Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 14
14. Föstudagur 5. nóvember 1982 J~!ek jSésturíhn Brynjar Kvaran, stjarna íslandsmótsins I handbolta: Brynjar: „Garðbæingar hafa stutt okkur einstaklega vel“. Kominn úr tveggja ára „útlegðTT Brynjar Kvaran hefur öðrum fremur verið stjarna Islands- mótsins í handknattleik í vetur. Hann hefur varið mark Stjörn- unnar úr Garðabæ, þess liðs sem mest hefur komið á óvart í fyrstu deildinni, og varið eins og hetja. Fyrir tveimur árum var Stjarn- an eins og hvert annað meðal þriðjudeildarlið í handboltanum. En í fyrra unnu þeir sig upp í aðra deild, og síðastliðinn vetur gekk þeim afbragðsvel þar. I vor tryggði félagið sér því rétt til að keppa í fyrstu deild og það sem af er haustinu hafa þeir leikið eins og.. tja,-stjörnur. Þess berþó að geta að liðið hefur tekið breyting- um. í haust fengu þeir vænan liðs- auka - Heimir Karlsson kom frá Víkingum, Guðmundur Þórðar- son frá ÍR, Ólafur Lárusson kom úr KR og Brynjar Kvaran gekk í liðið í haust úr KR. „Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir mótið, og ég tel að það hafi mest að segja“, sagði Brynjar þegar hann var spurður hverju hann þakkaði helst hinn góða árangur Stjörnunnar, sem nú er í öðru sæti fyrstu deildar- innar. „Við byrjuðum að æfa í júní og höfum æft vel síðan. Áhuginn hjá leikmönnunum hef- ur verið mikill, og baráttan í liðinu eftir því, og svo höfum við verið studdir einstaklega vel af Garðbæingum. Við höfum ekk- ert getað leikið á heimavelli okk- ar hér í Garðabænum, en samt hafa áhorfendur stutt okkur í öll- um leikjunum eins og á heima- velli væri. Það hefur ef til vill haft úrslitaáhrif, vegna þess að þeir leikir sem við höfum unnið hafa verið mjög tvísýnir." Brynjar var í KR í fyrravetur, en hann vakti fyrst athygli sem markvörður fyrir nokkrum árum sem Valsmaður. Þá varð hann m.a. fyrirliði unglingalands- liðsins og lék nokkra leiki með landsliðinu. „Síðustu tvö árin er ég búinn að vera í hálfgerðri út- legð, í íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, og hef því ekki get- að æft mjög vel. Mig var því farið að þyrsta í að komast í almenni- legt form“, sagði Brynjar þegar hann var spurður hversvegna hann væri farinn að verja svona vel. „Svo held ég að fyrirkomu- lagið hér henti mér mjög vel“, bætti hann við. „Hér verð ég að standa mig. Það er stólað á mig, og það hvetur mann áfrarn". Nánast allur tími Brynjars fer í íþróttir. Á daginn kennir hann við skólana í Garðabæ og á kvöldin og um helgar þjálfar hann krakkana og sjálfan sig þess á milli. Hann var spurður hvort þetta væri nokkurt vit. „Það er náttúrulega spurning. Það fer gríðarlegur tími í þetta. En á meðan maður getur fléttað svona saman starfi og aðal áhuga- máli, og meðan áhuginn er svona mikill - jú, þá held ég að þetta sé ekki svo vitlaust“. Svona fara menn að: Þykj- ast vera í nauðum staddir, en eru að halda framhjá. Hjálpartæki þeirra ótrúu Að framhjáhald er stundað um allan heim, eru ekki ný sannindi. Það er hinsvegar nýlega að fram- leiðsla er hafin á ýmsum hlutum til að gera það auðveldara og ör- uggara fyrir þátttakendur. Upp- fínningamaðurinn Mason Zel- azny er enginn asni. Hann vissi sem var að fólk sem er að pukrast fram hjá mökum sínum mælir sér yfirleitt mót við ástvininn á veit- ingastöðum eða börum. En lág- vær eða hávær tónlist þessara staða og glasaglaumur, er ekki nógu skemmtilegt bakhljóð þegar fólk hringir heim og segist þurfa að vinna frameftir. Hann útbjó því sérstaka síma- klefa til að selja veitingastöðum á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem hann býr. Þeir eru svipaðir venjulegum símakiefum, nema hvað að auki er í þcim segul- bandstæki. Af því er hægt að velja margskonar hljóð til að leiíca á meðan símtaliö heim fer fram. Þannig getur þú kallað fram umferðarnið og sagst vera fastur í umferðaröngþveiti, óveðurshljóð og sagt að strætó- ferðir hafi fallið niður, hægt er að kalla fram hljóð sem heyrast gjarna á snyrtistofum og svo framvegis. Ef ýtt er á einn takk- ann berast meira að segja hljóð sem fylgja fangelsum. Þar er komið að kjarna máls- ins. Zelazny segir nefniiega að fleiri geti notað símakléfann en þeir sem elskast á laun. „Þetta er líka fyrir grínista“, segir hann, og bætir við að þá fyrst lærirðu hverjir eru þínir bestu vinir þegar þú hringir úr fangeisinu og biður um hjálp! Klefarnir renna út. Allir vildu Erró kveðið hafa íslenski myndlistamaðurinn Guðmundur Guðmundsson gengur undir alþjóðlega listamannsnafn- inu Erró sem kunnugt er. Fyrir skemmstu var haldin vegleg sýning á verkum hans í Norræna húsinu og var þá talað um að loksins væri Erró „kominn heim“. En í Frakklandi, þar sem Guð- mundur hefur lengst af verið bú- settur, er hinsvegar litið á Erró sem franskan listamann. Til marks um þetta er að þegar Miteirand Frakk- landsforseti fór í opinbera heim- sókn til Japans fyrir nokkru var send af því tilefni þangað sýning með verkum helstu fulltrúa franskrar nútímalistar, og hélt sú sýning áfram um Asíu. í tengslum við þessa sýningu var gefin út bók um þá sem þarna áttu verk. For- síðu bókarinnar prýddi einmitt mynd eftir Erró. Bleyjur prófaðar — en á hverjum? Könnun néytendasamtakanna á hamborgurum vakti nokkra at- hygli ogjafvel gleði þeirra sem best komu út úr könnuninni. Er haft fyrir satt að hamborgarasalan á þeim stöðum sem framleiddu bestu hamborgarana samkvæmt könn- uninni hafí aukist stórlega, til dæm- is á Svörtu pönnunni. Næsta verkefni Neytendasam- takanna af þessu tagi verður að gæðaprófa barnableyjur, innfluttar jafnt sem íslenskar. Ekki er fylli- lega ljóst hvernig stjórnarmenn samtakanna hyggjast standa að þeirri prófun, hvort þeir reyna bleyjurnar sjálfir eða hvort þeir fá yngstu borgara landsins í lið með sér, en víst er að niðurstöðurnar geta orðið forvitnilegar. Er ástæða til að þakka þessum samtökum sem alltof lengi hafa verið nánast óvirk í svona könnunum fyrir athafna- semina. Við erum ekki aldeiiis laus við stingandi skorkvikindi á íslandi. Þriðja vespu- eða geit- ungstegundin fannst í sumar og auk þess eru til þrjár stingandi býflugnategundir. Ný geitungstegund á islandi: „Stinga ekki nema þeir séu áreittir” Við höfum löngum hrósað happi yfir því að á Islandi væru engin mannskæð skordýr. En því miður höfum við rangt fyrir okkur. Hér hefur alla tíð verið ein býfíugnateg- und, og á undanförnum árum hafa bæst við tvær nýjar, auk tveggja vespu- eða geitungstegunda. Og öll eiga þessi skordýr það sameiginlegt að þau stinga. Þriðja geitungstegundin bættist svo í faunu landsins í sumar. Þrír starfsmenn Skógræktar ríkisins í Hvammi í Skorradal gengu af til- viljun fram á geitungabú hangandi í tré, fyrsta geitungabúið ofanjarð- ar sem fínnst á landinu. Áður höfðu fundist tvö bú neðanjarðar, bæði í Reykjavík. Skógræktarmennirnir gerðu Jóni Gunnari Ottóssyni skordýra- fræðingi á Rannsóknastöð Skóg- ræktarinnar að Mógilsá viðvart. Hann fór þegar á staðinn og tók búið með sér til baka. - Ég hélt að búið væri tómt og lagði það á skrifborðið mitt, en fljótlega tóku geitungarnir að skríða út, mér til mikillar ánægju. Það þýddi að ég gat gengið úr skugga um hverskonar geitungar þetta voru, segir Jón Gunnar við Helgarpóstinn og sýnir okkur þá völundarsmíð sem geitungabú er. í ljós kom, að þama var um að — segir Jón Gunnar Ottósson skor- dýrafræðingur og gleðst yfir þessum tilkomumiklu skepnum ræða Vespula norwegica, sams- konar geitunga og lifa allt frá Norður-Skandinavíu suður til Eng- lands. Þar sem þetta bú gekk svona vel í sumar má ætla, að þessi nýja geitungstegund hafi sest hér að líka. Þótt þetta sé eina búið af þessari gerð sem hefur fundist hér má bú- ast við því, að fleiri séu þar sem skilyrði eru fyrir þau, bæði í Skorradal og víðar á landinu. En hvernig geitungarnir hafa borist til landsins er erfitt að segja. Þó er líklegast að þeir hafi borist með trjáplöntum sem eru fluttar inn með rótum og í gámum, segir Jón Gunnar. Búið gera vespurnar þannig, að þær skrapa börk af trjám, tyggja hann og blanda með lími. Þannig búa þær til pappírskvoðu sem búið er gert úr. Belgur búsins er úr þykkum pappa en inni í því eru plötur, og neðan á hverri plötu tugir af litlum, sexstrendum hólf- um. í þessi hólf verpir drottningin eggjum og þar alast lirfurnar upp. Þær verða síðan að ófrjóum kven- dýrum, sem hjálpa til við að klára búið og sjá um að ala upp nýtt ung- viði. Búið sem fannst í Skorradaln- um er 20 sentimetrar í þvermál, og Jón Gunnar álítur að þar sé rúm fyrir allt að þúsund geitunga. - Er nokkur ástæða til að gleðjast yfir þessum nýja landnema - eru geitungar ekki bara til ama án þess að gera nokkurt gagn? - Það er vissulega gagn að þeim. Þeir éta fiðrildalirfur og önnur skordýr, auk þess sem þeir eru fal- legir fyrir þá sem hafa gaman af þessum tilkomumiklu skepnum. Og þótt þeir geti stungið gera þeir það ekki nema þeir séu áreittir. Á sumrin er mikið að gera hjá geitungunum. Þeir eru önnum kafnir við að draga að efni í búið og fæða ungviðið. En þegar haustar og allt starf er búið verða þeir svo- lítið ruglaðir og pirraðir og vita ekki hvað þeir eiga að gera af sér. Þá er hugsanlegt að þeir verði svo- lítið árásargjarnir verði þeir fyrir áreitni, segir Jón Gunnar Ottósson skordýrfræðingur að lokum. Svo er bara að bíða og sjá hvað næsta sumar ber í skauti sér og fara að öllu með gætni rekist menn á þennan nýja landnema í íslenskri náttúru - geitung eða vespu í bú- um, hangandi í trjágreinum. ÞG.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.