Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 24
Síðan 1972 hafa 5 milljónir ánægðra FIAT 127 eigenda ekið með þá fullvissu í huga að bíll þeirra væri hið fullkomna farartæki, bíll sem ekki væri hægt að smíða betur. En í dag hefur komið í Ijós að þetta var ekki nema hálfur sannleikur, hinn nýi FIAT 127 er ennþá skemmti- legri og vandaðri hvað snertir hönnun og frágang. FIAT UMBOÐIÐ SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720 Athyglisverð plata verður J væntanlega gerð hér eftir ára- .^mótin. Það er Bubbi Mort- hens, sem hyggst gera einskonar vísnaplötu - en hann var snjall „trúbador" áður en hann snaraði sér í rokkið. Um tylft söngva Bubba frá trúbadors-tímanum verður á þessari plötu - og líklegt má telja, að einhver gestur komi fram á plötunni. Dettur mönnum helst í hug Megas, en þeir Bubbi sungu saman nokkur lög í Nætur- útvarpi Stefáns Jóns í sumar og vöktu mikla hrifningu.... Fösiudagur 5. nóvember 1982~jpijjsturinn MEST SELDI BÍLL EVRÓPU r'l Enn er óafgreitt eitt kæru- / V mála, sem spruttu af Finans- S* bankamálinu svokallaða fyrir nokkrum árum. Þá kom í ljós, að mikill fjöldi íslendinga átti (ólög- lega) peninga á reikningum í Fin- ansbankanum sáluga í Kaup- mannahöfn. Varð af þessu mikið havarí á sínum tíma. Reikning- seigendur voru flokkaðir í þrennt, þegar rannsókn málsins var hafin, og kom í ljós að þeir höfðu ekki gerst sekir um refsilagabrot - en einhverjir um að hafa komið pen- ingum undan skatti. Reiknings- eigendum var gefinn kostur á aö flytja peningana til íslands og gerðu það allir nema þrír eða fjór- ir. Mál þeirra voru athuguð nánar og síðan afgreidd með skattasekt- um. Nú hefur sem sé öllum málum verið lokið - nema einu, máli Konráðs nokkurs Sævaldssonar, sem heldur sig einkum í sólinni og sandinum á Spáni.... FIAT 127 SPECIAL er gjörbreyttur utan sem innan, en þetta er hinn frægi 3ja dyra bíll, sem hefur verið mest seldi bíll Evrópu mörg undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Við höfum ekki annað eftirspurn til þessa, enda hefur þessi sér- staki bíll eitt hæsta endursöluverð hér á íslandi. FIAT F* 1 Veruleg spenna ríkir nú í Z'J röðum krata vegna flokks- ,^1 þings Alþýðuflokksins um helgina. Ekki ríkir síst eftirvænting vegna kosninga um varaformanns- stöðuna í flokknum, en Vilniundur Gylfason hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram gegn Magnúsi H. Magnússyni. Þeir Vilmundar- menn hafa verið duglegir undan- farið við að afla fylgis við framboð hans og mun staðan nú orðin þann- ig við upphaf þingsins að þeir Vil- mundur og Magnús eru áþekkir að styrkleika, þ.e. hvað varðar af- stöðu þeirra flokksþingsfulltrúa sem gert hafa upp hug sinn. Enn Hugsaöu ráö þitt - Gerðu verðsamanburð mun um 30-40 manna hópur óráð- inn, eða hefur ekki verið dreginn í dilka, og munu úrslit í varafor- mannskjörinu velta á atkvæðum þessa fólks... Úrslit þessa varaformanns- kjörs kunna að reynast af- drifarík fyrir Alþýðuflokkinn. Kunnugir telja að Vilmundur Gylfason muni íhuga sterklega að draga sig í hlé a.m.k. að sinni og taka ekki þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík ef hann nær ekki kosn- ingu í varaformanninn. Eins og Vilmundur orðaði það í viðtali við HP fyrir skemmstu vill hann „ekki vera einhver dinglandi sérvitringur útí kanti á flokknum”.... Talið er að á þessu flokksþingi J gæti komið til þess að þeir full- .^itrúar Reykjavíkurkrata, sem standa að útgáfu Borgarblaðsins gerðu tilkall til að taka við rekstri Alþýðublaðsins. Hagnaður mun hafa verið af útgáfu Borgar- blaðsins, og hefur þar verið aðal- fjármálasprautan Emmanúcl Morthens. Gæti sú tillaga komið upp að Emmanúel Morthens tæki við Alþýðublaðinu. Þess má geta að Alþýðublaðið hefur fest kaup á eigin setningartækjum og mun senn flytja í nýtt húsnæði við Ár- múla.... Þótt sviptingar miklar séu ^ J meðal krata um röðun í þrjú efstu sætin í prófkjörinu í J u BÚNAÐARBANKINN undirbýr gjaldeyrisviðskipti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.