Helgarpósturinn - 05.01.1984, Page 15
í Helgarpóstsviðtali
Kaupmannahöfn á seinni stríðsárunum.
Magnús segir söguna: ,,Úr sögu liðinna alda
fær einstaklingurinn fræðslu um þróun þjóð-
ar sinnar og baráttu. Þangað sækir hann
þrótt á erfiðum tímum og þar finnur hann
rökin fyrir tilverurétti sínum og þann grund
völl sem framtíðin verður að hvíla á.“ Eg á
auðvelt með að taka undir þessi orð Magnús-
ar.“
Ekki madur kreddunnar
Pólitík er nœsta umrœðuefni. Erlingur er
talsvert þekktur af pólitískum afskiptum sín-
um. Hefur hann alltaf veriö þrœlpólitískur?
,,Ja, ég heldjrað bara, hérumbil svo langt
sem ég man. Eg kalla í rauninni allt pólitík.
Hún nær í mínum huga langt út fyrir
þrengstu íslensku flokkapólitík. Lífið er póli-
tískt. Og pólitík er ekkert annað en lífsvið-
horf sem menn velja sér, öðlast ómeðvitað
eða hlotnast í arf. Hún er spurning um það
hvernig menn vilja hafa hlutina í kringum
sig. Menn stjórnast svo mismunandi af þessu
lífsviðhorfi sínu. I sumum tilvikum verður
það aðkreddummannaeða bóksta fstrú. Ég
held að svo sé ekki komið fyrir mér. Ég er
ramm pólitiskur, en vonandi ekki maður
kreddunnar."
— Einhverra hluta vegna fékk þín pólitík
á sig rauðleitan blœ. Hvers vegna?
„Pólitík er náttúrlega ekki sprottin upp í
eðli manns, nema fyrir einhver utanað-
komandi áhrif. Ég tók afstöðu með þeim sem
minna mega sín strax á barnsaldri. Það var
mín barnatrú, ef svo má segja, að menn ættu
að vinna saman og mér fannst ósanngjarnt
að menn uppskæru ekki í samræmi við
vinnu sína. Samkvæmt þessu fannst mér
taumlaus sérgæðingsskapur ekki eiga rétt á
sér, hvað þá auðsöfnun fárra útvaldra sem
þeir hagnýttu sjálfum sér til að koma ár sinni
fyrir borð. Þessi barnatrú, sem ég svo nefni,
hefur fylgt mér æ síðan.
Ég held að þessi afstaða sé sprottin upp úr
uppruna mínum. Félagshyggja og samhjálp
fólks kom mér fyrst til hugar þegar ég fór að
kynnast sveitinni í kringum mig.
Ekki svo að skilja að ég sé „fæddur inn í
flokkinn". Ég gekk í Alþýðubandalagið hálf-
þrítugur maður eftir mikla pólitíska umhugs-
un og þátttöku. Mín sjónarmið eiga best
heima í þessum flokki, ekki síst vegna þess
að ég er ákafur herstöðvaandstæðingur og
hef aldrei skilið vopnaðan frið, en þó er langt
frá því að ég sé alsáttur við þennan flokk.
Hann er vitanlega ekki gallalaus. Þetta er
svona þokkalegur krataflokkur á evrópska
vísu, langt frá því að vera neitt rosalega
rauður, en verður samt að teljast lengst til
vinstri á íslenska flokkavísu."
— Hefuröu yndi af pólitík, finnst þér hún
skemmtileg?
„Það verður að segjast að auðvitað væri
maður ekkert að skipta sér af þessu pólitíska
þrasi ef maður hefði ekki öðrum þræði eitt-
hvert gaman af þessu. Og þó maður sé ansi
þreyttur og stundum argur og segi við sjálf-
an sig: Jæja, maður kemur ekki nálægt
þessu framar; þá er alltaf eitthvað sem dreg-
ur mann að pólitíkinni að nýju. Ég get ekki
beint skilgreint hvaða hvatir eða kenndir
liggja þarna að baki, ellegar hvaða afl það er
sem togar mann að pólitíkinni. Ég held þó að
'megin ástæðan fyrir pólitískri þátttöku
manna sé sú að þeim stendur einfaldlega
ekki á sama. Mér er ekkert sama hvert
stefnir í þessu þjóðfélagi. Ég er iðulega að
finna að stjórnun landsins eða að hrjósa hug-
ur við leiðum sem farnar eru til lausnar
vandamálum þess. Þegar og ef mér finnst
betur megagera, þá læt ég það vissulega
koma í ljós af mínum veika mætti. Mér finnst
það beinlínis skylda mín, ef ekki persónuleg,
þá lýðræðisleg.
Svo má vera að það sé einhversskonar
persónulegur metnaður sem reki mann á-
fram inn í hringiðu stjórnmálanna. Þar á ég
ekki við metnað sem birtist í embættum eða
ýmisskonar vegtyllum, heldur innri metnað.
Það er eítthvað sem bærist innra með manni
sem hrópar á afstöðu í hverju máli. Ég er
ekkert frá því að maður sé að svala lífsþörf
sinni með pólitískri þátttöku. Maður vill láta
vita af skoðunum sínum, rétt si sona til að
minna á tilveru sína."
— Heldurðu að það sé á einhvern hátt eftir-
sóknarvert hlutskipti að gerast atvinnu-
stjórnmálamaður, drífa sig á þing eða í
bœjarstjórn?
„Ég held það hljóti að teljast eftirsóknar-
vert að leggja krafta sína til framfaramála
sinnar þjóðar, og reyna, þó svo grátlega
seint geti gengið. I slíku starfi fá menn svalað
þessum persónulega metnaði sem ég skil-
greindi áðan, í langtum meiri mæli en við
sem heima sitjum og sinnum einungis pólitík
sem hverju öðru fikti. Eitt sér er þetta heill-
andi. En á móti þessu kemur að líf atvinnu-
stjórnmálamanns er enginn dans á rósum,
aldrei friður og til hans eru gerðar gífurlegar
kröfur. Þessir menn eru ekkert ofhaldnir af
sínum launum svo sem margir vilja halda
fram, því að fyrir utan ofboðslegt vinnuálag,
eril og afneitun einkalífs, þá eru
gerðar miklar kröfur til örlætis þeirra. Þess
er krafist af þeim að þeir miðli að launum
sínum til ýmissa mála, svo sem félagslegra
framlaga, öðrum fremur, því til þess er
óneitanlega tekið ef þeir ganga ekki á undan
með góðu fordæmi."
— f'yrir síðustu alþingskosningar var
minnst á þig sem arftaka Stefáns Jónssonar
í fyrsta sœti Alþýbubandalagsins t Norður-
landskjördœmi eystra. Þú fórst nú samt ekki
fram, en mig langar að spyrja þig hvort þú
stefnir á þingmennsku einhverntíma í fram-
tíðinni?
„Nú nefnirðu meira en ég hefi heyrt. En
það er náttúrlega voðalega erfitt að svara
þessari spurningu með einu jái eða neii, þar
sem maður hefur nú einu sinni brennandi á-
huga á pólitík. Þú getur rétt ímyndað þér
hvað fólk hugsar ef ég svara með jái: Nú,
hann er bara kominn með þingmanninn
strax í magann! — Og ef ég svara með neii:
Bölvuð vitleysa í manninum, auðvitað dauð-
langar hann, þorir bara ekki að viðurkenna
það! -
Ég held ég svari þessu því bara ekkert.
Maður svarar nefnilega aldrei fyrir framtíð-
ina, enginn veit hvað verður eftir ár og ára-
tugi. En sem stendur stefni ég ekki á þing,
enda í flokki með úrvalsfólki og þar í hópi er
ég örugglega ekki næstur í kandidatsröð-
inni.“
Daglegt mál — stuttar
áminningar
— Daglegt mál er nœst á dagskrá. Þessi
þáttur hefur notið ómœldra vinsœlda í ára-
tugi. Hvða veldur?
„Það er með Daglegt mál eins og stjórn
þjóðfélagsins; mönnum stendur ekki á sama.
Það er af þessum sökum sem fólk vill lifandi
umræðu um málið sitt, auk þess sem það
þarfnast hennar. Stuttar áminningar á fárra
daga fresti eru fólki kærkomnar.
Þó er til fólk sem er í nöp við þáttinn vegna
þessa áminningartóns sem hvílir yfir hon-
um. Það virðist þola ákaflega illa ábending-
ar, vegna þess einfaldlega að það telur sig
hafið yfir leiðsögn eða áminningu í málfars-
efnum. Þetta er fólk sem segir sem svo að
það sé orðið svo aldrað að það þurfi ekki
lengur tilsögn. Þarna erum við komnir að
spurningunni hvenær fólk sé vaxið upp úr
því að það þurfi að leiðrétta. Að
mínu viti vex enginn, hversu skóiagenginn
eða gamall sem hann verður, upp úr því að
þurfa tilsögn í málfarslegum atriðum.
Menn eru svo líka misjafnlega hörundssárir
í þessum efnum á fullorðinsaldri, telja það
lítilsvirðingu ef þeim er bent á eitthvað sem
betur má fara í máli þeirra. Sem betur fer eru
þeir þó fleiri sem eru námfúsir á íslenskuna
alla ævi.“
— Þú talar um þáttinn Daglegt mál sem
stuttar áminningar. Kunna vinsældir hans
ekki einmitt að stafa afþessum knappa tíma
sem hann er hverju sinni á dagskránni?
„Þessi stutti tími orsakar náttúrlega ekki
vinsældir hans, en hann á beinan þátt í að
viðhalda þeim. í þessu hraðfara þjóðfélagi
sem við lifum í, þar sem menn gefa sér varla
tíma til að leggja hlustir við útvarpið lang-
tímum saman, eru þessar fimm mínútur sem
Daglegt mál tekur, mjög mikill styrkur þátt-
arins. Menn víla þær ekki fyrir sér, síst af öllu
þegar þjóðtunga þeirra á í hlut.
Or skipting umsjármanna þáttanna held
ég að eigi líka sinn þátt í að viðhalda vin-
sældum Daglegs máls. Menn eru ekki nema
fáa mánuði í einu við hljóðnemann þar til
nýr maður tekur við og þessi endurnýjun
viðheldur vissum ferskleika, fyrir utan það
eitt að hlustendur verða leiðir á sama mann-
inum og hans rausi þegar til langs tíma er
litið. Þess vegna hverfur mín rödd af öldum
ljósvakans eftir liðlega tvo mánuði. En ég
hef haft gaman af þessu og gæti vel hugsað
mér að annast þáttinn einhverntíma síðar, ef
ég á þá afturkvæmt eftir þetta viðtalí"
Ertu málhreinsunarmaður?
„Ég kalla mig nú fremur málverndunar-
mann, þó ég geti ekki neitað því að sums-
staðar finnist mér þurfa að ræsta út í málinu.
En ég vil ekki taka upp neina ráðuneytis-
stefnu í þeim efnum. Mér finnst fráleitt að
banna ný orð, svo fremi að þau lagi sig að ís-
lenskum málfarsreglum. íslenskt mál verður
að fá að þróast með eðlilegum hætti, aðlaga
sig að nýjum þjóðfélagsháttum og breytast
eftir því sem tímar líða fram. Að öðrum kosti
staðnar það og verður óskaplega illt og ó-
þjált á tungu þeirra sem erfa skulu landið.
Það má ekki henda þetta fallega mál okkar.
En að sama skapi og ég vil auðga íslenskt
mál og leyfa því að þróast eðlilega þá vil ég
viðhalda gömlu íslensku málfari. Það kalla
ég málvernd. Þetta er pólitískt mál eins og
allt annað sem við fáumst við. Málvernd er
spurning um þjóðernisstefnu, sjálfstæði og
einnig spurning um metnað einstaklinga og
þjóðar. Þeir eru til sem vilja algjört frelsi í
þessu efni. Þei vilja leyfa málinu að þróast og
breytast án þess að nokkur skipti sér af því,
sömuleiðis og þessum mönnum finnst óvar-
legt að vera að hafa vit fyrir mönnum hvað
daglegt mál þeirra snertir. Ég tel hins vegar
af ef menn taka upp á því að tala sitt eigið
mál og þróa það að eigin geðþótta, þá standi
þeir uppi eftir nokkur ár eða áratugi án þess
að geta talað við nokkurn mann nema sjálfa
sig. Við verðum að hafa í huga að málið er
okkar helsta tjáningartæki. Það hjálpar okk-
ur að skilja hvert annað og þvi er rangsnúið
að hver og einn megi leyfa sér að tala sem
honum sýnist án þess að taka minnsta tillit til
þess eða þeirra sem á hann hlýða.
Við þurfum, verðum í rauninni, að halda
vöku okkar í þessu efni. Sagan er grundvöll-
urinn að framtíð okkar, skilningurinn á til-
verunni og því er okkur nauðsynlegt að geta
lesið aftur í aldir. Við verðum að geta skilið
það sem forfeður okkar voru að skrifa, hvað
þeir voru að vilja og hvert þeir vildu stefna.
Þetta er ekki unnt nema með því að viðhalda
málinu, auka skilning fólks á því gamla í ís-
lenskunni um leið og við aðlögum hana nýj-
um og breyttum tímum. Að öðrum kosti
kippum við fótunum undan tilverurétti okk-
ar. Við stæðum uppi skilningssljó á þátíð og
framtíð."