Helgarpósturinn - 05.01.1984, Side 26
HELGARDAGSKRAIN
Föstudagur
6. janúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.45 Munkarnir þrír. Kinversk teikni-
mynd
<21.05 Kastljós Þáttur um innlend og er-
lend málefni. Umsjónarmenn
Ingvi Hrafn Jónsson og Ög-
É mundur Jónasson.
|R2.10 Loftsiglingin (Ingenjör Andrées
luftfárd) Ný, sænsk blómynd
geró eftir samnefndri heimilda-
skáldsögu eftir PerOlofSund-
man.Leikstjóri og kvikmyndun:
. JanTroell.
00.30 Dagskrárlok
Laugardagur
7. janúar
14.45 Enska knattspyrnan Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
14.50 Enska bikarkeppnin Fulham —
Tottenham — Bein útsending frá
leik liöanna sem hefst kl. 15.00.
16.45 Enska knattspyrnan — frh.
Oxford — Manchester United.
17.30 Fólk á förnum vegi. 8. Tölvan
Enskunámskeið I 26 þáttum.
17.45 íþróttir Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
18.30 Engin hetja. Annar þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokkur
I sex þáttum fyrir börn og ung-
linga. Þýðandi Guðrún Jörunds-
dóttir.
18.55 íþróttir — frh.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 í lífsins ólgusjó (It Takes á Worri-
ed Man) Nýr flokkur — 1. þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur.
21.00 Glæður Um dægurtónlist sfð-
ustu áratuga. 5 . þáttur: Gömlu
dansarnir Hrafn Pálsson ræðir
við Árna isleifsson, Ásgeir Sverr-
isson og Jónatan Ólafsson og
hljómsveitir undir þeirra stjórn
á leika gömlu dansana og dixlland.
Stjórn upptöku: Andrés Indriða.
|21 -45 Fjarri heimsins glaumi (Far Fröm
the Madding Crowd) Bresk bló-
mynd frá 1967. Leikstjóri John
Schlesinger. Aðalhlutverk: Julie
Christie, Peter Finch, Alan
Bates,
00.05 Dagskrárlok.
Sunnudagur
8. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja
16.10 Húsið á sléttunni. Presturinn á
biðilsbuxum. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
17.00 Stórfljótin Nýr flokkur — 1. Dóná -
Franskur myndaflokkur I sjö
þáttum um jafnmörg stórfljót
heimsins.
18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn:
Ása H. Ragnarsdóttir og Þor-
steinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Elln Þóra Friöfinnsdóttir.
18.50 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar-
maður Magnús Bjarnfreðsson.
20.50 „Ameriski drengjakórinn" -
Bandarlski drengjakórinn, (The
American Boy Choir),
21.15 Jenný Lokaþáttur. Norsk sjón-
varpsmynd gerð eftir samnefndri
sögu eftir Sigrid Undset. Aöal-
hlutverk Liv Ullmann.
22.35 Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
6. janúar
,12.20 Fréttir - 12.45 Veöurfregnir - Til-
kynningar - Tónleikar.
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup“
eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur
Hólm Gunnar Stefánsson les (9).
14.30 Miðdegistónleikar
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur-Eirlks-
dóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur.
15.30 Tilkynnlngar - Tónleikar
16.00 Fréttir - Dagskrá - 16.15 Veöur-
fregnir
16.20 Siðdegistónleikar
17.10 Siðdegisvakan
18.00 Tónleikar - Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir • Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guó-
laug Marla Bjarnadóttir og Mar-
grét Ólafsdóttir.
20.00 Lög unga fólksins - Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka
21.10 Lúðrasveitin Svanur leikur í ut-
varpssal Stjórnandi: Kjartan Ósk-
arsson.
21.40 Við aldarhvörf Þáttur um braut-
ryöjendur I grasafræöi og garö-'
yrkju á islandi um aldamótin. V.
þáttur: Georg Schierbeck; fyrri
hluti Umsjón: Hrafnhildur Jóns-
dóttir. Lesari meó henni Jóhann
Pálsson (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir - Fréttir - Dagskrá
morgundagsins - Orð kvöldsins.
22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður:
tGerard Chinotti. Kynnir: Jórunn
Tómasdóttir.
.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar
Jónassonar
WMMMMMMMMMMMMM,
Val Gunnars Gunnarssonar
„Mér finnst gott að sofna á löngum tíma með því að hlusta á upphafið
þruglið í Jónasi á föstudagskvöldum," segir Gunnar Gunnarsson rithöf-
undur. „Nú, svo eru þessir kvöldgestir hans venjulega það hálir og sleip-
ir að maður rennur bent inn í næsta dagskrárlið sem er næturútvarp.
A laugardag ætla ég að hlusta á kvöldfréttir; ég meðtek allar mínar frétt-
ir gegnum útvarp. Þær eru margfalt ítarlegri og betur unnar en t.d. í
sjónvarpinu. Síðan verður fróðlegt að heyra samantekt Sverris Hól-
marssonar um George Orwell. Á sunnudag langar mig að hlýða á þátt-
inn um Spán á tímum borgarastríðs, og bókvitið síðar um kvöldið. Ætla
síðan að reyna að sofna út frá píanótónum Svíans Jan Johanssons sem
ég kannast eilítið við. í sjónvarpi vekur áhuga minn sænska kvikmyndin
Loftsiglingin; vonandi verður hún jafngóð og bókin. Á laugardag mun
ég horfa á Fjarri heimsins glaumi í annað sinn. Mig dauðlangar enn-
fremur að horfa á ensku knattspyrnuna og^rínþættina en þá stend ég
nú yfirleitt við eldavélina eða uppvaskið. Eg horfi aldrei á sjónvarp á
sunnudögum."
00.50 Fréttir - Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 hefst
með veðurfregnum kl. 01.00.
LAUGARDAGUR
7. janúar
14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
15.10 Listapopp — GunnarSalvarsson.
(Þátturinn endurtekinn kl. 24.00).
16.00 Fréttir - Dagskrá - 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Islenskt mál Jón Aóalsteinn
Jónsson sér um þáttinn.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón:
Einar Karl Haraldsson.
17.00 Siðdegistónleikar
|l8.00 Tónleikar - Tilkynningar.
8.45 Veöurfregnir- Dagskrákvöldsins.
9.00 Kvöldfréttir - Tilkynningar.
9.35 Lifað og skrifað: „Nitján hundruð
áttatiu og fjögur" Fyrsti þáttur:
„Hver var George Orwell?“
20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Dóm-
hildur Siguröardótitr (RÚVAK).
20.10 Útvarpssaga barnanna: „Nikulás
Nickleby" eftir Charles Dickens
Þýöendur: Hannes Jónsson og
Haraldur Jóhannsson. Guðlaug
■ Marla Bjarnadóttir les (2).
20.40 í leit að sumri Jónas Guðmunds-
son rithöfundur rabbar viö hlust-
e,ndur.
21.15 Á sveitalinunni Þáttur Hildu
Torfadóttur, Laugum I Reykjadal
(RÚVAK).
21.55 Krækiber á stangli Fyrsti rabb-
þáttur Guömundar L. Friðfinns-
sonar. Hjörtur Pálsson flyturörfá
formálsoró.
22.15 Veöurfrengir - Fréttir - Dagskrá
morgundagsins - Orð kvöldsins
22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni
Marteinsson.
23.05 Danslög
23.50 Fréttir - Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
8. janúar
3.30 Vikna sem var Umsjón: Rafn
f Jónsson.
■ 14.15 „Þu dýrmæta blóð Spánar“ ■ Brot
frá dögum borgarastriðs. Um-
sjón: Berglind Gunnarsdóttir.
Lesari með henni: Ingibjörg Har-
aldsdóttir.
15.15 í dægurlandi SvavarGests kynnir
tónlist fyrri ára. í þessum þætti:
Trompetleikarinn Harry James.
16.00 Fréttir - Dagskrá - 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Um vísindi og fræði ■ Fjölmiðla-
rannsóknir og myndbandavæð-
ingin. Sunnudagserindi eftir Þor-
björn Broddason dósent og Elias
Héöinsson lektor. Þorbjörn
Broddason flytur.
17.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabiói 5.
jan. s.l. Stjórnandi Páll P. Páls-
son. Sinfónfa nr. 9 f Es-dúr eftir
Dmitri, Sjostakovitsj. Kynnir: Jón
Múli Árnason.
18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti
og fleiri íslendinga Stefán Jóns-
son talar.
18.15 Tónleikar - Tilkynningar.
jt8.45 Veöurfregnir- Dagskrákvöldsins.
S19.00 Kvöldfréttir - Tilkynningar.
f 19.35 Bókvit Umsjón: Jón Ormur Hall-
dórsson.
19.50 „Við, sem erum rík“, smásaga
' eftir Guðrúnu Jacobsen Höfund-
ur les.
20.00 Útvarp unga fólksins Stjórnandi:
Guörún Birgisdóttir.
21.00 Frá tónleikum „Musica Nova“ í
Bústaðakirkju 29. nóv s.l.; seinni
hluti.
21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir
hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur Höfundur les. (13).
22.15 Veöurfregnir - Fréttir - Dagskrá
morgundagsins - Orð kvöldsins.
22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Pálsdótt-
É ir (RÚVAK).
23.05 Sænski pianóleikarinn Jan Jo-
hanson Fyrri þáttur Ólafs Þórðar-
sonar og Kormáks Bragasonar.
23.50 Fréttir - Dagskrárlok.
SJÓNVARP
eftir Árna Þórarinsson
í vítahringnum
ÚTVARP
eftir Gísla Helgason
Vandað hátiðarefni
„Gleðilegt ár og hvernig fannst þér
skaupið?" Þannig hefjast öll mannamót á
nýju ári. Og ég neyðist til að svara opin-
berlega hér og nú: Ansi fannst mér
skaupið slappt. Nú er húmor eitthvert
mesta smekksatriði sem finnst, og heyrt
hef ég af fólki sem þótti skaupið ókei. En
fyrir minn smekk var þetta í heild átak-
anlega aum aulafyndni, framsett í þess-’
um óskaplega ófyndna íslenska ýkjuleik-
stíl, þar sem mest er lagt uppúr að láta
leikara gretta sig og geifla. Áð vísu voru
undantekningar innanum, ekki síst þeg-
ar stórkanónur í kómík eins og Edda
Björgvinsdóttir og Sigurður Sigurjónsson
komu nærri. Og þótt skaupið væri að
formi til nánast afrit af skaupi síðasta árs
þá var hraðinn meiri og betri, skyssurnar
styttri og ytri umgjörð var óvenju frísk-
leg. En efnið var einfaldlega ekki nógu
hnyttið og leikstíllinn afleitur rembingur.
Hátíðadagskrá sjónvarpsins var í heild
Largo y Largo — smekklegar lausnir
prýðilega myndarleg að uppistöðu; inn-
lent efni í talsverðu magni og fjölbreytni.
En að innihaldi var þetta fastir liðir eins-
og venjulega. Hinn hefðbundni skammt-
ur af tækifærisræðum: Pétur biskup með
sitt mildilega guðsorð, Steingrímur með
þjóðlega framsókn, menningarleg íhygli
Andrésar útvarpsstjóra og forsetinn með
óbilandi trú á andlegt atgervi íslendinga
þrátt fyrir öll þau ytri merki sem við
blasa um skort á slíku.
Við fengum tvær heimildamyndir frá
frétta- og fræðsludeild, — hinn árlega
einbúa Omars Ragnarssonar og vand-
lega samsejtta greinargerð fyrir Thor-
valdsen á íslandi. Þetta er þakkarvert
efni, en þó á mörkunum að standa undir
nafni heimildamynda. Þótt Ómar sé
fundvís á sérstæða fulltrúa á útköntum
þjóðlífsins er eins og hann fái ekki eða
gefi sér ekki tíma til að vinna efnið í botn
og skapa úr því fullnægjandi heild. Þessir
þættir bera of mikinn keim af stressuðum
flugvélaviðtölum sem ekki komust fyrir í
fréttatímanum. Thorvaldsenþátturinn
naut afbragðs texta og flutnings Björns
Th. Björnssonar og vandaðrar fagvinnu,
en galt afturámóti þess að ekki var tóm
eða tækifæri til lífrænna innslaga í mynd-
efnið, svo sem viðtala við fólk hér eða í
Kaupmannahöfn sem þekkingu hefur á
lífi og starfi listamannsins.
Einnig var smekklega staðið að þeim
innlendu tónlistarþáttum sem skreyttu
hátíðardagskrána, en án mikilla tilþrifa
eða ferskleika. Undantekning var ballett-
inn Largo y Largo, sem ég hef ekkert vit
á efnislega. En þar var bryddað upp á
nokkurri nýbreytni í tökutækni, sviði og
lýsingu og rofinn sá vítahringur sem
þröng stúdíóaðstaða hefur slegið um
svona upptökur í áraraðir.
En á nýju ári þætti sjónvarpsáhorfend-
um fengur að nýsköpun og ferskum hug-
myndum í gerð inníends dagskrárefnis.
Lesendum Helgarpóstsins óska ég
gleðilegs árs og þakka samskiptin á liðna
árinu. Eitthvað mun ég halda áfram með
þessa pistla mína; guð og lukkan ræður,
hversu lengi það verður.
Útvarpið bauð upp á mjög vandað efni
um hátíðarnar. Á aðfangadagskvöld
hlustaði ég ekki, horfði á litla frænku
mína útdeila jólagjöfum til þeirra, sem
nær voru staddir. A jóiadaginn heyrði ég
frá tónleikum módettukórs Hallgríms-
kirkju. Þeir voru skemmtilegir og vel
kynntir af Hönnu Sigurðardóttur. Á
sama tíma daginn eftir voru svo tónleik-
ar Kammerhljómsveitar Reykjavíkur,
þar sem m.a. Pétur Jónasson lék einleik
á gítar. Þeir voru á engan hátt kynntir,
nema þá af þul, og éngar upplýsingar
voru gefnar um tónskáldin og flytjendur.
Þetta er mjög bagalegt og verður Tónlist-
ardeildin að gera bragarbót á. T.d. gefur
það þáttum Guðmundar Gilssonar mikið
gildi, vegna þess að kynningar hans og
fróðleikur er mikils virði.
Undanfarnar vikur hefur Erlingur Sig-
urðarson haft með höndum þáttinn Dag-
legt mál. Þættir hans eru mjög góðir og
ábendingar hans beinskeyttar. Fyrir
tæpri viku tók hann fyrir máldrauginn
þágufallssýki og benti mönnum á, hversu
meinlegur sá móri eða skotta er. Það
kom því heldur illa út, þegar svo Jórunn
Sigurðardóttir kom með þáttinn sinn
strax á eftir „Halló krakkar" og sagði, að
líklega væri krökkunum farið að hlakka
til áramótanna. Það sýnir, að fólk, sem
sér um þætti í útvarpinu, þyrfti að gang-
ast undir lágmarks málfræðipróf. Fljót-
lega þar á eftir kom svo Jón Björgvinsson
með þátt um hvenær árið byrjaði. Um
þann þátt hef ég ekki mörg orð, hann var
,frábær.
Sjálf áramótadagskráin var með betra
móti. Heldur þótti mér Eggert Þorleifs-
son bregða sér í of mörg hlutverk, ef það
var þá hann? og ónefndur dagskrárstjóri
hermdi vel eftir yfirmanni sínum. Hann
getur fleira en að lesa vel upp og setja
saman góða þætti ásamt því að vera með
betri skáldum okkar.
Stuðmannatónleikarnir frá Þjóðleik-
húskjallaranum voru góðir en illa hljóð-
blandaðir. Þær Rósamunda og Henríetta
voru þær sömu og á Eddunni í sumar sem
leið, einkar góðar en lauslátar í viðkynn-
ingu.
Henrletta og Rósamunda — einkar i góðar en lauslátar I viðkynningu.
26 HELGARPÖSTURINN