Helgarpósturinn - 20.10.1983, Page 6

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Page 6
6 „Friðarhreyfing samtímans er tímanna tákn“, segir séra Gunnar Kristjánsson í kjall- aragrein sem birtist fyrir nokkrum dögum.' Fregnir utan úr heimi og umræður hér heima sýna og sanna þessi orð prestsins, og þær gera meira en það, þær sýna að kirkjunnar menn eru komnir fremst í flokk þeirra sem ræða um friðarmál. Á ráðstefnu Lífs og lands sl. laug- ardag beindist athygli fundarfólks ekki síst að fulltrúa kirkjunnar, Gunnlaugi Stefánssyni. Hann talaði máli réttlætis i heiminum, nýrrar efnahagsskipunar og gegn því þögla stríði sem geisar um mikinn hluta heims, þar sem millj- ónir manna verða hungri og sjúkdómum að bráð, meðan hinn tæknivæddi heimur eyðir milljörðum á milljarða ofan í vígbúnað. Á kirkjuþingi því sem lauk nú í vikunni varð mikil og heit umræða um friðarmál. Allt vek- ur þetta þær spurningar hvort íslenska þjóð- kirkjan sé farin að skipta sér um of af hápóli- tísku máli eða hvort hún sé að fylgja þeim boðskap um frið á jörðu sem henni ber. Kirkjuþingið fjallaði um mörg og merkileg mál, svo sem ný lög um starfsmenn kirkjunn- ar, fátækt sumra safnaða sem ekki hafa bol- magn til að halda kirkjum við, menntun leik- Kirkjan og friðurinn manna, myndefni kirkjunnar sem gefið er út á t.d. póstkortum án þess að kirkjur njóti góðs af, ályktanir um myndbönd, umferðar- mál, og áskorun til sjómanna um að taka höndum saman gegn eiturlyfjasmygli og fleira mætti telja. Tillögur um friðarmál vöktu þó hvað mesta athygli. Það var séra Lárus Guðmundsson prófast- ur í Holti í Önundarfirði sem lagði fram þrjár tillögur er allar varða friðarmál. Lárus sagði i samtali við Helgarpóstinn að tillögur sínar hefðu grundvallast á þeim ályktunum sem gerðar voru á heimsþingi kirkjunnar í Upp- sölum í vor og á þeim hugmyndum sem komu fram á þingi Alkirkjuráðsins í Vancouver nú í sumar. í þeim kom fram eindreginn vilji um að kjarnorkuvopnum verði útrýmt, að kirkj- an beini friðarstarfi sínu meira að almenningi, áskorun á ríkisstjórnina um að taka upp bar- áttu gegn kjarnorkuvopnum, friðlýsingu Atl- antshafsins og kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Einnig benti hann á að til þess að víg- búnaðarkapphlaupinu linnti yrði að taka upp nýja efnahagsskipan í heiminum og beina þeim peningum sem fara í vígbúnað til þeirra sem bágstaddir eru. „Ég tók undir þau orð Al- kirkjuráðsins að kjarnorkuvopnin séu glæpur gegn mannkyninu og ég vildi að kirkjan fagn- aði tilkomu friðarhrey finga hér á landi“, sagði séra Lárus. Þessar tillögur kölluðu á sterk viðbrögð bæði presta og leikmanna. Um það sagði séra Lárus: „Kirkjuþing endurspeglar þjóðfélagið í heild. Við vitum að friðarmálin eru ágrein- ingsmál og þess vegna eðlilegt að skiptar skoðanir skyldu koma upp á þessu þingi. Á sínum tíma tók prestastefnan á Hólum ein- róma afstöðu í friðarmálunum og lagði t.d. "að furðulega við innrás Bandaríkjahers í dvergrikið Grenada er hún skyldi ekki ganga greiðar en raun varð á. Áður en yfir lauk varð að kalla til liðsauka úr mestu úrvalssveit hers- ins, 82. fallhlífahersveitinni, og innrásarliðið varð fyrir tilfinnanlegu tjóni á mönnum og þyrlum. Eitthvað hefur farið úrskeiðis á áætl- anagerð í landvarnaráðuneytinu í Washingt- on, þegar undirbúin var atlagan að 345 fer- kílómetra eyju, þar sem herinn var uppgefinn eftir að halda 115.000 íbúum í stofufangelsi dögum saman. Nú tekur við sýnu erfiðara pólitískt úr- lausnarefni, að setja á laggirnar á Grenada einhverja stjórnarstefnu, og að lægja öldurn- ar sem risið hafa á alþjóðavettvangi í kjölfar innrásarinnar. Fyrir utan eyríkin sex á Karíba- hafi, sem til samans lögðu til 300 hermenn og Kúrekaleikarinn kemur upp í Bandaríkjaforseta lögregluþjóna til að fylgja eftir bandarísku landgöngusveitunum á Grenada, er leitun á ríkisstjórn sem mælir aðgerðum Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta bót. Áfellisdómar kveða við frá þýðingarmestu bandamönnum Bandaríkjanna. Ljóst er að valdarán hersins var átylla en ekki ástæða fyrir innrás Bandaríkjahers í Grenada. Aftaka Maurice Bishops forsætis- ráðherra, þriggja annarra ráðherra, tveggja verkalýðsleiðtoga og tylftar stuðningsmanna þeirra er sama eðlis og morðin sem dauða- sveitir herforingjanna i E1 Salvador og Guate- mala fremja látlaust í skjóli núverandi stjórn- ar í Washington. Þar við bætist að kominn er upp kvittur um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi átt þátt i að koma af stað ringulreið- inni sem var undanfari manndrápanna í St. George’s, höfuðborg Grenada. INÆaurice Bishop hefur stjórnað Grenada í rúm fjögur ár' við töluverða lýðhylli. Upp á síðkastið gerði hann sig líklegan til að lina tök byltingarflokks síns á landsstjórninni. Svig- rúm einkaframtaks í atvinnulífi var aukið, nefnd skipuð til að undirbúa nýja stjórnar- skrá og fyrirheit gefið um þingkosningar. Risu þá upp harðlínumenn undir forustu Bernards Coards varaforsætisráðherra og hr.epptu Bishop í stofufangelsi. Eftir nokkurra daga viðsjár tókst mann- fjölda að leysa Bishop úr haldi, en þá kom herinn til skjalanna, skaut á fólkið og tók for- sætisráðherrann og helstu stuðningsmenn hans af lífi. Hudson Austin yfirhershöfðingi lýsti yfir herstjórn og útgöngubanni. Var hverjum óbreyttum borgara sem vogaði sér leyfislaust út úr húsi hótað tafarlausu lífláti. Þeir sem halda því fram að CIA hafi átt Fimmtudagur 27. október 1983 irinrt mikla áherslu á uppeldi til friðar. Kirkjur um allan heim hafa tekið afstöðu með friðar- hreyfingum og ég tel að það eigi íslenska þjóð- kirkjan að gera. Þetta voru þarfar umræður á kirkjuþinginu og ég held að flestir sem á þær hlýddu hafi verið mun fróðari en áður. Þegar á allt er litið komst merkilega mikið úr mínum tillögum inn í lokaályktun kirkjuþings". Séra Þorbergur Kristjánsson prestur í Kópa- vogi var á öndverðum meiði við Lárus. Hann sagði að þessar þrjár tillögur sem komu fram hefðu átt það sameiginlegt að fjalla um álita- mál. Séra Þorbergur sagði að friðarmálin væru flóknari en svo að hægt væri að kryfja þau til mergjar á einu þingi. Hann sagðist hafa það við tillögurnar að athuga að í fyrsta lagi væru kirkjur heimsins langt frá því ein- huga í afstöðu sinni til friðarhreyfinga. Það hefði komið fram djúpur ágreiningur bæði í Uppsölum og í Vancouver. „Sú spurning vaknar hvort þær friðarhreyfingar sem aðeins geta komið athugasemdum á framfæri við annað stórveldanna séu ekki vafasamar. Ég vil taka það skýrt fram að auðvitað vil ég frið fyrir kirkjunnar fólk og alla menn, en ég ótt- ast að viðsjárverðustu öfl veraldarinnar not- færi sér friðarþrá fólks, hugmyndum sínum til framdráttar. Ég taldi tillögurnar vafasamar vegna þess að þær lýstu stuðningi við friðar- hreyfingar almennt, þær innihéldu herfræði- legar tillögur og stuðning við friðarhreyfingar á íslandi tilteknar af handahófi'. Ég tel það vera utan verksviðs kirkjuþings að fjalla um slík mál. Kirkjuþing á að vera umsagnaraðili um lög sem varða kirkjuna, innri mál hennar og annað sem hjálpar kirkjunni að reka sín er- indi. Ég tel það út i hött að kirkjan sé stöðugt að lýsa yfir stuðningi við friðarbaráttu, boð- skapur hennar gengur út á frið. Kirkjan vill efla réttlæti, frelsi og frið á jörð og styðja alla raunhæfa viðleitni til gagnkvæmrar afvopn- unar stórveldanna“. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup sagði að eins og vænta mætti hefðu prestar mismun- andi skoðanir á friðarmálum og hvernig ætti að standa að þeim. Á kirkjuþinginu var farin sáttaleið, rnálinu var vísað til nefndar sem samdi nýja tillögu sem síðan var samþykkt einróma. 11% 81% 11 i VFIRSVINI þátt í að hrinda þessari atburðarás af stað, benda á hliðstæðu við Chile, þar sem banda- ríska leyniþjónustan notaði öfgahópa til vinstri til að grafa undan stjórn Allende. Valdarán hersins á Grenada eitt sér, hvernig svo sem það var til komið, skaut stjórnum annarra eyríkja á Karíbahafi skelk i bringu. Fyrir þær var það hættulegt fordæmi. Fyrr- verandi breskar nýlendur hafa með sér Ríkja- samtök Austur-Karíbahafs. Á fundi þeirra í síðustu viku var valdaránið einróma fordæmt, en ríkin voru ósammála um hvort efna skyldi til aðgerða gegn herforingjaklíku Austins. Þar með var tækifærið komið fyrir Reagan Bandaríkjaforseta, sem greinilega var við því búinn að láta Bandaríkjaher skerast í leikinn. Tilgangurinn með innrásinni er tvíþættur. Annars vegar vill Reagan storka og ógna stjórnum Kúbu og Nicaragua. Hins vegar er aðgerð af þessu tagi til þess fallin að friða hægri menn í Repúblikanaflokknum, sem eru óánægðir með að forsetinn tók McFarland fram yfir Kirkpatrick, aðalfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, þegar hann valdi sér nýjan ráðgjafa í öryggismálum. Ronald Reagan er frumstæður heimsvalda- sinni, sem telur sjálfsagt að Bandaríkin ráði því sem þeim sýnist í smáríkjunum nærri sér. Fyrirmyndir hans eru forsetarnir sem fyrr á öldinni létu landgöngulið flotans eða CIA skipa málum og ríkisstjórnum í Nicaragua og Guatemala, á Kúbu og Haiti, með þeim af- leiðingum sem við öllum blasa í dag og tví- mælalaust hafa skaðað raunverulega hags- muni Bandaríkjanna. Þar við bætist að nú er innrásin gerð í breskt samveldisland að bresku stjórninni for- spurðri, og má túlka hana sem freklega móðg- un við bresku krúnuna. Þingheimur íhalds- flokksins á breska þinginu æmti hvorki né skræmti til stuðnings flokksbróður sínum, þegar stjórnarandstæðingar hrópuðu Howe utanríkisráðherra niður fyrir að taka linlega á athæfi Bandaríkjaforseta. Um deilurnar sagði biskupinn: „Kirkjan vill boða frið, en þær raddir eru til að kirkjan sé að fara út fyrir sitt verksvið. Það er alltaf hætta á því að pólitísk sjónarmið læðist inn vegna þess hve pólitíkin er ofarlega í hugum okkar. Það er þó almennt sjónarmið að kirkj- unnar fólki beri að vinna að friði; um það vitnar ályktun kirkjuþings, þar sem skorað er á íslendinga og allar þjóðir að vinna að friði í heiminum, stöðvun vígbúnaðarkapphlaups- ins og útrýmingu kjarnorkuvígbúnaðar. Það er eðlilegt að tortryggni í garð friðarhreyfinga komi fram þegar heiminum er skipt þannig að í helmingi hans geta menn tjáð sig en í hinum helmingnum er það bannað. Það er mín skoð- un að eitt mikilvægasta atriðið til að vinna að friði í heiminum sé að brjóta niður járntjaldið milli austurs og vesturs og þar hefur kirkjan meiri möguleika en flestir aðrir". Pétúr sagðist einnig vilja minna á að Al- kirkjuráðið hefði sagt í sinni samþykkt að hvorki kommúnisminn né kapitalisminn gætu leyst vandamál heimsins, það sæjum við á því hvernig heimurinn liti út í dag. „Það sem get- ur bjargað er kristindómurinn sem byggir á því að guði sé allt mögulegt, en þá verður hann líka að komast að með sín boðorð. Þess vegna vil ég af öllum mætti vera boðberi þess friðar- anda“, sagði biskup að lokum. Pólitík eða ekki pólitík, allir eru sammála um að sinna friðarumræðunni á einhvern hátt. En hvernig og hve langt á að ganga, um það er deilt meðal kirkjunnar manna sem annarra. Ánægjulegt lífsmark kallar séra Jakob Hjálmarsson prestur á ísafirði friðar- - umræðuna og hann segir: „Umræða um hvernig frið megi stofna meðal þjóða, hindra átök og eyða tortryggni hópa og samfélaga á milli er ekki aðeins sjálfsögð, heldur lífsnauð- syn á þessum skuggalegu timum. Sérhver maður þarf að vera sér meðvitandi um skyldu sína til að vinna að friði og sáttagjörð milli stríðandi manna“. (Mbl. 26. okt.). Umræðan geisar hér sem annars staðar, göngur eru farn- ar og fundir haldnir, til að krefjast friðar og afvopnunar en á meðan halda stórveldin á- fram á sinni braut og vilja planta eldflaugum bæði austan sem vestan járntjaldsins sem biskupinn vill brjóta niður. IVtestu varðar þó að Reagan hefur með ævintýramennsku sinni gefið Sovétríkjunum vopn í hendur. Rökstuðningur hans fyrir inn- rásinni í Grenada er nákvæm hliðstæða þess sem Bresnéff setti fram fyrir innrás sinni í Afghanistan. Þá eins og nú þóttist innrásar- aðilinn vera að vernda öryggi borgara stór- veldisins og binda enda á ógnarstjórn. Full- veldi ríkja og sjálfsákvörðunarréttur þjóða er látið lönd og leið, þegar stjórn stórveldisins býður svo við að horfa. Þetta er ástæðan til að fordæming á athæfi Bandaríkjastjórnar gagnvart Grenada er jafn afdráttarlaus og útbreidd og raun ber vitni meðal nánustu bandamanna Bandaríkjanna. Þar eru fremstar í flokki stjórnir beggja þeirra ríkja sem landamæri eiga að Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Sama sinnis eru Frakk- land og Vestur-Þýskaland. Dennis Healey, talsmaður breska Verka- mannaflokksins í utanríkismálum, kom að kjarna málsins í ræðu sinni á breska þinginu i fyrradag. Hann Iét svo um mælt, að Banda- ríkjastjórn hefði snúið baki við samráði og samstarfi við bandamenn sína og í staðinn af- ráðið að fara sínu fram upp á eigin spýtur hvar á hnettinum sem henni byði við að horfa. Slík afstaða teflir heimsfriði í aukna hættu, sagði Healey. ar að auki er komið á daginn að lögreglu- aðgerðir af því tagi sem Reagan efndi til á Grenada eru ekki eins auðvelt og einfalt mál og hann og ráðunautar hans töldu. Nokkur hundruð Kúbumenn við flugvallargerð, sem stjórn Bishops hafði látið í té léttan riffil og 300 skot hverjum, vörðust bandarísku úrvals- liði búnu fallbyssuþyrlum dögum saman, og her Grenada gerði hverfi í St. George’s að tor- stóttum virkjum. Aðgerðin er því vís til að stappa stálinu í stjórnir Kúbu og Nicaragua en gera menn í Pentagon ófúsari en áður til að heyja slík smástríð. Eftir þessi síðustu afglöp getur Ronald Reagan tekið undir með Charlie Brown: Ég hef komið auga á óvininn, við erum hann.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.