Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 2
Smygluð egg og Hótel Loftleiðir: Föstudagur 5. nóvember 1982 -tk'k L)Ssturinn. „Forkastanleg ummæli” — segir Emil Guðmundsson hótelstjóri ■ Dreg ekkert til baka, segir Gunnar Guð- bjartsson í grein um smygl á kjöti í síðasta Helgarpósti var m.a. haft samband við Gunnar Guðbjartsson, for- mann Stéttarsambands bænda, og hann inntur eftir því hvort bænda- samtökinyrðu mikið vör við smygl- varning. I svari hans kom fram að alltaf annað slagið heyrðu menn af slíku en hcfðu engar sannanir frek- ar en aðrir. „Ég veit til þess að í sumar voru flutt inn egg í vélum Flugleiða og ég hef nokkra vissu um að hluti þeirra fór inná Hótel Loft- leiðir. En þetta er alltaf grunur, ekki vissa“, sagði Gunnar enn- fremur. í framhaldi af þessum ummælum Gunnars Guðbjartssonar hafði Emil Guðmundsson, hótelstjóri á Loftleiðum, samband við Helgar- póstinn. „Mér finnst forkastanlegt að maður í þessari stöðu skuli geta látið útúr sér þessi ummæli“, sagði Emil. „Hér hefur aldrei verið boðið uppá erlend egg, ekki eitt einasta. Þvert á móti hefur þetta hús verið einn stærsti viðskiptavin- ur þeirra sem framleiða íslenska landbúnaðarvöru. Við höfum þannig eflt íslenskan landbúnað, og mér þykir það mjög ómaklegt að maður í forsvari bændasamtaka, opinber aðili, skuli segja svona lagað. Ég get því ekki annað en farið frammá að hann dragi þessi ummæli sín til baka“, sagði Emil. Þess skal getið að ísleifur Jóns- son, veitingastjóri á Loftleiðum, var ásamt yfirveitingamönnum öðrum spurður í umræddri grein hvort hann yrði eitthvað var við smyglvarning í sinni stöðu, og hann Tugir tonna af smygluðu . -í, - Hœttulegt Hrámetið - þx. óunrnð- kj« - kemur cinkum hingftð til Umh frí meginieAdi Hvi- ópu, en einnig fri Bandutkjtmuin. Það er aö tjílfsógóu flutt hingað (rosid. og vegna van- kvcðanna við að feU það kemur óhjákvcmi- lega fyrir að það þiðnar. Þegar bthð er að tvifrysu það hafa gaðin minnkað nokkuð. cada segja veitingamenn að þctta kjöt U Guójón Arngrfn sógn Páls A. Piliaonar. yfudýralcknis er til- IX ■ gangurmn U að torðasl sjúkdóma .Það eni I ^ flgQ mymórg ilrmi þrsa að alvailegir t|úkdóma- I • I laraUlrar fvlgja I kiólfar ullul smygluiVi k)<*■(i H um allan heim I sumar hertum við mjóg fl ■ eftulit, og (engum v>ð þvl góðar undutektir. H ■ vrgna gin og klaufaveikifaralduruns I Dan ^Sflp mórku. En það verður sjálfsagtjildrei hcgt SKa r‘l Sambúð gagnrýnenda og lista- / imanna virðist fara batnandi. í S vikunni kom út ný skáldsaga eftir Stefán Júlíusson rithöfund og heitir hún Átök og einstaklingar, með undirtitil Skáldsaga úr bæn- um. Þetta er fjölskyldusaga um pó- litík og persónuleg átök og gerist á síðustu áratugum. Fyrir tveimur árum kom út eftir Stefán skáld- sagan Stríðandi öfl og segir hún frá sömu persónum og nýja bókin. Um hana skrifaði þá Gunnlaugur Ást- geirsson, bókmenntagagnrýnandi Helgarpóstsins,umsögn hér í blað- ið. Fyrirsögn hennar var Átök og einstaklingar. Nafn nýju bókarinn- ar tekur Stefán Júlíusson semsagt úr fyrirsögn rítdóms um þá fyrri. Svona geta menn hjálpast að... '>11 Landhelgisgæsla íslands er f'i meira og minna lömuð um -^iþessar mundir og mun mikil óánægja innan Gæslunnar með hvernig mál hennar hafa snúist. Þykir hinn nýi forstjóri Gunnar Bergsteinsson ekki hafa haldið sínu í viðureign við fjárveitingavaldið og hlýða sparnaðarkröfum orða- laust með þeim árangri að skip Gæslunnar eru mest í höfn og flug- vélarnar fljúga ekki. Segja sumir innan Gæslunnar: enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, og eiga þá við Pétur Sigurðsson sjóðliðsforingja. Yfirflugstjóri Gæslunnar mun nú hafa sagt því starfi lausu vegna óánægju með ástandið... neitaði því alfarið. Gunnar Guðbjartsson kvaðst ekki mundu draga orð sín til baka, þegar Helgarpósturinn las fyrir hann ummæli Emils Guðmunds- sonar hótelstjóra. „Ég hef hérna bréf frá stjórnar- manni í Sambandi eggjafram- leiðenda sem hann sendi landbún- aðarráðherra og Framleiðsluráði landbúnaðarins 13. ágúst í sumar. í þessu bréfi hefur hann það m.a. eftir starfsfólki á Hótel Loft- leiðum, að þar hefðu verið á boð- stólum ný innflutt egg, að öllum líkindum frá Lúxembúrg. Auk nýrra eggja hefur ákveðin heildsala flutt inn eggjaduft, sem mun flokk- ast undir iðnvarning, en vafasamt er hvort það er rétt flokkun. Ég hef óskað eftir rannsóknum á þessu en ekki fengið niðurstöður enn. En það er hinsvegar forráða- manna Hótels Loftleiða að afsanna þau ummæli starfsfólks þar, að þar hafi verið á boðstólum ólöglega innflutt ný egg“, sagði Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttar- sambands bænda. Við þetta sagðist Emil Guð- mundsson hótelstjóri engu hafa að bæta öðru en því, að téð egg hafi verið flutt inn til að nota þau í flug- vélum Flugleiða, og það hafi verið gert með leyfi frá landbúnaðarráð- herra. „Eggin fóru aldrei út fyrir flug- völlinn og voru því ekki á borðum á Hótel Loftleiðum. Árum saman hefur hótelið keypt öll sín egg af sama framleiðandanum, Geir í Eskihlíð, og á því hefur engin breyting orðið“, sagði Emil Guð- mundsson. -GA/ÞG. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Minni bensín- eyðsla Meiri ending Betra grip í bleytu og hálku Örugg rásfesta í snjó Goodyear hefur framleitt hjólbarða síðan árið 1898 og er stærsti fram- leiðandi og tæknilega leiðandi á því sviði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt verið í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þegar sagt er að þú sért ÖRUGGURÁGOODYEAR. FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Tölvustýrð jafnvægisstilling

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.