Helgarpósturinn - 20.10.1983, Qupperneq 10
10
Fimmtudagur 27. október 1983 ^posturínn
Kjarval í húsi sínu
Ég kynntist talsvert vel gamal-
menninu Kjarval, það er nætur-
hrafninum, þau tvö ár sem ég
starfaði sem næturvörður á hóteli
þar sem hann dvaldi siðustu
starfsár ævinnar, þá orðinn tals-
vert hrumur og drykkfelldur og
kom ég honum oft í bælið, köld-
um og hröktum, stoltum og ein-
mana en ekki vitund skrýtnum.
Eina nóttina gaf hann mér stórt
málverk eftir sig úr einkasafni
sínu sem hann vildi ekki selja og
kvaðst geyma handa sjálfum sér,
vegna þess að sérhver málari yrði
að eiga sitt einkasafn. Það væri
eins konar kjarni ferils hans, og
þangað sækti hann eilíflega nýja
orku í sjóð. Slík söfn væru
móðurlíf málarans og listar hans,
og ef vel tækist til færi fram stöð-
ug fæðing.
Við ræddum oft á nóttunni um
lífið og listina og hann sýndi mér
og bar undir mig skreytingar við
ljóð sem hann gerði á þessum
tíma og fleygði annað hvort eða
birti í Lesbók Morgunblaðsins.
Honum var afar hlýtt til Matt-
híasar Johannessen en yfir höfuð
var lund hans köld eða hlutlaus.
Og ég man hvað líkami hans var
kaldur þegar ég kom honum
ósjálfbjarga í rúmið. Engu að síð-
ur var hann á afar heitu Iífi.
Menning hans og þekking var
ekki víðfeðm en hann var íhugull
og forvitinn eins og margir „gaml-
ir íslendingar". Sjálfsathyglin
beindist annað hvort algerlega að
honum eða gersamlega frá hon-
um. Hann virtist ekki þekkja
mundangshófið, aðal vitsmun-
anna, og þess vegna þótt hann
ætti þá í ríkum mæli fóru þeir oft
í súginn á kjánalegan hátt, óðar
en þriðji maðurinn kom á vett-
vang. Þá greip hann feimni, næst-
um barnsleg skelfing og hann setti
strax upp grímu. Og hvernig sem
þriðji maðurinn reyndi að kynn-
ast manninum Kjarval fékk hann
aðeins að kynnast grímunni. Eftir
leikinn var Kjarval örmagna og
leitaði einveru. Hann hafði ekki
lengur lífsorku til að leika og lík-
lega hefur hann ævinlega þurft
langan tíma til að jafna sig eftir
leiki sína. Þörfin fyrir einveru
hefur því ekki verið sérviska, ein-
ræna, heldur lífsnauðsyn. I huga
hans fór fram stöðug tæming og
fylling. Ég fann þess vegna oft
sárt til með honum, hvað hann var
sár.
Kynni okkar hófust þannig að
ég skipti mér ekkert af honum,
hafði hreinlega engan áhuga á
honum, sá í gegnum hann, þekkti
eðli hans. Það þoldi hann ekki og
þá leitaði hann til mín.
En ætlun mín er ekki að segja
frá Kjarval. Sýningin sem nú er á
Kjarvalsstöðum er einhver merk-
asta sýning sem haldin hefur verið
á verkum hans, slíkt er jafnvægið
innan hennar, skilningur á list.
Við að sjá sýninguna dettur
áhorfandanum í hug að kannski
sé tími til kominn að nálgast verk
Kjarvals sem listaverk. Það er
með Kjarval eins og íslensku
þjóðina. Við fjöllum eða höfum
tilhneigingu til að fjalla um þjóð
okkar og okkur sjálf eins og um
trúarbrögð væri að ræða en ekki
þjóðfélagslegt, landfræðilegt og
hagfræðilegt fyrirbrigði, það er
að segja eðlilegan hlut sem verður
að vera í sífelldri athugun og
endurskoðun. Eins er gjarna rætt
um list Kjarvals sem goðsöguleg
atriði. En Kjarval var engin guða-
vera og hann var ekki talinn vera
það, að minnsta kosti ekki meðan
hann gekk milli húsa í Skerjafirð-
inum og seldi eða reyndi að selja
málverk sín, líkur farandsala og
bróðir hans lék á fiðlu til að laða
að kaupendur. En þeir löðuðu
fremur að sér strákalýðinn og
voru hraktir burt með grjótkasti.
Og grjótkastið sat eftir í sál hans
á nóttunni fremur en hrós.
Kannski þess vegna geymdi
hann ævinlega lyklana að
Kjarvalshúsinu í vasanum, til þess
að enginn kæmist inn í það. Hann
naut þess að húsið væri tómt og
hann færi aldrei í það, líkt og
hann væri maður haldinn kvala-
losta. Honum hefði líkað það vel
að núna er húsið skóli fyrir van-
gefna. Oft sagði hann: Fyrr gef ég
húsið fávitum en ég fari í það
sjálfur. Hann vissi að hús hans
yrði brátt dauðans hús.
Sýningin er undurgott sam-
bland af Kjarval, nema það vant-
ar í hana verstu hliðarnar. Bland-
að er saman teikningum og mál-
verkum frá hinum ýmsu tímabil-
um, svo útkoman verður hinn
blíði og látlausi Kjarval, maður
hinnar hárfínu Ijóðrænu taugar
sem hafði hemil á þörf sinni fyrir
að skreyta. Leikur hans (en leikur
er ætíð skraut hversdagsleikans) í
návist annarra var að sjálfsögðu
ekki sprottinn af engu. í dráttum
pensilsins er talsverður leikur,
talsvert flúr og jafnvel sláttur eða
fyrirsláttur. Vegna skorts á þeirri
tamningu sem víð þekking og
hugsun veitir gaf Kjarval sig allan
i hverju málverki. Hann gaf sig
stundum af of miklu taumleysi,
mér liggur við að segja af of mikl-
um samfarakrafti. Kynferðislegri
bælingu sinni veitti hann úr
túbunum beint á óspjallað léreft-
ið. Hann hefur auðsæilega notið
þess að kreista litinn úr túbunum.
Og þörfin fyrir að kreista er
stundum eins og glerþil milli lista-
mannsins og annarra manna. Af
þeim sökum á hann í rauninni
ekkert annað en list sína til að vera
við í ástarleikjum sínum.
Frumdrættir í Hallgrímskirkju
Fátt er jafn fróðlegt og athyglis-
vert og það að fá að skyggnast inn
í það hvernig verk verða til, sjá að-
draganda þeirra, að minnsta kosti
þann sem sýnilegur er og hægt er
að tjá í orðum eða Iínum, það sem
við köllum frumdrætti.
Lítið er um að listamenn Ieyfi
hinum almenna áhugamanni um
listir að sjá frumdrætti verka
sinna. Sumir eru feimnir við slíkt,
telja frumdrættina vera einkamál
sitt, og til eru þeir listamenn sem
óttast að með slíkum sýningum sé
hulunni svipt af leyndardómi
sköpunarinnar, enn aðrir vilja
láta líta svo út sem listaverkið
komi fullskapað úr höfði lista-
mannsins, án fums, hiks eða
fálms. En allt á aðdraganda sem
verður að lúta endalausum breyt-
ingum, og breytingarnar eru jafn
áhugaverðar eða áhugaverðari en
lokastigið.
Leifur Breiðfjörð sýnir sökum
örlætis síns og öryggis frumdrög
sem hann hefur gert við gerð
ýmissa glugga, og sýningin á þeim
er í anddyri Hallgrímskirkju á
blessuðum vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
hefur verið gert hérlendis en er
algengt erlendis. Þegar komið er
inn í Picassosafnið í Barcelona er
þar sægur af teikningum lista-
mannsins, pári og öðru sem lista-
menn gera sér til dundurs, mynd-
listarmennirnir; og líkist þetta
vangaveltum rithöfundanna og
ljóðskáldanna. Að fara í gegnum
párið er þreytandi fyrir viðvaning-
inn en auðgandi fyrir listvininn og
nauðsynlegt fyrir fræðimanninn,
en óskiljanlegt öllum öðrum.
Eins og segir í sýningarská sem
fylgir sýningunni er Arkiv safnið
í Lundi á þessu sérsviði frum-
drátta og þar eru mörg íslensk
verk eða frumdrög, og reyndar
héldu ráðamenn safnsins sýningu
ættaða frá Finnlandi með verkum
okkar sumra sem vorum í SÚM,
hina fórðlegustu sýningu fyrir
nokkrum árum, og gafst mér þá
kostur á að skoða eigur safnsins.
Að Kjarvalsstöðum er vísir að
svipaðri ,,innsýn“ í heim Kjarvals
og er það þakkarvert framtak að
leyfa listvininum að hverfa á bak
við þil og skoða ljósmyndir af
öðrum verkum en eru á sýningun-
um. Það auðgar á sama hátt og
allur samanburður.
Á síðustu öldum hefur ekki
komið fram neitt nýtt viðhorf til
birtunnar. Gluggar og rúður eru
til þess að hleypa birtu inn í híbýli'
manna. Menn og lífið nærast að
mestu á birtu og yl og best fer ef
birta og ylur fara saman, bæði hin
mannlega hlýja og innra ljós
mannsins sem hann veitir öðrum.
Hlutverk kirkjunnar var slíkt hið
sama, það að veita trúuðum birtu
og hlýju, skjól og húsnæði, áður
en þeir hurfu endanlega í hús
guðs, þar sem herbergin eru sögð
vera mörg og engin húsnæðis-
vandræði þar. Öryggi guðs er
öryggi hússins.
Ef guðstrúin er einlæg þá er
hún leynd vissunnar, og til að
auka hana eru kirkjugluggar jafn-
an litaðir. Það sama eða svipað er
að segja um inngang í hús: for-
stofugluggarnir eða gluggarnir í
útidyrunum eru tíðum með lituðu
gleri, og í hinu litaða hálfrökkri er
gestinum fagnað. Forstofur eða
skúrar voru þannig hér „í gamla
daga“.
Ég veit ekkert um kenningar,
hugmyndir eða viðhorf Leifs um
ljósið, annað en það sem hægt er
að ráða af því hvernig glerið er
skorið og litað. En að lesa viðhorf
á glerblöðum er erfitt og ég fjalla
því hér fremur um formgerð verk-
anna en hvernig litunum er raðað
og hvað hægt sé að lesa úr þeirri
ljóssins bók sem glugginn er.
Gluggar með steindu gleri eru
andstæður glugga með rúðu,
vegna þess að rúður í gluggum
eiga að vera heilar en í hinum
gluggunum brotnar. Sá munur er
reyndar ævinlega á iðnaði og list:
listin brýtur og myndar nýjá heild
úr brotunum; án eyðileggingar
væri engin list til. í brotunum er
viðhorf gluggagerðarmannsins til
gíuggans, glersins, birtunnar,
brotanna. Glugginn er brotin
heild. Vegna brotanna er glugginn
á hreyfingu. Óbrotinn gluggi er
hreyfingarlaus.
Leifur Breiðfjörð leikur sér að
samblandi af lauffalli og glerbrot-
um í gluggum sínum. Á svipaðan
hátt og í rokokostílnum er
þyngdarpunktur gluggans gjarna
fyrir utan miðjuna. Þetta á eink-
um við í hinum „veraldlegri“
verkum, ef hann hefur ekki að
handleiðslu glerungslist ættaða
frá Limoge, þar sem hann gengur
út frá doppunni.
Eitthvert athyglisverðasta verk-
ið á sýningunni er Píslargangan.
Hún er sambland af píslargöngu
og bardaga. Hún leitar öll upp á
við í odd (spjótsins og mænisins).
Líkt og á mörgum málverkum er
Kristur í miklu prikahafi (líkt og
hjá Titian) og það er þessi skír-
sicotun til málverka, skírskotun
sem er á mörkum meðvitundar og
hins ómeðvitaða sem gerir listina
svo heillandi og forðar henni frá
eftirlíkingu. Kristur er falinn í
prikahafinu. Það er erfitt að
finna hann öðruvísi en tákn. Tákn
hans eru nokkrir þríhyrningar,
örlitlir, tákn þyrnikórónunnar, og
svo prik hans, krossinn með þver-
priki.
En krossar hermannanna eru
engu minni, vopnin sem þeir bera;
og það er í þessum samruna hins
pínda og þess sem pínir sem við-
horf listamannsins kemur svo
greinilega fram, í annars óljósri
mynd af rísandi flugi.
Og þegar öllu er á botninn
hvolft er þarna kjarninn: Hvor
líður meiri píslir, hinn kvaldi eða
sá sem kvelur? Hvort er mann-
kyninu meiri kvöl að kvelja eða
vera kvalið?
Valdamenn heimsins ættu að
spyrja sig þeirrar spurningar áður
en þeir þvo hendur sínar á ný.
Gleðiboðskapur Garners
Erroll Garner; GEMS (CBS
21062)
Dreifing: Steinar
Erroll Garner: GEMINI (MPS
68.054)
Dreifing: Fálkinn.
Það eru sex ár liðin frá dauða
Errolls Garner. Sex ár síðan þessi
brosmildi snillingur yfirgaf lífs-
stjörnuna. Samt er hann hér enn á
hundruðum hljóðritana sem
munu hljóma svo lengi sem ein-'
hver kann að meta sterka sveiflu.
Fáir hafa náð slíkum meistaratök-
um á galdri sveiflunnar. Einn við
flygilinn gat hann tryllt á við heilt
Basieband og stundum hélt hann
okkur Iengi í heljargreipum:
skyldi vinstri höndin aldrei ætla
að marka taktslagið? Þegar það
féll — hárnákvæmt — var önd-
inni varpað feginsamlega. Þarna
og hvergi annars staðar átti það
heima. Garner gat líka verið ljúf-
ur og rómantískur en umfram allt
var hann hinn gjöfuli veitandi er
töfraði fram hið brosandi tár.
Nú má fá endurútgáfur á tveim-
ur glæstum Garnerskífum: Gems,
sem er í skífuröð CBS: I Love Jazz
(áður útgefin undir nafninu The
Garner Touch) og Gemini sem
gefin er út í upphaflegri mynd.
Á Gems má finna tólf ópusa og
þar sem upplýsingar um upptöku-
ár eru röng á umslagi nefni ég hér
rétta upptökudaga: Laura, Indi-
ana, I’m in The Mood for Love,
The Way You Look Tonight, Pent-
house Serenade, Play Piano Play,
Body And Soul og I Cover The
Waterfront eru hljóðrituð 11.1.
1951. Lady Be Good 2.7. 1951 og
Frenesi, Mean to Me og Easy to
Love 30.3. 1953.
Upphaflega voru þessir ópusar
gefnir út á 78 snúninga Columbia
plötum og kynntist ég þeim ungur
á Sámsstöðum Klemenzar korn-
bónda. Það var að vísu ekki
Klemenz sem var forfallinn Garn-
eraðdáandi heldur uppeldissonur
hans, Þórir Guðmundsson, sem
enn er djassgeggjari mikill. í
plötustaflanum í stofunni þar sem
grammófónninn stóð skipaði
ImKirL Gáiiírcí
CeMiWi
Garner heiðurssess. Enn man ég
hversu rýþmagaldurinn í Pent-
house Serenade heltók mig svo
ráðlegast var að kæla sig niður,
snúa plötunni við og hlusta á
tónaregnið rómantíska í Laura.
Enn töfra þessir ópusar mann sem
fyrrum og ekki síður hin svellandi
sveifla í Indiana eða Play Piano
Play, sem er eini frumsamdi ópus-
inn á Gems. Þarna eru mörg
klassísk verk í snilldar túlkun
Garners og svo var Garner öllum
öðrum djassleikurum fremri að
umbreyta lagskrípum eins og
Frenesi í tæran djass og er slíkt
aðeins á valdi hinna miklu snill-
inga. Nú er upplagt tækifæri fyrir
þá sem eru búnir að brjóta og týna
gömlu 78snúninga skífunum að
endurnýja kynnin við Garner upp
úr fimmtíu.
Gemini er ein af heilsteyptustu
skífum Garners frá síðari árum
hans. Þó stíll hans hafi frá upp-
hafi verið svo einstakur, að enginn
gat eftir honum líkt utan það
hljómaði sem innantóm .eftiröp-
un, breyttist hann nokkuð í tím-
ans rás. Hinir makalausu forleikir
hans urðu flóknari og lengri,
spennan í sveiflunni enn voldugri
og ballöðutilfinningin næmari.
Hápunkti náði Garner líklega
þegar hann hljóðritaði Concert
by The Sea en margt frá seinustu
árum hans nálgast þá fullkomn-
un. Kongótrommarinn Jose
Mangual veitti ferskum straum-
um í tríóið og var unaðslegt að
skynja hið nána samband þeirra.
Gemini hefst á sterkri sveiflu,
How High The Moon, og lýkur á
Ijúfri ballöðu, These Foolish
Things, þar sem sveiflualdan er
þó sterk. Þar á milli má heyra tvo
frumsamda ópusa: Gemini og
Eldorado, blússömbur, svo leikur
hann Tea for Two djarflega og
bregður á semballeik. Hann leik-
ur einnig á sembal ásamt flygli í
When A Gipsy Makes His Violin
Cry og fer á kostum í sígaunaróm-
antíkinni. Það eru líka tvær aðrar
ljúfar ballöður á skífunni; Some-
thing eftir George Harrisson
hljómar eins og djassklassík og It
Could Happen To You fær á sig
gospelblæ.
Það er alltaf gaman að láta sér
líða vel og engan veit ég jafnslyng-
an Garner að töfra mig úr gráum
hversdagsleika á broslendur
sveiflunnar.