Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 19
Þjóðleikhúsiðfrumsýnir nýtt leikrit eftir ÓlafHauk Símonarson Finnbjöm Finnbjörnsson er með tvær samstæðar sýningar í Regnboganum, ákvikmyndog málverkum. Ný, íslensk kvikmynd frumsýnd- Þolinmæði og þriggja ára vinna, segir höfundurinn Finn- björn Finnbjörnsson. ,,Þetta er grafísk kvikmynd, nokkurskonar sambland raun- uerulegrar kvikmyndar og teikni- mynda. Þó ekki teiknimynda í hefSbundinni merkingu heldur er umað rœða málverk sem gerð eru hreyfanleg. Markmiðið er að gera myndmálið lifandi." Það er Finnbjörn Finnbjömsson sem hefur orðið við blaðamann HP, en hann ætlar að frumsýna eig- in kvikmynd í Regnboganum næst- komandi laugardag klukkan 3. Þetta er hálftímalöng mynd og verður síðan sýnd á almennum sýningum svo lengi sem aðsökn endist. Er Finnbjörn bjartsýnn á markaðinn fyrir myndir af þessari tegund? „Ég veit það ekki, þetta er svo, nýtt hér á landi og engin leið að segja fyrir um hversu margir koma til með að sækja á svona mynd. Þetta hefur aldrei verið gert hér áður en ég þarf minnst tíuþúsund manna aðsókn til að myndin standi undir sér," segir Finnbjörn. Han hefur verið í heil þrjú ár að vinna að þessari mynd enda ekki furða, því í henni felast alls sex- þúsund teiknaðar myndir sem hann hefur unnið. Finnbjörn var í námi í San Franc- isco þar sem hann lagði stund á gerð mynda af þessu tagi, m.a. vann hann hluta af þessari mynd þar í einkaskóla, hvar hægt er að sérhæfa sig í gerð grafískra kvik- mynda. „Þetta er nám í „anima- tion" sem merkir að lífga," segir hann og telur að í framtíðinni megi ætla að myndlist muni þróast í þessa átt, myndformið verði gert lifandi. í anddyri Regnbogans hefur svo Finnbjörn komið fyrir málverkum til sýningar fyrir bíógesti. Allt myndir sem hann hefur einn unn- ið. „Þetta eru eiginlega tvær sam- stæðar sýningar; kvikmynd og málverkasýning, en ef eitthvað er má þó segja að málverkin styðji frekar við kvikmyndina. Með henni er fengist við mjög frjálst tjáning- arform sem á framtíð ryrir sér," segir hann og kveðst stefna stór- huga á erlenda markaðinn að lokn- um sýningum hér. Reynt verður að dreifa myndinni á kvikmyndasýn- ifigar og segist Finnbjörn nokkuð bjartsýnn á gengi hennar. Þar sé þetta tjáningaform víðast hvar vel þekkt og áhugi fyrir hendi. Strax að lokinni frumsýningu hefjast sýningar á klukkustundar fresti á laugardag og áfram næstu daga á almennum sýningum. Nú er bara að sjá hversu íslenskir kvik- myndaunnendur og aðrir list- áhugamenn bregðast við nýjum stefnum í gerð kvikmynda. Akurinn . er óplægður enn á þessu sviði myndmálsins. -ÓR Tragikómísk fjölskyldusaga Hinn áttunda júní næstkomandi verður á vegum Listahátíðar frum- sýnt nýtt leikrit í Þjóðleikhúsinu eftir Ólaf Hauk Símonarson rithöf- und. Þetta eru raunar tvö leikverk sem sett eru saman í eina sýningu og bera heitin „Milli skinns og hör- unds" og „Skakki turninn í Pisa". „Nokkurskonar trílógía um hina klassísku fjölskyldu," segir Ólafur þegar HP forvitnast um efni leiks- ins. Fyrra verkið, „Milli skinns og hörunds," lauk Ólafur við fyrir tveim árum og tók Sveinn Einarsson, þá- verandi þjóðleikhússtjóri, af hon- um loforð um að fá að taka það til sýninga. Það vegur mun þyngra í sýningunni, er lengra og- tekur um 2/3 hluta sýningartímans. Þegar Gísli Alfreðsson tók við stjórnar- taumunum í Þjóðleikhúsinu hafði Ólafur nýlokið við síðara stykkið og var ákveðið að fella þau saman og sýna í heild, enda fengist við svipaða hluti í þeim báðum. „Þetta eru að vísu sjálfstæð leikrit en eiga að mynda eina heild í leiksýning- unni. Þetta eru þannig samstæð verk," sagði Ólafur. - Óg um hvað er fjallað? „Ég lendi alltaf í bobba þegar ég er beðinn að skýra efni verka minna. Við getum sagt að þetta sé fjölskyldusaga í báðum tilfellum, skilningsskortur milli kynslóða sem svo oft á sér stað innan f jölskyldna. Tilætlunarsemi á báða bóga milli foreldra og barna og almennt gagg, þras og þráhyggja sem svo ein- kennandi er fyrir lahdann." - Gagnrýni á þjóðfélagið? Ólafur neitar því ekki en þó sé það fyrst og fremst fjölskyldulífið sem sér sé hugleikið. Hann hafi engar beinar fyrirmyndir úr þjöð- lífinu. Persónurnar séu hreinn til- búningur einsog alltaf á sér stað í skáldverkum en þó sé auðvitað viss samsvörun með umhverfinu og lifandi fólki. „Við getum kallað þetta tragíska kómedíu, en aiinars verðum við bara að bíða og sjá hvort heldur fólk grætur eða hlær, eða gerir hvorugt, þegar sýningar hefjast." Það er Þórhallur Sigurðs- son sem annast leikstjórn en Ólaf- ur segist sjálfur hafa nokkuð ver- ið viðriðinn uppfærsluna, sérstak- lega á frumstigum hennar. Alls níu Ólafur Haukur: Þras og þráhyggja milli kynslóöa. persónur koma við sögu í leikrit- inu og eru helstu hlutverk í hönd-. um þeirra Gunnars Eyjólfssonar, sem leikur föðurinn, og Þóru Frið- riksdóttur, sem leikur konu hans og móður sonanna, sem eru leiknir af'þeim Sigurði Sigurjónssyni og Sigurði Skúlasyni. Aðrir leikarar í veigameiri hlutverkum eru Árni Tryggvason, Bryndís Pétursdóttir og Kristbjörg Kjeld. Gunnar Reynir Sveinsson semur alla tónlist og sér um leikhljóð í sýningunni. Grétar Reynisson á heiðurinn af leikmynd- inni. „Milli skinns og hörunds" og ,3kakki turninn í Pisa" verða svo frumsýnd með pompi og prakt þeg'ar Listahátíð er gengin í garð. Sýningar verða sennilega tvær eða þrjár nú í vor en síðan er stefnt að því að leikritið verði tekið inn á vetrarprógramm Þjóðleikhússins á næsta leikári. Ættu sýningar þá að geta hafist þegar á næsta hausti. ÓF. SIGILD TONLIST I minningu Dorriet eftir Leif Þórarinsson Það eru sannarlega engar ýkjur að Dorriet Kavanna var ein yndislegasta söng- kona sem maður heyrði, fyrr og síðar. Hún kom hér nokkrum sinnum ásamt eigin- manni sínum, Kristjáni Jóhannssyni, og söng þá gjarnan eina eða tvenna tónleika með honum, mest aríur og dúetta úr óper- um, en stundum einfaldari söngva og ljóð. Aldrei heyrðum við hana við þau skilyrði þar sem hún naut sín best, á óperusviði. Þó einsog lá í loítinu og þótti sjálfsagt að mað- ur ætti eftir að sjá og heyra þau Kristján í Rigoletto, og það fljótt. Söngur hennar í aríu Gildu „Caro nome" og þeirra beggja í dúettinum „Signor né principe" á óperu- tónleikum hjá Sinfóníunni haustið 1981, er ógleymanlegur. Dorriet Kavanna átti stuttan en ótrúlega litríkan listferil að baki, þegar hún lést rúmlega þrítug um síðustu áramót. Hún fæddist í Barcelona, af spænsku og írsku foreldri, en ólst upp fram á unglingsár á eyjunni fögru, Mallorca. Þá fluttist hún með f jölskyldunni til Bandaríkjanna og stundaði m.a. nám í New Orleans og New York, þar sem hún var við Manhattan School of Music, sem margir íslendingar hafa einmitt sótt með góðum árangri. En hún gat sér fyrst frægðarorð sem leikkona, bæði á leik- sviði og í kvikmyndum, og vakti líklega fyrst heimsathygli í sjónvarpsmyndaflokki, sem var mjög vinsæll hér á landi fyrir u.þ.b. fimm árum. En það var semsé á óperusviðinu sem við væntum mests af henni, enda hafði hún einhverja tærustu kólóratúrrödd sem hægt er að hugs sér og ótrúlega tækni, svo ekki sé talað um túlkunargáfuna, sem var af sjald- gæfum toga. Enda vann hún marga og mikla sigra á því syiði og það ekki síst í föðurlandi óperunnar, ítalíu, þar sem hún var talin í sérflokki í óperum Donizettis og Bellinis og þá ekki síður ýmsum óperum Verdis. Já, maður gat vel látið sig dreyma um hana í Lady Macbeth þess síðasttalda, því hún átti, þp ótrúlegt megi virðast, jafnmikið að gefa því hrikalega hlutverki og Gildu og öllu þar á milli, t.d. Luciu di Lammermoor. En þeir draumar urðu buskanum að bráð í Bonri, á síðasta degi ársins 1983. En í rauninni lauk söngferli Dorriet Kavanna hér í Reykjavík, u.þ.b. mánuði fyrir síðustu jól. Það var á tónleikum hjá Tón- listarfélaginu, þar sem þau Kristján Jó- hannsson sungu saman og enginn við- staddur mun nokkurntíma gleyma því. Fáir vissu, og enginn gat trúað, að þama söng fársjúk kona, sem aðeins átti rúman mánuð ólifaðan. Víst blekkti hún okkur, yndislega, því verður ekki neitað, því þótt hún væri degi síðar flutt í ofboði til lækningavestur i Bandaríkjunum, þá lifði söngur hennar svo sterkt í huga manns og hjarta, að skjótir endurfundir virtust næsta sjálfsagðir. S.l. laugardag sungu Kristján og vinkona þeirra Dorriet, sópransöngkonan Antonella Pianezzola, minningartónleika um hana í Háskólabíói; snillingurinn Mauricio Barbacini (eiginmaður Antonellu) var við píanóið. Þó við þekkjum Kristján orðið nokkuð vel, kemur hann enn alltaf á óvart, svo hraðri þróun er hann í þessamánuðina. Röddin er enn að stækka og breikka og túlkunin að dýpka og magnast eftir því sem hann bætir við sig fleiri hlutverkum. Þeir mega þakka sínum sæla, sem fá að heyra hann í Andrea Chenier og Don José vestur í Ameríku á næstunni. En við megum víst bíða þolinmóð enn um stund hér heima. Og af Antonellu Pianezzolu er það að segja að hún er með frábærustu dramatískum sóprönum sem hér hafa heyrst um árabil; mögnuð í Toscu og Madame Butterfly. Þessir tónleikar voru því sannarlega verð- ugir minningu Dorriet og í stíl við þá miklu listakonu og örlátu manneskju, var tekjum þeirra varið til að stofna sjóð til að styrkja unga íslendinga til söngnáms í útlöndum. Ástarþakkir og kveðjur. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.