Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 7
Þjóðfélagsþegn: Munda Pálín Enoksdóttir 6592-6164 Barn fátækrar sjómanns- fjölskyldu Misheppnuð ástarsambönd Erf iður geðsjúkdómur Sukksamt líferni Nauðganir Fangelsi Kleppsspítali Manndráp HENNAR SAGA UM GLÆPINA OG REFSINGUNA eftir Hallgrím Thorsteinsson og Ómar Friöriksson mynd Jim Smart „Ég vil forðast hel, ég er búin að fá nóg af því aS dveljast þar." Hún talar dimmri, dálítið draf- andi röddu um fortíð sína, dregur ekkert undan og hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum. Fortíðin: basl fá- tækrar sjómannsf jölskyldu í æsku, misheppnuð sambúð strax uppúr unglingsárunum, 11 ára vansælt hjónaband norður í landi, sex börn fyrir þrítugt, barátta við erfiðan geðsjúkdóm, sukksamt líferni meðál undirmálsfólks í Reykjavík, nauðganir, verstu fangelsi lands- ins, Kleppsspítali, manndráp... ógæfa og örvænting. Hún horfir Ut um stofugluggann á níundu hæð í íbúðinni sem Fé- lagsmálastofnun útvegaði henni nú í apríl. Það fljúga dúfur fyrir hann annað slagið. „Ég vil sjálfræði sem íslenskur þjóðfélagsþegn. Ég hef hvorki kosningarétt né kjörgengi," segir hún ákveðið. Hún er trúuð kona, trúin og geðveikin komu saman í eitt. Hún hefur lært að lifa með hvoru tveggja, og það veitir henni nauðsynlegan styrk. „Ég hef leitað áfram og aftur og ég hef fundið frelsi og blessun í miskunnseminni og geðveikin orðið mér stór og mikil gjöf," skrifar hún á einum stað í einu af fjölmörgum sendi- bréfum sem hún sýnir mér. Það slær ekki útí fyrir henni í samtölun- um. Hún er vel yfir meðallagi greind (greindarvísitalan 122), skýr og stálminnug. Hún er hag- mælt og á bunka af ljóðum og bréf- um. „Ég bað um að vera ekki gerð ósakhæf. Hvað álítur fólk um ósak- hæfi, að ósakhæft fólk sé það vegna þess að tímabundið gerði það sér ekki grein fyrir gerðum sín- um? í mínum augum þýðir ósak- hæfi nokkurs konar sakleysi. Illsk- an tekur stjórnina. AJgerlega. Læknar ná ekki margra ára gremju úr sálarlífinu. Æðið er sjálfsbjarg- arviðleitní: ég má ekki láta gereyða sjálfri mér, eyðileggja þann litía neista af sjálfsvirðingu sem ég held dauðahaldi í." ERASTINAAÐ FINNAÁKLEPPI? Munda Pálín Enoksdóttir talar um „hatremmuna, hvernig hún þróast með síendurteknum áföll- um, sérstaklega í ástamálum. Mað- ur uppgötvar að ættingjamir elska mann ekki, móðir manns elskar mann ekki, kærastarnir elska mann ekki, nágrannarnir elska mann ekki, maður uppgötvar að eiginmaðurinn elskar mann ekki, ekki tengdafólkið - og það alversta fyrir mann, það er að hata sjálfan sig. Hvar er þá ást að finna? Á Kleppsspítalanum?" Þetta er úr bréfi til vinar. Þegar Munda Pálín og systir hennar fermdust saman var engin veisla haldin. Fjölskyldan var stór, fyrirvinnan sjómaður, börnin níu, tvö dóu ung. Lífið var. stanslaust basl. Munda Pálín fæddist 1939 og ólst upp í Reykjavík til 10 ára ald- urs, en þá fluttist fjölskyldan tíl Grindavíkur. Þegar hún var 16 ára trúlofaðist hún strák úr plássinu. Hann varð sér úti um vélstjóraréttindi og var á bátum. Sambandið var stirt og erf- itt, „hann fleygði ekki bara spilun- um í mig þegar hann tapaði spili, heldur húsgögnunum líka." Þau áttu þrjú börn, eitt fæddist á fæð- ingarheimili í Kópavogi og andað- ist tveggja daga gamait. Annað, drengur, fékk heilahimnubólgu eins árs og er þroskaheftur. Eftir að hafa sagt skilið við Grindvíkinginn hélt Munda Pálín norður í Þingeyj- arsýslu, þar sem hún réð sig sem ráðskonu á bæ þar sem tveir bræð- ur réðu búi. Þetta var 1960 og hún orðin21 árs. Hún giftist öðrum þeirra. Það samband stóð í 11 ár eða til 1971. Hún átti með honum þrjú börn, þaðyngstafæ«1966. En 1965 fór hún að kenna sjúk- dóms síns. Þá var hún flutt suður og lögð inn á Kleppsspítalann. „Ég fékk vitrun," segir hún. „Það tók þá ekki nema hálfan mánuð að fá mig til að ganga af trúnni - í mesta lagi mánuð." Hún dvaldi tvo mánuði á Kleppi, en var svo send lyfjalaus norður aftur. „Það var ekkert erfitt að vera lyfjalaus, en það var erfitt að vera búin að afneita guði," segir hún. „Hann var barinn úr mér og sagt að þetta væri bara geðveiki og rugl í mér." Hún tók trú sína ekki alvarlega á ný fyrr en í Síðumúla- fangelsinu, tæpum 10 árum sfðar. Samband þeirra hjóna fór nú hríðversnandi og fólk fór að líta hana homauga. Hún var þessi geð- veika... „Það er erfitt að vera geð- sjúklingur í Þingeyjarsýslu - hvað sem maður tekur sér fyrir hendur þar, þá er alltaf vafamál hvort mað- ur er með réttu ráði." Árið 1968 þoldi hún ekki lengur við og fór suður til Reykjavíkur og vann heila vertíð. Og var aftur lögð inn á Kleppsspítalann í tvo mán- Til fangavarðar Hví eru hjörtu svo köld? Hóta járnum á mig. Hin gráu syndagjöld gínasöm viðsig- er svo með þig? uði. Fram til 1971 var hún með annan fótinn í Reykjavík eða þar til hún fluttist alfarin suður. OG KERFIÐ TOK VIÐHENNI- „Þá tók við sukk og svínarí, guð- •laust lífemi," segir Munda Pálín. Hún var með ýmsum mönnum, í samböndum sem voru mismun- andi ljúf, mismunandi löng, en aldrei alvarleg. Munda Pálín stund- aði vinnu, átti bíl og hafði húsnæði. En sukkið jókst, jarðsambandið tók að rofna og ógæfan að magnast stig af stigi. „Ég hef aldrei verið alkóhólisti, aldrei misst ráð og rænu, bara dmkkið til að komast í stuð. Ég var alltaf hrókur alls fagn- aðar." En með stuttu millibili, 1973 og 1974, dundu svo reiðarslögin tvö yfir Mundu Pálín. Hún hafði þolað þau nokkur áður en nú keyrði um þverbak. Brýmar bmnnu að baki henni... og „kerfið" tók við henni. Eftir fyllirísskemmtun á veit- ingahúsinu Röðli var hún, aðfara- nótt föstudagsins 3. febrúar 1973; komin upp í Arbæjarhyerfi í partí. I blokkarstigagangi eftír partíið reyndi 16 ára strákur að nauðga henni, segir hún, og í sjálfsvöm dró hún lítinn vasahníf upp úr veskinu sínu og lagði til piltsins. „Ég lét hnífinn vaða í herðablað hans, er hann nálgaðist kynfæri mín, og stakk hann mátulega í bakið," segir Munda Pálín í skýrslu sem hún skrifaði eftir þennan atburð. „Þá tók hann við sér, barði mig í höfuð- ið, en ég sneri mér undan og bar vinstri hönd fyrir höggið, reiddi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.