátt fyrir góða viðleitni Tímans til sjálfstæðrar rit- stjórnar, þá séum það nú orðið aðeins við á Helgarpóstinum, sem erum að bagsa við að vera „óháðir og frjálsir“ af hagsmunum stjórnmálamanna og peningamanna, enda útgáfufélagið að mestu í höndum starfsmann- anna. Og það er helvítis basl“.“ Það hefur lengi verið viðurkennt af „litlu blöðunum“: Þjóðviljanum, Tímanum og Alþýðublaðinu (og var ekki ritstjóri þessa blaðs að gefa samskonar yfirlýsingu hér að framan), að fjárhagur þeirra væri bágur. Það hlýtur að haldast í hendur við útbreiðslu þeirra og umsvif. Og jafnvel möguleika á að hafa áhrif á skoðanamyndunina. En það er ekki þar með sagt, að þessi blöð njóti ekki sama tjáningarfrelsis og hin stóru. Eða hvað? Stöðug sókn Moggansá kostnað DV? „Tjáningarfrelsi er afstætt hugtak og svo mikið er víst, að tjáningarfrelsið hefur alltaf verið takmarkað og hópum er og hefur ætíð verið mismunað gagnvart þessu frelsi", segir Þorbjöm Broddason dósent, sem manna mest hér á landi hefur gert athuganir á fjöl- miðlum. „Hinir ríku hafa meira tjáningar- frelsi en hinir fátæku,hinir menntuðu meira en hinir menntunarsnauðu og karlar meira en konur“. Þorbjörn segist hins vegar ekki sjá nein merki þess, að tjáningarfrelsið sé í vaxandi hættu eins og sakir standa. „Hægri pressan, sem þið nefnið svo“, segir hann, „gæti líka heitið „þeir fjölmiðlar, sem auglýsendur hafa velþóknun á“, því að líf og dauði markaðs- fjölmiðilsins ræðst endanlega af auglýsingun- um. Morgunblaðið virðist vera í stöðugri sókn en ég geri mér í hugarlund, að sú sókn sé einkum á kostnað Dagblaðsins-Vísis. Mér þykir líklegt, að samanlagður eintakafjöldi hægri pressunnar sé minni nú en hann var fyrir ári. Eigi að síður er miklu meiri vettvangur fyrir borgaraleg sjónarmið í fjölmiðlum held- ur en fyrir önnur sjónarmið“, segir Þorbjörn Broddason. „Kapítalið er nefnilega hægri sinnað og kapítalið ræður þeim fjölmiðlum, sem einhvers mega sín. Þannig hefur það allt- af verið, bæði hér og annars staðar, og svo mun það verða um fyrirsjáanlega framtíð. Hins vegar eru hvorki Morgunblaðið né DV beinlínis lokuð fyrir öðrum sjónarmiðum en þeim, sem þóknanleg eru eigendum þessara blaða - og hjá Morgunblaðinu þykist ég verða var við markvissa viðleitni í átt til aukinnar víðsýni í ýmsum ritstjórnartiltækj- um“. Blöðin gætu ekki þótt þau vildu... En skyldi það þá vera raunverulegt mark- mið „hægri pressunnar" að takmarka tján- ingarfrelsið, með lævíslegum hætti, svo að aðeins fái notið sín skoðanir sem valdhöfum þeirra blaða eru þóknanlegar? Okkur tókst ekki að ná tali af ritstjórum Morgunblaðsins fyrir samsetningu þessarar greinar en Elín Pálmadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, þvertekur fyrir það. Og það gerir Jónas Krist- jánsson, ritstjóri DV, sömuleiðis: „Dag- blöðin gætu ekki, þótt þau vildu, stefnt tján- ingarfrelsinu í hættu“, segir hann. „Þau eru aðeins ein grein fjölmiðlunar við hliðina á útvarpi ogsjónvarpi, bókum og tímaritum. Á þá heildarmynd verður að líta þegar staða tjáningarfrelsis er metin. Raunar held ég, að dagblöðin standi sig betur en aðrir aðilar á þessum vettvangi", segir Jónas. „Til dæmis birtist í DV allt litróf stjórnmálaskoðana í kjallaragreinum, auk líf legra skoðanaskiptaílesendabréfum. Hvort tveggja eflir tjáningarfrelsið. Og er athyglis- vert að pattstaða stjórnmálanna í útvarps- ráði hefur tilhneigingu til að gelda útvarp og sjónvarp. Ymislegt verður þar að feimnism- álum, sem dagblöðin geta tekið og taka til umfjöllunar, tjáningarfrelsi til eflingar." Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans, sem starfað hefur að blaðamennsku í hartnær hálfa öld, segist telja æskilegast, að ríkjandi sé hæfilegt jafnvægi, svo að allar skoðanir, bæði pólitískar og annars konar, fái notið sín. Það væri best gert með sem flestum blöðum og tímaritum. Slagsíða á þessu sviði væri ekki einasta stjórnmálalega hættuleg, heldur gæti einnig stafað af trúmálaleg hætta og félags- leg. Dæmi um slíkt væri að finna í Bandaríkj- unum, þar sem áhrifamiklum blöðum hefði verið beitt óspart í baráttunni um fóstur- eyðingar og haft umtalsverð áhrif. „Dæmi um háskalega yfirburði“ En er það þá svo, að blöð séu „frjáls og óháð“ ef þau aðeins njóta ekki styrkja og stuðnings ríkisvaldsins? „Allt tal um það er náttúrlega út í hött“, segir Þórarinn. „Þau blöð stjórnast þá fyrst og fremst af eigendum sínum og það eru til mörg dæmi um að eigendurnir hafi gripið inn í ef þeim hefur þótt ritstjórnin verða eitthvað óþægileg. Gleggsta dæmið um þetta er ástralski blaða- kóngurinn Rubert Murdoch, sem keypti Times í London og Sunday Times og skiptir um ritstjóra um leið og honum fer eitthvað að mislíka við gerðir þeirra“. Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, vék einnig tali sínu að ríkisstyrkjum og „frelsi og óhæði“: „Annars staðar á Norður- löndum hefur verið farið inn á þá braut að aðstoða þau blöð, sem standa höllum fæti í samkeppni til að styrkja lýðræðisleg skoðanaskipti og tryggja fjölbreytni á blaðamarkaðinum. Hér hefur hægri pressan komið því inn, að slík björgunarstarfsemi í þágu lýðræðislegra skoðanaskipta sé nánast aðför að lýðræðinu. Við höfum þar eitt dæm- ið um háskalega yfirburði hægri pressunnar í skoðanamótun“. Ekki eru allir sammála því, að „hægri pressarí1 hafi svo afgerandi áhrif á skoðana- myndun í landinu. Einn þeirra er Ólafur Sig- urðsson fréttamaður á sjónvarpinu: „Að „hægri pressan" hafi úrslitaáhrif á skoðana- myndun íslendinga er annaðhvort draumsýn hennar sjálfrar um áhrif og völd eða öfundar- sýn hinna, sem hafa orðið undir á blaðamark- aðnum“, segir Ólafur. Hann minnir á að það sé „rótgróin sannfæring þorra íslendinga, að það séu rökræður, fortölur og áróður, sem móti skoðanir fólks. Rökföst ræða og vel skrifuðgrein geti orðið til að telja fólki hug- hvarf. A þessari forsendu byggist sú skoðun, að „hægri pressa“ sé orðin ráðandi í skoðana- myndun íslendinga. Þeir, sem aðhyllast þá skoðun, telja að það fari saman að selja um það bil þrjú af hverjum fjórum dagblöðum sem íslendingar lesa, og að móta skoðanir þeirra“. Röng forsenda þessi forsenda sé röng“, segir Ólafur Sigurðs- son. „ítarlegar rannsóknir benda til að það sé tvennt, sem hefur yfirgnæfandi áhrif á skoð- anir manna: Annað er viðræður við einstak- linga, sem menn treysta, og hitt eru nýjar upplýsingar um málefni, sem koma frá fjöl- miðli eða öðrum þeim, sem menn treysta til að flytja hlutlausar og trúverðugar fréttir. En það er einmitt í flutningi nýrra upplýs- inga á trúverðugan hátt, og þá er oftast átt við fréttir, þar sem bæði hægri og vinstri pressan hér á landi hafa brugðist - ekki aðeins les- endum sínum, heldur einnig eigin hlutverki ■ og eigin möguleikum til áhrifa. íslensk blöð eru of pólitísk í meðferð frétta af innlendum málefnum til að allur almenningur treysti þeim til fulls. Hugsjónaeldurinn logar svo glatt, að bjarminn skín í gegnum fréttirnar". Og Ólafur bendir á hin miklu áhrif ríkis- fjölmiðlanna, sem vafalaust er óhætt að telja þá upplýsingamiðla í landinu, sem hvað flest- ir telja „frjálsa og óháða“. Hann segir að það séu ekki aðeins „einstaklingar sem menn treysta" sem móti skoðanir fslendinga, held- ur „einnig í vaxandi mæli útvarp og sjónvarp, auk tímarita, sem eru vaxandi og vanmetinn þáttur í fjölmiðlum á íslandi. Það er ekki áróður í útvarpi og sjónvarpi, sem hefur áhrif á skoðanamyndun, heldur mjög almenn trú á því, að þessir fjölmiðlar flytji „nýjar upplýs- ingar um málefni“ á tiltölulega hlutlausan hátt. Vafalaust eru þeir margir, sem vilja gera lítið úr bæði hlutleysi og áhrifum útvarps og sjónvarps - en slíkt er sjálfsblekking", segir Ólafur Sigurðsson. Vaðandi vinstrimennska í útvarpi En er það svo? Eru ríkisfjölmiðlarnir svo hlutlausir? Ýmsir hafa orðið til að draga mjög í efa og skrifað um það greinar og flutt um það talað mál, að það sé ekki síst í útvarp- inu, sem hin pólitíska slagsíða sé áberandi. Einn þeirra er Indriði G. Þorsteinsson: „Það má ekki gleyma hinum stórfellda vettvangi fyrir vinstri menn, sem ríkisfjölmiðlarnir eru“, segir Indriði. „í útvarpinu eru til dæmis fjölmargir þættir og tímadráp af ýmsu tagi, þar sem er vaðandi vinstrimennska. En það stafar af dugnaði vinstrimanna. Ég er ekki að tala um að þetta sé endilega látlaus áróður en þetta er áberandi“. Fleiri viðmælendur okkar urðu þó til að nefna útvarp og sjónvarp sem merki um heilbrigt og bráðhresst tjáningarfrelsi á ís- landi. Nokkrir minntust á lestur útdráttar úr forystugreinum dagblaðanna í útvarpi á hverjum morgni og aðrir minntu á að „á öldum ljósvakans fá að heyrast hinar ólíkleg- ustu skoðanir, bæði í útvarpi og sjónvarpi, og nú er gamla gufuradíóið meira að segja kom- ið með sinn „lesendadálk“, þar sem menn geta tjáð sig yfir alþjóð í beinni útsendingu um hvaðeina, sem þeim liggur á hjarta í morgunþættinum Gull í mund“, segir Ólafur Ragnarsson. „Og varla verður tjáningarfrels- inu hætta búin ef útvarpsrekstur verður gef- inn frjáls“, bætir hann við. Kári Jónasson, varafréttastjóri útvarpsins, segist ekki telja tjáningarfrelsið í hættu - við skyldum ekki gleyma því að við höfum bæði útvarp og sjónvarp og að með tilkomu annar- ar rásar í útvarpinu ætti örugglega að vera rúm fyrir öll sjónarmið á öldum ljósvakans. Aukið frelsi eða skert? „Nær allar rannsóknir og augljós reynsla sem við sjáum í kringum okkur, benda til að En einmitt sá möguleiki, að verulegar breytingar séu um það bil að verða á útvarps- rekstri á íslandi, hefur skotið ýmsum skelk í bringu. Um það hafa orðið talsverðar um- ræður hér á undanförnum vikum og er ekki með öllu útilokað, að ýmsir séu farnir að velta því máli öllu fyrir sér upp á nýtt. Eða eins og Þorbjörn Broddason segir: „Það frumvarp um auglýsingaútvarp, sem nú vofir yfir, gæti í raun leitt til skerðingar á tjáning- arfrelsi frá því sem nú er, þvert gegn vilja þeirra ágætu manna, sem stóðu að samningu þess“. Komi til þess, sem telja verður mjög ólík- legt, að beinn einkaréttur Ríkisútvarpsins verði afnuminn, má búast við að bæði hægri og vinstri pressa reyni að koma sér upp frjáls- um og óháðum útvarpsstöðvum. Og þá skulum við vona, að starfsmenn þeirra stöðva, þeir sem munu miðla okkur fréttum og upplýsingum, verði, eins og Elín Pálma- dóttir blaðamaður segir um kollega sína „atvinnublaðamenn, sem margir hafa farið á milli blaða og rækja sitt starf sem fagmenrí1, en ekki pólitískir varðhundar og áróðurs- meistarar einkahagsmuna.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.