Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.11.1982, Blaðsíða 23
fe/gar ícrfr /r/nnFöstudagur 5. nóvember 1982 23 Reykjavík er nú orðin samstaða allra „arma” um hver skipi fjórða sætið. Það er Ágúst Einarsson, gjaldkeri flokksins sem áður var í framboði á Suðurlandi og er óum- deildur maður innan hans.... Fangelsisyfirvöld standa /) frammi fyrir óvenjulegum vanda þessa dagana. Tveir fangar af Kvíabryggju í Grundar firði, sem afplána dóma fyrir fíkni- efnamisferli, sitja nú á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg í Reykjavík á meðan reynt er að komast að niðurstöðu um hvað þeir eiga að borða, hvern- ig og hvar. Fangarnir eru báðir gefnir fyrir náttúrulegt fæði (jurta- fæði) og höfðu fengið það framreitt sérstaklega á Kvíabryggju. En svo mun forráðamönnum vestra þótt kröfur fanganna ganga út í öfgar og til einhverra árekstra kom. Oskaði forstöðumaður fangelsisins eftir því á endanum, að fangarnir yrðu færðir í annað fangelsi. Þeir voru fluttir til Reykjavíkur og 'látnir gista í Hegningarhúsinu eina nótt, eða þar til hægt væri að taka á móti þeim á Litla Hrauni. En þegar for- stöðumaður þar heyrði hvernig í pottinn var búið sagðist hann ekki geta tekið við þeim - ef þeir hefðu ekki getað uppfyllt kröfur piltanna á Kvíabryggju þá væri það ennþá síður hægt á Litla-Hrauni. Og þar við sat síðdegis í gær... PT'lStöðugt fleiri menn og konur f' Jgefa nú yfirlýsingu um að þau ætli að vera með í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Ber þar mest á lögfræðingum og ýmsum stofnana mönnum. Þykir sumum flokks- mönnum orðiö nóg um og sakna þess að sjá enga fulltrúa einka- j framtaksins, sem svo er nefnt. Því heyrum við, að talsverður hópur einkaframtaksmanna leggi nú hart að Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni, pylsusala með meiru, að gefa kost á sér í prófkjörið. Ásgeir mun enga ákvörðun hafa tekið um það enn og er sagður eins og véfrétt... ^FlSagt er að Steingrímur Her- f' 1 mannsson sjávarútvegsráð- herra hafi lesið hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi pistilinn og ekk- ert skafið af á fundi, sem hann hélt með um fjörtíu slíkum í vikunni. Það hefur nefnilega færst mjög í vöxt á undanförnum vikum og mánuðum, að útflutningsvörur á borð við saltfisk og skreið hafi fengið harða gagnrýni frá kaupendum erlendis. Miklu fleiri kvartanir hafi borist en frá hefur verið sagt í fjölmiðlum til þessa. Munu menn hafa setið þegjanda- legir undir lestri ráðherrans en síð- an viðurkennt yfirsjónir sínar og ákveðið að taka höndum saman um að efla mjög allt gæðaeftirlit og auka fræðslustarfsemi á þessu sviði. Hefur verið ráðinn sérstakur maður, Jóhann Briem, fyrrv. út- gefandi hjá Frjálsu framtaki, til að stjórna kynningarstarfinu... pr'Á Veitingarekstur í landinu hef- / Á ur átt í nokkrum kröggum S* undanfarið - eða aukinni samkeppni. Þetta hefur haft í för með sér breytingar á rekstri nokk- urra veitingahúsa - einkum { þá átt, að utanaðkomandi menn hafa tekið að sér veitingareksturinn og eldhús staðanna. Þannig hafa þeir Wilhelm Wessmann og Fancois Fons tekið að sér veitingarekstur á Hótel Sögu, Ólafur Reynisson (fyrrum veitingamaður á Hlíðar- enda) hefur tekið að sér rekstur eldhússins í Broadway fyrir eigin reikning og á Hótel Borg hafa tekið við veitingarekstrinum þeir Jó- hannes Lárusson, fyrrum yfirkokk- ur á Borginni, og Kristinn Kjart- ansson, fyrrum yfirkokkur á Naust- ^jÁtökin innan Alþýðuleikhúss- / iins, sein við sögðum frá fyrir '^'nokkrum vikum, hafa enn ekki verið til lykta leidd. í vikunni var haldinn allsherjarfundur leikhússins þar sem taka átti af- stöðu til væntanlegra félagslaga þess, en um það er deilt annars veg- ar hvort þar skuli gert ráð fyrir því að úrslitavald í málefnum leikhúss- ins verði í höndum leikhúsráðs og hins vegar hvort þetta vald skuli vera í höndum allsherjarfundar. Skiptist leikhúsið í tvær fylkingar í þessu efni. Á fundinum í vikunni var ákveðið að gera úrslitatilraun til að ná samstöðu um málið og hefur verið sett á laggirnar nefnd með fulltrúum leikhúsráðs annars vegar og „andspyrnuhreyfingar- innar” hins vegar til að reyna að samræma þessi sjónarmið. Niður- stöður hennar verða svo lagðar fyrir annan allsherjarfund eftir hálfan mánuð... Enn á eftir að ráða forstjóra f'J Sjúkrasamlags Reykjavíkur. •S Meirihlutistjórnarsamlagsins mun hins vegar fylgjandi því að settur forstjóri, Steinunn Lárus- dóttir, fái stöðuna... **A Ekki blæs sérstaklega byrlega / J hjá stóru flugfélögunum okk- S ar. Heimildir í flugmála- heiminum herma að rekstur Flug- leiða stefni rétt í að standa í járnum þetta árið og að tap Arnarflugs á fyrstu átta mánuðum ársins nemi allt að 500 þúsund dollurum... Islenskar kvikmyndir gera }~ J víðreist þessar vikurnar. Út- y laginn er ekki aðeins á dag- skrá kvikmyndahátíðarinnar í London heldur er hann nú þessa dagana sýndur á Norrænum kvik- myndadögum í Lúbeck í Þýska- landi ásamt Jóni Oddi og Jóni Bjarna ... *ír'l Söfnun Krabbameinsfélags f' Jíslands s.l. laugardag þótti ^ heppnast með afbrigðum vel, enda undirbúningur og áróður fyrir söfnuninni sérstaklega vandaður og markviss. Eins og alltaf áður voru framtög þó mjög mismunandi eftir lands- og byggðarlögum. Vakti athygli að hlutfallslega safn- aðist langminnst í Reykjaneskjör- dæmi. Þótt ekki hafi verið fjallað mikið um það hvar þátttakan í söfnuninni var minnst, hefur kvis- ast að það hafi verið í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, en í þessum byggðarlögum býr tekjuhæsta fólk landsins, ef marka má opinberar skýrslur.... Nýjungarnar komafrá „ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP". „ÍSGRIP" hefur þá eiginleika aö harðna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ÍSGRIP“ dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggiö í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Útsölustaðir um land allt. BRIDQE STONE á íslandi BILABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Nokkrar þrengingar eru með- f X al sjálfstæðismanna á Suður- ^ landi vegna komandi próf- kjörs í kjördæminu. Kosin hefur verið kjörnefnd sem á að hafa um- sjón með því, en þar eru menn ekki á eitt sáttir um hvernig staðið skuli að prófkjörinu. Talið er nauðsyn- Iegt að skipta sætum á listanum eft- ir svæðum í kjördæminu, og láta Rangárvallasýslu, eða réttara sagt Eggert Haukdal hafa efsta sæti list- ans. En þar með er einnig komið að þeim vandræðum hvort Vest- mannaeyjar eða Árnessýsla fái annað sætið, og telja margir útilok- að að ganga fram hjá Eyjamönnum íþað sæti eftirglæsilegan kosninga- sigur Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum í vor. Árnesingar munu hins vegar ekki vera á því að gefa eftir 1. eða 2. sætið á listanum og því virðist sem sama sjálfheldan sé að koma upp í kjördæminu og fyrirsíðustu Alþingiskosningar. Þá er talið möguleiki að efna til próf- kjörs í öllu kjördæminu, og hafa hliðsjón af því við skipan listans, en eftir sem áður myndu þó svæða- sjónarmiðin ráða miklu við endan- lega uppstillingu. Margir eru kall- aðir í kjördæminu, en ef almennt prófkjör yrði er hætt við því að hlutur Eggerts Haukdals yrði ekki það stór að hann þætti sjálfkjörinn í efsta sæti listans. Hér munu áhrif lngólfs Jónssonar á Hellu vega þungt og þá Eggert í hag...... í kjördæminu telja menn ólík- / Jlegt að Þorsteinn Pálsson S muni fara fram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hann verði frekar í slagnum í Reykjavík. Um sæti Steinþórs Gestssonar á Hæli munu trúlega keppa Óli Þ. Guðbjartsson, forseti bæjarstjórnar á Selfossi, Jón Þorgilsson á Hellu, og Jakob Hafstein, lögfræðingur á Selfossi, og er Óli talinn sigurstranglegast- ur. Guðmundur Karlsson Vest- mannaeyjaþingmaður mun ekki standa vel að vígi gagnvart sókn Árna Johnsen inná þing. Um fram- boðsmál annarra flokka í kjör- dæminu er það að segja, að Garðar Sigurðsson hjá Alþýðubandalag- inu er ekki sagður þurfa að óttast mjög atlögu Baldurs Óskarssonar að hans sæti. Hjá krötum er Magn- ús H. Magnússon nokkuð öruggur og lygn sjór er hjá Framsóknar- flokknum í kjördæminu... rr\ Félag íslenskra bifrciða- f' Jeigenda hóf s.l. vor rekstur ,/ferðaskrifstofu. Ekki mun sá rekstur hafa svarað kostnaði og tekur stjórn F.Í.B. afstöðu til þess á fundi nú í vikulokin að loka þess- ari ferðaskrifstofu... 'íT\ Magnús Hreggviðsson sem Y I tók við rekstri útgáfufyrirtæk- J isins Frjálst framtak af Jó- hanni Briem mun enn ekki farinn að mala gull, sem ekki er von. Eitthvaðeruinnri rekstrarmál fyrir- tækisins í deiglu, og mun prent- vinnslustjórinn Ingvar Hallsteins- son hafa sagt upp störfum nú í vik- unni... 'tV ) Skemmtanaþörf íslendinga er f / annáluð og tekur einatt á sig sérstæðar myndir. Til marks um þetta er Vestfirðingahátíð sem Hótel Loftleiðir gangast fyrir nú um helgina. Auk Vestfirðinga sem búsettir eru hér syðra er von á hvorki meira né minna en 200 manns vestan af fjörðum gagngert til að skemmta sér hér um helgina... | Ákvörðun Björns Dagbjarts- f /sonar að gefa kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Þeir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal töldu að vandræði sín væru yfir- staðin eftir að Jón G. Sólnes náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar og fékk þar með þá pólitísku uppreisn sem hann sóttist eftir. Nú er hins vegar víst að Björn Dagbjartsson mun ógna þeim verulega og þá sér- staklega Halldóri. Mun Sólnes- armurinn á Akureyri vera mjög hlynntur framboði Björns og er þar um stóran hóp fólks að ræða. Þá mun Björn einnig eiga mikið fylgi í Þingeyjarsýslum, en þaðan er hann ættaður og upprunninn. Heyrst hefur að því sé beitt gegn Birni fyrir norðan um þessar mundir að hann sé stjórnarsinni og hálfgerður krati, en Björn var sem kunnugt er aðstoðarmaður Kjartans Jóhanns- sonar sjávarútvegsráðherra um tíma. Björn mun hins vegar vera einn þeirra sjálfstæðismanna sem leitt hafa deilur í flokknum að mestu hjá sér, en mun þó fremur vera stjórnarandstæðingur en hitt.... Skák Lausnir uauauii A. 1. Da8 og mdt i næsta leik D i l/Ln ir J « « ^ a-.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.