Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 17
't\Margt bendir til þess að nýtt f J dagblað sjái dagsins ljós á næstunni, þó ef til vill komi það ekki úr þeirri átt sem flestir eiga von á. Aðstandendur Dags á Akureyri eru nefnilega sagðir hafa mikinn hug á að auka við útgáfu blaðsins, sem nú kemur út þrisvar í viku. Einn reyndasti blaðamaður Dags, Áskell Þórisson, er að flyt- jast suður til að taka við embætti framkvæmdastjóra Sambands ungra framsóknarmanna, og í kjölfar þess eru ráðgerðar ýmsar breytingar á blaðinu, m.a. að fjölga útgáfudögum um einn eða tvo, því meira þarf ekki til að það teljist formlega dagblað og fái þar með ríkisstyrkinn margumtalaða og allar opinberar auglýsingar, sem eru veruleg búbót. Útgáfufélag Dags keypti fyrir nokkrum mánuð- um prentbúnað sem annar miklu, og þegar að auki er haft í huga að stjórnarformaður útgáfufélagsins er Valur Arnórsson, kaupfélags- stjóri KEA og stjórnarformaður SIS, ætti að vera ljóst að vaxtar- möguleikar Dags eru talsverðir. Ekki vantar sterkan bakhjarl, að minnsta kosti.... •V^Þrátt fyrir harðæri og verð- Jbólgu halda menn ótrauðir .^iáfram að kvikmynda á fs- landi. Frést hefur að Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður og Finnbogi Hermannsson á fsa- firði séu um þessar mundir að hefja gerð heimildarmyndar um síldaræ- vintýrið á Djúpuvík. Bæðimun myndinni ætlað að skýra frá aðdraganda að og byggingu síld- arverksmiðjunnar á Djúpuvík, sem talið var afrek á sínum tíma, og varpa ljósi á það að stóriðja stend- ur allt í einu í túni byggðarlags sem ennþá lýtur lögmálum íslensks bændasamfélags. Byggt mun verða á viðtölum við fjölda manns sem komu við sögu, enda er ekki seinna vænna að taka fólk tali, því aðeins er ein fjölskylda eftir sem starfaði við verksmiðjuna. Tökur munu þegar hafnar... Einn af höfuðpaurum íslensks / J popps Jóhann Helgason er um S' þessar mundir að undirbúa nýja sólóplötu. Sú síðasta, Tass.var í fyrra valin plata ársins á Stjörn- umessu DV. Ekki fáum við þó að heyra nýjasta nýtt frá Jóhanni fyrr en á næsta ári, því upptökur hefjast í desember.... Þrengingar útgerðarinnar og fjölmargra annarra íslenskra ' fyrirtækja hafa bitnað illa á olíufélögunum og munu þau aldrei áður hafa átt aðrar eins upphæðir útistandandi. Þetta hefur aftur þýtt það að olíufélögin hafa orðið að knýja fast á dyr lánastofnana og þrátt fyrir tregðu hefur þeim tekist að fá mun meira lánsfé en oftast áður. Er sagt að útlán lánastofnana til olíufélaganna hafi hækkað um hvorki meira né minna en 150% það sem af er árinu.... r Talsverður titringur hefur að undanförnu verið innan sjón- varpsins og í fjölmiðlum vegna endurskipulagningar tækni- deildar stofnunarinnar. Þær breytingar ganga m.a. útá að tak- marka völd Harðar Frímanns- sonar, sem verið hefur yfirverk- Kanaríeyjafarþegar okkar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þungum töskum, úttroðnum af regnkápum, kuldaúlpum og öðrum hlífðarfatnaði, því við fljúgum beint í sólina á Kanarí. Það er allt klárt á Kanarí. Það er búið að snurfusa her- bergin, bóna dansgólfin, pússa glösin og semja við veðurguðina. íslendingarnir á Kanarí hafa látið mjög vel af gististöðunum okkar og í ár höfum við enn bætt við 3 glæsilegum stöðum. íbúar Kanaríeyja kunna að taka á móti gestum og vita hvað þarf til þess að gera vetrarfríið að samfelldri sumarhátíð: Endalausar sólarstrendur, skemmtistaðir, golf- og tennis- vellir, matstaðir, diskótek, næturklúbbar, kappaksturs- braut og síðast en ekki síst, þægilegt viðmót. SJSft gjS'S® Fararstjórarnir okkar á Kanarí- eyjum, þær Auður og María þekkja eyjuna eins og lófann á sér enda hafa þær að baki margra ára reynslu af störfum þar niður frá. Svo vita allir um skrifstofuna okkar á besta stað á Broncémar. Brottfarir í vetur verða: 24/11 örfá sæti laus, 15/12 uppselt, 5/1 laus sæti, 26/1 laus sæti, 16/2 uppselt, 9/3 örfá sæti laus, 30/3 Páskaferð.laus sæti og 20/4 laus sæti. Allar ferðirnar eru 3ja vikna langar — á Kanarí. Verð frá 14.760 krónum. Sjáumst í sólinni. URVAL ÚTSÝN Samvinnuferðir-Landsýn FLUGLEIÐIR Norðansýning í Þjóðleikhúsinu fræðingur sjónvarps í mörg ár og löngum hefur staðið styrr um vegna stefnu í tæknimálum, en ekki síður vegna erfiðleika í per- sónulegum samskiptum og vinnu- bragða almennt. Hefur það rifjast upp fyrir mönnum að einhvern tíma í fyrndinni festi stofnunin kaup á VHS-myndsegulbandstæki sem notað skyldi til að skoða efni á myndböndum af þeirri gerð. Síðan hefur lítið til þessa tækis spurst og hefur sjónvarpið þurft að leigja tæki úti í bæ þegar til þess hefur komið að skoða þyrfti efni á VHS. Nú mun komið á daginn að VHS- tækið hafi verið í notkun sem hús- gagn á heimili yfirverkfræðings- ins.... #'N Það er ekki bara jólabóka- / j flóðið sem er að byrja heldur J einnig jólaplötuflóðið. Meðal platna á þeim markaði verður ný plata Jakobs Magnússonar, „Tvær systur". Sú plata var hljóðrituð í Hollywood á þessu ári (og raunar lok síðasta árs líka) og nýtur Jakob þar aðstoðar margra góðra manna. Trommuleikari hans á plötunni er Vince Caliota, sem dags daglega er trymbill Frank Zappa, bassaleikari er Jeff Berlin, sem gert hefur garðinn frægan með Bill Bruford, UK, Sky og fleiri stórmennum í jazz-fönkinu og fleiri koma við sögu. Plata þessi er væntanlega á markað um miðjan næsta mánuð... Það er ýmislegt um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir eins og fram kom á blaðamannafundi sem for- ráðamenn þess boðuðu nýverið til. Fyrsta frumsýningin á þessu leikári var þann 7. október síðastliðinn á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness í nýrri leikgerð Bríetar Héðinsdótt- ur. Þegar cru búnar 13 sýningar á leiknum og hefur aðsókn verið mjög góð, undirtektir gagnrýnenda svo og lcikhúsgesta mjög jákvæðar. Nú hefur verið ákveðið að Leikfé- lagið leggi land undir fót með þessa sýningu, og sýni á stóra sviði Þjóð- leikhússins þriðjudaginn 23. nóvember næstkomandi. Aðcins getur orðið um þessa einu sýningu að ræða, þar sem verkefnaskrá Þjóðleikhússins er mjög hlaðin, og af tæknilcgum ástæðum er ekki unnt að sýna vcrkið víðar. Leik- stjóri er Bríet Héðinsdóttir og aðal- hlutverkið, Uglu, leikur Guðbjörg Thoroddsen, en þess má geta að hún mun einnig leika þetta hlutverk í kvikmynd sem fyrirhugað er að gera eftir Atómstöðinni. Þá mun leikgerð Bríetar að Jómfrú Ragn- heiði sem frumflutt var á Akureyri á síðasta ári og mikla athylgi vakti, verða jólasýning Þjóðleikhússins í ár og mun Guðbjörg Thoroddsen einnig leika þar titilhlutverkið sem hún hlaut mikið lof fyrir á Akur- eyri. Næsta verkefni Leikfélags Ak- ureyrar er nýtt íslenskt barna- og unglingaleikrit „Siggi var úti“. Höfundur er Signý Pálsdóttir leikhússtjóri sem jafnframt leik- stýrir, en sýningin er að mestu unnin af fastráðnum starfsmönn- um leikhússins. Þráinn Karlsson hannar leikmynd, Viðar Garðars- son lýsingu og Freygerður Magnús- dóttir búninga. Tónlistina samdi og æfði Asgeir Jónsson, gítar- leikari og söngvari hinnar kunnu rokkhljómsveitar Baraflokksins á Akureyri, og flytur hann hana ásamt tveim félögum sínum úr hljómsveitinni. Leikurinn gerist í hrauni einhvers staðar á íslandi og fjallar um ævintýri fjölskyldu einn- ar sem þar dvelst í útilegu. Einnig koma við sögu líffræðingurinn Siggi sem vinnur við rannsóknir á refum, tískudrósin Stella sem hagnast vill á rebba og skúrkurinn Úlfur. Þá er hlutur íslensku tóf- unnar mikill í sýningunni. Vafa- laust er hér á ferðinni hið forvitni- legasta verk. Frumsýningeráætluð 1. desember. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á leikhúsinu í sumar. Húsið hefur verið málað bæði utan og innan og einnig hefur verið teppa- lagt. Þá má geta þess að gerður hefur verið vísir að hljómsveitar- gryfju, en slíkt hefur fram til þessa verið álitið tæknilega ómögulegt. Er þar rúm fyrir þrjá til fjóra hljóð- færaleikara og munu nú aðstæður til flutnings söngleikja batna veru- lega. Það sem einna næst liggur fyrir í tæknimálum leikhússins er að fara þarf að huga að endurýjun ljósaborðsins, en núverandi ljósa- borð er löngu úrelt, jafnvel svo að löngu er hætt að framleiða í það varahluti. En nýtt ljósaborð af þeirri stærð sem hæfir þessu leikhúsi mun kosta allt að einni milljón nýkróna. Þá standa vonir til þess að leyfi fáist fyrir viðbygg- ingu við húsið í suðurátt, en þrengsli eru nokkuð farin að há starfsemi leikhússins. En þrátt fyrir þessi vandkvæði er ekki annað hægt að segja en framtíð atvinnu- leikhúss á Akureyri sé björt. Og það sem mest er um vert, leikhúsið hefur áunnið sér fastan sess í bæjar- lífinu. Það sýnir vaxandi aðsókn að sýningum og vaxandi umfjöllun um leikhúsmál í bænum samfara stöð- ugt vandaðri sýningum. - RA.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.