Helgarpósturinn - 05.01.1984, Qupperneq 18
ÚTVARP — SJÓNVARP
Vanir menn...
eftir Pál Baldvin Baldvinsson
Ríkisútvarpid — Hljódvarp
Möröur Valgardsson eftir Jóhann Sigur-
jónsson.
Þýðing: Sigurdur Guðmundsson
Leikgerð: Bríet Héðinsdóttir.
Tónlist: Leifur Þórarinsson.
Tœknimenn: Friörik Stefánsson, Hreinn
Valdimarsson og Bjarni M. Bjarnason.
Leiklistardeildin á rás eitt átti tromp á
hendi og spilaði því út á jóladag og var
tími til kominn. Leiklistardeildin er
stærsta leikhús landsins, á verk hennar
geta allir hlustað, kæri þeir sig um að
fylgjast með leiklist. Yfirleitt flytur deild-
in lítil, snotur smáverk, stundum íslensk,
en stöku sinnum ráðast forstöðumenn
deildarinnar í stórvirki. Það gerðu þeir á
jóladag, þegar fluttur var í útvarpi hér á
landi öðru sinni sjónleikurinn Mörður
Valgarðsson í útvarpsgerð.
Það liggur í augum uppi, að sjónleikir
sem samdir eru fyrir sjón og svið falla
ekki alltaf óbreyttir í útvarpsmiðilinn.
Athöfnin ríkir í sjónleiknum, eða deilir
völdum með orðræðu, orðin skila sér en
athafnir er erfitt að „sýna" með hljóðum.
Leikhljóð eða áhrifshljóð eins og þau eru
líka kölluð, hjálpa okkur að sjá atburði og
umhverfi fyrir hugskotssjónum, en koma
aldrei í staðinn fyrir sjón og raun. Út-
varpsleikurinn neyðir okkur til að beita
hugmyndafluginu.
A jóladag sannaðist enn einu sinni hví-
líkt leikskáld Jóhann var, Mörður féll að
ýmsu leyti betur við útvarp heldur en
svið, ef ég man rétt heildaráhrifin frá sýn-
ingu Þjóðleikhússins fyrir nærri þrettán
árum. Þá varð líka ljóst að talsverð vand-
kvæði eru á því að setja verkið á svið.
Þau hurfu í útvarpi. Leikurinn var laus
við viðamikinn umbúnað, losnaði undan
klafa þess natúralisma sem mótar flestar
leiksýningar hérlendis.
Eins og Jón Viðar Jónsson rakti í stuttu
inngangserindi, litu landar Jóhanns lengi
svo á að þessu ástsæla skáldi hefði illa
mistekist í endurvinnu á yrkisefnum
Njáluhöfundar. Þeir litu á það sem vott
um hugmyndaskort og ofdramb, þess lítt
minnugir að öll ástsælustu skáld þjóðar-
innar sóttu yrkisefni í sögurnar. Hlust-
endur sem voru svo heppnir að heyra
leikinn á jóladag geta borið vitni um
árangur skáldsins í glímunni við við-
fangsefni Njálu — Jóhann samdi þrumu-
gott verk sem stendur sjálfstætt og getur
farið víða kosta sinna vegna, verðugur
fulltrúi fyrir leikritun okkar á þessari öld.
Jón tæpti líka á kenningunni um Jó-
hann sem raunsæismann — andstætt við-
teknum hugmyndum manna um piltinn
frá Laxamýri sem holdgað afkvæmi
rómantisku stefnunnar. Víst er erfitt að
skipa Jóhanni svo á bekk — hann er
raunsær í persónusköpun sinni, hallur
undir ráðandi tísku síns tima í umhverfis-
lýsingu, en málið Ijóðrænt og táknríkt.
Jón segir hann raunsæismann í hug-
myndum, tilvistarskoðun hans sé svo í
takt við upplausn samtímans. Ágætt að
leiklistardeildin skuli hafa bókmennta-
mann fyrir málsvara, meira að segja með
skoðanir.
Bríet Héðinsdóttir notaði þýðingu
Sigurðar Guðmundssonar sem var af-
bragðsgóð á sínum tíma og eldist vel.
Hún greip það ráð að stytta leikinn nokk-
uð, alltaf smekklega, hraðaði framrás og
jók spennu, án þess að skerða nokkuð
ætlun höfundar. í leikstjórn nam hún
burt öll umhverfishljóð, en bjó leikinn í
hljómtjöld Leifs Þórarinssonar, volduga
smíð og dramtíska. Var það allt gott,
hinsvegar leiðist mér tildrið í hérlendum
leikstjórum þegar þeir eru að skrifa sig
fyrir leikgerðum, eins og það hafi ekki
tíðkast frá upphafi að leikstjórar styttu,
skeyttu saman og yfirleitt réðu talsverðu
um þau verk sem þeir stýrðu, og þætti
ekki tiltökumáí.
Bríet kallaði til leiks einvalalið: þar var
vanur maður í hverju rúmi og lá enginn
á liði sínu. Frá upphafi, heitingum og
bölvun Valgarðs gráa til lokaorða Skarp-
héðins. Var ljóst að þessu sinni hvað sam-
stilltur flutningur er mikils megnugur.
Helgi Skúlason varaðist að gera
of mikið, tjáði brögð Marðar svo
sakleysislega og af sannfæringu að eng-
inn gat annað en trúað honum. Hann dró
heldur ekki af sér þegar gríman féll, heift-
in svall í honum, föður sínum likur, því
ekki var hann síðri. Andstæðingar Marð-
ar og leiksoppar voru feðgarnir á Berg-
Helgi Skúlason —
tjáði brögð Maröar
svo sakleysislega
og af sannfaeringu
að enginn gat
annað en trúað
honum.
þórshvoli, með Þorstein Ö. Stephensen -
og Erling Gíslason í eldlínunni. Njáll var
vís en breyskur og Skarphéðinn öllum
heillum horfinn. Óskýrari persónur eru
þeir mágar Kári, Helgi og Grímur, hver
rödd samt auðgreinileg og persónubund-
in.
Unga fólkið, Höskuld og Hildigunni,
léku þau Johann Siguröarson og Guö-
björg Thoroddsen: Jóhann í háska því
hlutverkið er svo auðveldlega væmið,
Höskuldur er svo mikið góðmenni, en
Guðbjörg bjargaði Jóa, hressileg og þýð
rödd, innilegur leikur sem stigmagnaðist
fram á síðasta tilsvar. Mögnuð frammi-
staða!
í því felst list útvarpsins: leik með and-
stæður í röddum. Leikstjórinn ætlaði sér
greinilega að gefa áheyranda tilfinningu
fyrir rými með misháum röddum og
tókst það. Eins var talsvert misjafn radd-
mátturinn í nálægðri upptöku, hvísl á
móti háttkveðnum heitingum og gekk
vel upp. Dálítið þóttu mér raddir Þor-
steins Gunnarssonar og Hallmars Sig-
urössonar hljómlíkar, það verður að
huga vel að slíkum líkingum og varast
þau. Báðir stóðu sig samt ágætlega. Hall-
mar full hátíðlegur, en það er vandratað
meðalhófið með lýriska texta.
Kvenfólkið var margt í smáum og stór-
um rullum: undantekninealaust svo sómi
varð að: Guörún Ásmundsdóttir, Helga
Jónsdóttir og Helga Bachmann, og -
Margrét Helga. Það þyrfti aðeins að end-
urtaka þetta sem fyrst, með góðum fyrir-
vara og vel auglýst, svo fleiri fái notið
þess, en þeir sem sátu við útvarpið á jóla-
dag.
...og vidvaningar
Ríkisútvarpiö — Sjónvarp
Hver er... eftir Þorstein Marelsson
Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson.
Myndataka: Örn Sveinsson.
Hljóö: Böövar Guömundsson.
Klipping: Jimmy Sjöland.
Leikmynd: Gunnar Baldursson.
Frumsýning 26. desember.
Að aflokinni sýningu á síðustu afurð
Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins
okkar að kvöldi annars jóladags gat öll
þjóðin spurt: Hvað átti þetta nú að þýða?
Fátt varð um svör, enda var jólaboðskap-
ur starfsmanna Hinriks Bjarnasonar
heldur óljós að þessu sinni. Hver er... —
og mun líkasttil vera málshátturinn Hver
er sinnar gæfu smiður. Eftir á að hyggja
spyr maður: Er þessi titill rætin athuga-
semd um þjónustu Hrafns Gunhlaugsson-
ar í þágu Sjónvarpsins? Eða háspekileg
glósa um örlög Lista- og skemmtideildar?
En svo rifjast það upp að þetta var lítil
saga um lítinn kall, ekki ósnortur þegar
kjarninn var greindur frá hisminu: lengd-
in á myndinni gleymd, leikurinn látinn
liggja milli hluta og sögukjarninn einn
stóð eftir. Og þá vaknar önnur spurning:
Var virkilega ekki hægt að gera úr þess-
ari sögu stutta/nanneskjulega sjónvarps-
mynd? Saga Þorsteins Marelssonar var
fjarri þvi að vera vitlaus ef numdir væru
burt úr henni nokkrir ósennilegir þættir:
hjónabandsraunir Sveins gátu nægt til að
hann leitaði af mölinni, engin ástæða var
að blanda inn í söguna tónverkinu mikla,
enn síður tilbúningnum um blindu pilts-
ins, sem varð reyndar til þess að okkur
tókst aldrei að sjá framan í þessa hetju
sögunnar. Þarmeð væru úr sögunni tveir
harla leiðigjarnir og margendurteknir
þættir úr myndmálinu: tónverk í öllum
sínum uppköstum, heilt og skorið í sund-
ur með flæðandi blóðtaumum — hvílíkar
klisjur sem boðið er uppá! — og sólgler-
augun, sem urðu reyndar stór hindrun í
kynnum okkar af mannræflinum sem ég
held allavega að höfundurinn hafi ætlast
til að við kenndum eitthvað í brjósti um.
Það er nefnilega svo í framreiðslu
hverskyns sögu, kvikmyndasaga er þar
ekki undanskilin, að byggist hún á mann-
lýsingum og reki einhverja þróun í lífi
þeirra, þá er eiginlega nauðsynlegt að
við kynnumst þeim manneskjum í orð-
um og verki. Við verðum að sjá á þeim
fleiri en eina hlið, nema einungis sé ætl-
ast til að persónurnar verði einhliða
skrípamyndir, eins og t.d. skólastjórinn
var. Einkum er þetta mikilvægt um per-
sónur sem eiga að bera uppi atburðarás
í 91 mínútu og 37 sekúndur. Þetta hélt ég
að kvikmyndaleikstjóri með reynslu og
menntun á borð við Hrafn Gunnlaugsson
vissi mætavel. Á þessu flaskaði hann illi-
lega í mynd sinni um Svein. Við vorum
eiginlega engu nær um hann þegar upp
var staðið: hann var tónlistarmaður,
skallapoppari, og drykkfelldur í þokka-
bót, hafði ekki snefil af sjálfsvirðingu, ó-
merkilegur — en virtist gott kennaraefni.
Hvernig leið honum? Hvað þótti honum
um lífið? Var hann vinalaus? Átti hann
enga fjölskyldu? Hvað fannst honum
fyndið? Hvað leiddist honum? Af hverju
gugnaði hann? Átti þessi langavitleysa
kannski bara að vera seigdrepandi
kennslustund í mannfyrirlitningu í tilefni
hátíðarinnar?
Hinrik Bjarnason lofaði áhorfendum á
innanhússýningu í Sjónvarpinu að þetta
yrði síðasta verkið sem komið hefði út úr
rithöfundanámskeiði Hrafns Gunnlaugs-
sonar. Hann gat þess að þetta námskeið
væri frægt orðið. Nú hefur undirritaður
verið fjarri góðu gamni, hefur enga
mynd séð af námskeiðsafrakstrinum ut-
an þessa og Nauðug/Viljug. Varla trúi ég
öðru en höfundar hafi á þessu námskeiði
lagt sig alla fram með sínar smáu hug-
myndir sem sumar urðu seinna að löng-
um myndum; Þorsteinn Marelsson þar á
meðal. Ég þykist líka vita að Þorsteinn
hafi af kynnum af skólum á landsbyggð-
inni þekkt sitt sögusvið mætavel, t.d. vit-
að að unglingaskólar á þessum stöðum
eru skipaðir fleiri en einum aldurshóp; að
agabrot vegna áfengisneyslu eru ekki
brottrekstrarsök nema þau séu síendur-
tekin; að unglingar sem hafa lent í hönd-
unum á vörðum laganna eru komnir
undir verndarvæng og eftirlit barna-
verndarnefnda, þá er ekki hægt að reka
Skólaskemmtunin í
Hver er... — átti
þessi langavitleysa
kannski bara að
vera seindrepandi
kennslustund i
mannfyrirlitningu f
tilefni hátíðarinnar?
spyr Páll Baldvin
m.a. i umsögn
sinni.
bara sisona, jafnvel þótt skólastjórinn á
staðnum sé trékarl, svo gamaldags að
hann lætur nemendur syngja Afram
Kristsmenn krossmenn! Égþykistlíkavita
að Þorsteinn hafi af starfa sínum öðlast
nokkra innsýn í sálarlíf kennara og nem-
enda sem leita út á land til að finna þar
skjól fyrir köldum vindum borgarlífsins.
En hversvegna að láta þá starfsmenn Sjó-
varpsins fokka upp fyrir sér ágætu tæki--
færi til að fjalla um þessi mál af tilhlýði-
legri mannelsku og nærgætni?
Þórhallur Sigurösson, Jón Viöar Jóns-
son og Ylfa Edelstein eru öll viðvaningar
í leiklistinni. Það sést af löngu færi á
hreyfingum þeirra, heyrist á tali þeirra
og framsögn, skín út úr samleik þeirra.
Þórhallur og Ylfa báru hitann og þung-
ann í þessari mynd. Hann á margt eftir ó-
lært til að geta kljást við túlkun heillar
persónu; margt gerði hann snoturlega,
en honum var gersamlega um megn að
tjá örvæntingu Sveins á trúverðugan
hátt. Þá var bara gripið til feiti, hann
smurður í framan og svo úðaður með
vatni — og sjá — hetjan lá í svitabaði af
örvæntingu! Kæri Þórhallur sig um
frama á þessu sviði, verður hann að læra
framsögn öðru fremur svo hann megni
að finna aðalatriði i hverju tilsvari, og
komi því til skila. Ylfa naut æsku sinnar
í vanmætti þessa unglings og var næst
því að hafa tök á sínu stykki. Markvissari
leikstjórn hefði getað hjálpað henni á
leiðarenda. Jón Viöar ætti að vita að leik-
listin er vandnumin. Hann hefur lítt
sveigjanlega rödd og ónæma fyrir þeim
fjölbreytilegu hljómbrigðum sem leikara
eru nauðsynleg. Það er ráðlegast að at-
vinnumenn annist þessa hluti, annars
endar þetta allt i fúski.
Kvikmyndataka og hljóð, klipping og
leikmynd í þessu verki virtust mér sam-
viskusamlega og snoturlega unnin, en
það dugar ekki þegar rauði þráðurinn er
hnökróttur, undinn og í sundur á mörg-
um stöðum. Úr honum verður ekki ofin
nein flík sem skjól er i.
18 HELGARPÓSTURINN