Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.04.1984, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Qupperneq 17
Listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir viö nokkur verka sinna í Listasmiðju Glits, þar sem hún hefur haft aðstöðu til listsköpunar sinnar undanfarna mánuði. Smartmynd. Kannski að þau bresti á sýning- unni? ,JVei, þau eru öll þomuð úr ofn- inum. Fara varla að láta undan úr þessu.“ „Hugleiðingar um lífið og dauð- ann,“ svarar Ragnhildur þegar ég spyr hana næst hvert hún sé að fara í formum sínum. „Meginhug- myndin að öllum verkunum teng- ist frelsisþrá mcinnsins, en jafn- framt höftunum sem hann verður að sætta sig við. Maðurinn getur aldrei öðlast alit það frelsi sem hann þráir. Það má heita niður- staðcm í þessum verkum mínum eins og ég túlka þau.“ Verk Ragnhildar eru öll frekar stór. Hún er ekkert fyrir það að smækka veruleikann að eigin sögn, enda er hann þá ekki eins áhrifa- mikill og hann á að sér. „Listin verður helst að vera í fullri stærð ef hún á að skírskota til raunveruleikans." Hún er spennt sem fyrr segir, því nú styttist biðin í að vörubíllinn komi og fiytji verkin hennar ofan ctf Höfðabakka niður á Kjarvalsstaði. Þangað ættu menn að leggja leið sína á laugardag og skoða; þeir verða ekki sviknir, því kunnáttu- menn segja um Ragnhiidi að hún búi yfir óvenjumikium hæfileikum sem gætu rutt henni glæsta frama- braut. Þessi 24 myndverk verða öll fö1- -SER. Nú reynir á leirinn Litið inn í smiðju RagnhildarStefánsdóttur myndhöggvara sem opnarsína fyrstu einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum á laugardag. Leirkerafirmað Glit hvetur lista- menn til dáða á sinn máta. Rúmt ár er nú liðið síðan það opnaði sér- staka smiðju fyrir listamenn í húsakynnúm sínum við Höfða- bakka. 1 smiðjunni er ætlunin að gefa bestu og efnilegustu lista- mönnum þjóðarinnar frjálsar hendur til að vinna að meiri hátt- ar höggmyndum og lágmyndum. Fyrstum listamanna hlotnaðist Ragnari Kjartanssyni þessi að- staða. Þar vann hcinn í sex mánuði að sýningu sem nú er lokið fyrir allnokkru. Á þessum tíma aðstoðaði hann ungur myndhöggvari, Ragn- hildur Stefánsdóttir, og það er hún sem síðustu sex mánuði hefur ver- ið að móta í Listasmiðjunni. Árangurinn á að flytja varlega með vörubíl niður á Kjarvalsstaði fyrir helgina. Þar ætlar hún að opna sýningu á 24 myndverkum sínum á laugardag og munu þrír listdansarar túlka kúnst hennar við opnunina. „Eg er 25 ára Reykvíkingur," seg- ir hún þegar við heimsækjum hana upp á Höfðabakkann. Hún er búin með öll verkin 24, en á eftir að mála stoðimar undir þau. Hún rekur námsferil sinn með pensil í hendi: Fimm ár í myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, en auk þess nám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík og sum- arnámskeið í Ameríku... Þetta verður fyrsta einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á landi. )rJú, vissulega er ég dálítið spennt og kviðin yfir því hvemig þessu sexmánaðaverki mínu verð- ur tekið uppstilltu á Kjarvalsstöð- um. Laugardagurinn verður eins- konar dómsdcigur fyrir mig.“ Henni þykir við hæfi að bera for- ráðamönnum Glits kærar þakkir fyrir aðstöðuna á þessum stað: „Það er í einu orði sagt frábært fyrir ungt fólk sem hefur enga að- stöðu eða peninga í vinnustofu eða efni að fá svigrúm til að sinna sköpunarþrá sinni á svona stað. Það má kalla þetta framtak lífs- björg listamannsins.“ En hversvegna valdi Ragnhildur skúlptúrinn öðm listformi fremur? Hún á erfitt með að svara því, segist varla vita cif hverju. En henni hafi alltctf fundist eitthvað við leir- inn og myndmótun yfirleitt, eitt- hvað sem hún segist eiga erfitt með að færa í orð. „Áhuginn á efn- inu hefur svo vaxið jcúnt og þétt eftir að ég fór að eiga við það. Nei, ég sé vonandi aldrei eftir því að leggja leirinn fyrir mig.“ Svo berst talið allt í einu að kcúla- og kvennahlutverkum í myndmótuninni. Hún bendir mér á þá staðreynd að mun fleiri kven- menn einbeiti sér að linari efnun- LISTAPO um í höggmyndinni en karlamir fremur að þeim hörðu. ,J<annski konurnar fái linara uppeldi en karl- arnir, því líklega staifar þetta val af uppeldislegum áhrifum." Hún segist samt vel geta hugsað sér að vinna í hörðu efnin. „F.nda em mörg þessara verka sem ég hef verið að vinna að dálítið jámleg Hugmyndir mínar em svo harð- neskjulegar að það færi ef til vill betur að móta þær í hart efni. Þetta sést vel á því hvað ég reyni á leirinn í verkunum mínum. Ég geng eins langt í mótuninni og vog- andi er fyrir leirinn." LEIKLIST UrSúdan og Grímsnesinu og öllu þar á milli Þjóðleikhúskjallarinn: TÓMASARKVÖLD. Ljóðalestur og söngur. Umsjón dagskrár: Herdis Þorualdsdóttir. Flytjendur auk hennar: Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Þórarins- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helgi Skúla- son, Róbert Arnfinnsson og við píanóið Bjarni Jónatansson. Það er vel til fundið hjá Þjóðleikhúsinu að bjóða matargestum Kjallarans stundum upp á ofurlitla menningu og list eftir matinn og að því leyti ástæða til að fagna TÓMASAR- KVOLDINU sem menn eiga kost á þessa dag- ana fyrir hóflegt verð (matur með sýning- unni á kr. 325). Og sjálfsagt að segja það strax: menn þurfa að vera í vondu skapi til þess að láta sér leiðast þá kvöldstundina. Á hinn bóginn er að vonum ýmislegt sem hver hlustandi getur haft út á að setja. Sá sem hér skrifar hefur verið aðdáandi Tómascir síð- astliðin þrjátíu ár, en hlýtur samt að taka fram að honum þykir hreint ekki allt jafn gott sem úr penna skáldsins kom. Verður ofur- líúð að þvi vikið síðar. í strangasta skilningi er ljóðalestur alltaf einkaleg reynsla. Það að njóta góðs ljóðs er eitthvað sem í kjama sínum er fjarska erfitt að deila með öðrum. Þó er það svo að vand- aður upplestur ljóða getur einnig verið unun. Þar kemur til annarskonar nautn, sú sem m.a. felst í því að hlusta á fallega hiynj- andi málsins, blæbrigðcúíkan flutning sem er þó hvort tveggja í senn trúr tóni ljóðsins og hefur jafnframt eitthvað nýtt til málanna að leggja. Þeir eru t.d. býsna margir sem telja sig aldrei munu gleyma lestri Óskars heitins Halldórssoneú á sumum ljúfustu ljóðum tungunncú - jafnt þótt þeir væru þaulkunn- ugir textunum áður. Sjálf upprifjunin getur átt sinn þátt í þessu. - Nú svo er ekki að gleyma nýjum höfundum eða nýjum áheyr- endum, því í eðli sínu er upplestur ljóða jafnan ein tegund bókmenntakynningar. Ég skal ekkert leyna því að stundum fannst mér lestur þjóðleikara okkar ekki eins vandaður og ég hefði óskað. Margir þeirra voru of bundnir blöðum sínum, höfðu ekki lært textcúm utanbókar (eins og nefndur Óskar sagði vera fyrstu skyldu þess sem ætl- aði að „lesa“ ljóð upphátt), voru ekki, svo heyrt yrði, alveg vissir um hvaða tón þeir ætíuðu að leggja í lesturinn og tókst því ekki að gera hann eins sannfærandi og æskilegt er. Frá þessu voru vitanlega góðar undan- tekningar og mætti til dæmis nefna flutning Guðrúncú Þ. Stephensen á Húsunum í bœnum eða Helga Skúlasonar á Þegar ég praktíseraði. Róbert Amfinnsson fór cifcú vel með Samtal við drottin en var hins vegar í stökustu vandræðum með að finna sannfær- andi tón í Við höfnina. Tónskálda hefur Tómas lengi freistað og á þessu TÓMASARKVÖLDI er einkanlega (að vonum) stuðst við Sigfús Halldórsson (Gylfi Þ. kemur einnig við sögu). Söngurinn var auð- vitað misjcifn en hressti talsvert upp á og undirleikur Bjcúna Jónatanssonar mjög fal- legur. Stundum var ég að vísu ekki alveg Þau haldaTómasar- kvöldin í Kjallaranum -stemningin hefði mátt vera hressi- legri. eftir Heimi Pálsson sáttur við hver söng hvað, fcúinst svo dæmi sé tekið flutningur (söngur og tal) Eddu Þór- arinsdóttur á Þjóðvísu vera bráðgóður en rödd Önnu Kristínar ætti ekki við í Vatns- mýrinni. I heild var flutningurinn einhæfari en ástæða er til. Þannig má vel lífga hann með því að láta lesa víðar í salnum en aðeins við flygilinn. Með einföldum brögðum af því tagi er auðvelt að skapa hressilegri stemningu en ég fann á sunnudagskvöldið. Um Ijóðavcil Herdísar Þorvaldsdóttur má vitanlega deila endalaust. Það sem ég hygg að Tómas hafi gert öllum öðrum skáldum betur var einkum tvennt: hann var meistari þverstæðunneú (,3vo lítil eru takmörk þess, sem tíminn leggur á oss. / Hann tekur jafnvel sárustu þjáninguna frá oss“) og hann var mikill snillingur við að koma flatneskjuleg- um hlutum þann veg fyrir í textanum að þeir verði til ómældrar skemmtunar („og rímsins vegna í peysum / frá prjónastofunni Malín"). - En heimspekileg kvæði Tómasar vildu hins vegar gjarna óma eins og dvergmál frá Jó- hanni Jónssyni og hans kynslóð. Þess vegna verða kvæði eins og Fljótið helga, Vegurinn, vatnið og nóttin eða Riddarinn blindi aldrei eins ekta í mínum eyrum og mörg smáljóð- anna. Ég viðurkenni náttúrlega að þetta er smekksatriði sumpart, en hygg ég sé ekki alveg einn um þann smekk. Ég hefði af þessum sökum kosið aðra stefnu í ljóðavalinu en þama varð uppi, fannst hún eiginlega minna um of á sýnisbók þar sem væri reynt að grípa á sem allra flestu. Það breytir öngu um það að mér finnst vel af stað farið að þessu sinni og vona að framhald verði á. Þá mætti jafnvel grípa til lifandi skálda, þau geta nefnilega verið býsna skemmtileg líka. -HP. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.