Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 13
]
verði við vandamálum ríkja þriðja heimsins
áður en þau verða gjaldþrota og fólkið þar
hungurmorða".
— Hvernig gengur bindismálið?
„Bindismálið, já. Þetta er nú ekki stórmál,
en jú, það er komin lausn á því, eða áfangi að
lausn. Hæstvirtur forseti neðri deildar Al-
þingis, Ingvar Gíslason, hefur lýst yfir að ég
þurfi ekki að vera í jakkafötum og með bindi
á deildarfundum. Hann færir þau rök fyrir
þessu, að á sama hátt og menn gátu aflagt
kjólföt og pípuhatt sem vinnuklæðnað á Al-
þingi hljóti menn líka að geta aflagt dökk
jakkaföt og hálsbindi. Mér finnst að menn
ættu að geta klæðst þeim vinnufatnaði sem
þeim líður vel í og mér hafa alltaf þótt jakka-
föt heldur óþægilegur vinnuklæðnaður. En
mér finnst sjálfsagt að taka eðlilegt tillit til
hefða í klæðaburði í þinginu og sjálfsagt set
ég upp bindi ef öðrum þingmönnum fer bein-
línis að líða illa við það að sjá mig bindislaus-
an. Ég er á móti því að fólk sé dæmt eftir
klæðaburði. í mínu tilviki er það gamla goð-
sögnin um róttæka byltingarsinnan sem geng-
ur aftur í þessu máli, og ég hafna svona grein-
ingu. Þetta er sama vitleysan og á skemmti-
stöðunum þar sem þeir sem bregða út frá
venju i klæðaburði eru veiddir úr við útidyrn-
ar vegna þess að þeir þykja líklegastir til ó-
skemmtilegra uppátækja. Þetta rekur sig allt
aftur til þess tíma þegar stéttaskiptingin var
undirstrikuð í klæðaburði".
— Hvernig leggst líf stjórnmáiamannsins í
þig?
„Það leggst vel í mig. Það á mjög vel við
mig að ferðast um kjördæmið og spjalla við
fólk um framfaramál — hitta hugmyndaríkt
og framtakssamt fólk. Langar fundasetur
eiga kannski verr við mig. Ég er að vissu leyti
kvíðinn pólitísku karpi og því umtali og sögu-
gangi sem fylgir starfinu. Maður kvíðir því
líka nokkuð að fá e.t.v. ekki að eiga sitt einka-
líf í friði, en fjölskyldan styður við bakið á
manni. Ég er heppinn. Frændfólk mitt et
mjög frændrækið. Við verðum að halda stóru
fjölskyldunni saman“.
— Finnur þú fyrir vöidunum í stöðu þinni
sem þingmaður?
„Maður gerir sér grein fyrir ábyrgðinni.
Maður finnur að maður er með hluti í hönd-
unum sem geta skipt fjölda fólks miklu máli.
Það væri líklega marklítill stjórnmálamaður
sem fyndi ekki til þessarar ábyrgðar. Maður
veit að oft er verið að taka stórar og afdrifa-
ríkar ákvarðanir á stuttum tíma, t.d. í stjórn-
armyndunarviðræðum, og það fylgja þessu
kvíði og áhyggjur af því hvort maður er að
gera rétt, fara rétt með umboð sitt. En ég finn
ekki til þess, að ég fái neina sérstaka ánægju
út úr því að hafa þessa hluti að einhverju leyti
í hendi mér. Ég spennist ekkert upp við þessi
völd“.
— Hver verða helstu baráttumál þín á
þingi, að frátöldum umhverfis- og afvopnun-
armálum og noröur-suður umræðunni?
„Það hefur lengi verið mér áhugamál að
eyða þeim ríg sem kynt er undir öllum stund-
um milli landsbyggðarinnar og höfuðborgar-
svæðisins. Hér eru á ferðinni hættulegar ein-
faldanir. Hvor þarf á hinum að halda, borgar-
búinn og landsbyggðarmaðurinn. Undirrótin
að þessum ríg held ég að sé einfaldlega fá-
fræði. Menn sem kynda undir þessu bera
mikla ábyrgð, t.d. sumir ritstjórar blaða. Ef ég
gæti þröngvað einhverri skynsemisglætu inn í
þennan myrkvið, þá teldi ég mig ekki hafa set-
ið á Alþingi til einskis. Það er til dæmis um-
hugsunarefni að nú orðið eru margir farnir að
trúa því að framleiðsluatvinnuvegirnir, sér-
staklega landbúnaður og líka sjávarútvegur,
séu orðnir baggi á þjóðinni. Hér er illt í efni.
Menn halda t.d. sumir að ég sé eitthvað skrít-
inn þegar ég held því fram að það þurfi að
endurnýja fiskiskipaflotann! Það hefur ekki
öll fjárfesting i sjávarútvegi verið óþörf, þótt
sumt af henni hafi verið það. Ef ekki má
Viðiai: HalKjrímur Thorsleinsson
Mynd: Jim Smart
byggja ný fiskiskip hjá fiskveiðiþjóð, þá er illa
farið.
Það er á ferðinni vaxandi tilhneiging til að
skipta þjóðinni upp á bagalegan og hættuleg-
an máta. Það þarf að vinna skipulega gegn
þessu og það er ástæða til að auka verulega
kennslu í grundvallarsannindum um íslensk-
an þjóðarbúskap.
Það er alltaf verið að tala um tap í sjávarút-
vegi en aldrei það fjármagn sem fært er til í
þjóðfélaginu frá sjávarútveginum. Hvað ef
sjávarútvegurinn nyti alls afrakstursins sjálf-
ur? Hvar ætti þá að taka peninga fyrir inn-
flutningi? Verða þeir til af engu? Hvaðan
urðu peningar t.d. til í Seðlabankahöllina; bjó
Jóhannes Nordal þá til? Ég segi nei“.
— En hefurðu yfirsýn yfir efnahagslífið,
sérðu í hendi þér hvernig þetta virkar allt?
„Góður hugmyndafræðingur, vinur minn
að norðan, notar gjarna einfalda greiningar-
aðferð í efnahagsmálum. Hann lítur á þjóðar-
búið sem fyrirtæki, skoðar hverja deild fyrir
sig. Hann skoðar framleiðsludeildina, og þar
má greinilega bæta skipulagið. Svo er það
markaðsdeildin — jú, jú, þar mætti líka bæta
ýmislegt. Þá er það innkaupadeildin; þar
finnst honum fjandans mikil umsetning og
ansi margir starfsmenn í vinnu — hjá ekki
stærra fyrirtæki. Og menn verða svolítið hissa
í þessu fyrirtæki á beiðni frá innkaupadeild-
inni um að byggja nýtt 30.000 fermetra hús
undir starfsemina. Það er dálítið uggvænlegt
finnst manni ef þetta er talið brýnast, eins og
staðan er núna hjá fyrirtækinu. Væri ekki
sniðugra að framleiðsludeildin fengi fjár-
magnið?
Stórgrósserarnir leggja ekki lengur áhættu-
fé í útgerð. Peningarnir leita þangað sem á-
hættan er minnst og afraksturinn mestur.
Þetta er spurning um hvaða óskráð lög eigi að
gilda, gróðahyggjan eða mannleg sjónarmið.
Mér finnst verið að boða komu nýs Guðs og
að Mammoni sé nú sungið meira lof og meiri
dýrð en hér hefur áður þekkst".
— Er stefna núverandi rikisstjórnar svipuð
því sem þú bjóst við af samstarfi þessara
flokka?
„Já, svipuð og verri. Ég átti von á skelfing-
um í herstöðvarmálinu og í álmálinu, en ég
átti satt að segja ekki von á eins skelfilegri
harðskeytni í garð launþega og afnám samn-
ingsréttarins er. Ég hef líklega verið óþarflega
bláeygur — íhaldsstjórnir hafa jafnan komist
upp með ýmislegt. Fyrir hvert 1% sem Marga-
ret Thatcher kom verðbólgu niður jókst at-
vinnuleysi um 2% og af þessu hældi hún sér.
Veturinn verður þessari ríkisstjórn þungur í
skauti, eins og þjóðinni allri. Öll ytri skilyrði
eru erfið. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
eru eins og görótt lyf. Ég er hræddur um að
sjúklingurinn ráði ekki við aukaverkanirnar.
Þær eru svo hastarlegar. Ég held að margir
sakni nú vinar í stað, þegar Alþýðubandalagið
er horfið úr stjórn; það hélt uppi varnarbar-
áttu í launamálum“.
— Hvernig leggst þessi fyrsti vetur þinn á
þingi í þig?
„Bara vel. Ég hef tröllatrú á jákvæðri af-
stöðu. Það er ekkert sem hjálpar manni
meira. Ég tek heilshugar undir það sem forset-
inn hafði um það mál að segja við þingsetn-
inguna, að það ætti ekki að draga kjárk úr
fólki. Ég vil sjá verkin ganga. Ég er uppalinn
í erfiðismannastétt, hjá fólki sem hefur haft
mikið fyrir hlutunum og notið verkalaunanna
ríkulega. Þetta er eins og í íþróttum. Maður
leggur mikið á sig og hefur ánægju af. Ég hef
verið keppnismaður í blaki í 1. deild með Í.S.
undanfarna vetur og ég reyni að gutla eitthvað
með í vetur til að halda skrokknum við og
hressa upp á sálina. Það er ekkert jafn gott og
hressileg æfing og gott bað eftir fundahöld.
Það má skemmta sér við þá hugmynd, að al-
þingismenn tækju sig saman um það í vetur
að skokka svo sem eins og tvo hringi í kring-
um Tjörnina nokkrum sinnum í viku. Það
eru, veit ég, antisportistar á meðal þing-
manna, en ég er viss um að þó nokkrir myndu
hafa hug á þessu. Samstarfið yrði örugglega
betra í þinginu og virðing Alþingis myndi
stóraukast".