Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 4
Föstudagur 5. nóvember 1982 . ^pSstUrÍDTL Misstu aleiguna þegar hænsnabúið á Straumi fór á hausinn Drap flúormengun frá álverinu þús- undir kjúklinga? Hjónin Guðmundur Jónasson og Ólöf Sigríður Sigurjónsdóttir eiga allt sitt undir því að vinna skaðabótamál gegn álverinu í Straumsvík, sem vaentanlega fellur á næstu vikum. í gær, fimmtudag, hófust á n ý rétt- arhöld í máli sem þau höfðuðu gegn álverinu vegna kjúklingadauða á bú- inu sem þau ráku á Straumi, nokkur hundruð metrum sunnan við verk- smiðjuna. „Svar mitt við því hvort þessar kröf- ur séu ósanngjarnar er einfalt já“, segir Ragnar S. Halldórsson forstjóri ísal við Helgarpóstinn. Málareksturinn hófst þegar á miðju ári 1977, þegar Guðmundur Jónas- son, sem þá hafði kjúklingabúið á leigu, varð að leggja reksturinn niður. Ástæðan var sú, að vanhöld höfðu orðið stöðugt meiri, og þegar yfir lauk drápust 54 kjúklingar af hverjum hundrað. Líklegt þótti, að flúormengun frá Álverinu hefði valdið dauða kjúkling- anna, og næstu þrjú árin fóru í sátta- umleitanir við forráðamenn ísal. Þeg- ar það þótti fullreynt var ákveðið að höfða mál. Tekjutap Guðmundar vegna lang- varandi vanhalda í kjúklingunum var metið 16,3 milljónir gamalla króna, þegar reksturinn var iagður niður. Þegar málið var höfðað árið 1980 var sú upphæð framreiknuð í 49 milljónir gkr. En þarna er fyrst og fremst um mannlegan harmleik að ræða. Guð- mundur og Ólöf sem eiga fjögur börn, misstu íbúð sína í Hafnarfirði vegna taprekstursins á búinu. Síðan hafa þau flækst milli leiguíbúða, misst húsnæði fimm sinnum á fimm árum, og unnið myrkranna á milli til að reyna að rétta við fjárhaginn. „Ég sé ekkert samhengi á milli flúors í loftinu og dauða þessara kjúklinga,“ segir forstjóri Isal við Helgarpóstinn. Það er einmitt þarna sem óvissan liggur; hvorki erlendum né inn- lendum vísindamönnum hefur tekist að færa fram óyggjandi rök fyrir því, að flúormengunin hafi raunverulega átt sök á dauða kjúklinganna. Þegar dæma átti í málinu í maí á þessu ári óskuðu tveir meðdómend- anna, læknarnir Þorvaldur Veigar Guðmundsson og Jóhann Axelsson, eftir fresti til að áfla nýrra gagna í málinu. Þau verða lögð fram í þeim réttarhöldum sem eru ný hafin. Á sama tíma og þessi frestur var veittur voru sett upp í álverinu í Straumsvík hreinsitæki til að hreinsa bæði loftið í kerskálunum og það sem fer út úr verksmiðjunni. Kostnaður- inn við það var 360 milljónir króna. . ' o ' ■■ ■■■■■>■ - í ; í rauninni er þarna um tvö sjálfstæð mál að ræða. Annars vegar er mál Guðmundar, hinsvegar þáverandi eiganda Straums, Sigur- jóns Ragnarssonar í Hressingarskálanum og Kristins Sveinssonar. 54% vanhöld Þeir ráku svínabú á Straumi en skiptu síðan yfir í kjúklingabú, og var Guðmundur bú- stjóri þar á árunum 1971-1973. Haustið 1976 tók hann síðan búið á leigu og keypti bústofn og annað sem til rekstrarins þurfti. Fljótlega tók að bera á vanhöldum í kjúkl- ingunúm, sem síðan jukust þar til afföllin voru orðin um 54% veturinn 1977. Þá var framleiðslan um 12000 kjúklingar á mánuði. Rekstrartap var eðlilega mikið á þessum búskap og fór svo að Guðmundur varð að selja íbúð þeirra hjóna í Hafnarfirði til að standa undir útgjöldunum. Um mitt ár 1977

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.