Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 18

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Page 18
18 „Lady sings the blues” Oh, brothers and sisters, l’m blue as can be because my jambalaya didn't taste as it should. Oh! brothers and sisters please weep for me... í þessum dúr blúsa ég núna, hreint niðurbrotin (blue), eftir fyrstu tilraunir mínar við að kokka á la Nouvelle Orleans f Reykjavík. Mér var nær. Hvernig gat mér fáráðri dottið í hug að til einhvers væri að stunda kreólska matar- gerð uppi á íslandi? Hvað stoðar okkur að þeir séu slyngir í kokkamennskunni suður við Mexíkóflóa, þegar nauðsynleg hráefni eru annað hvort ófáan- leg hér eða jafnvirði tösku úr krókódílaskinni? Ég hef komist að þeirri sárgrætilegu niðurstöðu, elsk- urnar mínar, að út í hött er að rekja hina marg- slungnu sögu kreólskrar matargerðarlistar. (Eg verð þó fyrir siðasakir að taka fram fyrir þá sem ekki vita að kreólar nefnast þeir Suðurríkjabúar sem eru af frönskum og/eða spönskum uppruna.) Hvað stoðar ykkur að vita eða upp að rifja að Frakkar og Spánverjar spreyttu sig hvorir fyrir sitt leyti á að stjóma Louisianafylki áður en það varð amerískt að nafninu til með The Louisiana Pur- chase 1803?Og að kreólsk matargerðarlist er eins konar fransk-spönsk matargerðarlist í æðra veldi? L.e. evrópsku innflytjendurnir lærðu náttúrlega heilmargt af indjánunum sem þeir versluðu við og negrunum sem þeir létu þræla fyrir sig á piantekrunum - og í eldhúsunum. Á ekki ósvipaðan hátt varð jazzinn til (nema við getum væntanlega látið indjána liggja milli hluta í þeim efnumj.Enda er túristaslagorðið í New Or- ieans: Cooking with jazz. Og í slögurum af ýmsum toga má heyra nöfn eins og jambalaya og gumbo. Ég reyndi semsé að elda jambalaya (sem er kre- ólsk útgáfa af spánska réttinum paella), með því að nota Goða-pyisu og krækling í stað staðbund- inna tegunda af reyktri pyisu og ostrur. Útkoman var hreint skelfileg, sama hvað ég sturtaði úr cay- ennapiparstauknum. Svo bauð mér háifpartinn við að „marínera“ svín í sjó... til að nota í baunaréttinn þrumusterka, „Red beans and rice“, (enda hef ég ailtaf verið háifgerður klaufi í meðhöndiun svína). En til marks um hversu jazzistar unna þessum rétti heitt má nefna að Louis heitinn Armstrong endaði ávallt bréf sín á kveðjunni „red beans and ricely yours L.A.“ New Orieans hefur löngum verið mikii nætur- lífsborg. Sukkaðir nátthrafnar svinga á milli jazz- búiíanna fram undir morgun og fá sér síðan nokkra augnaopnara, „eyc openers", margslungin hanastél, til að geta litið nýjan dag jafnhýru auga og þeir litu nýliðna nótt. Ég get ekki einu sinni komið með uppskrift að þeim, fyrir þá furðu- mörgu næturgöitrara sem hér eru miðað við fólks- fjöida, þjóðarbússtöðu og veðurfar, vegna þess að hér eru ekki á boðstólum tilheyrandi Hurricane- mix, Tequila og annað sem gæðir slíka drykki iífi. En fyrir þá sem vilja standa vörð um heilsu'sína og siðprýði get ég komið með tvær uppskriftir að ódýrum og einföldum suðurríkjamáisveröi, mafs- brauði og kartöflusúpu. Petta flokkast undir fá- tækramat eða „soul food“ á Suðurríkjamælikvarða - en erum við ekki hnípin þjóð á barmi gjaldþrots? - Ég er samt ferlega spæld yfir að flóknu réttirnir séu ilieidanlegir hér á þessum útyfiislegu slóðum. Oh, brothers and sisters we’ve got to spare some money so ieavc alone heavy food it makes you only feel so blue... Oh, sisters and brothers if deep in your heart is cold as ice eat good cornbread and soup it makes you feel warm and glad but not blue and sad! Maísbrauð að suðurrískum hætti Indjánar voru væntanlega fyrstir til að rækta maískorn og nýta það m.a. til brauðgerðar. - Maísmjöl fæst hér í náttúrulækningabúðum og í nokkrum kjörbúðum, s.s. SS við Háaleitisbraut (góður verslunarstjóri Jóhannes!) Ruglið því ekki saman við maisenamjölið, sem er hvítt og mjög fínmalað. Utan á pokunum á að standa maize meal eða cornflour. Maísmjöl er ólíkt hveiti að bragði og áferð, gefur góða tilbreytingu, og þessi brauðuppskrift er sáraeinföld og skotfljótleg. 3 dl. maísrnjöl l'/j dl hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 2egg 3 dl mjólk 6 msk smjör eða matarolía, s.s. soja- eða kornolía 1. Setjið ofninn á 200 gr. C, 2. Blandið saman maísmjöli, hveiti, salti og lyfti dufti. Leytið eggin með gaffli^hrærið mjólkinni saman við,hellið blöndunni út í þurrefnin og sam- iagið vel með sleif. 3. Pegar ofninn er orðinn heitur, setjið þið feitina í steypujárnspönnu, eldfast leirmót eða kringlótt, grunnt kökuform, u.þ.b. 25cm breitt, og skellið í ofninn. Þegar feitin er orðin heit, takið þið formið út úr ofninum og smyrjið brúnina að innan, en hrærið því sem eftir er feitinnar saman við deigið. 4. Setjið nú deigið í formið og bakið í 20-25 mín. eða þar til brauðið er orðið guibrúnt. Brauðið nægir handa 6-8 með mat, s.s. súpunni sem hér fer á eftir. Soul-kartöflusúpa Þessi súpa er vel við hæfi í íslenskum hráslaga - sudda, mettandi og krydduð (eftir þolrifjum neytenda) með cayenna-pipar, sem er mikið not- aður í Mið- og Suður-Ameríku. Uppskriftin er handa u.þ.b. fjórum. 1 dl snyör 1 dl smátt saxuður iaukur 5 miðlungsstórar kartöflur, afhýddar og skornar í fjórðuparta 3 dl vatn 2 tsk salt 4 dl heit mjólk 1 dl köld mjólk 1 eggjarauða Ögn af caycnnapipar i mesta lagi 1 kryddmál 2 msk söxuð ný steinselja (eða 1 msk af þurrkaðri) 1. Bræðið smjörið í þykkbotna súpupotti við vægan hita. Steikið saxaða iaukinn upp úr því þar til hann er orðinn meyr. 2. Setjið vatn, salt og kartöflur út í pottinn og lok yfir og sjóðið þar til kartöflumar eru tilbúnar. - Ef þið notið þurrkaða steinselju, sjóðið hana þá líka með. 3. Takið kartöflurnar upp úr soðinu og merjið þær í gegnum sigti, setjið maukið svo út í soðið. 4. Hitið 4 dl af mjólk og hrærið út í súpuna. 5. Þeytið eggjarauðuna og hrærið henni saman við 1 dl af kaldri mjólk og hrærið blöndunni hægt saman við heita súpuna. Kryddið með ögn af cayennapipar. - Bragðið ykkur áfram, varist að hella of miklu af pipar út í í einu. 6. Hitið súpuna upp að suðumarki, en gætið þess að hún sjóði ekki. Stráið saxaðri steinseljunni yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram, þe. ef þið notið nýja steinselju. Lady sings the blues Nú hef ég gengið á undan með góðu fordæmi og blúsað um sorgir hvunndagsins. Fetið nú í fótspor mín og úthellið bú- og/eða hjartasorgum ykkar ofan í pottana (ef áheyrendur skortir) í texta og tónum. Það sefar... Af gefnu búsorgatilefni slæ ég botninn í þennan pistil með smátilbrigði við texta eftir Billie Holliday: Lady sings the blues she tells she’s sad nothíng to hide she wants the world to know what her blues is all about blucs is nothing but pain in your heart when your sauce has got burned too badly blucs is nothing but pain in your heart when you’re loving someone too madly I’m gonna sit down and cry but I know I won’t die ’causc I’II rise like a dough to be baked strong in sorrows’ oven. Föstudagur 5. nóvember 1982 -Pi nnn AÐ TAPA UPP- LÖGDU SPILI Einu sinni varð ég vitni að því hvernig spilamaður rembdist við að ná í níunda slaginn í grandi, þótt hann Iægi allaf fyrir framan hann. Spilin voru þannig: S K-8-6-4 H 7-6-2 T k-9-6 L D. 5. 3. S D-G S 10-9-7-2 H K-G-8-3 H 10-9-5 T D-G-10-8-7 T 4-2 L G-4 L 10-9-8-6 S Á-5-3 H Á-D4 T Á-5-3 L Á-K-7-2 taka. Síðan tók spilarinn ás og kóng í spaða, en því miður áttu andstæðingarnir þá. Nú var laufið reynt, en það sat tveir- fjórir, svo ekki gekk það. Þá var hjartasvínan einasta vonin, en hún brást líka og þá kom vestur með tvo hátígla svo þá hrundu allar borgir suðurs og allt fór í rusl. En suður hélt ekki nógu vel á spilum sínum. Þegar hann kemst inn á tígulás í fyrsta spili, þá spilar hann litlum spaða og gefur vestur á gosann. Vestur heldur áfram með tígul, sem kóngurinn í borð- inu tekur. Tekur síðan ás og kóng í spaða og sér þá hvernig hann liggur. Nú tekur hann þrjá hæstu í Spil eftir Friðrik Dungal Vestur spilaði tíguldrottningu sem tekin var á ás suðurs. Suður sá að hann átti örugga átta slagi, þ.e. þrjá í laufi, tvo í spaða, tvo tígla og einníhjarta.Það var veik von að níundi slagurinn fengist á spaða eða lauf ef að annarhvor liturinn var skiptur 3-3 hjá and- stæðingnum. Þess utan gat hjartasvínan heppnast.Suður ákvað að gera sitt besta og spilaði því spaðaþristi. Vestur lét gosann og fékk að halda honum og þar fauk vinningurinn. Vestur hélt áfram með tígultvist og fékk líka að halda honum. Og nú voru vinningsvonirnar brostnar. Vest- ur hélt áfram með tígul og nú varð kóngurinn í borðinu að laufi og sér þá að austur á lauf- fyrirstöðu. Nú má austur ekki reyna hjartasvínuna. Hann spilar einfaldlega tígulníunni. Það eru aðeins tveir tíglar úti og and- stæðingarnir hafa fengið einn spaðaslag. Vestur má því fá sína þrjá tígla og verður svo að spila frá hjaranu upp í gaffalinn hjá suðri og þarmeð er spilið unnið. Hefði vestur átt tígla og vantað tíuna, sem er fremur ósennilegt, þá hefði austur komist inn þegar níunni er spilað. Austur gat þá tekið fjórða spaðann og fjórða iaufið en þvingast þá til að spila hjarta. Suður á þá ennþá mögu- leikann að svína hjartanu. Skákþrautir helgarinnar Samúel Loyd A 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Mát i' 2. leik Samúel Loyd B abcdefgh Mát i' 3. leik Framh. á bls. 23.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.