Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Blaðsíða 4
Viðar Eggertsson leikstjóri á haröaspani út til aö leggja undir sig heiminn. Sigríður Magnúsdóttir hjá nýju ferðaskrifstofunni; Terra. Viltu ferðast um eyðimerkur? -fr„Enn ein ferðaskrifstofa," sögðum við Jim þegar við tylltum okkur fyrir framan skrifborðið hennar Sigríðar Magnúsdóttur hjá ferða- skrifstofunni Terra sem opnaði, að Laugavegi 28, fyrir nokkrum dögum. Sigríður skellihló; „Þið eruð ekki þeir fyrstu sem segið þetta. Við erum nú samt bjartsýn á að þetta gangi hjá okkur. Allar þær fyrirspurnir sem við höfum fengið síðan við opnuðum benda allavega til þess að fólk hafi áhuga á þeim nýju stöðum og nýju leiðum sem við bjóðum uppá." Það eru ellefu aðilar sem eiga hlutafélagið Terra, en af þeim er Sigríður sú eina sem hefur reynslu af ferðabrans- anum. Hún er búin að vera í honum í sjö ár, fyrst hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn og svo hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. Terra þýðir jörð og þeir Jarðarbúar ætla að fara hægt af stað í fyrstu, að sögn Sigríðar. í sumar verður þó boðið upp á feröir til grísku eyjarinnar Rhodos á tveggja vikna fresti og einnig upp á hópferðir til Rómar og Túnis. Þá býður Terra sumarhús eða íbúðif við Garda-vatnið á (talíu fyrir þá sem vilja ferðast á eigin vegum. Þeir geta náð til Garda með bíla- leigubílum eða lest. Hvorki I ítalía né Rhodos eru alveg nýir staðir fyrir íslenska ferðamenn, en ferðatilhögun Terra er nokkuð óðruvísi en hinna skrifstofanna. Túnis er aftur á móti nýjung og þar er boðið upp á ýmis- legt nýstárlegt, eins og til dæmis tveggja daga eyði- merkurferð þar sem gist er í Bedúínatjöldum. Einnig gefst tækifæri til að skqðj Karþagó.* Leikfélag Selfoss áleið til (rlands ¦A-Leikarar í Leikfélagi Selfoss hafa staðið í ströngu undanfarnar víkur. Þeir hafa hamast við að læra textann við „Þiðmuniðhann Jörund," á ensku. Og á morgun (föstudag) leggja þeir land undir fót til írlands þar sem þeir troða upp á hátíð áhugaleikhúsa, sem haldin er í bænum Dundalk, fyrir norðan Dublin. „Á ensku heitir leikritið „Jokers and Kings," sagði Viðar Eggertsson leikstjóri sem fór á harðahlaupum gegnum ritstjórnina hjá okkurámánudaginn, enda hafa leikstjórar í mörg horn að I íta svona rétt áður en þeir leggja heiminn að fótum sér. „Molly Kennedy þýddi verkið á sínum tíma og gerði það listavel." Selfyssingar hafa beitt öllum ráðum til að læra að koma textanum rétt til skila. Meðal annars hafa þeir gripið blásaklausa Englend- inga sem hafa óvart farið í gegnum þeirra bæ og sett þá niður til að hlusta á fram- burðinn. VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARIN kl M&UW m^ W? Allar %\ J vörur Jli t} 5 á markaðsverði. 2 £ á W5H ^ js RAFTÆKJADEILD II. HÆÐ Raftæki - Rafljós og rafbúnaður JL-GRILLIÐ Grillréttirallandaginn MUNIÐOKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: Mánud.-fimmtud. 9-19. Föstud.9-20. Laugard.9-16. — jj[ - Jon Loftsson hf. Hringbraut Í21 Sími 10600 „Árangurinn er mjög góður," sagði Viðar, „leikaramir eru jafnvel farnir að tala með írskum og skoskum hreim, eftir því sem við á." Á hátíðinni í Dundalk flytja sjö leikhópar frá sjö löndum sjö verk á sjö dögum í húsi sem tekur sjö hundruð manns. Hóparnirerufrá fsrael, Mexíkó, Bandaríkjun- um, Bretlandi, írlandi og Selfossi. Jónas Árnason er líklega að verða einn frægasti leikritahöfundur, íslenskur, á írlandi því Skjaldhamramir hans voru á sínum tíma einnig fluttir í Dundalk. Það var þá sér- stakur gestaleikur, þar sem þá voru atvinnumenn á fjöl- unum. En við væntum þess að Selfyssingarveki þar jafn- mikinnfögnuð.* Maí er góður skíðamánuður *Þaðfer nú líklegahverað verða síðastur að renna sér á skíðum í Bláfjöllum. Undan- farnar vikur hefur verið þar nægur snjór, en hinsvegar fátt um gesti. Þegarsnjór hættir að sjást á götum höf- uðborgarinnar er eins og menn gleymi því að hann sé enn til ífjöllunum. Maí er hinsvegar oft á tíðum einn allraskemmti- legasti mánuður til að skíða í Bláfjöllum. Veðrið er þar indælt og oft á tíðum svo heitt að menn skíða berir að ofan. 4 HELGARPÓSTURINN Sumir eru svo ákafir að njóta sólarinnar að þeir leggja sig til í stólalyftunni, eins og sést á meðfylgjandi mynd.* Umsjén: Óli Tynes myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.