Helgarpósturinn - 05.01.1984, Síða 20
BOKMENNTIR
Tvöfalt minningarrit
Kristján Eldjárn: Arngrímur málari.
247 tölus. sídur, þar af „bókarauki", skrár
og fleira á 40 síöum.
Iöunn, Rvík 1983.
Þegar sá sem þetta ritar var að vaxa úr
grasi í Reykjadal norður þótti honum ekkert
tiltökumál þótt þar væri að finna fiðlur og
önnur hljóðfæri á flestöllum bæjum og hvar-
vetna virtist einhver kunna með slík tæki að
fara. Þetta var barninu sjálfsagður partur til-
verunnar. Seinna varð að vísu Ijóst að svona
hafði þetta ekki verið allstaðar og átti sér
merkilegar skýringar. Mér finnst nú að það
hafi einmitt verið í sambandi við fiðluleikinn
sem ég heyrði fyrst fljúga fyrir nafnið Arn-
grímur málari — og þá líklega tengt nafni
Voga-Jóns. Síðar vaknaði talsverð forvitni
um þennan dularfuila Arngrím þegar mér
gafst unglingi færi á að sýsla með öðrum við
að safna munum til Byggðasafns Þingeyinga
að Grenjaðarstað. En margt sýndist ekki.
verða vitað. Sögur mátti að vísu heyra sagð-
ar til sanninda því að Arngrímur hefði verið
listamaður af guðs náð, en líklega ekki í alla
staði holl fyrirmynd ungmennum.
Það var mikil gæfa fyrir menningarsögu
okkar að Kristjáni Eldjárn skyldi endast tóm
til að Ijúka sem næst alveg því mikla riti um
Arngrím Gíslason málara sem nú er komið
út. Gæfa ekki einasta vegna þess að höfund-
urinn var frábær fræði- og vísindamaður,
heldur ekki síður vegna þess að hann var
listamaður sjálfur og sýnir í verki sínu næm-
an og fagran skilning á listamannseðlinu,
þessari óstýrilátu náttúru sem Ieitar út
hvörsu sem hún er lamin með lurk.
I stuttri blaðagrein verður ekki rakið
ævintýralegt lífshlaup Arngríms og undirrit-
aður finnur sig með öllu ófæran til að leggja
sagnfræðilegt eða listfræðilegt mat á verk
dr. Kristjáns. Hann veit einfaldlega að svo
vandvirkur maður varð vandfundinn og
treystir því rannsóknum hans fyllilega, enda
eru þær á bókinni geysivel studdar heimild-
um og þess vandlega gætt að fullyrða ekkert
nema óyggjandi sé.
í höndum Kristjáns varð saga Arngríms
það sem óvenjulegt er: spennandi vísindarit.
Spennandi vegna þess mannlífs sem höfund-
inum tókst að höndla og miðla lesanda,
ekkert síður en vegna hins að þarna er fjall-
að um vanrækta þætti menningarsögu okk-
ar: myndlistar- og tónlistarsögu. Og helst að
manni þyki lítillæti dr. Kristjáns (sumpart
fyrir hönd Arngríms) fullmikið þegar hann
segir í niðurlagsorðum:
... Áhrif hans (Arngríms) á samtíð sína voru
þau að vekja hjá mönnum í norðlenskum
sveitum gleði og aðdáun, listræna nautn.
eftir Heimi Pálsson.Sigurð Svavarsson og Gunnlaug Ástgeirsson
Flestir íslendingar vissu ekki að hann
væri til og hafa ekki til skamms tíma vitað
að hann hafi nokkurntíma verið það. í
sögu íslenskrar myndlistar markaði hann
varla nokkur spor. Enginn tók upp merki
hans eða gerðist lærisveinn hans, utan
einn fátækur vinnumaður norður í
Kelduhverfi. Eigi að síður stendur verk
hans og standa mun sem vitnisburður um
mann og mannlíf á einum punkti í sögu
vorri.
(BIs. 203)
I ljósi þess sem á var minnst í upphafi þessa
greinarstúfs má vel hugsa sér að þarna sé of
„Með þessu verki
eignumst við hvort
tveggja ( senn
minningarrit um
merkilegan lista-
mann og minnis-
varða um ástsælan
fræðimann og for-
seta,“ segir m.a. I
ritdómi Heimis
Pálssonar um bók
dr. Kristjáns Eld-
járns, Arngrlmur
málari.
mikið dregið í land. Auðvitað er erfitt að
gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það
eitt hefur að gera fátæku bændafólki kleift
að skoða fagra list (mikla eða smáa eftir at-
vikum), en án manna eins og Arngríms
hefðu færri vitað um þær fögru greinar
myndmennt og tónmennt (að ekki sé minnst
á nytsömu greinina sundmennt) og þá hlýtur
að vera til nokkurs unnið.
Á bók dr. Kristjáns fræðist ég um það að
altaristaflan í gömlu kirkjunni minni, Einars-
staðakirkju, sé líklega hin fyrsta sem Arn-
grímur málaði. Um þá mynd sagði Jón í
Möðrudal að hún væri „líkasta Kristsmynd"
sem hann hefði séð. Þá sögu hefur dr. Krist-
ján áreiðanlega kunnað, en hún átti ekki
erindi í alvarlegt vísindarit. Hér er hennar
getið til þess að benda á að til voru þeir sem
kunnu að meta list Arngríms.
Allt er rit þetta hið vandaðasta og feg-
ursta. Mjög hefur verið vandað til mynda-
töku, sem Leifur Þorsteinsson hefur að
mestu annast, og myndprentun er góð.
Þórarinn Eldjárn hefur gengið endanlega frá
verki föður síns og ekki er séð annað en hans
hlutur sé vandaður.
Með þessu verki eignumst við hvort
tveggja í senn minningarrit um merkilegan
listamann og minnisvarða um ástsælan
fræðimann og forseta. Þökk fyrir það.
-HP
Fallnir englar
bernskusporunum í kynlífinu o.fl. Seinna er
lýst sambandi Frands og Katrínar sem síðar
verður konan hans. Þau kynnast árið 1968
og láta sig fyrst um sinn fljóta með frelsis-
flaumnum mikla en kynnast síðar sambúð-
arvandamálum og skilja tveimur árum eftir
að sonurinn fæðist. Verkið greinir einnig frá
sambandi atvinnumannsins Frankes og
Rítu, sem var draumadís bernskunnar. Fall
fótboltaengilsins er hátt þegar atvinnu-
mennsku lýkur en hann nær þó að komast á
forsíður blaðanna einu sinni enn þegar fjöl-
skylduharmleik hans lýkur. Þegar sögumað-
ur skráir atburði býr hann ásamt fleira fólki
í kommúnu úti á Ámager. Þar ríkir kreppa
vinstrimennskunnar, umræður mótast af
frösum og flóknum félagsfræðilegum útlegg-
ingum. I nágrenni kommúnunnar búa
nokkrir rokkarar sem fá kommúnuliðið til
að íhuga stöðu sína: „Við höfum ekki til fulls
viljað, eða getað skilið að eftir okkur hefur
fjöldi nýrra kynslóða vaxið úr grasi og þeim
finnst við og 68 um það bil jafnúrelt og okkur
þótti andspyrnuhreyfingin og hernámið á
sínum tíma.“ (49)
Ég varð geysilega hrifinn af Fótboltaengl-
inum þegar ég las hann fyrst fyrir þremur ár-
um og ég upplifði þessa hrifningu aftur nú
þegar ég las hann á íslensku. Ég get vel
ímyndað mér að karlmenn finni til svipaðrar
tilfinningar við lestur verksins og konur
finna til við lestur s.k. kvennabókmennta.
Þrátt fyrir ímugust á kyngreiningu bók-
mennta ætla ég því að greina verkið sem
karlabókmenntir (vitandi það að slíkt mun
vera konum hvatning til lestrarl). Hans Jerg-
en lýsir heimi okkar karlmannanna býsna
vel og stundum er skrifum hans einmitt
beint til kvenna, væntanlega til þess að auð-
velda þeim skilning á grobbgaltarhættinum:
„Ju, jú, þessi heimur er fullur af bjórvotum
rembingi, en fyrir okkur, sem erum þarna,
jafnframt reynsla af hlýju, staðfestingu og fé-
lagsskap. Það góða sem þó hefur komið til
okkar karlmannanna hefur síast í gengum
slíka heima, það er ekki hægt að skilja góðu
eiginleikana okkar frá þeim slæmu með því
að draga bara rautt strik eftir okkur endi-
löngum." (109) Fótboltinn er klárlega hluti af
þessum karlaheimi (karlamenningu!) og höf-
undur fjallar um hann af mikilli þekkingu og
skilningi.
Kristján Jóh. Jónsson þýðir Fótboltaengil-
inn. Það er engan veginn létt verk að snúa
verkinu á íslensku, t.d. er stíll höfundar mjög
Héraöshöföingi úr Eyjum
Fótboltaengillinn (Fodboldenglen) eftir
Hans Jergen Nielsen. Þýðandi Kristján Jóh.
Jónsson. Mál og menning, Reykjavík 1983,
214 bls.
Bókin er gefin út meö styrk frá Norrœna
þýöingasjóönum.
Hans Jorgen Nielsen hefur sett nokkurn
svip á danskt bókmenntalíf síðustu árin.
Hann virðist hafa einstakan hæfileika til að
fylgja hræringunum i bókmenntasköpun-
inni og virðist jafnvígur á prósa og ljóð. Hans
Jorgen þykir þó einkum hafa skarað fram úr
sem ritgerðasmiður, einkum hvað varðar
pólitískar hugleiðingar. Norski gagnrýnand-
inn Yngve Finslo lét m.a. hafa eftir sér:
„Hans Jorgen Nielsen er den skandinaviske
venstresidas kanskje fineste essayist." Ekk-
ert af verkum Hans Jorgens hefur þó hlotið
jafngóðar viðtökur og Fótboltaengillinn.
Þegar bókin kom út árið 1979 vakti hún
strax mikla athygli og hlaut mikla umfjöllun
i skandinavísku pressunni. Menn gerðu því
jafnvel skóna að verkið boðaði upphaf e.k.
karlabókmennta, væri svar við þeirri flóð-
bylgju kvennabókmennta sem ekkert lát
virtist á.
Hans Jorgen nýtir ýmislegt úr fyrri skrif-
um í þessu verki, m.a. nokkrar greinar sem
birst hafa í dagblaðinu fnformation. Hann
nýtir einnig annað blaðaefni, t.d. tvær
þekktar blaðaljósmyndir sem hann lýsir ná-
kvæmlega og fellir haganlega inn í verkið.
Bókin þiggur raunar nafn sitt af annarri
myndinni sem sýnir Henning Jensen svífa
sem engil á Wembley árið 1973.
Sögumaður í Fótboltaenglinum hefur orð-
ið fyrir sálrænu áfalli og hann er að gera upp
sitt fyrra líf í verkinu, að skrifa sig aftur til
lífsins. Höfundur hefur sjálfur sagt að þema
verksins væri sambandið milli sögu einstakl-
ingsins og sagnfræðinnar. Verkið snýst um 3
ólík svið sem höfundur fléttar listiiega sam-
an. Þar segir frá baráttu kynjanna, kreppu
þeirra vinstrimanna sem finna ekki lengur
fyrir eldmóðinum frá ’68 og fótboltanum.
Sögumaður er að skilja þegar hann skráir
atburðina. Hann stílar frásögnina til Alex-
anders, sonar síns. Þeir feðgar fá að hittast
annað slagið en þeim veitist erfitt að halda
þræðinum; „..„sonur minn, við erum að
lenda á spássíunum hvor í arinars sögu." (17)
Það er ekki hlaupið að því að greina frá
þræðinum í þessu verki, til þess er það of
margslungið og flókið að uppsetningu. Hér
skal þó reynt að koma brotum til Helgar-
póstslesenda. í verkinu er lýst uppvexti
Frands (sögumanns) og Frankes (fótbolta-
engilsins) úti í verkamannasamfélaginu á
Amager. Lýst er einstöku sambandi drengj-
anna, fótboltanum og samkenndinni þar,
Guölaugs saga Gíslasonar
Endurminningar frá Eyjum og Alþingi
skráöar af honum sjálfum.
(148 bls.)
Örn og Örlygur 1983.
Guðlaugur Gíslason er einn af þessum
dæmigerðu íslensku héraðshöfðingjum sem
eftir áratuga störf að sveitarstjórnarmálum,
setu í bæjarstjórn og forstöðu fyrir sveitarfé-
laginu taka að lokum sæti á Alþingi og ljúka
þar sinni starfsævi. Þessir menn verða yfir-
leitt ekki þingskörungar á landsvísu, en oft
ákaflega góðir fulltrúar sinna héraða og
vinna þeim mjög vel. Um þetta er svolítið
dæmigert það sem Guðlaugur segir þegar
hann er að greina frá ákvörðun sinni um að
hætta þingmennsku, að honum þótti sem öll
meginhagsmunamál Vestmannaeyinga
væru komin í höfn á þeim tuttugu árum sem
hann hafði setið á Alþingi.
Frásögn Guðlaugs í þessari bók af lífs-
hlaupi hans er yfirleitt fremur stuttorð. Er
það í rauninni bæði kostur og galli. Er það til
dæmis kostur þegar hann er að segja frá
æsku sinni. Þá fellur hann ekki í þá gryfju
margra ævisagnaritara að orðlengja mjög
um ýmsa sjálfsagða hluti sem koma fyrir
næstum öll börn, heldur bregður hann upp
nokkrum svipmyndum, sem draga skýrt
fram sérstöðu þess samfélags sem hann elst
upp í og um leið sérstöðu þeirra aðstæðna
sem hann persónulega býr við. Eru þeir
þættir með því eftirminnilegasta í frásögn
hans.
En þegar fram í sækir finnst mér sjónar-
horn hans verða óþarflega þröngt, eiginlega
líkara atburðaskrá en persónulegri frásögn.
Á það til dæmis við þegar hann er að fjalla
um pólitísk afskipti sín, t.d. af þeim nærri 30
árum sem hann situr í bæjarstjórn, þá fær
maður fremur takmarkaða hugmynd um út
á hvað pólitíkin gengur og um hvað er deilt.
Ennfremur verða fáir einstaklingar sem
hann umgengst eftirminnilegir í frásögn
hans.
Hinsvegar greinir hann ítarlega frá þeim
framkvæmdum sem hann stendur fyrir sem
bæjarstjóri og er þar að finna margan at-
hygliverðan fróðleik, t.d. um hugmyndir og
könnun sem gerð var á því að setja upp lítið
kjarnorkuver í Eyjum til að framleiða eimað
vatn úr sjó og raforku.
Þegar kemur til þingsetu er frásögnin aftur
ágripskennd. Þar greinir hann þó ítarlega frá
undirskipaður og setningar oft ansi tyrfnar.
Kristjáni tekst þó víðast hvar vel til. Það er
helst sú hliðin sem snýr að fótboltanum sem
hann ræður ekki við, þar ber talsvert á þýð-
ingarfeilum. Oft þýðir hann of beint; þannig
að seinni hálfleikur verður „annar hálfleik-
ur,” marklínan verður „strikið”, endamörk
verða „baklína” o.s.frv. Fleiri slík atriði
mætti tína til þó ekki verði það gert hér.
Kristján hefði þurft að ganga í smiðju til fót-
boltamanna til að leysa þetta vandamál.
Hans Jorgen notar fótboltann gjarnan í
líkingamáli sínu og þar háir vanþekkingin
þýðandanum. Ég læt hér fylgja lítið dæmi:
„Tackler ikke mere vores forhold, prover
í stedet at bevæge mig driblende i det, i tillid
til den bevægelse, det affoder," og „Hættur
að reyna að þvinga samband okkar, reyni
þess í stað að reka (ætti að vera rekja) bolt-
ann í því, í trausti til þeirrar hreyfingar sem
af því leiðir." (178)
Érásagnir og hugleiðingæ Hans Jorgens
Nielsen eiga erindi við marga. Hann samein-
ar í verki sínu þarfa umræðu og djörfung í
framsetningu án þess að það komi niður á
þeirri spennu sem lesandanum er nauðsyn-
leg. Góð bók frá góðum manni.
-SS
vinnu við að koma fram hagsmunamálum
síns byggðarlags. Eftirminnilegar eru minn-
ingar hans um foringja sína á þingi, þá Ólaf
Thors og Bjarna Benediktsson. Ennfremur
er hreinskilin frásögn hans af deilum í Sjálf-
stæðisflokknum uppúr 1970, um varafor-
mannsembættið og greinilegt að hann ber
ekki hlýtt hugarþel til þeirra manna sem þá
og síðar hafa náð völdum í flokknum.
Það sem gerir þessa ævisögu athygliverð-
ari og aðgengilegri en flestar ævisögur sem
ég hef lesið er uppsetning hennar og frá-
gangur. Hún er í fremur stóru broti á vand-
aðan pappír og te'xtinn er settur í tveimur
dálkum. Inn í textann er síðan hlaðið mynd-
um af meira örlæti en ég hef áður séð. Ekki
hef ég talið myndirnar en þær nálgast áreið-
anlega annað hundrað ef ekki fleiri. Eru þær
ákaflega fjölbreyttar. Margar eru gamlar og
nýjar svipmyndir úr Vestmannaeyjum, aðr-
ar eru persónulegri og enn aðrar af sam-
ferðamönnum og úr pólitíkinni.
Ég held að það megi fullyrða að með þess-
ari bók hafi höfundur og útgefandi beinlínis
brotið blað í útgáfu ævisagna og eru báðir
fullsæmdir af.
— G.Ast.
20 HELGARPÓSTURINN