Helgarpósturinn - 20.10.1983, Síða 24

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Síða 24
24 mánuði. Leiðindunum ollu for- maður og gjaldkeri stjórnarinnar sem fór frá. Þau höfðu dregið sér fé úr sjóði FSS á tímabilinu maí 1982 til maí 1983, samtals um 160.000 krónur. Formaðurjnn tók ívið meira en gjaldkerinn. Hann er ná- kominn ættingi Halldórs V. Sigurðssonar ríkisendurskoðanda, starfaði hjá Ríkisendurskoðun, en lét þar af störfum í byrjun septem- ber í haust. Meðstjórnendur for- mannsins og gjaldkerans fór að gruna að ekki væri allt með felldu síðla vetrar, þegar aðalfundi hafði ítrekað verið frestað. Við athugun á fjárreiðum FSS um mánaðamótin maí-júní kom hið sanna í ljós og málið fór til endurskoðanda. í ljós kom að formaðurinn og gjaldker- inn höfðu dregið sér féð í frekar smáum skömmtum, og að þau voru þegar farin að endurgreiða þessi „lán“ sem þau höfðu tekið. Á aðal- fundi FSS 6. september féllst félags- fólk á þau málalok að formaðurinn og gjaldkerinn endurgreiddu peningana með fullum vöxtum og að ný stjórn yrði kosin. Frekar var ekki aðhafst í málinu, þó að raddir væru uppi um málsókn. Félagar í FSS eru um 230 og í því eru þeir starfsmenn ráðuneytanna sem ekki eru í Bandalagi háskólamanna... íslenska söngkonan Janis Carol er núna að verða ein helsta stjarnan á söng- leikjahimninum í London, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Janis, sem ytra heitir Carol Niels- son, hefur nú tekið við aðalhlut- verkinu í nýjasta söngleik Andrew Lloyd Webber (Jesus Christ Superstar, Evita, Cats) sem sýnt er í Palace Theatre í West End. Aðal- hlutverkið í sýningunni, sem heitir Song an'd Dance, var í höndum poppsöngkonunnar frægu Lulu en þegar hún hætti var Janis boðið hlutverkið sem hún hafði reyndar æft sem varamaður á sínum tíma. Þetta hlutverk er afar erfitt. Janis er á sviðinu í klukkutíma samfellt, syngur 23 númer og dansar auk þess í síðari hluta sýningarinnar. Þetta er vafalítið einhver mesti árangur íslensks listamanns á þessu sviðið erlendis... Eysteins Helga- /'J sonar af toppnum hjá Samvinnuferðum—Landsýn, sem hann hefur gert að annarri stærstu ferðaskrifstofu landsins, og til Iceland Seafood í Bandaríkjun- um, er liður í frekari hreyfingum milli toppanna hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Eysteinn verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Guðjóns B. Ólafs- sonar og mun síðan taka við af hon- um, en Guðjón þá flytjast heim og fara inn í einhverja af toppstöðun- um hjá SÍS hér. Þar er þess ekki langt að bíða að Erlendur Einars- son, forstjóri Sambandsins, láti af störfum, eða u.þ.b. tvö ár, og er talað um Sigurð Markússon for- stjóra sjávarafurðadeildarinnar sem arftaka hans. Þannig eru valdatilfærslur undirbúnar með hægðinni hjá SíS... í ferðabransanum eru annars talsverðar hræringar á toppum um þessar mundir.. Nú mun sem næst afráðið að Steinn Lárusson, sem verið hefur forstjóri Úrvals í mörg ár, hætti að eigin ósk og taki við starfi sölustjóra á skrif- stofu Flugleiða í Ósló, en Flugleiðir eiga Úrval á móti Eimskip. Við stöðu Steins mun trúlega taka Karl Sigurhjartarson, sem verið hefur sölustjóri markaðsdeildar Flug- leiða... Vinnufélagar hjálpa gjarnan f i hver öðrum í peningahallær- inu á þessum síðustu og verstu kjaraskerðingartímum. Það er fallega gert að lána vinnufélag- anum sem er í vandræðum. En það er ljótt að fá lán hjá vinnufélagan- um án þess að láta hann vita af því. Leiðindamál af þessu tagi kom upp í sumar hjá Félagi starfsmanna stjórnarráðsins, og endaði með því að skipt var um stjórn í félaginu á framhaldsaðalfundi í síðasta Skipulagsbreytingar standa f' I nú yfir á geðdeild Landspítal- ans, sem mun vera mikil og vaxandi stofnun. Ætlunin mun vera að skipta stöðu Lárusar Helga- sonar, sem hefur verið höfuð geð- deildarinnar, í tvennt. Þetta teljast víst vera skipulagsbreytingar innan deildarinnar og því var nýja staðan ekki auglýst opinberlega. Fjórir sóttust eftir stöðunni og þóttu tveir þeirra koma helst til álita, Högni Óskarsson og Jón G. Stcfánsson. í læknaráði Landspítalans varð Högni hlutskarpari, fékk 11 atkvæði, en Jón 3. Það sama varð uppi á teningnum í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna; þar fékk Högni 3 atkvæði en Jón 2. Ekki vilja þó ailir sætta sig við þessi málalok. Tómas Helgascn, prófessor í geðlækning- um við Háskólann og yfirlæknir á Kleppsspítala, þykir mjög aðsóps- mikill maður og ekki mikið um það gefið að teknar séu stórákvarðanir í geðheilbrigðismálum án samráðs við sig. Tómasi mun mjög umhug- að um að Jón G. Stefánsson fái yfir- læknisstöðuna og er talið að stuðn- ingur hans getið orðið þungur á metunum. Þess má geta að Tómas Helgason er bróðir Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra, en stöðuveitingin mun nú komin í hendur flokksbróður hennar, Matt- híasar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra. Síðustu fréttir herma að ráðherra hafi gert upp hug sinn; Jón G. Stefánsson fái stöðuna... Fimmtudagur 27. október 1983 -f- urinn Heimildir í Sjálfstæðis 1 flokknum herma að Friðrik 'S' Sophusson sæki nú talsvert á í slagnum um formannsembættið. Allir frambjóðendurnir og stuðn- ingsmenn þeirra eru með símasmöl- un í gangi eins og við höfum áður sagt frá. Einn þeirra, Þorsteinn Pálsson, hefur sett upp formlegan kontór undir stjórn Friðriks Friðrikssonar og heyrum við að fyrirtækið Frjálst framtak hafi lánað húsnæði og ótakmörkuð símaafnot fyrir þessa starfsemi fram að landsfundinum. Barátta hinna tveggja, Friðriks og Birgis ísl. Gunnarssonar, mun hins vegar fara fram í heimahúsum... v ^ Aðrar heimildir innan Sjálf f / stæðisflokksins telja að Birgir ísleifur Gunnarsson hafi saxað mjög á forskot Þorsteins Pálssonar í formannskapphlaup- inu, en Friðrik dregist heldur aftur úr. Þessar heimildir telja Birgi Isleif jafnvel sigurstranglegastan á lands- fundinum með Davíð Oddsson sér við hiið sem varaformanns- kandídat. Meiningin með þessari uppstillingu mun vera sú að Birgir ísleifurgegni formannsembættinu tvö kjörtímabil, en víki þá fyrir Davíð, sem þá hafi unnið til tignar- innar með því að vinna Reykja- víkurborg á ný. Mikil vinna er nú sögð vera lögð í framboð Birgis Isleifs. Hann á enn hönk upp í bak- ið á mörgum sjálfstæðismönnum í Reykjavík frá borgarstjóratíð sinni. Nú er komið að skuldadögum og Birgir ísleifur er að innkalla gömul loforð... Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt, rautt, grátt blátt og svart. Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihluti t.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. BYGGINGAVOKUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.