Helgarpósturinn - 20.10.1983, Side 7
Tröllaleikir
Ný bók eftir
Einar Kárason
Leikbrúðuland sýnir í Iðnó
Tröllaleikir:
Ástarsaga úr fjöllunum, Búkolla,
Eggió og Risinn draumlyndi.
Höfundar: Guðrún Helgadóttir,
íslensk þjóðsaga, Helga Steffen-
sen.
Brúður og leikmynd: Hallveig
Thorlacius, Bryndís Gunnars-
dóttir, Helga Steffensen, sem allar
stjórna brúðunum.
Sögumenn: Jón Sigurbjörnsson,
Steinunn Jóhannesdóttir, Sigurð-
ur Sigurjónsson.
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson,
Jón Ásgeirsson, Debussy, Áskell
Másson.
Flutningur tónlistar: Laufey Sig-
urðardóttir, Martial Nardeau,
Atli Heimir Sveinsson, Fél. úr
Kammersveitinni, Manuela
Wiesler, Reynir Sigurðsson.
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Afar margir heimspekingar
hafa heillast af leikhúsi og hugsað
mikið um leiklist. Það virðist sem
sé vera gott áð hugsa í leikhúsi eða
að minnsta kosti um sitthvað
gegnum fyrirbærið leikhús. En ég
held að leikbrúðusýningar séu
einkar vel til þess fallnar að hugsa
ýmislegt um leikhús og leiklist al-
mennt. Að minnsta kosti jafngóð-
ar sýningar og þessi sýning Leik-
brúðulands í Iðnó. Oft er eins og
mönnum finnist brúðuleikhús
vera einhver algjör hliðardeild
leiklistar („bara fyrir börn“ í
þokkabót) og eigi hvergi heima
nema á sérstökum ráðstefnum og
enginn geti notið þess nema
krakkar. En vissulega er brúðu-
leikhús órjúfanlega tengt leik-
húsi, ekki einungis vegna þess að
ýmis tækni þess nýtist og er notuð
í leikhúsi almennt, heldur og
vegna þess hverju það getur miðl-
að okkur um leiklistina. Miðlað
og kennt. Ögun og nákvæmni í
hreyfingu, lit og línu er t.d. alveg
óhjákvæmileg í brúðuleikhúsi.
Sömuleiðis er vel íhugunarvert
fyrir leikhúsfólk almennt hversu
langt má ná í tilfinningu, hve mik-
ið er hægt að segja án þess að
byggja hið minnsta á nákvæmri
eftirlíkingu fyrirmynda úr raun-
veruleikanum, án eftirlíkingar-
realismans. Þegar ég horfi á
brúðuleikhús dettur mér alltaf
fyrst í hug hvað maður hefur séð
mikið af leiksýningum þar sem
gríðarleg eftirlíkingarsviðsmynd-
með óteljandi smákraðaki út um
allt kaffærir alla emotion.
Nú, þetta eru fjórir leikþættir
sem Leikbrúðuland sýnir. Ýmiss
konar leiktækni er beitt, stanga-
brúðum, skuggabrúðum, hanska-
brúðum, mannaðri brúðu (með
leikstjóranum inní!) o.s.frv. Það
var skemmtilegt að sjá þessa fjöl-
breytni í útfærslu á þeim sögum
sem sagðar voru. Hver og ein var
athyglisverð og sótti styrk sinn til
mismunandi tæknibeitingar. Bú-
kollusagan fannst mér koma vel
til skila á þremur ljósaskermum
með skuggabrúðum sem stundum
koma það nærri að þær guða á
glugga skermisins. Hrein og af-
dráttarlaus útfærsla á vegartálm-
unum sem strákur og Búkolla
koma upp til að hefta för skess-
anna: vatn (blátt), eldur (rauður),
fjall (dökkleitt). Þá vantar bara.
loftið með fuglinum fljúgandi til
þess að frumelementin fjögur séu
komin: vatn, eldur, jörð, loft.
(Þannig birtist árþúsunda dul-
spekiþekking í þjóðsögunum).
í Ástarsögu úr fjöllunum kem-
ur fram mjög skemmtileg kvik-
myndatækni þar sem skipt er úr
víðmynd í nærmynd með fondu-
tækni.
Raunar er merkilegt hvað
brúðuleikhústækni á margt skylt
við kvikmyndir og sjónvarps-
tækni og kemur oft vel út í þeim
miðlum.
Þættir Helgu Steffensen, Eggið
og Risinn draumlyndi, eru í raun
báðir hugsanir um form og líf,
hvernig líf birtist í formi eða frem-
ur úr formi eggs (sbr. omne vivum
ex ovo) og hvernig draumlyndi
teiknar líf í form kjóls sem hangir
á snúru. Þessi leiksýning er í heild
vel vönduð og alúð lögð við alla
þætti hennar. Ég minni rétt á mús
ikina en eins og menn sjá hér í
upphafi er heldur betur vandað til
vals á höfundum og flytjendum.
S.P.
Þar sem
Djöfla
eyjan rís
Við bókaormarnir erum farnir
að engjast sundur og saman af for-
vitni, því jólabækurnar láta á sér
standa. Til þess að svala forvitninni
er þó alltaf hægt að yfirheyra höf-
unda, reyna að fá þá til að leysa frá
skjóðunni. Einn þeirra sem senda
frá sér skáldsögu á þessu hausti er
Einar Kárason. Einar er nýfluttur
heim eftir næstum því 4 ára dvöl i
Danmörku. Fyrir tveimur árum
kom út fyrsta skáldsaga hans: Þetta
eru asnar Guðjón, sem vakti veru-
lega athygli.
— Hvað heitir þessi nýja saga
Einar?
„Hún heitir: Þar sem Djöflaeyjan
rís!“
— Hvaða eyja er það?
„Það er óskýrt hver hún er og fleiri
en einn möguleiki á ferð“.
— Hvað hefur þessi saga verið
lengi í smíðum?
„Um tvö og hálft ár. Ég skrifaði
hana í Danmörku eins og fyrstu
skáldsöguna. Þar sem Djöflaeyjan
rís er gjörólík Guðjóni. Hún gerist
í braggahverfi í Reykjavík á sjötta
áratugnum og er eins konar kollek-
fív saga. Margar persónur koma við
sögu og hún gerist á um það bil 10
árum. Þetta er fyrst og fremst saga
um fólk, ekki úttekt á braggatíma-
bilinu. Aðalfjölskyldan býr inni í
miðju hverfinu á eins konar höfuð-
bóli, sem sagt ekki i bragga“.
— Kynntist þú sjálfur bragga-
lífi?
„Já, ég ólst upp í blokk í Háaleitis-
hverfinu og þar rétt hjá var bragga-
hverfi. Við blokkararnir lékum
okkur í fótbolta með krökkum úr
bröggunum“.
— Þótti niðurlægjandi að búa i
bragga?
„Þeir sem bjuggu í bröggunum
voru þar vegna þess að þeir áttu
ekki kost á öðru. Annars voru
braggarnir að syngja sitt síðasta
þegar ég man eftir þeim“.
— Þú hefur þá orðið að afla þér
þekkingar eftir öðrum leiðum en
eigin reynslu?
„Ég byggi að sumu leyti á viðtöl-
um við fólk sem bjó í braggahverf-
um og ég kynnti mér þetta tímabil
gegnum bækur og blöð“.
— Áður en Guðjón kom út varst
þú talinn í hópi Ijóðskálda; ertu bú-
inn að leggja Ijóðagerð á hilluna?
„Nei, ætli það, ljóðin eru í bak-
grunni og skáldasagan og ljóðið eru
sitthvort formið. Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur lýsti því
hvernig væri að flytja sig frá ljóð-
forminu yfir í skáldsöguna á þann
hátt að það væri eins og þegar
strætóbílstjóri færi að keyra leigu-
bíl. Ég tek undir þessa skilgrein-
ingu“.
— Hvernig ersvo að koma hcim,
eru aðstœður til skrifta sambæri-
legar hér og í Danmörku?
„Þetta er samastríðið. Úti í Dan-
mörku var ég að fást við skriftir
jafnframt því að reka heimili og
annast bleyjubörn; nú eru börnin
að stækka, en þá tekur húsnæðis-
eklan við“.
ká
„Þegar ég horfi á brúðuleik-
hús dettur mér alltaf fyrst í
hug hvað maður hefur séð
mikið af leiksýningum þar
sem griðarleg eftirlíkinga —
sviðsmynd með óteljandi smá-
kraðaki út um allt kaffærir
alla emotion“, segir Sigurður
Pálsson m.a. í umsögn sinni.
Drauma-
iorins og
Ösku-
buska
Háskólabíó:
Foringi og fyrirmaður — An offi-
cer and a gentleman.
Bandarísk. Árgerð 1982. Tónlist
Jack Nitzsche.
Handrit: Douglas Day Stewart.
Kvikmyndun: Donald Thorin.
Aöalhlutverk: Richard Gere,
Debra Winger, Louis Gosset jr.,
David Keith og Lisa Blount.
Framleiðandi: Martin Elfand.
Leikstjórn: Taylor Hackford.
Þetta er fyrst og fremst kvik-
mynd eftir gömlu forntúlunni:
Seigir strákar og sætar stelpur þar
sem hefðbundin kynjasamskipti
standa óhögguð og rómantíkin
Draumaprinsinn Mayo (Richard
Gere) lyftir öskubuskunni Pálu
(Debra Winger) á loft: Hennar
bíður ný og betri framtíð (á skil-
málum hans).
sigrar allan mótbyr söguhetjanna.
Zack Mayo (Richard Gere) er
ungur maður með sorglega æsku
sem ætlar sér að verða þotuflug-
maður. Hann fer á liðsforingja-
skóla þar sem harkan sex ræður
ríkjum undir heraga þjálfarans
Foley (Louis Gosset jr., sem
reyndar hlaut Óskarinn fyrir
besta aukahlutverkið). Foley hef-
ur það markmið að neyða a.m.k.
helming nýliðanna til að gefast
upp áður en þjálfun lýkur. Tvær
hressar stelpur í nágrannabæn-
um, sem vinna í leiðindaverk-
smiðju, fara á Iiðsforingjaveiðar
eins og fyrri sumur, bæði til
skemmtunar og í Ieit að drauma-
prinsinum sem getur komið þeim
út úr grárri tilverunni. Ekki meira
um það, nema ýmislegt gerist og
mestallt grunar mann fyrirfram
og að lokum sigrar ástin; liðsfor-
inginn Mayö, (draumaprinsinn)
kemur inn í verksmiðjuna (að
vísu ekki á hvítum hesti heldur
hvítklæddur) og ber stúlkuna
(Öskubusku) til nýrra og betra lífs
meðan verksmiðjualþýðan klapp-
ar með tárin í augunum. Hale-
lújamúsík undir.
An officer and a gentleman er
samsuða úr hetjumyndum fjórða
áratugarins í Hollywood, þar sem
karlmennska og rómantík sitja í
fyrirrúmi, en hún er einnig blönd-
uð nýrri amerískri kvikmynda-
línú, þar sem lögð er áhersla á af-
slappaðan leik og götuorðbragð.
Því verður myndin dálítið laus í
rásinni, eins konar rómantísk
raunsæismynd. En þrátt fyrir
klisjukennt handrit er leikurinn
góður (sérstaklega Debra Winger)
og myndin ágætis skemmtun.
— IM
„Myndirnar
bráðnuðu
uppí
sólina“
— Jón Laxdal sýnir
myndþanka
„Þetta er ekkert nýtt fyrir mér,
þótt það sé kannski nýtt fyrir landa
mína. Ég hef fengist við að teikna
og mála frá blautu barnsbeini", seg-
ir Jón Laxdal leikari, rithöfundur
og altmúlígmaður, sem hefur opn-
að sýningu á myndverkum eftir sig
í anddyri Norræna hússins.
„Sem ungur maður í skóla Þjóð-
leikhússins starfaði ég einnig sem
fyrirsæta í Myndlistaskólanum og
stalst til þess í leiðinni að kíkja yfir
öxlina á þeim miklu meisturum sem
þar leiðbeindu og nema orð þeirra.
Svo hef ég alltaf verið mikill heima-
gangur á söfnum og lært mikið á
því.
En það var ekki fyrr en fyrir
þremur árum að vinir mínir úti fóru
að drífa mig út í að sýna og síðan
hafa myndir eftir mig hangið á sýn-
ingum í Zúrich, Hamborg, Walds-
hut og víðar. Ég var nú hikandi í
upphafi, var ekki viss um hvort fólk
hefði jafngaman af þessu og ég,
hvað þá að menn gætu hugsað sér
að hafa þetta uppá vegg hjá sér. En
svo varð raunin sú að myndirnar
runnu út, hreinlega bráðnuðu upp i
sólina.
Það er nú svo að í leikhúss- og
kvikmyndavinnu er oft mikil
spenna og þá er mikil afþreying í
kyrrlátri myndsköpun. Gagnrýn-
andi úti í Sviss skrifaði að honum
virtist ég alltaf vera að leitast við að
endurskapa heimaland mitt í mynd-
um mínum. Það er sennilega mikið
hæft í þessu, heimalandið hlýtur
alltaf að vera ríkt í manni sem hefur
lent á löngu ferðalagi“.
Sýning Jóns Laxdal í Norræna
húsinu stendur til 15. nóvember.