Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 19
Vandræðalegt bros úr djúpi Litli kassinn ílðnó afmyndaður fyrir nýttsœnskt samtímaleikrit Lars Noréns Innviðir Iðnó hafa breyst eftir að finnskum leikmyndateiknara var sleppt þéir lausum. Litli sviðskass- inn hefur verið afmyndaður, teygð- ur fram í sal en minnkaður inn með. Og svo er búið að mála hann í djúpsjávarlitum. Bros úr djúpinu heitir líka leik- ritið sem þeir Pekka Ojamaa og Kjartan Ragncirsson eru að setja upp, Pekka sem leikmyndateiknar- inn og Kjartan sem leikstjóri, en annars segjast þeir vinna uppsetn- inguna í svo mikilli scimvinnu að varla sé að marka þessa titla þeirra. Þeir séu bara til skrauts. En verkið, hvenær frumsýnt? „Ellefta apríl", svarar Kjartan skorinort. Þetta leikverk er samið af ein- hverri skærustu stjömunni í skandinavískri leikritun um þessar mundir, Svíanum Lars Norén. Hann er fertugur og var kunnur strax á unga aldri sem gott ljóð- skáld. Og það var ekki fyrr en eftir tólf ortar ljóðabækur að hann sneri sér fyrst að leikritun, þá sennilega orðinn þyrstur í nýtt list- form. Fyrsta leikritið hans þótti hinsvegar ekkert sérstakt. Það heitir Furstasleikjan. Hann gafst samt ekki upp, skrifaði fimm sviðs- verk á næstu þremur ámm. Þau slógu rækilega í gegn, hvert af öðru, þangað til nú að hann er orðinn einhver eftirsótt- asti leikritahöfundur Norðurland- anna og niður með Evrópu. Bros úr djúpinu er eitt þeirra verka sem hann sló í gegn með, og reyndar hans þekktasta stykki til þessa ásamt með leikverkinu Nóttin er móðir dagsins. Norén hefur alls skrifað tólf leik- rit til þessa, en hann þykir afskap- lega vinnuscimur. Þema leikverka hans em einkum tvenns konar, annarsvegar sjálfsævisöguleg, enj hinsvegcir gagnrýni á fótfestuleysi[ nútímamcinnsins. Seinna þemaðj gildir í Brosi úr djúpinu. Kjartan og Pekka segja ennfremur um þetta Bros: „Verkið fjallar um rithöfund sem, hefur ekki getað skrifað stakan staf í fjögur ár og ballerínu konu hans sem búin er að ala sitt fyrsta bam en vill ekkert með bað hafa. Af þeim sökum liggur leið hennar á geðdeild, og gerist leikritið kvöldið sem hún kemur úr meðferðinni og segir af samskiptum hennar við eiginmanninn og móður hennar og systur sem hafa annast bamið hennar á meðan hún var fjarver- andi. Þetta bam er reyndar þunga- miðja vandcunálsins, sem leikritið fjallar um.“ Pekka segir Norén draga upp mjög skýrar, afdráttarlausar og oft á tíðum djarfar myndir af vanda- málum nútímcunannsins í leikritum sínum og það sé þetta symbólíska í verkum hans sem öðru fremur hcifi gert hann svo vinsælan sem raun ber vitni. Og enn eitt sem ræður nokkru um vinsældir hans bendir Pekka Ojamaa og Kjartan Ragn- arsson í litla sviðskassanum í Iðnó sem hefur verið afmyndaður vegna uppfærslunnar á Brosi úr djúpinu. Pekka á:, JMorén skýrir vandamálin ekki aðeins í ljósi scunfélagsins, heldur miklu fremur með við- brögðum manneskjunnar við þeim. Það er mjög algengt að fólk sjái sig í stykkjunum hans. Og leik- aramir ekki síður en annað fólk. Þeir ná mjög vel til hlutverkanna, því þeir skilja þau svo vel. Norén dregur upp svo skýra mynd af manneskjunni." Þær mergjuðu meiningar sem Norén kemur fram með í verkum sínum ku vera hægt að skilja á fleiri en einn máta. Það fer einfaldlega eftir því með hvaða hugarfari áhorfandinn hoifir á verkið og skil- ur boðskap þess. Það sem er mjög alvarlegt fyrir einn þarf ekki að vera það fyrir annan, heldur kann- ski þvert á móti fyndið. Mikið rétt, það má hlæja að leikritum Noréns, Þó svo þungi vandamálsins hvfli á þeim alla jcifna. Kjartan segir það hafa verið mjög mikilsvert að njóta liðsinnis Pekka við þessa uppfærslu. ,Fyrir það fyrsta býr hann yfir cillt anncirri leikhúsreynslu en ég. Þcinnig hefur hann aukið víðsýni mína fyrir verk- efninu. í öðru lagi ber hann með sér ferskustu straumana úr finnsku leikhúsi sem er rómað fyrir ágæti sitt og skemmtilegar nýjungar." Punktur og basta. - SER KVIKMYNDIR Peð í stríði Háskólabíó: Gallipoli. Áströlsk Árgerð 1981. Handrit David Willi- amson. Leikstjóri: Peter Weir. Aðalhlutverk Mel Gibson, MarkLee. Gallipoli minnir mann á bresku óskars- verðlaunamyndina Chariots of Fire. Báðar eru þjóðemislega meðvitaðar, báðar fjalla um karlmannasambönd - um hlaupara sem eins konar oddvita heillar menningar, báðar eru gerðar af stakri smekkvísi og fag- mennsku; em fallegar, ljúfsárar og að mörgu leyti heillandi. Báðar em samt ívið dauflegar og penar. Peter Weir er einn helsti kvikmyndagerð- armaður ÁstraJa, sem aftur gera betri bíó- myndir almennt en flestar aðrar þ jóðir. Weir hefur til skamms tíma verið dulspekingur í annars jæðbundinni, raunsæislegri kvik- myndcihefð Ástrala. Myndir hans, Picnic at Hanging Rock og The Last Wave eru afar Iagsemveikbyggtyfirborðáóræðumhuldu- kynngimagnaðar þjóðsögur,meðræturdjúpt heimum. í edþýðutrú og birta ástralskt nútímasamfé- GaJlif>oli er afturámóti þjóðemisleg and- Mel Gibson (Mad Max) og Mark Lee faravelmeðhlutverk fóstbræðranna í Gallipoli. stríðsmynd um örlög tveggja ungra hlaup- ara sem hafna í dauðadæmdum hersveitum Ástrala í stríði sem enginn skilur - heims- styrjöldinni fyrri - á stað sem enginn þekkir - Gallipoliskaga. Þeir Weir og Williamson handritahöfund- ur undirbyggja stríðsþátttökuna hægt og ró- lega, með áherslu á þróun vináttunnar og draga upp þokkafulla, en dálítið safalitla mynd af þessum mönnum og sambandi þeirra. Myndrænt er ákaflega vel að verki staðið og lokaatriðið er áhrifamikil lýsing á því þegar fólki er teflt fram á skákborð styrj- aldarataka og stefnt umhugsuncirlaust í glöt- un. Gallipoli er ,,stórmynd“ sem Peter Weir gekk lengi með í maganum. Og hún er góð mynd. En hún hefur hið innbyggða tóma- hljóð fyrirfram útpældrar stórmyndar. Hana skortir neistann. _ÁÞ. frelsiðmig í lengd og bráð“ Stjörnubíó: Ofviðri. Amerisk Árgerð 1983. Handrit og leikstjórrv Paul Mazursky. Aðal- hlutverk John Cassavettes, Gena Row- lands, Susan Sarandon, Vittorio Gassman, RaulJulia, Molly Ringwold. Paul Mazursky hefur áunnið sér þokka- legt orð sem leikstjóri eftir áralanga þjálfun sem leikari á austurströndinni og skríbent fyrir sjónvarpsprógrömm með léttu yfir- bragði. Fjöldi kvikmynda hcins hefur komist á tjald hérlendis: ,An unmarried woman", Hzury og Tonto, ,JMext Stop Greenwich Village", svo dæmi séu nefnd. Þessi ku vera sú nýjasta úr hans kanónu, umsnún- ingur og nútímauppfærsla á Ofviðrinu eða „The Tempest" eftir Villa Shakespeare og fer nú Páll síður en svo illa út úr þeim viðskiptum; lunginn úr kvikmyndinni - allar helstu persónur, söguþráður og átaka- punktar - er kominn frá Villa. Smart arkitekt er að fríka út í New York. Sambandið við eiginkonuna slæmt, sálin sködduð og líkamsþrekið þorrið. Það eru Cassavettes og Rowlands sem leika þessi sæmdarhjón; hann er ,Jdng of high tech“, hún fyrrverandi leikkona sem vill komast í starf á ný. Helstu viðfangsefni hans eru unn- in fýrir Alonzo, mafíósa sem er kominn af léttasta skeiði, og hann tekur ekki í mál að vinur vor hætti. En þegar arkitektinn sér til þcir sem þau húsbóndi hans og eiginkona eru saman tvö nýstígin út af hóteli, ákveður hcmn að stinga af og tekur dóttur þeirra hjóna með sér „heim“ til Grikklands. Þessi saga hefst sumsé þæ sem Skilaboð til Söndru endar, nema hetjcin er cúls ekki ein og yfirgefin. Hann leitar skjóls á eyjunni góðu hvar öll náttúrugæði eru slík að Para- dís er líkast. En í þeirri dýrð er einn djöfull, loðinn, frumstæður og ruddafenginn, og einn hollur andi sem vemdar vin okkar og styrkir. Þegar dregur nær endalokum í Paradís er sýnilegt að gestir eru að stíga á land; Alonzo, eiginkonan og fýlgdarlið. Og þá skellur ofviðrið á. Þetta er snotur mynd um pottþétta sögu, aðdragandinn að ferðinni til eyjarinnar er sagður í þrem löngum endurlitum, og eng- inn kemst hjá því að velja gríska eyju með öngu sjúkrasamlagi frekar en subbuskap og ríkidæmi New York. Myndatakan er gull- falleg og áhrifarík, leikurinn á stöku stað fínn, allt í góðu lagi. En einhvem gcúskap vantar í þetta allt, hann brýst ekki fram fyrr en í áhrifaríkum ofviðriskaflanum sem heldur mcinni föngnum. Samtöl fyndin, en í friði og ró fer öllu hægt fram: æsingamenn skulu hcdda sig frá. Og endalokin skortir þá dýpt mannlegrar uppgjafar sem leikur Villa hefur, enda verð- ur leikstjórinn þá að setja gæsalappir um allt með skjótu blikki frá Cassavettes til okkar sem í salnum sitjum, svo við höldum í vonina um að arkitektinn hafi þrátt fyrir allt Iært eitthvað í Paradís. -PBB. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.