Helgarpósturinn - 05.04.1984, Page 24

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Page 24
• Sönn dœmisaga úr íslenska dómskerfinu. • Senn svarar fullnustumatsnefnd spurningunni: EIGUM VIÐAÐ STINGA TOMMA í STEININN? eftirÓlaTynes myndJimSmart Við skulum kcilla hann Tomma. Það er ekki hans rétta nafn, en þar sem vinnufélagar hans og nýir kunningjar vita ekki um fortíðina óskar hann nafnleyndar. Tommi litli Vcir ekki sérlega gæfulegt bcUTi. Hann var satt að segja þrjóskt hrekkjusvín. Pabbi hans var alkohólisti og Tommi gekk nánast sjálfala frá því hann fór að geta staðið á tveim fótum. Honum gekk illa að lynda við um- heiminn. Honum fannst kennar- arnir ekkert sinna sér, frekar en foreldrarnir. Hinir krakkarnir áttu heldur ekki upp á pallborðið hjá honum. Þau áttu til dæmis úlpur. Og svo var líka kallað á þau í mat. Tommi eignaðist reyndar úlpu fyrir ellefu ára ctfmælisdaginn; hann seldi blöð til að kaupa sér hana. Um það leyti var hann þó að komast að því að það var miklu fljótlegra og auðveidcU'a að stela því sem hann vantaði. En það var aldrei kallað á hann í mat. Þar sem Tomma leiddist í skól- anum var hann ekkert að fara þangað nema endrum og eins, helst kannske þegar pabbi var svo fullur að ekki var líft á heimilinu. Tommi var þar reyndar eins lítið og hann gat og eins lítið og for- eldrar hans gátu, líka; hann var hedður í sveit eða á uppeldis- heimiium, eins og hægt var. Ellefu ára var hann sendur í Breiðuvík og þcu lauk hcmn fullnaðarprófi árið eftir. Lengri varð skólagangan ekki. Kunningjar Tomma á þessum ár- um voru helst strákar sem líkt var ástatt fyrir. Þeir tóku sig saman um allskonar óknytti sem smámsam- an urðu alvarlegri þcutil um hrein afbrot var að ræða. Hann var átta ára gamall þegar rannsóknarlög- reglan haifði fyrst afskipti cif hon- um. Þá stal hann bíl ásamt tveim kunningjum sínum og þeir óku um bæinn þartil þeir kiesstu farartæk- ið. Eftir það var hann alltaf með annan fótinn hjá lögreglunni, enda sífellt að brjótast inn og steia. Fjórtán ára gamall fór Tommi til sjós og drakk eins og svampur, með félögum sínum, þegar hann var í iandi. Sautján ára gamall var hann orðinn slæmur á taugum og fékk þá róandi lyf, samkvæmt læknisráði. Ekki minnkaði hann drykkjuna neitt við það heldur dældi í sig jöfnum höndum brenni- víni og alískonar lyfjum. Úr því urðu langir túrar þar sem þessi bianda hélt honum luuinske vak- andi í heila viku. Eftir þá var hann andlegt og líkamlegt flak og hafði hvorki ráð né rænu. Tommi hittirKötu Tommi var nú orðinn svo stálp- aður að það var hægt að taka hann úr umferð til að þjóðfélagið fengi smá frí frá honum. Hann sat í hegn- ingarhúsinu, öðru hvoru, í nokkra mánuði og fjórum sinnum vcir hann sendur austur að Litla- Hrauni. Aðallega var þetta fyrir þjófnaði, ávísanafals og þesshátt- ar. Á Hrauninu hitti hann eldri og reyndari menn sem kunnu ýmis- iegt fyrir sér, meðal annars hvar væri hægt að ná í lyf og hvaða lyf væri hægt að nota sem vímugjafa. Eins og venjulega skoiaði Tommi þeim niður með brennivíni og átti það nú til að verða alvitlaus þegar túramir voru orðnir langir. Hann bcuði sambýliskonu sína, á þeim árum, oftar en einusinni og það svo alvarlega að hún varð að leita hjálpíu á Slysavcuðstofunni. Tommi var nú sokkinn nokkum- veginn jafn djúpt og hægt var að sökkva. Þegar hcmn var á fylierís- og pillutúmnum gerði hann lítinn greinarmun á réttu og röngu og braust inn eða stal eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hann var jafnan gripinn og játaði umsvifalaust af- brot sín. Honum VcU þá sleppt og tók hann þá þegar upp fyrri iðju. Tvívegis þegar hann var við inn- brot ásamt félaga sínum kom til átaka við húsráðendur. Þeir réðust á mennina og léku þá illa og Tomma hlutur vcu Ijótur í þeim fóiskuverkum. Öðm hvom bráði cif Tomma. Það var þó ekki nema þegar hann var svo illa farinn, andlega og líkamlega,að hann kom ekki einu- sinni niður brennivíni og pillum. Það kom fyrir að hann fékk sér vinnu og stundaði hana ágætlega svona fyrst í stað. En eftir nokkrar vikur var hann kominn út í óregl- una og afbrotin á nýjcui leik. Til- raunir hans til að „þurrka" sig vom sjaldan gerðar af mikilli alvöm, enda fóm þær út um þúfur. En svo hitti hann Kötu. Tommi var nýkominn úr með- ferð fyrir áfengis- og pillusjúklinga þegar þau kynntust. Kata var úr öðmm heimi, sem Tommi vissi ekki að'væri til. Hún var reglusöm, samviskusöm og hlý. Og þau und- ur og stórmerki gerðust að Tommi hékk þurr. Þau felldu saman hugi og settu upp heimili, með bömum Kötu frá fyrra hjónabandi. Tommi fékk sér vinnu sem hann hefur gegnt af samviskusemi. Sfðan em liðin tvö ár og enn er Tommi þurr og enn er Tommi í vinnu. Gleði og sorg Heimilishaldið hefur gengið vel en yfir því hefur þó hvílt nokkur skuggi. Þau Tommi og Kata vissu sem var að Tommi átti ýmsa óupp- gerða reikninga við þjóðfélagið. Þeir reikningar vom nokkuð háir, hljóðuðu meðal annars uppá líkamsárásir. Það var alveg eins líklegt að gjaldið yrði fangelsi í lengri eða skemmri tíma. Þótt Tommi fyndi ekki hjá sér neina löngun til að hverfa til fyrra lífem- is, þvert á móti, var líf hans þó ekki alveg eins og venjulegs heimilis- föður. Ógreiddu reikningamir gerðu það að verkum að hann veir hlédrægur og dulur og bléuidaði lítið geði við vinnufélaga sína ann- að en bjóða góðan daginn og spjalla kímnske lítillega um dægur- mál. Þar kom að mál hcins var tekið fyrir í Sakadómi. í dóminum féllu þung orð í garð Tomma og hann átti hvert einasta þeirra skilið. En sakadómari kaus að taka tillit til aðstæðna eins og þær em í dag. Með tilliti til þess að Tommi hafði ekkert brotið af sér í tæp fjögur ár, var hættur drykkju og lyfjaáti, hafði stofnað heimili og stundaði vinnu £if samviskusemi ákvað hann að dómurinn yrði skilorðsbundinn í þrjú ár. Það þýðir að Tommi þarf ekki að fara í fangelsi. Ef hcinn hag- ar sér eins og maður í þrjú ár, er hann laus allra mála. Ef hann hins- vegar brýtur eitthvað af sér á þessu tímabili verður hann að afplána þennan dóm í fangelsi, til viðbótar við þá refsingu sem hcinn fær fyrir nýja brotið. Tommi og Kata vom í sjöunda himni. Þau höfðu unnið eins og þrælar og Tommi var búinn að greiða upp skuldir og sektir sem höfðu Scifnast á hann meðan hann var í óreglunni. Þau stóðu bara bærilega og nú þegcir þau sáu framá að Tommi gæti haidið áfram að vinna urðu þau þeirrar lukku aðnjótandi að geta, eins og hver önnur ung hjón, byrjað að kaupa með afborgunum. Þau endumýj- uðu ýmis húsgögn og keyptu sér bfl. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Saksóknari áfrýjaði dóminum. Málið fór fyrir Hæstarétt og þar var úrskurðað að Tommi skyldi fara í fangelsi í tíu mánuði. Tveir af fimm hæstaréttardóm- umm skiluðu sératkvæði. Þar var lagt til að refsingin yrði þyngd í 18 mánuði EN yrði skilorðsbundin í fimm ár. En tveir af fimm er ekki nóg. Lögfræðingur Tomma leitaði til fullnustumatsnefndar, um náð- un, en fékk afsvar í fyrstu. Nefndin hefur hinsvegar fallist á að taka málið fyrir aftur og hlýða á rök- stuðning lögfræðingsins. Eina lífið Nú sitja Tommi og Kata og bíða þess sem verða vill. Er Tommi bit- ur yfir að málið skyldi snýast svona honum í óhag? ,£g hef nú varla mikinn rétt til að vera bitur.eins og ég hef hagað mér. Tíu mánaða fangelsi er svo sem ekki þungur dómur miðað við það sem ég hef gert af mér. Við höfðum samt von- að að miðað við hvað aðstæður eru breyttar slyppi ég með skil- orðsbundinn dóm. Við höldum auðvitað ennþá í þá von að fulln- ustumatsnefnd fallist á að dómur- inn verði skilorðsbundinn." „Hvernig kanntu við þitt nýja líf?“ ,ÁIýja? Ég veit ekki nema þetta sé það eina sem ég hef átt. Þegar ég hugsa um það sem ég hef gert þá finnst mér eins og það sé einhver annar maður. Það cif því sem ég man, vel að merkja. Það eru langir auðir kaflar semtfg man ekkert eft- ir, þegar ég var í brennivíninu og pillunum. Það sem ég man eða rámar í, er flest heldur óskemmti- legt. Ég hef til dæmis andstyggð á ofbeldi. Það hljómar sjálfsagt skringilega og eins og hræsni, eftir það sem á undan er gengið, en það er nú samt satt. Ég hef aldrei gert flugu mein þegar ég hef verið með sjálfum mér. Það var þegar ég var orðinn nær vitlaus af dópi og svefnleysi sem ég framdi þessi of- beldisverk. Ég skammast mín fýrir margt sem ég hef gert á lífsleiðinni, en ekkert meira en þau. Auðvitað á ég skilið að hljóta refsingu fýrir þau. Þessvegna var það að þegar skil- orðsbundni dómurinn féll fannst mér eins og létt væri af mér þungu fargi. Það var eins og opnuðust fyr- ir mér einhverjar dyr og ég sæi framtíð fyrir mér. Það er nokkuð sem ég hef cfldrei átt áður. Ég fann sjálfur hvað það urðu miklar breyt- ingar á mér og aðrir höfðu orð á því líka. Fram að því hafði ég lítið farið annað en milli heimilis og vinnu. Nú fór ég á bílasölur og í búðir, eins og venjulegur maður. Ég fór líka að tala á fundum og átti miklu léttara með að umgangast vinnufé- laga mína. Þeir vissu raunar ekkert um feril minn (og vita ekki enn), en ég vissi sjálfur upp á mig sökina. Ég gerði mér satt að segja ekki grein fyrir hvað það hafði bælt mig, fyrr en þessi dómur féll.“ Ægilegt áfall „Hvemig væð þér þá við þegar Hæstiréttur úrskurðaði að þú skyldir fara í fangelsi?" ,,Ja, það var náttúrlega ægilegt áfall fyrir okkur bæði. Þær áætlanir sem við vomm búin að gera guf- uðu auðvitað upp og óvissan er aftur tekin við. Nú verðum við bara að bíða og vona“. „Hvernig heldur þú að fari með ykkur Kötu; hvað um vinnuna, heldurðu að þú dettir cfltur í brennivín og pillur?" „Ég veit það ekki. Við Kata höf- um að vísu rætt um þetta, en bara lauslega því við viljum ekki gefa upp alla von. Ég er staðráðinn í að bíta á jaxlinn, ef til kemur,og fcu-a ekki í sama farið aftur. Mig hryllir svo við fortíðinni að ég er ekkert frá því að það takist. Ég vona það allavega. Hvað vinnuna snertir þá býst ég ekki við að ég gæti farið í hana aftur, jafnvel þótt þeir viidu taka við mér. Þeir vita ekkert um fortíð mína þar og ég hef getað umgengist þá svona eins og jcifn- ingi. Ég efast um að ég treysti mér til að fara þangað aftur, úr fcingelsi. 24 HELGARPÓSTURiNN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.