Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 8
. , I i sÝniii!|»nsalir Listmunahúsið Franska sendiráðið er með sýningu um sögu rokksins. Húsið er opið þriðjudag til föstu- dags kl. 10 -19og laugardaga og sunnudaga kl. 14-19. Norræna húsið: Sýningin Snjógöngur; 20 oliumálverk og 23 kolteikningar eftir Sviana Erland Gullberg og Peter Tillberg, opin til 7. nóv. frá k. 14 -19.1 anddyrinu sýnir norski listamaðurinn Björn Björnaboe 28 tússteikningar gerðar við helg- ikvæðið Geisla eftir sr. Einar Skúlason (frá 12. öld) og 20 nýjar kolteikningar. Sýningin stendur til 17. nóv. Skruggubúð Lokað um helgina og næstu viku en 13. nóv. opnar sýning á myndum og hlutum eftir Sjón. Hrafnista Arleg sölusýning á handavinnu vistfólks verður á laugardaginn frá kl. 13.30. Margs konar handunnir hlutir verða til sölu. Kjarvalsstaðir A laugardaginn opnar Karólina Lárusdóttir sýningu á olíumálvericum, teikningum, grafík og vatnslitamyndum i Vestursal. I Vestursal forsal opnar samdægurs Aðalbjörg Jóns- dóttir sýningu á handprjónuðum kjólum úr íslensku eingimi. Sýningar listakvennanna verða opnar daglega frá 14 - 22. Ásmundarsalur Sýning á listmunum frá Kazakstan á vegum MlR. Sýningin verður opin frá kl. 16 - 21 hvunndags og frá kl. 14 - 22 um helgar. Listasafn ASÍ Sýning á smámyndum eftir Nínu Tryggva- dóttur stendur yfir frá 6. nóvember til 28. nóv. Opið þriðjudaga-föstudaga 2 - 7, og laugar- daga og sunnudaga 2-10. Lokað á mánu- dögum. Iciklnís Leikbrúðuland Pabba og mömmur! Væri ekki gaman að skreppa í brúðuleikhús með bórnin og sjá 3 þjóðsögur. Þær eru sagan af Gípu, Átján bama fóður í Álfheimum og Púkablistran. Miðasala hefst kl. 1. Miðar teknar frá i sima 15937. Sýningar alla sunnudaga kl. 3 að Frikirkjuvegi 11. Skagaleikflokkurinn sýnir söngvafarsann „Okkar maður", eftir Jónas Árnason í Bíóhöllinni á Akranesi föstu- dag kl. 20.30. 8. sýning verður á laugardag kl. 20.30 og 9. sýning á sunnudag kl. 14.00. Leikfélag Selfoss Dagbók Önnu Frank, 3. sýning I Selfossbiói i kvöld. Þjóðleikhúsið: Garðveisla föstudag kl. 20. Hjálparkokkarnir 4. sýning laugardag kl. 20,5. sýning sunnu- dag kl. 20. Sjá umsögn i Listapósti. Gosi sunnudag kl. 14, næst síðasta sinn. Leikfélag Reykjvíkur Irlandskortið föstudag kl. 20.30. Skilnaður laugardag kl. 20.30. Jói sunnudag kl. 20.30. Hassið hennar mömmu miðnætursýning í kvöld kl. 23.30 í Austurbæjarbíói. Nemendaleikhúsið Prestsfólkið 11. sýning sunnudag kl. 15,12. sýning sunnudag kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið Pæld’í'ði hópurinn sýnir leikritið Bananar á laugardaginn kl. 3 og Súrmjólk með sultu á sunnudaginn kl. 3. Hresst lið og hressilegt efni fyrir ungt fólk á öllum aldri. Og ekki skemmir múslkin... Leikfélag Akureyrar Atómstöðin eftir Halldór Laxness i leikgerö Brietar Héðinsdóttur, sýningar föstudag og sunnudag kl. 20.30 í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 17, sími 24073. Ath.l Fáar sýningar eftir. íslenska óperan Litli sótarinn verður sýndur á laugardag og sunnudag kl. 16., 4. sýning Töfraflautu Moz- arts verður á föstudag kl. 20 og 5. sýningin verður á laugardag kl. 20. Sjá umsögn i List- apósti. Litla leikfélagiö, Garöi Litli og stóri Kláus eftir H.C. Ander- sen í leikgerð Lísu Tectnes í Félags- heimili Seltjarnarness sunnudaginn 7. nóvember kl. 16.00. Leikstjóri er Her- , dís Þorvaldsdóttir. Nemendaleikhúsiö Sýningar á Prestsfólkinu í Lindarbæ sunnudag kl. 15 og 20.30 og miðviku- dag kl. 20.30. Föstudagur 5. nóvember 1982 jþústurinn.„ Viltu sjá einkalíf þitt í bók? Þjóðleikhúsið: Hjálparkokkarnir eftir George Furth. Þýðandi: Oskar Ingimarsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmynd: Baltasar. Búningar: Helga Björnsson. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikendur: Helga Bachmann, Herdís Þorvaldsdóttir, Edda Þór- arinsdóttir, Róbert Arnfínnsson, Margrét Guðmundsdóttir. Þegar rauða tjaldið svífur frá sviði Þjóðleikhússins liggur við að maður taki andköf vegna þess að við manni blasir óvenjulega falleg og heilsteypt sviðsmynd, sviðsmynd sem í sjálfu sér er' hreint myndlistarverk burtséð frá því hvernig hún þjónar leikverk- inu. En það gerir hún hins vegar mjög vel, því við erum á svip- stundu stödd í kalifornísku ríkis- hefur skrifað bók um sjálfa sig og fjóra vini sína og þeirra maka. Nú er bókin um það bil að koma út og konan stefnir þessum vinum sínum saman heima hjá sér til þess að vara þá við bókinni og lofa þeim að lesa hana áður en hún kemur á almennan markað. Bæði konan og vinirnir eiga það sameiginlegt að öll eru þau gift frægu fólki og standa í skugga maka sinna. Og bókin sem virðist vera á góðri leið með að verða metsölubók, áður en hún er kom- in út, fjallar einmitt um hjálpar- kokkana, þá sem standa að baki þeim frægu og eru í raun undir- staða frægðar þeirra, eða svo segir að minnsta kosti konan sem skrifaði bókina. Vinirnir eru nú alls ekki á þessu og finnst hún hafi svikið þá með því að fletta alveg ofan af einkalífi þeirra, helst til þess eins að græða á öllu saman. mannaumhverfi, dæmigerðri auðmannavillu við ströndina. Það er bakhliðin sem blasir við okkur og fyllir nærri sviðsramm- ann, en frá henni liggur verönd sem rennur saman við bakgarð- inn. Á þessu sviði gerist allur leikurinn. Hugmyndin að þessu leikriti er nokkuð smellin og í rauninni er hægt að nota hana í hvaða sam- hengi sem er og gott ef það hefur ekki verið gert. En hér er það gamanleikur sem spunninn er út frá þeim aðstæðum að kona ein Úr þessu öllu verður heljar mikið mál og skal sagan ekki rakin öllu lengur. Eins og áður segir er hér á ferð- inni gamanleikur. Ekki er um að ræða neinn dúndrandi farsa þar sem maður liggur í keng alla sýn- inguna, heldur væri nær að segja þetta ósköp notalega sýningu sem kitlar hláturtaugarnar svona hæfilega mikið. Húmorinn í leiknum er einhvers staðar á milli þess að vera ærslaleikur og svart- ur húmor. Það er vissulega fyrir hendi töluverður kvikindisskap- Mikíir viðburðir Gítartónleikar Arnalds Arnar- sonar í Norræna húsinu á miðvik- udag, Töfrafíautan á fímmtudag, Tónlistardagar Dómkirkjunnar á fímmtudag, föstudag og sunnu- dag, barokktónleikar í Háteigs- kirkju og píanótónleikar á Klömbrum á föstudag, Tónlistar- fclagið á laugardaginn og ís- lenska hljómsveitin þá um kvöld- ið. Eitthvað hlýtur undan að láta. Töfraflautan Það er varla til svo harðsvír- aður andskoti sígildrár tónlistar, að hann falli ekki fyrir Mozart, sérstaklega ef hann veit nú ekki kosti. Músíkin, sem er aðalatr- iðið, fær að vera nokkurnveginn ótrufluð í friði fyrir flóknum og yfirþyrmandi sviðsbúnaði og látum. Sumir ganga svo langt að vilja bara láta flytja svona fallega óperumúsík í konsertformi, svo að ómerkilegur efnisþráður sé ekkert að flækjast fyrir. En mér finnst nú betra að fylgjast með atburðarásinni, þótt léttvæg sé. Og það er einmitt aðal Þórhildar Þorleifsdóttur sem leikstjóra að geta sett ruglingslegan söguþráð skýrt og skipulega fram, svo að féll eins og flís við rass að hinni rökvísu músík, sem Gilbert Le- vine stýrði af röggsemi. (Manni eftir hvern músíkin er. Fáir munu t.d. vita, að barnalagið „Hann Tumi fer á fætur" og jólasálmur- inn „í dag er glatt í döprum hjört- um“ eru bæði örsmá atriði úr Töfraflautunni. Ekkert þykir poppurum eins gaman að poppa og Mozart. Það virðist sama, hvernig reynt er að mis- þyrma tónlist hans. Hún verður samt alltaf falleg. Á líkan hátt virðist ógernmgur að fara svo vel með hana, að ekki megi gera bet- ur. Um Töfraflautuna má meðal margs annars segja að hún sé eins og samin af spekingi með barns- hjarta. Vissulega sýndist uppsetning íslensku óperunnar í Gamla Bíói heldur fátækleg miðað við það sem sést í stóru húsunum úti í heimi. En það hefur líka sína er reyndar sagt, að óvanir söngv arar hafi grenjað undan harðneskju þeirra beggja. En menn hafa gott af slíku). f Mið-Evrópu, þar sem menn þekkja þetta verk álíka vel og við Skugga-Svein, þar eru menn nú á dögum mikið að leika sér með Töfraflautuna. T.d. verður Sara- stró og hans lið að fulltrúum karl- veldisins, en Næturdrottningin ímynd hinnar kúguðu einstæðu móður. En sú fylling tímans er naumast komin hjá okkur. Um söngleikara má i heild segja, að allir gerðu vel, enginn frábærlega og enginn illa. Heildaráferð sem sagt góð. Þess skal þó getið, að sú unga austur- ríska Lydia Rueclinger er hörku- efnileg Næturdrottning og Ólöf Kolbrún Harðardóttir skar sig Helga, Róbert og Herdís I Hjálpar- kokkunum - ósköp notaleg sýning sem kltlar hláturtaugarnar svona hœfilega mikiö, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. ur í orðræðu leiksins en hann verður aldrei yfirgnæfandi. Það verður að segjast eins og er að efni leiksins er að töluverðu leyti bundið amerískum aðstæð- um sem að sumu leyti eru þó alþjóðlegar, en eiga ekki nema að óverulegu Ieyti við á íslandi. Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi er persónudýrkun á frægu fólki ekki eins sjúkleg hér á landi og víða annars staðar og í öðru lagi hefur sú plága að skrifa endalaust bækur um einkalíf frægs fólks ekki ennþá komið hingað til lands hvað sem seinna verður, en þetta tvennt eru meginþættir í skír- skotun verksins út fyrir sjálft sig. Þar af leiðandi er hætt við að verkið hitti ekki eins beint í mark hér og virðist vera tilfellið í Ame- ríku en þar hefur þessi leikur ver- ið sýndur við miklar vinsældir frá því hann var frumsýndur á Broadway í fyrra. Með þessu er ég alls ekki að halda því fram að íslendingar geti ekki haft gaman af leiknum, síður Töfraflautan hjá íslensku óperunni - músíkin fær að vera nokkurn veginn í friði fyrir flóknum og yfir- þyrmandi sviðsbúnaði og látum, segir Árni m.a. í umsögn sinni. líka nokkuð úr sem Pamina fyrir ágætis sakir. Þá má nefna, að Mý- vetningurinn ungi Steinþór Þrá- insson sótti sig bæði í söng og þó einkum leik, svo að hann skilaði Papageno með ágætum gáska og fyndni. Og annar Þingeyingur Katrín Sigurðardóttir gerði glettilega mikið úr Papagenu litlu og varð augnayndi eins og litlu Eldjárnin. Guðmundur Jónsson virtist fremur þreytulegur Sara- stró, en samt rafmagnar kallinn ævinlega allt í kringum sig. Og það reyndar svo mjög að þessu sinni, að undir lokin, þegar æðsti presturinn ætlaði að fara að syngja um sigurinn yfir myrkrinu, þá sprakk stofnöryggi, svo að myrkrið sigraði í öllu húsinu hátt í hálfa mínútu, uns Guðmundur gat hafið upp raustina á ný. Svona atvik munu geymast í óp- erusögu heimsins. En mest af öllu er um vert, að þessi íðilfagra ópera skuli fást flutt með sóma og sann á okkar góða landi. íslenska hljómsveitin Þetta er nokkuð metnaðar- en svo,og það er óneitanlega svo- lítið gaman að því að. Þjóðleikhúsið skuli taka til sýn- ingar glænýjan erlendan gaman- leik. Yfirbragð sviðsetningar Þjóðleikhússins er vandað og sýning virðist að flestu leyti vera vel unnin. Það er kannski ekki um að ræða neina stórbrotna persónusköpun, en öllum leikur- unum auðnast að móta persónur sínar skýrum dráttum og gefa þeim einhverja mannlega vídd sem skín í gegnum skopfígúrurn- ar sem þær eru á yfirborðinu. Hlutverkin eru álíka stór, þó mest mæði trúlega á konunni sem skrifaði bókina, sem Helga Bach- mann leikur af hófstilltu öryggi, og er þessu jafnræði hlutverk- anna haldið vel út sýninguna. Það er að vísu töluverður fyrirgangur í Eddu Þórarinsdóttur sem leikur drykkjufíkna þingmannsfrú og tildurrófu, en það tilheyrir per- sónunni sem Edda túlkar af miklu fjöri og hressileik og til- hneigingu þessarar persónu til að vera of áberandi leysir höfundur með því að láta hana sofa drjúgan hluta úr miðbiki leiksins. Róbert Amfinnsson leikur bældan eigin- mann frægs leikritahöfundar og er hann þar í essinu sínu og leynir töluvert á sér. Þær Margrét Guð- mundsdóttir og Herdís Þorvalds- dóttir sýna einnig góð tilþrif í hlutverkum eiginkonu frægs kvikmyndaleikara og móður þekkts tónlistarmanns. Sem sagt, þetta er vel unnin og ósköp notaleg sýning sem vel get- ur lyft brúninni á leikhúsgestum í skammdeginu, sem eftir blaða- fregnum að dæma er yfirlýstur til- gangur með þessari sýningu. G.Ást. mengað heiti og minnir á það, þegar A-Þjóðverjar skýrðu flugfélag sitt Deutsche Lufthansa til að gefa í skyn, að hið v-þýska Lufthansa væri í reynd bandarísk eign. En það er gott að hafa metnað, þegar hann bitnar ekki á neinum öðrum. Og stofnun þessarar stóru hljómsveitar er merkilegt framtak, sem virðist m.a.s. ætla að bera sig fjárhagslega. Maður spyr í fávísi sinni, hvort eldri og minni hóparnir eins og Kammer- músíkklúbburinn, Kammersveit Reykjavíkur, Musica Nova og Antiqua gætu ekki með einhverj- um hætti rúmast undir sama hatti. Þetta er jú að miklum hluta sama fólkið og sömu aðilar sem styrkja. Og það er reyndar undr- unarvert, hverju þessi þúsund manna tónunnendahópur í Reykjavík getur risið undir. Fyrstu hljómleikarnir hétu Austurríki - höfuðból tónlistar- innar og köfnuðu alls ekki undir nafni, þótt Divertimento Páls P. Pálssonar dytti út á síðustu stundu. Við fengum Vínarborg frá því um og fyrir 1800: for- leikinn að Alceste eftir Gluck, pí- anókonsertinn K 246 eftir Moz- art, sem Gísli Magnússon lék mjög háttvíst, og svo 2. sinfóníu Beethovens. Það er nú munur að hlusta í því góða húsi Gamla Bíói eða í ginn- ungagapinu suður á Melum og öll var þessi stund hin notalegasta. Mér hefur reyndar ekki enn enst örindi til að hrífast af Guðmundi Emilssyni sem listrænum stjórn- anda. En hann ergreinilega fork- ur duglegur sem skipuleggjari. Og það er ekki lítils virði. Hann hefur líka tímann fyrir sér. Ofan í hugann dettur tilsvar Jónasar frá Hriflu, þegar hann var spurður, hvernig stjórnmálamaður Her- mann Jónasson væri: Ekki veit ég það. En hann er heilsugóður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.