Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 5. nóvember 1982 JjSsfúh'nh ER TJÁNINGARFRELS — vegna yfirburða „hægri pressunnar” á íslensk- um blaðamarkaði íslenskir blaðamenn fagna því um helgina, að 85 ár eru liðin frá stofnun stéttarsamtaka þeirra, Blaðamannafélags íslands. í því eru starfsmenn ritstjórna allra blaðanna, auk fréttamanna ríkis- fjölmiðlanna; það fólk, sem ætla mætti að gæti haft hvað mest áhrif á skoðanamyndun í landinu. En ætli það sé þannig? Ætli eigendur blaðanna (og yfirstjórn ríkisfjölmiðlanna) hafi ekki líka sín áhrif, jafnvel ennþá meiri. Tveir sænskir blaðamenn, sem nýlega sendu frá sér bókina „Raust húsbóndans" (gefin út af Tidens förlag í Stokkhólmi og Sænska blaðamannasambandinu) komust að þessari niður- stöðu um sænsku pressuna: „Fáir blaðaeigendur, ef þá nokkrir, hafa áhuga á blaðamennsku. Hugsjón blaðamennskunnar - óþvinguð sannleiksleitun - er þvert á móti áhætta fyrir blaða- eigendur, nokkuð sem gæti spillt fyrir tilgangi þeirra með útgáf- Ekkert segjum við hér um hvort þessi dökka mynd á við íslenska blaðaútgefendur. En íslensk biaðaútgáfa er að því leytinu til óvenjuleg að nær öll blöðin er ýmist í eigu ákveðinna stjórnmálaafla eða í nánum tengslum við slík öfl á einn eða annað hátt. Og þar hallar nokkuð á; einföldum við hlut- ina og skiptum pressunni í tvennt: hægri og vinstri (og látum sósíaldemókratískar efa- semdir um réttmæti þeirrar skilgreiningar lönd og leið), er augljóst, að „hægri pressan" er margfalt sterkari. „Vinstri pressan“ er í mesta lagi Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðu- blaðið. Slagsíða sameiningar Menn hafa nokkuð velt því fyrir sér, eink- um eftir að Dagblaðið og Vísir gengu í eina sæng, hvort yfirburðir „hægri pressunnar" séu orðnir það miklir, að jafnvel sé um of. Og þá er ekki langt í vangaveltur um að ef til vill sé tjáningarfrelsið í hættu eða skoðanamynd- un um of háð upplýsingamiðlun hinna borg- aralegri afla. f þessari umræðu, svo takmörk- uð sem hún hefur þó verið, hefur helst verið gengið út frá því að „hægri pressan" sé Morg- unblaðið og DV, með samtals nærri sjötíu þúsund eintök daglega, og að „vinstri press- an“ sé Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið með í hæsta lagi 25-30 þúsund eintök dag- lega. En er þessi umræða kannski óþörf - þurfa menn engar áhyggj ur að hafa af því svo mikið beri á milli „hægri“ og „vinstri“? Er það á allan hátt fullnægjandi, að öll blöðin - og ekki síst Morgunblaðið og DV - eru meira og minna galopin fyrir margvíslegum skoðunum, sem fólk getur sett fram í grein- um, athugasemdum og lesendabréfum? Við veltum þessari spurningu upp við nokkurn hóp manna, sem undanfarin ár og áratugi hafa verið virkir þátttakendur í myndun íslenskrar blaðamennsku og/eða fylgst með henni af meiri áhuga og virkni en ætla má, að hinn almenni blaðalesandi geri. Spumingin var orðuð þannig: Eru yfirburðir hægri pressunnar í landinu það miklir, að tjáningarfrelsinu sé hætta búin? Eymd vinstri pressunnar Vilhelm G. Kristinsson, fyrrum fréttamað- ur á útvarpinu og einn þriggja manna í siða- reglunefnd blaðamanna, segist ekki óttast það: „Ég sé ekki betur en vinstri menn séu æði iðnir við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þrátt fyrir eymd eigin blaða og það ekki síst í svonefndri hægri pressu. Eymd vinstri pressunnar svonefndu, þó mikil sé, hefur að minnsta kosti ekki staðið þátttöku vinstri manna fyrir þrifum í stjórn landsins undanfarinn áratug og í stjórnum hinna ýmsu sveitarfélaga", segir Vilhelm. Þórarinn Þórarinssn, ritstjóri Tímans og fyrrum alþingismaður, segist aftur á móti telja vissa hættu á því, „séstaklega ef þessum blöðum yrði beitt á ákveðinn hátt, sem vissu- lega gæti komið fyrir. Það er talið víða, að þegar blöð séu orðin mjög áhrifamikil,sé nauðsynlegt fyrir ríkisvaldið að grípa í taumana og styrkja þau blöð, sem standa höllum fæti, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Þetta er einnig hægt að gera með beinum styrkjum til flokkanna, sem ekki er einasta gert hér, heldur einnig í Bandaríkjun- um, Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi. Þannig má nefna að stóru flokkarnir tveir í Banda- ríkjunum hafa fengið verulega styrki vegna kosninganna núna“. Flokksbróðir Þórarins og fyrrum sam- starfsmaður, Andrés Kristjánsson fræðslu- stjóri í Kópavogi, segist tæpast halda að tján- ingarfrelsið sé í hættu. „Það getur hins vegar vel verið“, segir Andrés, „að málefnin fái ekki jafna umfjöllun í blöðum og fjölmiðlum yfirleitt. Ég tel að pressan hafi tilhneigingu til að leggja mismunandi áherslur á mál og veiti þeim misjafnlega mikið rúm. Þannig getur hallast á um skilgreiningu mála og áróður pólitískra afla“. Yfirburðir, áhyggjuefni Ritstjóri Þjóðviljans, Einar Karl Haralds- son, svarar spurningunni um hvort tjáningar- frelsið sé í hættu afdráttarlaust neitandi: „Við megum ekki gera hugtakið „tjáningarfrelsi“ merkingarlaust með því að láta vorkunnsemi og píslarvættismærð ná tökum á okkur með- sífri um að yfirburðir hægri pressunnar á Is- landi stofni tjáningarfrelsinu í hættu... En yfirburðir hægri pressunnar á blaðamark- aðnum er vissulega áhyggju- og athugun- arefni í lýðræðisþjóðfél. þó tjáningarfrelsið sé ekki beinlínis í húfi. Staða Morgunbl. og DV á blaðamarkaðnum gefur þeim marg- falda möguleika til að hafa áhrif á skoðana- myndun almennings á við t.d. Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Morgunblaðið sem kemur að sögn inn á hvert heimili, hefur haldið fast við flokksáróður í fréttum og stjórnmálaumfjöll- un, þó að sambærileg blöð annars staðar í heiminum hafi séð sóma sinn í að laga rit- stjórnarstefnu sína að þeirri staðreynd, að þau ná til þjóðarinnar allrar“. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, segist heldur ekki vera frá því, að „pólitísk slagsíða sé á dagblöðunum, þar sem annað tveggja alvörublaða er á miðju og hitt til hægri. Ef vinstri menn sameinuðu þrjú veik blöð í eitt öflugt, mætti afnema þessa slagsíðu og gera gott tjáningarfrelsi enn traustara". Og þá erum við kannski komin að því, sem oft hefur verið haldið fram, að „hægri press- an“ sé einfaldlega betri markaðsvara en Jonas Kristjánsson: „Póli- tísk siagsiða á dagblöðun- um.þar sem annað tveggja alvörublaða er á miðju og hitt til hægri“. Þorbjörn Broddason: „Morgunblaðið virðist vera í stöðugri sókn en ég geri mér í hugarlund, að sú sókn sé einkum á kostnað Dagblaðsins-Vísis“. Ólafur Sigurðsson: „Að hægri pressa hafi úrslita- áhrif á skoðanamyndun ís- lendinga er annaðhvort draumsýn hennar sjálfrar um áhrif og völd eða öfund- arsýn hinna, sem hafa orðið undir á blaðamarkaðnum". Elín Pálmadóttir: „Atvinnu- blaðamenn eru fagmenn, ekki pólitískir varðhundar." Einar Karl Haraldsson: „Hér hefur hægri pressan komið því inn, að... björg- unarstarfsemi í þágu lýðræðislegra skoðana- skipta (ríkisstyrkur tii biaða í fjárhagserfiðleikum) sé nánast aðför að lýðræðinu". Þórarlnn Þórarinsson: Vilhelm G. Kristinsson: Ólafur Ragnarsson: „Hægri Indriði G. Þorstelnsson: Kári Jónasson: „Sam- „Slagsíða á blaðamarkaði „Vinstri menn sem föndrað pressan veitir öllum hugs- „Vinstri menn eru miklu einingin færði okkur blað, ekki aðelns stjórnmálalega hafa hér við blaðaútgáfu anlegum sjónarmiðum rúm duglegri að skrifa en hægri sem er í útliti eins og Dag- hættuleg, heldur trúmála- hafa aldrei áttað sig á að í viðtölum, greinum og les- menn, sem virðast stund- blaðið en í pólitík eins og lega og félagslega." blaðamennska er fag og endabréfum." um ekki nenna neinu nema Vísir." blaðaútgáfa bíssniss." að vera í fýlu...“ „vinstri pressan". Þannig segir Vilhelm G. Kristinsson þegar rætt er um vinstri pressuna, að sér virðist sem þeir vinstri menn, „sem hér hafa verið að föndra við dagblaðaútgáfu hafi aldrei áttað sig á því, að blaðamennska er fag og blaðaútgáfa bíssniss. Blöð verða að höfða til fólksins, annars kaupir það ekki blöð. Þau verða að veita þjónustu, eigi þau að ná út- breiðslu. Dagblöð, jafnvel þótt flokkspólit- ísk séu, geta aldrei flúið lögmál markaðarins. Ef dagblöð líta út eins og málgögn sértrú- arsafnaða", bætir Vilhelm við, „ríðandi á prinsippum, full af þunglyndi og flokkspólit- ískum geðklofningi, þar sem prívat skoðun- um er hrært saman við almennan fréttaflutn- ing, þá er voðinn vís - nema þá að markmið útgefandans sé það eitt, að blöðin höfði ein- ungis til strangtrúaðra skoðanabræðra. En Prövdur munu aldrei þrífast á íslandi, sem betur fer“. Bæði galopin Það er aðeins eitt blað íslenskt, sem er yfirlýst ætlað fyrir flokksmenn - fráfarandi ritstjóri Alþýðublaðsins, Jón Baldvin Hanni- balsson alþingismaður hefur kallað blaðið „pólitískt sendibréf". Líklega er það helst lítil útbreiðsla Alþýðublaðsins, sem ræður því að þar fer alla jafna ekki fram umræða, sem nær langt út fyrir sjónarmið flokksins og flokks- manna. En önnur blöð eru flest galopin. Elín Pálmadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir til dæmis að kjósi menn að kalla Morgunblaðið og DV hægri pressu, „þá eru þau bæði svo galopin fyrir greinum frá hverjum sem er, að fjar- stæða er að tala um skort á tjáningarfrelsi. Morgunblaðið, þar sem ég þekki best til eftir tveggja áratuga starf, tekur við greinum frá þeim, sem eftir því leita. í þeim örfáu undan- tekningartilfellum, sem það hefur ekki verið gert á þessum tuttugu árum, hefur það verið af öðrum ástæðum en að efnið hafi ekki feng- ið inni eða höfundamir. Þetta blasir við öll- um, sem lesa þessi tvö blöð“. Undir þetta tekur Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi og fyrrum ritstjóri Vísis og fréttamaður á sjónvarpinu: „Mér sýnast þessi blöð fyrst og fremst túlka skoðanir sínar í leiðurum, en veita aftur á móti öllum hugsan- legum sjónarmiðum rúm í viðtölum, greinum og lesendabréfum. Það ætti frekar að vera jákvætt fyrir þá, sem vilja tjá sig, að geta komið skoðunum sínum á framfæri í blöðum, sem eru prentuð í miklu upplagi". Hægri menn í fýlu? Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og fyrrum ritstjóri og blaðamaður, er á sömu skoðun: „Mér finnst nú að DV taki reglulega við og birti greinar eftir fólk án tillits til þess hvar það er í flokki. Ég les a. m. k. daglega þar greinar eftir vinstri menn - raunar alveg jafn mikið af greinum eftir vinstri sinna og aðra. Þar eru öll sjónarmið uppi og eins og oft áður eru það hinir duglegri, sem eiga vettvanginn oftar. Þar kemur auðvitað til, að hægri menn eru gegnumsneitt latari en hinir við að halda fram sínum málstað... Út frá mínu sjónar- miði sem hægri manns er það einna verst - vinstri mennirnir eru miklu duglegri að skrifa en hægri menn, sem virðast stundum ekki nenna neinu nema að vera í fýlu...“ Eitt er þó ljóst: Morgunblaðið ber höfuð og herðar yfir önnur morgunblöð og eftir sameiningu síðdegisblaðanna einokar DV síðdegismarkaðinn. Kári Jónasson, vara- fréttastjóri útvarpsins, bendir á þetta: „Það var sannarlega eftirsjá að því þegar Vísir var lagður niður eða sameinaðist Dagblaðinu, eins og sagt er“, segir Kári. „Þessi sameining varð til þess, að við fengum blað, sem er í útliti eins og Dagblaðið var en pólitíkin er líkari því, sem var í Vísi. Hvernig á líka annað að vera, þegar ráðamenn blaðsins eru margir hverjir framarlega í Sjálfstæðisflokknum eða íyrrverandi nefndarformenn á hans vegum? Þarna vann sem sagt hægri pressan á“ segir Kári Jónasson. „Morgunblaðið er nú orðið nær einrátt á morgunmarkaðinum - því miður, segi ég, því hér áður fyrr var mun meiri samkeppni á þeim markaði. Mogginn bólgnar út með hverjum deginum og þegar þeir hafa fengið nýju prentvélina sína og byggt yfir hana í Kringlumýrinni óttast ég mest að blaðið komist ekki í einu lagi inn um bréfalúgurnar hjá okkur, lesendum blaðsins". Breiddin minnkar Árni Þórarinsson, ritstjóri Helgarpóstsins sem verið hefur blaðamaður á bæði Morgun- blaðinu og Vísi sáluga, bendir á að yfirburðir „hægri pressunnar“ séu orðnir þvílíkir að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.