Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 15
15 'Íp&sturinrL. Föstudagur 5. nóvember 1982 Frá 34, þingi SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA sem fram fór í Munaðarnesi um síðustu helgi KAFLAR ÚR Á- LYKTUNUM ÞINQSINS Almenn stjórnmálaályktun 34. þing SUJ fordæmir harðlega getuleysi og dugleysi núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn erstjórn kerfiskarla, fulltrúi þess kerfis samtryggingar og spillingar sem jafnaðar- menn berjast gegn. Ríkisstjórnin hefur einvörðungu beitt haldlitlum skamm- timaaðgerðum en ekki reynt að leysa efnahagsvandann á raunhæfan hátt og til frambúðar. Vegna getuleysis ríkis- stjórnarinnar hefur efnahagsvandinn hríðversnað og lífskjör fara versnandi með degi hverjum. Bráðabirgðalögin nú eru skilgetið afkvæmi aðgerðarleysis og rangra ákvarðana ríkis- stjórnarinnar fyrr á kjörtímabilinu. Inntak þessara laga er kjaraskerðing án þess að fyrirheit sé gefið um raunhæf tök á vandanum. Þingið minnir á þau úrræði sem Alþýðuflokkurinn lagði fram í gerbreyttri efnahagsstefnu fyrir kosningarnar 1978 og útfærð voru í efnahagsmálafrumvarpi flokksins eftir kosn- ingarnar. Hefði verið gripið til slíkra raunhæfra aðgerða í tíma, í stað þess að skjóta vandanum sífellt á frest, hefði það leitt til minnkandi verðbólgu og heilbrigðara atvinnulífs. Þjóðarbúið hefði þá verið betur í stakk búið til að mæta ytri áföllum. Hið eina af þessum úrræðum Alþýðuflokksins sem hefur náð fram að ganga, nefnilega raunvaxtastefnuna, hef- ur núverandi ríkisstjórn ekki vílað fyrir sér að eyðileggja, þótt lögbrot hafi þurft til. Þannig bætir ríkisstjórnin siðleysi og lögleysi ofan á getuleysi. Eftir að ríkisstjórnin ákvað að sitja sem fastast, þótt hún hefði misst starfhæfan meirihluta á Alþingi, er Ijóst að öngþveitið í efnahagsmálum mun enn aukast. Það er því þjóðarnauðsyn að ríkisstjórnin fari frá hið bráðasta og við taki stjórn sem hefur vilja og kjark til að leysa verðbólguvandann til hagsbóta fyrir alþýðu þessa lands. 34. þing SUJ leggur þunga áherslu á að í því uppgjöri sem framundan er sé brýnt að snúast af alefli gegn þeirri hertu íhalds- og afturhaldsstefnu sem felst í hinni svokölluðu frjálshyggju og stefnt er gegn velferðarkerfinu og öðrum félagslegum ávinningum alþýðunnar. SUJ telur að efna skuli til kosninga við fyrsta tækifæri, til að þjóðin fái starf- hæfa ríkisstjórn. UMINNANLANDSMÁL Atvinnumál 34. þing SUJ telur brýna nauðsyn til að tekin verði upp gerbreytt stefna í atvinnumálum, til þess aö gera atvinnulíf landsins traustara, öflugra og arðbærara. Traust atvinnulíf er undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. SUJ ítrekar þá skoðun sína að blandað hagkerfi henti þjóöinni best, þeas. ríkisrekstur, samvinnureksturog einka- rekstur, allt eftir því sem best tryggir hagsmuni þjóðar- heildarinnar í hverju tilfelli. Meðal þess sem brýnt er að þjóðnýta er olíuinnflutningur og tryggingastarfsemi. Þingið leggur áherslu á að aldrei er réttlætanlegur sá pilsfaldakap- ítalismi, sem í því felst, að þegar vel árar hirða atvinnurek- endur gróðann, en fara fram á ríkisaðstoð, þegar á móti blæs, og vilja þannig láta þjóðnýta tapið. Þingið minnir á að atvinnulýðræði er eitt af helstu barátt- umálum jafnaðarmanna. Virk þátttaka launafólks við stjórn- un fyrirtækja hlýtur að auka starfsgleði launþega, auk þess sem beint og milliliðalaust samband atvinnurekanda bætir stjónun í atvinnulífinu. Félagsmál Jafnaðarmenn telja, að félagsleg aðstoð og frjáis samn- ingsréttur launþega með vinnustaöinn sem grunneiningu i verkalýðshreyfingunni séu raunhæfarleiðirtil kjarajöfnunar. 34. þing SUJ ítrekar þá stefnu sina, að allar lækningar, , þar með taldar tannlækningar, skuli heyra undir almenna- tryggingakerfið. Lyfsala í landinu skal vera í höndum ríkisins, enda ótréttlætanlegt að einstakir menn hafi vanheilsu ann- arra að féþúfu. 34. þing SUJ leggur áherslu á, að sem fyrst komist á það kerfi húsnæðismálalána, að veitt séu 80% verðtryggð lán, til að minnsta kosti 30 ára. Þeim sem eru að eignast ibúö i fyrsta sinn, hvort sem um nýbyggingar er að ræða eða kaup á eldra húsnæði, sé gefinn kostur á slíkum lánum. 34. þing SUJ telur brýnt, að reistar verði litlar ieiguíbúðir fyrir ein- hleypinga, td. námsmenn, til að létta á verðþenslu og þrýst- ingi á hinum almenna leigumarkaði. Þingið ítrekar þá stefnu, að þriðja hver íbúð verði byggð á félagslegum grunni, og þannig tryggt nægilegt framboð leiguhúsnæðis. Þá telur þingið nauðsyn á að komið verði á fót fasteignasölu ríkisins sem annist milligöngu í fasteignaviðskiptum gegn hóflegu gjaldi. Stjórnarfarsmál 34. þing SUJ minnir á nauðsyn þess að aðskilja löggjaf- arvald og framkvæmdarvald betur en nú er gert. Fram- kvæmdastofnun ríkisins er dæmi um óæskileg tengsl á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, og ber að leggja hana niður hið snarasta. Atkvæðakaup og mútuþægni eiga að heyra fortíðinni til. 34. þing SUJ skorar á þingflokk Alþýöufiokksins að draga nú þegar mann sinn út úr stjórn Framkvæmdastofnunar og sýna með því andúð sína a stofnuninni. Þingið fordæmir þá misnotkun sem átt hefur sér stað á heimild ríkisstjórnar til útgáfu bráðabirgðalaga, og hvetur til þess að sú heimild verði felld niður. Þing SUJ telur að virku eftirliti verði að koma á með embættismönnum hjá ríkinu, sem bera nú litla.sem enga ábyrgð gagnvart almenningi. SUJ minnir í því sambandi á framkomið frumvarp þingmanna Alþýðuflokksins um breytingar á þingsköpum Alþingis. 34. þing SUJ fordæmir seinagang rannsóknar í ýmsum fjársvikamálum. Þingið lýsir ánægju sinni með framkomna tillöqu um stofnun rannsóknarnefndar til athugunar á starf- semi íslenskra aðalverktaka. Eins eru flutningar á fjármagni á milli íslenskra og erlendra samstarfsaðila í formi tækja- kaupa og verðlagning þeirra tækja athugunarverð. 34. þing SUJ ítrekar þá skoðun sína að leitrétt verði það hróplega misvægi atkvæða eftir kjördæmum, sem nú ríkir, og krefst þess jafnframt að það verði gert án fjölgunar þingmanna. Fyrirspurn bönnuö 34. þing SUJ lýsir megnustu andúð sinni á þeim vinnu- brögðum meirihluta Alþingismanna að banna fyrirspurn frá einum af lýðræðislega kjörnum þingmönnum þjóðarinnar. 34. þing SUJ telur, að með þessari ákvörðun sinni hafi Alþingi sýnt og sannað að það býr við steinrunnið starfs kerfi. Þing SUJ hvetur því Alþingismenn til að samþykkj0 tillögur þær er Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram til úrbóta á starfsemi Alþingis. UM UTANRÍKISMÁL Fríöarhreyfingar: 34. þing SUJ fagnar sívaxandi mætti friðarhreyfinga um allan heim. Almenningur í heiminum hefur risið upp gegn — Auglýsing frá SUJ — stjórnarherrum þeim, sem telja völdum sínum best borgið með því að halda almenningi f ótta um styrjaldir og vopna- viðskipti. Þrá fólksins eftir friði mun bera árangur. Hin sam- eiginlega barátta milljóna og aftur milljóna verður ekki létt- væg fundin. Ráðamenn verða að hlusta á raddir fólksins. Ibúar heimsins óttast framtíð helsprengjunnar. Það er skylda okkar við börn okkar aö þau geti vænst þess að lifa morgundaginn og framtíðina óttalaus við stríð, styrjaldir og tortímingu. 34. þing SUJ hveturjafnaðarmenn til þess að hafaforystu um stofnun islenskrar friðarhreyfingar er hefur á stefnuskrá sinni baráttu fyrir varanlegum friði í heiminum. Málefni þriðja heimsins SUJ bendir á þá ábyrgð, sem vestrænar þjóðir bera á vanda 3. heimsins og felst í því, að iðnríkin hafa ráðið verðlagi á alþjóðamörkuðum og mótað það sér í hag, en þróunarríkjunum í óhag. SUJ fordæmir arðrán ríku þjóðanna og fjölþjóðafyrirtækjanna á náttúruauðlindum og vinnuafli fátæku þjóðanna. SUJ bendir einnig á þá hættu fyrir heimsfriðinn, sem felst í þessari misskiptingu auðsins. SUJ styður sókn frelsishreyfinga gegn innlendri og erlendri harö- stjórn og vill stuðla að samstöðu smáþjóða til verndar rétti sínum. SUJ telur augljóst, að íslendingar, með þjóðartekjur á mann með því hæsta sem gerist í heiminum, hljóta að leggja fram myndarlegan skerf til þróunaraðstoðar. Framlag okkar nú er þjóðinni til háborinnar skammar. 34. þing SUJ telur raunhæfustu leiðina í þeim efnum þá, að lögbundnir verði áfangar að því lágmarki, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett, að 1 % þjóðartekna fari til þróunarhjálpar, þannig að því marki verði náð ekki siðar en 1984. Skorar SUJ á þingmenn Alþýðuflokksins að flytja frumvarp um þetta mál þegar á yfirstandandi þingi. Pólland 34. þing SUJ lýsir vanþóknun sinni á þær gerræðislegu aðfarir sem herstjórnin í Póllandi beitir gegn „Samstöðu" samtökum launafólks þar í landi. SUJ ítrekar stuðning sinn við Samstöðu í baráttu þeirra fyrir almennum mannréttind- um í Póllandi. Palestína 34. þing SUJ lýsir yfir stuðningi sínum við baráttu Palest- ínuþjóðarinnar fyrir þjóðarréttindum sínum, þe. fyrir eigin ríki. Þingið krefst þess að ísraelsmenn viðurkenni nú þegar þessar réttmætu kröfur Palestínumanna, jafnframt því sem Palestínumenn viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis. Því hvetur þingið deiluaðila til að setjast að samninga- borði tafarlaust, til að semja um réttláta lausn deilumála sinna. Líbanon 34. þing SUJ sýsir yfir megnustu fyrirlitningu sinni á stríðs- rekstri ísraelsmanna í Líbanon. Það sem herir ísraelsmanna höfðu í frammi í Líbanon er þess eðlis, að öllum hugsandi mönnum hlýtur að ofbjóða framferði þeirra. Þingið krefst þess að ísraelsmenn dragi heri sína nú þeg- ar til baka úr Líbanon. Þingið krefst þess einnig, að ísraels- menn láti nú þegar af kúgun sinni á íbúum herteknu svæðanna. Einnig fordæmir þingið stórveldisáform ísraels, sem lýsa sér m.a. í landnámi Gyðinga á herteknu svæðun- um og tilraunum til að gera Líbanon að leppríki sínu. El Salvador 34. þing SUJ áréttar fyrri yfirlýsingar sínar varðandi mál- efni El Salvador. Þingið hvetur Bandaríkjastjórn til að hætta nú þegar stuðningi sínum við ógnarstjórnina og skorar á allar lýðræðiselskandi þjóðir að beita áhrifum sínum til að koma megi á lýðræðislegu þjóðskipulagi í El Salvador, með þátttöku atlra deiluaðila.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.