Helgarpósturinn - 05.01.1984, Page 8

Helgarpósturinn - 05.01.1984, Page 8
„Viö þessi áramót beini ég enn máli mínu tii unga fólksins. Ég bið það aö gæta vel lífs síns. í því felst von okkar og fram- tíð...“ „Þótt við séum fámenn á mælikvarða stórþjóða og land okkar lítið mælt við hin stóru meginiands- svæði, getur jákvæð rödd okkar vegið þungt...“ „Stöðugt berast fréttir af styrjöldum, hryðjuverkum, náttúruhamförum og hungri. Okkar erfiðleikar eru litlir í samanburði við það...“ „Við íslendingar deiium um margt... En ættjarðar- ástina eigum við saman, um þaö deilum við ekki...“ „Mér hefur orðið tíðrætt um menningu íslendinga og reynt að vekja á henni athygli. En svo má lengi hrópa eitt oró að menn hætti að heyra, nema þeim sé því ljósara inntak þess...“ „ísland á Guði að þakka andlegar náðargjafir, sem hafa borið uppi menningu okkar og trú, sem við met- um mikils og viljum varð- veita...“ „Ég held að það sé of mikið að "segja að þessi áramótaávörp séu klisjukennd. Ég vona svo sannar- lega að endurtekning góðra óska um áramót sé góður siður. Það er hollt að líta yfir farinn veg og átta sig á því hvar við stöndum. Það mætti gera oftar. I minni ræðu talaði ég til dæmis um að við stæðum á óvenju alvar- legum tímamótum, bæði vegna atburða erlendis sem geta reynst örlagaríkir, og svo vegna þess að nú er að sjást árangur hjá okkur í efnahagsmálunum. Ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta sagt áður.“ * Aþennan hátt opnar Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra » umræðu sína, forseta okkar og biskups, um hvort ræður þeirra um áramót séu farnar að taka á sig blæ endurtekninga frá ári til árs, hvort þær séu orðnar klisjukenndar og hver sé raun- veruleg þýðing þeirra fyrir þjóð- ina sem hlustar á. Vigdís forseti og Pétur biskup eru sammála forsætisráðherran-i um um að vart megi ræður þeirra kallast klisjukenndar. Biskupinn viðurkennir þó að það vilji stund- um brenna við í áramótaræðum sínum að þar sé tæpt á málum sem oftlega hafi verið tekið á áður. Hann bætir við: „Þessi ávörp rifja gjarnan upp staðreyndir líðandi stundar og eru áminningar til þjóðarinnar um að varðveita það sem er jákvætt í fari hennar, og það er þessum áherslupunktum sameiginlegt að endurtaka sig“ Vigdís forseti bendir hinsvegar á að ávörpin þurfi ekki að endur- taka sig þar sem ný viðhorf mynd- ist á hverju ári, ný tækni taki við af annarri og ný vandamál þurfi að glíma við í kjölfar þeirra sem hafa leyst. í ljósi þessa þurfi menn sífellt að endurmeta skoðanir sín- ar. „Þegar þetta er haft í huga,“ segir Vigdís, „er ljóst að ræðu- menn mega ekki endurtaka sig þar sem um ný viðhorf má fjalla hverju sinni.“ Aðspurð um hvort hún lendi stundum í því að finnast hún vera að segja sömu hlutina aftur og aft- ur í ræðum sínum, kvaðst Vigdís ekki geta leynt því að stundum fyndist sér hún vera búin að tæma hugmyndabankann sinn. „En svo gerist það þegar ég sest niður og tek til við að semja ræðu að ég uppgötva alltaf að ég hef orðið fyrir einhverri þeirri reynslu ný- verið sem hefur lagt mér til nýtt umræðuefni í hugmyndabank- ann.“ Pétur Sigurgeirsson tekur í svipaðan streng: „Sá boðskapur sem maður vill koma til þjóðar sinn- ar hverju sinni tekur breytingum í Ijósi þess sem gerst hefur á líðandi ári, þó hann kunni að vera að kjarna til alltaf sá sami. Mitt prin- sipp í þessu er að snúa mér mis- munandi að boðskapnum hverju sinni. Ég reyni sem ég frekast get að éta ekki upp orðréttar setning- ar úr fyrri hátíðarræðum, læt hins vegar hinn sígilda boðskap alltaf komast til skila og þá með þeim hætti sem við á hverju sinni, til dæmis í ljósi þeirra vandamála sem steðja að í það og það sinnið." Steingrímur Hermannsson seg- ist ekkert hafa hugsað um klisjur þegar hann settist niður og samdi áramótaræðunasína. „Ég hugsaði aðeins um það sem ég vildi koma á framfæri; til dæmis ýmsar mannlegar afleiðingar lífsgæða- kapphlaupsins og nauðsyn þess að ná traustum tökum á grund- vallarforsendum heilbrigðs þjóð- lífs." Steingrímur vildi ekki fallast á að umfjöllun hans um efnahags- mál í ræðunni hefði verið frasa- kennd. „Ég sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem minnst væri á breiðu bökin. Áður en ég samdi ræðuna fletti ég áramótaræðum mörg ár aftur í tímann og þar var svo sem að finna ýmsar endur- tekningar. Til að mynda er verð- bólgan gamalt fyrirbæri í þessum ræðum, en ég vildi reyna að lyfta ávarpinu upp úr þessu sífellda verðbólgufari.1' Um viðbrögð almennings við áramótaávörpunum sögðu þessir þrír helstu forsvarsmenn þjóðar- innar að þau væru alla jafna mjög hlýleg og fólk sýndi þau glöggt. „Það hefur bæði verið hringt í mig og talað við mig beint um það sem ég hef fjallað um í ávörpunum," segir biskupinn herra Pétur og bætir við: „Ég held ég geti fullyrt það — án þess þó að upphefja sjálf- an mig — að fólki finnst uppörv- andi að hlýða á það sem ég hef lagt áherslu á í mínum boðskap, sem síðan er ákaflega mikil upp- örvun fyrir sjálfan mig.“ Vigdís segir um þetta atriði: „Eins og mál horfa við mér og embætti mínu, finnst mér fólk meta það mikils að minnst sé á þjóðerni þess, uppruna, menning- ararfleið og sögu, eins og ég hef lagt áherslu á að fjalla um í mínum ávörpum." Vigdís bætir við: „Það hefur ekki borið mikið á þessari þjóðernistilfinningu upp á síð- kastið, en hún blundar samt með öllum. íslendingar vilja byggja framtíð sína á reynslu fortíðarinn- ar, enda fengjum við fátt við ráðið ef við vissum ekki hver við erum og hvar við búum. Þetta finn ég af þeim viðtökum sem ég fæ við mínum ávörpum," segir Vigdís. orsetinn minnist á þjóðernistilfinninguna hér á undan. í áramóta ávörpum þeirra þriggja sem hér er rætt við kemur þetta hugtak víða fyrir. 1 ljósi þess sem margur hefur haldið fram á síð- ustu árum, að þessi sérstaka til- finning fyrir þjóðarmetnaðinum sé á undanhaldi, eru forsetinn, biskupinn og forsætisráðherrann spurð hvort nokkurs sé vert að höfða til þjóðernistilfinningarinn- ar lengur. Pétur Sigurgeirsson segir að þó greinilegt sé að þjóðernistilfinn- ingin sé ekki söm og hún hafi verið á árum áður þegar við háð- um okkar baráttu fyrir sjálfstæði, þá sé engu að síður mjög mikils- vert að nota hvert tilefni sem gef- ist til að slá á strengi þessarar til- finningar. „Vegna þess einfald- lega," segir biskupinn, „að án hennar fyndum við okkur ekki lengur sem ein þjóð." Vigdís Finn- bogadóttir er á sama máli og biskup: „Ef við trúum ekki lengur á fósturjörðina okkar og þjóðina sem hana byggir, þá er til lítils að búa á þessari eyju. Það er okkur lífsnauðsynlegt að ala á þessari trú og það er aldrei of oft á hana minnst, hvorki í ræðu né riti." Steingrímur tekur undir þetta og bendir á að herða þurfi á þjóð- ernistilfinningunni. „Mér finnst þurfa að leggja miklu meiri rækt við íslandssögukennslu, íslenska tungu og önnur þjóðleg verðmæti en gert hefur verið á síðustu ár- um.“ En hvað um það að ára- mótaávörpin séu orðin úrelt, að þau séu svo hefðbundin að fólk hafi ekki lengur áhuga á þeim? Herra Pétur Sigurgeirsson svarar þessu fyrstur þremenninganna: „Það er sannfæring mín að ára mótaávörpin séu þörf áminning öllum almenningi, ekki ósvipað og þátturinn Daglegt mál hefur verið undanliðna áratugi. Ég held ég geti fullyrt að nær allir Islend- ingar bíði eftir þessum tímamót- um, enda bera þeir traust til þeirra sem tala og sjálfir eru þeir þannig stemmdir á þessum áramótum að þeir vilja hlusta á jákvæðan boð- skap, hughreystingu og góðar óskir um nýtt ár.“ Steingrímur segir, af viðbrögð- um við sínu ávarpi að dæma, mik- ið hafa verið hlustað og vel tekið eftir. „Ég reyndi líka að hefja þessi orð mín upp úr þessum daglegu á- tökum sem alltaf er verið að tala um,“ segir hann. „Auðvitað eru áramótaávörp hefðbundin," segir Vigdís. „En mér finnst nauðsynlegt að halda í hefðirnar. Þótt mönnum kunni að finnast ýmsar þeirra eilítið gamal- dags megum við ekki glata þeim. Þær eru það trausta bjarg sem framtiðin byggir best á.“ „Viö íslendingar erum stolt þjóð. Við vitum að við ráðum okkur sjálf, og við fáum ráðið við okkar mál...“ „Þjóðina má ekki kljúfa í fylkingar. Á því höfum við íslendingar ekki efni. Hver hlekkurinn er öðrum ómissandi. Við erum ein þjóð og höfum miklar skyldur hvert gagnvart öðru...“ „Með íslenska menningu okkar í veganesti ásamt nokkrum veraldarauði, leggjum við á nýjan bratta...“ „Það er fyrir íslenska tungu, sameiningartákn þjóðar okkar, aó við þekkjum sögu forfeðra okkar og líf...“ „Við stöndum nú á krossgötum. Auðlindunum eru takmörk sett og þær auðlindir, sem við höfum fyrst og fremst nýtt til lands og sjávar, eru að öllum líkindum full- nýttar...“ „ „Róið Islendingar — nú er lag,..“, sagöi Jón Sigurðsson...“ Klisjur samasem hefð? „Við rekumst á klisjur í máli stjórnmálamanna og skriffinna kerfisins, embættismanna," segir Svavar Sigmundsson, málfræð- ingur. Svavar var einn þremenn- inganna sem tóku saman Slangur- orðabókina í fyrra. „Klisjurnar eru sennilega mest áberandi í máli stjórnmáia- manna," segir hann. „Þeir grípa til þeirra oft á tíðum til einföldunar á máli sínu, þeir þurfa oft að ein- falda hlutina. Fólk verður þreytt á þessum frösum. — það vill fá eitt- hvað nýtt. Enda er það eftirtektar- vert að þeir stjórnmálamenn síð- ustu árin sem hafa sagt hlutina öðruvísi, þeir hafa slegið í gegn. Með klisjunotkuninni komast þeir oft hjá því að þurfa að útskýra hlutina. Áðalklisjan í mörg ár hef- ur auðvitað verið verðbólgan: Það er talað um verðbólgudraug- inn og verðbólgubálið. Þetta eru myndhverfingar á þessum fyrir- bærum og það er tekið eftir þeim stjórnmálamönnum sem fyrstir kalla þau nýjum nöfnum." Það má e.t.v. spyrja sem svo hvort hugmyndir sem settar eru fram opinberlega séu farnar að fylgja lögmáli neysluþjóðfélags- ins: að hugmyndum, staðreynd- um og stefnum sé pakkað inn í mismunandi umbúðir sem síðan sé stillt út í fjölmiðla. Að virk og kjarnmikil tunga, það tæki sem við notum til að greina og túlka raunveruleikann, sé á undanhaldi og auglýsingalegir frasar að taka við. „Það má kannski vel fallast á slíka skilgreiningu," segir Svavar, „og ég hugsa að íslensk tunga sé á vissan hátt fátækari þegar búið er að ofnota orð og visst orðafar þannig að fólk er hætt að taka eftir því sem sagt er. En tungumál get- ur endurnýjað sig og ég býst við að íslenskan sé alltaf að því að ein- hverju leyti. í sjálfstæðisbarátt- unni á síðustu öíd gerðist þetta meðvitað. Það var beinlínis unnið að þessari endurnýjun, fáeinir menn réðu ferðinni, í upphafi að minnsta kosti. Það er spurning hvort hægt sé að endurtaka svona vakningu og menn eru ekkert sammála um hvort þröf sé á því. Ég held að öll endurnýjun í tungunni núna verði á miklu breiðari grundvelli og að það sé draumsýn að ætla að ná sama árangri núna. Það er svo margt annað sem kemur til nú orðið, til dæmis fjölmiðlarnir. Það má kannski segja að þeir geti yirk- að í báðar áttir í þessu dæmi, bæði haldið við klisjunum og eins unnið að endurnýjun. í Danmörku er það viðurkennt að það tungumál sem Glistrup notaði í pólitíkinni hafi endurnýjað pólitískt tungutak þar. Hér hefur hins vegar mjög lít- ið verið fjallað um þessa hluti af fræðimönnum. Það er rétt að maður verður lítið var við nýbreytni í þessum ára- mótaávörpum og mörgum leiðist að heyra það sem margoft hefur verið sagt áður. En menn gera líka mismunandi kröfur. Flestir búast líklega við því, að í þessum ræð- um sé notað hátíðlegt mál, þar sem ríkulega er skírskotað til þjóðernistilfinningar og þar sem leiðtogarnir stappa stálinu í þjóð- ina. Það er sterk hefð í þessum ræðum sem margir vilja halda fast í. En ég býst ekki við að yngri hluta þjóðarinnar finnist mikið til koma. Þessar ræður eru þjóðlegar hefðir, hefðir sem fylgja þessum embættum, og fólk muni sakna þeirra ef þær hyrfu. Og ég býst við að fólk hlusti á þessar ræður og taki eftir því þegar eitthvað nýtt er sagt í þeim," segir Svavar Sig- mundsson. 8 HELGARPÖSTURirM

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.