Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 7
T „Úrval af því besta" Þýðingar Sigurðar A. Magnússonar á íslenskum eftirstríðsljóðum gefnar út í Bandaríkjunum „Ég held að þetta sé úrval af því besta sem ort hefur verið á þessum 40 árum,“ segir Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur um Ijóðaþýð- ingabók sína, sem nýlega kom út í Bandaríkjunum. í bókinni, The Postwar Poetry of Iceland, eru 350 ljóð eftir 28 ís- lensk skáld, þau elstu Snorri Hjart- arson og Steinn Steinarr, en þau yngstu Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir. „Aðdragandann að þessari úgáfu má rekja aftur til ársins 1976,“ sagði Sigurður í samtali við Helg- arpóstinn. „Pá fékk ég styrk til að vera ásamt 25 öðrum höfundum víða að úr heiminum í rithöfunda miðstöð, „International Writing Program“, í Iowa í Bandarfkjun- um. Þarna í Iowa vann ég í þrjá mánuði að þessum þýðingum og lauk þar verkinu með góðri aðstoð ungs bandarísks ljóðskálds, Mick Fedullo. Ástæðan fyrir því að bókin kemur ekki út fyrr en núna er sú að þeim í Iowa þótti það ekki vænlegt að gefa út íslensk ljóð í Bandaríkjunum og það var ekki fyrr en Unesco og seinna Iceland Review komu einnig inn í myndina að af útgáfunni varð.“ - Átti þessi vinna vel við þig? „Já, ég hafði mjög gaman af þessu. Þetta var gríðarleg vinna, - ég nánast lokaði mig inni í þrjá mánuði og talaði varla við nokkurn mann. Ég var í hálfgerðum trans,“ sagði Sigurður brosandi. „Þetta gekk nærri mér, en var gaman." - Hverjir kaupa svona bók í Bandaríkjunum? „Þessi bók fer væntanlega mikið á bókasöfn háskólanna. ljóðaunnendur munu einhverjir kaupa hana og áhugamenn um ís- lenska menningu, sem ekki eru svo fáir í Bandaríkjunum. Þótt undar- legt megi virðast er íslenska kennd við mjög marga háskóla í Banda- ríkjunum, sem undirstaða undir germönsk mál og jafnvel í tengsl- um við enskunám og margir sem hafa þannig fengið nasasjón af landinu hafa áhuga á að kynna sér það frekar í gegnum bók sem þessa. Og svo má ekki gleyma því að margir ameríkanar eru af ís- lenskum ættum oe ée varð var við að Vestur-íslendingar voru margir hverjir mjög spenntir fyrir þessu. En þetta er svo sem ekki stór út- gáfa - 1500 eintök. Það er ekki mikið á okkar mælikvarða, þó það þyki gott vestra." -GA Sigurður A. Magnússon: „Skemmtileg vinna.“ Mánudags- myndir í Háskóla- bíói í vetur „Það er aðallega tvennt sem veld- ur því að í vetur verður ekki lögð mikil áhersla á mánudagsmyndir,“ sagði Friðbcrt Pálsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós í sam- tali við Helgarpóstinn. „í fyrsta lagi sýnir listahátíð nú um þrjátíu myndir árlega af svip- uðum toga og tekur þannig toppinn ofan af úrvalinu af góðum listræn- um myndum. f öðru lagi lést um- boðsmaður okkar í Danmörku ný- lega og af þeim orsökum hefur ver- ið erfitt um aðföng.“ Friðbert sagði þó Háskólabíó ætla að sýna þær myndir í vetur sehi þegar hefðu verið gerðir samningar um, en þær væru nokkrar- þýskar, franskar, hollenskar, grískar ög frá fleiri löndum. Framhaldið er að öðru leyti óráðið. Tappinn tekinn úr Tappi Tíkarrass - Bitið fast í vitið Hljómsveitin Tappi tíkarrass hefur vakið nokkra athygli nú á síðustu mánuðum. Það má segja að fyrst hafi fólk orðið vart við hljómsveit þessa vegna óvæntrar frammistöðu hennar í myndinni Rokk í Reykjavík en það var ekki fyrr en á Melarokkinu hér á dög- unum að menn gerðu sér grein fyrir að hún væri orðin ein af betri hljómsveitum bæjarins. Síðan hefur nafn hljómsveitarinnar æ oftar borið á góma í umræðum manna. Tappi tíkarrass hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu og hefur hún að geyma fimm lög. Ekki verður annað sagt en að þau fari bara bærilega af stað og víst er að margar hljómsveitir hafa sent frá sér verri fyrstu plötur en þessi er. Bestu lögin tel ég vera Óttar og London, en flutningur þeirra er kraftmestur og jafnbestur. Mér finnst Fa Fa einnig ágætt en hin tvö sem ótalin eru minna spenn- andi. Strákarnir eru allir þokkalegir hljóðfæraleikarar, þó finna megi smá hnökra hér og þar, einkum í trommuleiknum. Björk er áreið- anlega ein af efnilegri söngkon- um landsins en ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að hún geti betur en hún gerir að þessu sinni. Þessi fyrsta plata Tappa tíkar- rass er sem sé þokkalegasta byrj- endaverk og víst er að Tappinn er hljómsveit sem forvitnilegt verð- ur að fylgjast með í framtíðinni. Don Henley - I Can’t Stand Still Líklega er hljómsveitin Eagles vinsælasta bandaríska hljómsveit sem starfað hefur. Plötur hljóm- sveitarinnar þóttu flestar góðar1* og þær seldust í verulegu upplagi. Einkum þetta tvennt var þess valdandi að hljómsveitin átti erf- itt með að senda frá sér plötur, þar sem sífellt var ætlast til að þeir gerðu betur en áður. Eftir útkomu Hotel California, árið 1976, var ljóst að hljómsveitin mundi eiga í erfiðleikum með að senda frá sér betri plötu. Það tók þá þrjú ár og nokkur taugaáföll að fullgera plötuna The Long Run, sem þegar til kom þótti alls ekki nógu góð. Eftir þetta má eiginlega segja að hljómsveitin hafi lognast út af en þess í stað hafa meðlimir hennar, einn af öðrum, sent frá sér sólóplötur, með misjöfnum árangri. Nýjasta sólóplata Eagl- esmeðlims er nýútkomin plata Don Henleys, sem líklega hefur . sungið ríflega helming þeirra laga sem Eagles sendu frá sér og hann hefur því röddina sem flestir muna eftir. Því er ekki að neita að Henley fer bara bærilega af stað með þessu fyrsta sólóafkvæmi sínu. Hann hefur sér til aðstoðar rjóm- ann af hinni svokölluðu Kaliforn- íumafíu en of langt mál yrði að telja þá upp hér. Á fyrri hliðinni eru það einkum tvö lög sem ég hef gaman af en það eru I Can’t Stand Still, sem er rólegt en þó kraftmikið og You Better Hang Up, sem er milli- tempórokkari. Þá er lagið Nobo- dy’s Business einnig þokkalegt. Seinni hliðin er öllu heilsteyptari en þó eru þrjú fyrstu lögin einna best. Það fyrsta er Dirty Laundry, sem nokkur diskókeimur er af, þá kemur gamaldags rokkari um hann Jo- hnny sem ekki kunni að lesa svo illa fór fyrir honum sakir fávisku hans og loks má nefna Them and Us, þar sem gjöreyðingarstyrjöld er gerð að yrkisefni. Áðalsmerki plötu þessarar er pottþéttur en stundum dálítið líf- laus hljóðfæraleikur en umfram allt er það góður söngur Henleys sem setur mark sitt á hana. Hafi einhver Eaglesaðdáandi verið að bíða eftir nýrri plötu þá er þetta líklega það sem næst verður komist. Simple Minds - New Gold Dream (81, 82, 83, 84) Platan Empires and Dance, sem hljómsveitin Simple Minds sendi frá sér árið 1980, var al- mennt talin ein af betri plötum þess árs og furðuðu margir sig á því að hljómsveitin skyldi ekki slá í gegn með hinu ágæta lagi sínu I Travel, sem er einmitt að finna á þessari plötu. I fyrra sendi hljómsveitin frá sér plöturnar Sons and Fascinati- on og Sister Feelings Call en þær voru gefnar út saman og seldar saman í pakka til að byrja með. Af Sons and Fascination varð lagið Love song minniháttar hitt. Ekki gengu þessar plötur eins vel og ráð hafði verið fyrir gert en þó betur en fyrri Simple Minds- plötur. Það var ekki fyrr en fyrr á þessu ári að Simple Minds slógu almennilega í gegn og þá með laginu Promised You a Miracle og nú á síðustu vikum hefur Iagið Glittering Prize gert það gott á vinsældalistum, auk þess sem nýja stóra platan þeirra, New Gold Dreams, hefur farið alla leið í þriðja sæti breska listans. En af hverju slær Simple Minds fyrst í gegn núna, þegar þeir sem með hljómsveitinni hafa fylgst eru á því að hún hefði fyrir löngu átt að vera orðin vinsæl? Ástæðan er líklega sú að tónlistin hefur verið snurfusuð nóg til þess að fá spilun í útvarpi og þar með ná til stærri áheyrendahóps. Þessu hef- ur fylgt sú staðreynd að tónlistin á New Gold Dream er hvergi jafn kraftmikil og t.d. Iögin I Travel og Love Song eru. Það hefur nú verið skrúfað allmikið niður í gít- arnum en hljómborðin hækkuð og mýkir það auðvitað heildaryf- irbragð plötunnar. Þrátt fyrir þetta er New Gold Dream mjög góð plata og Simple Minds er hljómsveit sem er allrar athygli verð. Defunkt - Thermonuclear Sweat Hingað til hafa verið ófáan- legar hér á landi plötur hljóm- sveitarinnar Defunkt, sem hefur þótt meðal merkari hljómsveita sem starfandi eru í heiminum í dag. En nú ekki alls fyrir löngu bætti Grammið úr þessum skorti og hóf innflutning á plötum þess- arar merku hljómsveitar. Aðalmaður Defunkt er básúnu leikarinn Joe Bowie, sem var nokkuð virtur jazzleikari áður en hann sneri sér að fönkinu en jazz- inn er nú svo sem ekki víðs fjarri í tónlist hans nú. Annars er Joe þessi bróðir trompetleikarans Lester Bowie, sem blæs með Art Ensemble of Chicago, sem hér var á ferð í apríl sem leið. Lester kemur einmitt einnig við sögu, ásamt þriðja bróðumum, saxó- fónleikaranum Byron Bowie, í tveggja laga tólf tommu plötu, sem er önnur þeirra tveggja Def- unkt platna, sem hér fást nú, en á henni er að finna lögin Razor Edge og Strangling Me With Yo- ur Love og er fyrra lagið einkum stórkostlegt. Hin platan sem hingað er kom- in er stór, og jafnframt nýjasta plata hljómsveitarinnar. Ber hún nafnið Thermonuclear Sweat og er þar í einu orði sagt um stór- kostlega plötu að ræða. Meirihluti laganna eru fönklög og er hér um að ræða fönktónlist eins og hún gerist best, ég hef a.m.k. ekki heyrt hana betri. Lögin eru misjafnlega þung og sum þeirra alls ekki óaðgengileg og hef ég þá einkum í huga lög eins og Illusion, I Tried To Live Alone, Believing In Love og For The Love Of Money en það síðastnefnda gerðu O’Jays vin- sælt fyrir nokkrum árum. Einnig er að finna á plötunni eitt lag í bossa nova takti, sem heitir Cock tail Hour og lag eftir gamla be- bopparann Charlie Parker, sem þeir kalla Big Bird (Au Private). Ég kannast nú bara við þetta lag undir heitinu Au Private en þessi útgáfa er hér um bil helmingi hraðar spiluð en sú sem ég á með Parker og hér fer Joe Bowie á kostum á básúnuna , svo sem hann gerir að vísu einnig annars staðar á plötunni þó briljansinn nái hámarki í þessu lagi. Þá eru aðeins óupptalin þau tvö lög sem mér finnst einna best, á annars jafnri plötu, en það er Ooh Baby og Avoid The Funk, sem hvorttveggja eru óhemju kraftmikil rótarfönklög. Hljóðfæraleikur á plötunni er allur stórkostlegur. Trommu- bassa- og ryþmaleikur er þannig að hann ætti engan að láta ósnort- inn. Við það bætast góðir só- lóistar: básúna, trompet, saxó- fónn og brjálæðislegur gítar. Joe Bowie hefur svo svarta rödd sem fellur vel við tónlistina. Á heildina litið er Thermonu- clear Sweat kennslubókardæmi um hvernig eigi að leika góða og umfram allt kraftmikla fönktón- list. Sem sé plata sem ekki má láta fram hjá sér fara.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.