Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 2
SÍMASKEÁNA íhlííöarkópu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. . Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. B P Hafið samband við sölumann. P Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík SUNDAKAFFI AUGLÝSIR Kaffi, kökur, smurt brauð. Heitar og kaldar samlokur. Hamborgarar og franskar kartöflur. Heitar pylsur, tóbak, öl og sælgæti. Opið allar virka daga kl. 7.00-22.00 Iaugardaga8-19 sunnudaga 10-19 SUNDAKAFFI V/SUNDAHÖFN Tugir tegunda af te og kaffi ¦frÞað lagði Ijúfan ilm fyrir vit okkar þegar við opnuðum hurðina á Barónsstíg 18. Þar opnaði nýlega verslunin Te og kaffi sem mun í fram- tíðinni bjóða uppá meira úrval af þessum göfugu drykkjum en fáanlegir hafa verið á íslandi til þessa. Þar ráða húsum Berglind Guðbrandsdóttir oo. maður Tékkneskir dagar á Loftleiðahóteli hennar Sigmundur Dýrfjörð, sem fengu hugmyndinaað þessari verslun þegar þau voru búsett í Gautaborg. „Við stefnum að því að vera með allt sem til þarf til að sælkerar á te og kaffi geti notið þessara veiga sinna með sem ferskustum og fjöl- breyttustum hætti. Við veröum meðal annars með fimm tegundir af kaffi- baunum og fólk getur þessvegna búið sér til eigin blöndur til að drekka. Við komum til með að selja kvarnir til að mala baunir og einnig ýmsar tegundir af könnum til kaffigerðar, til dæmis sérstakar könnur til að búatil Capuccino." Tebirgðir eru þegar orðnar allnokkrar í versluninni. Þar er nú hægt að fá te frá Indlandi, Ceylon, Indónesíu, Kína, Formósu og Japan. Einnig eru á boðstólum ýmsar tegundir sem eru bragðbættar með ávöxtum eðavíni. Þá má ekki gleyma alls- konar jurtatei; birki, kamillu, valhnetu og þarfram eftir götunum. Menn sykra sína drykki misjafnlega og í Te og kaff i fá þeir ýmsar tegundir að velja úr, svosem hrásykur og kandís. Þeir sem vilja reyna eitthvað nýtt í kaffi- og tedrykkju geta örugglega fundið skemmtilegt tilbrigði í þessari litlu verslun.* -írTékkneskir dagar verða haldnir á íslandi 24.-30. maí næstkomandi og verður mikið um dýrðir. Dagskráin fer að mestu leyti fram á Hótel Loftleiðum sem hefur fengið tékkneskan kokk til liðs við sig, en dagarnir eru á vegum utanríkisverslunar- ráðuneytis Tékkóslóvakíu, auglýsingafyrirtækisíns Rapid og tékkneska sendi- ráðsins í Reykjavik. Auk þess sem kynntir verða tékkneskir sérréttir á Hótel Loftleiðum leikur þar þjóðlagatríó og til sýnis verða ýmsar vörur sem tékknesk útflutningsfyrirtæki hafa á boðstólum. Börnum verður boðið upp á tékkneskt sjónvarpsefni, einkum byggt á þjóðsögum, og má vel vera að þau kenni þar ein- hverja vini úr barnatímum sjónvarpsins, þarsem tékkneskar teiknimyndir eru vinsælar. Á fundi með fréttamönnum minntist Jindrich Jirasek, frá Rapid, þess að fyrsti efna- hagssamningur íslands og Tékkóslóvakíu hefði verið gerður fyrir sextíu árum. Samband landanna hefði ávallt verið gott og vinsam- legt. Undanfarin tvö ár hafa viðskipti landanna dregist ..<</$$ '$& •¦¦¦¦¦¦¦:;: verulega saman. Versnandi efnahagsástand á íslandi og aðhaldsaðgerðir í baráttu við verðbólgu og vöruskipta- halla nánast lokuðu íslensk- um markaði fyrirtékkneskum vörum. Jindrich Jirasek sagði Tékka telja að enn væru fyrir hendi möguleikar til að auka viðskipti landanna. Tékkar væru reiðubúnir að hefja á ný innflutning fiskmjöls og ann- arra fiskafurða, sem ekki hefðu veriðfáanlegarfrá íslandi undanfarið. Einnig stefndu þeir að árangri með tilboði ítæki Blöndu- virkjunar. „Við teljum að unnt sé að snúa við samdrætti í við- skiptum landanna og teljum að tékknesku dagarnir og þátttaka okkar í kaup- stefnunni í ágúst auki líkur á aðþaðtakist."* LATIÐ FAGMENIM VINNA VERKIÐ Tökum að okkur að þétta sprungur í steinvegjum, lögum alkalískemmdir, þéttum og ryðverjum gömul bárujárnsþök. 2 HELGARPÓSTURINN og þak- þétting Q Upplýsingar í símum (91) 66709 & 24579 Höfum háþróuð amerísk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Svifið yfir Sandskeiði tVÞegarskíðamennhættaað njóta útsýnisins í Bláfjöllum taka svifflugmenn við. Undanfarnar vikur hafa flugur þeirra oft vokað yfir skíðamönnunum, þvi nú er allt komið í gang á Sand- skeiðinu. Svifdrekaflugmenn hafa sig þar líka í frammi og hafa fengið að fara með græjur sínar upp í stóla- lyftunni og hef ja sig til flugs af fjallstoppinum. Þegar Jim smellti af þessari mynd á Sandskeiðinu, var ekki nokkurn mann að sjá í grennd við svifflugurnar, né áburðarvélina sem dregur þær á loft. Með tilliti til þess hvernig veðrið var taldi hann víst að þeir hefðu fundið sér einhverja laut og lægju þar í sólbaði.*

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.