Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 12

Helgarpósturinn - 24.05.1984, Side 12
HRINGBORÐIÐ Eg bara spyr. Þessa sólríku og andköldu vor- daga þegar skólum er sem óðast að ljúka og starfsfólk þeirra að snúa sér að námskeiðum sum- arsins eru ýmsar blikur á lofti. Mjög háværar og alvarlegar spá- dómsraddir telja fullar horfur á að stofnanir sem hýsa býsna stóran hlut landsmanna á vetri hverjum verði strjálmannaðar á haustmánuðum. Nærfellt hve- nær sem maður hittir starfs- systkin sín er spumingin sú sama: Veistu um nokkra vinnu? Nú eða þá spurt er: Hvað ætlar þú að gera næsta ár? Þú ætlar þó ekki að halda áfram í kennslu? Og svo er skipst á fréttum af körlum og konum - stundum rómuðum kennumm - sem búin em að taka ákvörðunina og róin á önnur mið. Yfir þessum samræðum svífur svo hinn glæsti kjaradóm- ur þar sem sérkröfum kennara var vísað frá á þeim forsendum að þær myndu fela í sér launa- hækkanir. Nú er það náttúrlega hverjum heilvita manni ljóst að kennarar eru fjölmennir og kjarabætur þeim til handa - þó ekki væm meiri en svo að þeir héldu til jafns við þá sem vom jafnir þeim fyrir fáum ámm, t.d. blaðamenn - þessar kjarabætur myndu kosta nokkuð. En skyldi ekki líka kosta sitt að flæma allt það fólk burt úr kennarastéttinni sem getur feng- ið einhverja aðra vinnu? Eða er þjóðin sem búin er að fela kenn- urum næstum ailt uppeldi bcima sinna sátt við það að stéttin verði smám saman réttindalaust und- irmálsfólk sem einasta fæst við kennslu vegna þess að allar aðrcir leiðir em lokaðcir? Varla er nokkur svo skyni skroppinn að hann ætlist vitandi vits til þess að menn stundi minnst sjö ára nám að loknu skyidunámi til þess að hefja störf á launum sem gera ekki nema rétt að losa lágmarkslaun. Ekki virðast a.m.k. nemendur okkar hugsa sér til þess starfa og hlæja gjarna að lærifeðrunum um leið og þeir lýsa því yfir að þeir sem láti bjóða sér svona kjör hljóti annað hvort að vera ólæknandi hugsjóncifólk eða verulega hug- arskaðað að öðm leyti. Stundum er því fleygt að við höldum cilltof mörgum alltof lengi í skóla. Þetta getur reyndar verið rétt frá ákveðnum sjónar- hóli séð. Við gemm þá náttúrlega ráð fyrir að í skólum lærist ekkert nema hrein verktækni sem síðan eigi að skila sér í afköstum og framleiðni, horfum framhjá því sem stundum er kölluð almenn menntun og einhverjir hugsjóna- kálfar halda að sé til þess fallin að gera menn að hamingjusamari einstciklingum. En við horfum líka framhjá öðm. í grannlöndum okkar er það viðurkennd stað- reynd að skólcikerfið gegni m.a. þvf hlutverki að dulbúa atvinnu- leysi. Hérlendis hefur þetta sjald- an verið viðurkennt, líklega vegna þess að við þekkjum ekki á síðustu ámm sambærilegt ástand á vinnumarkaði við það sem tíðist í nágrenninu. Hins veg- ar ætti að vera tiltölulega auð- reiknað hvað íslenskt atvinnulíf þyldi mikla viðbót af meira og minna ófaglærðu fólki áður en við yrðum að fara að reikna at- vinnuleysið í tveggja stafa prós- entutölum. Því án þess við játum það getur meira en verið að við notum skólakerfið okkar einmitt til þess að fela atvinnuleysi sem annars væri geigvænlegt. En hvort sem menn fallast á að of margir séu í skólum eða ekki hlýtur annað að vera nokkuð Ijóst: Við höfum ekki efni á að reka lélegt skólakerfi. Og lélegt verður skólakerfi okkar ef kennsla er talin ómerkilegt starf. Og kennsla verður metin með samanburði við aðrar starfs- greinar. Og sá samanburður verður fyrst og fremst „kjaraleg- ur“, þ.e.as. menn spyrja einfald- lega hvort þeir geti lifað mann- sæmandi lífi, greitt námslánin sín, staðið í þjóðarsportinu, hús- byggingum, o.s.frv. Skynugt fólk er fljótt að sjá að svarið verður neikvætt, og skynugt fólk fer ekki í kennslu. Þetta fékk hann ma. að rejma skólastjórinn að austan sem fór að ræða við kennaraefni í KÍ. Mig minnir dagblöðin segðu frá því að 30% hópsins myndi hugsan- lega fcu-a í kennslu. Allir hinir höfðu eitthvað skárra að gera. Þetta sýnir náttúrlega líka að kennaramenntun er talin góð menntun á vinnumcirkaði - betri en ríkissjóður hefur nokkurn tíma viljað viðurkenna. Og nú er rætt um fjöldaupp- sagnir. Þá sannast kannski að svo má brýna deigt járn að bíti. Lang- lundargeð kennara hefur verið með ólíkindum. Kannski þykir þeim nóg á sér troðið núna? Sumpart er ástand þessara mála sök kennaranna sjálfra. Kjarasamtök þeirra hafa verið veik - m.a. vegna sundrungar. Fyrir skemmstu voru þeir dreifðir í fjögur cillstór kennararfélög (auk sérfélaga ýmissa). Nú eru þau þó einkum tvö - og í bölmóði vorsins léttir það manni ofurlítið í skapi að hugsanlega hilli undir sameiningu þessara tveggja fé- laga. Enn er hún þó ekki í höfn og kann margt að gerast áður en svo verði. Mikilvægast er þó líklega að kennarastarfið er ekki lögvemd- að. Hver sem er má kalla sig kennara. Menn geta hér borið saman við hjúkrunarstéttir. Ný- lega var sagt frá því að ekki væri unnt að opna deildir sem þegar væm tilbúnir við sjúkrahúsin í Reykjavík vegna skorts á hjúkr- í dag skritar Heimir Pálsson unctrfólki. Ef þetta væm nú skólar en ekki sjúkrahús og það væri kennaraskortur. Hvað væri þá gert? Jú, það yrði auglýst og ef enginn sækti um störfin yrði leit- að til hans Jóns á Bala, sem einu- sinni þótti svo ágætur í reikningi, ætli hann fengist ekki til að kenna stærðfræðina, nú eða Siggi í Porti, sem búinn er að fara fimm sinum til útlanda, það held ég landafræðin stæði nú ekki í hon- um. Og hún Gunna á Engi sem var á grautarskóla í Danmörku, þaldég hún gæti nú sagt til í ensku. Þetta em raunvemleg dæmi með uppdiktuðum nöfnum. Og þessi dæmi em engin einsdæmi. Þau mur.u líka halda áfram að verða til meðan starfsheitið kennari þýðir maður sem treystir sér til að kenna. Einhvern tíma heyrði ég að menningarstig þjóðar mætti m.a. marka af því hvernig hún byggi að hinum elstu og hinum yngstu. Menntcunálciráðherra okkar hef- ur nýlega sagt frá því að hún telji unnt að spara svo sem fimmtíu kennarastöður úti á landi með því að slá saman árgöngum þangaðtil viðunandi bekkjar- stærð sé fengin. Þessi hugmynd er vel þess virði að hún sé athug- uð nánar. Hún gafst ágætlega fyrir mannsaldri, hví skyldi hún ekki duga nú? Svarið hélt ég lægi í augum uppi: Kröfumar til skól- ans em allt aðrar nú en fyrir mannscildri, og það sem raun- vemlega er verið að segja er þetta: Eg held það sé nógu gott í dreifbýlingana, við berum þetta náttúrlega ekki í mál í Reykjavík. Svona em nú gleðiefnin mörg á þessu andkalda og sólríka vori. Og er þá nema von maður fari að spyrja sig: Hvað ætlarðu eigin- lega að láta hafa þig í þetta lengi? MATKRAKAN V iðmjúk vorgolan og gúrkan eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Þá getur maður svifið yfir Esjunni sem sól- roðið ský, fjarri fullkomnu launþegatrampi og fjármagnseigendahampi ríkisstjórnar- innar, botnlausu lausaskuldafúafeni út- gerðarinnar, vesturheimskri kjamorkuvíg- búnaðarnetriðslu í Helguvík, leiftursókn- frjálshyggjunnar, fmmskógarlögmálum fjármagnsins, holskeflum byggðaröskunar, siðlausri tilfærslu fjar frá litla manninum til breiða baksins, hækkandi sjúklingasköttum mót lækkandi bankasköttum, makráðum. fiskverðsákvörðunamefndum, sódómískri meðferð rannsóknarlögreglunnar í nauðg- unannálum - og sorpblaðamennsku. Viðmjúk vorgolam strýkur vangana og byltingarbræðin vaknar í brjósti mér á ný. „Yes, I want to break free from your lies,“ tóna þeir í Queen til mín á vængjum yfir flóann í þeirri andrá sem fjólublár draumur kyssir mig með Akrafjall og Skarðsheiði að vitnum. Yfir Elsjunni. Asólroðnu skýi. Ég svíf í átt til sindrandi vesturgiugganna sem brenni í húsunum. Viðmjúk veit ég í hjarta mér að stjórnar- stefnan er stefna sundrungar, gorgeirs, svipuhagga og háðungar, nú þegar þjóðinni er nauðsynlegt að Scimeinast um eitt bcik og einn hatt, að standa saman um einn seðla- bankastjóra. Og þcir sem mér tekur að rigna niður á Lækjartorg verður mér ljóst að næsta skammtímavopn mitt gegn langvarandi kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar er ís- lenska gúrkan, sú safaríkasta og bragðbesta í heimi, sem fæst nú á afar hagstæðu verði, ekki síst ef hún er keypt hjá sætu strákunum í grænmetis- og ávaxtavagninum niðri á Torgi. Þaðan er líka stutt að ganga tii Al- þingishússins með græn bareflin á lofti. Því gúrkan er til alls fyrst, fyrst orðin brugðust: til að brúa bil svartnættis og innri nætur, einsemdar og alheims, flæma skýjaðan hlátur þingsala út í titrandi rautt vorið. Gúrkusalat Meðlæti handa fjórum. 1 gúrka skorin í sneiðar eða strimla Lögur úr: annað hvort sýrðum rjóma (u.þ.b. 2 dl), salti og dilli eða hreinni jógúrt (u.þ.b. 2 dl), salti, pipar og 1 - 2 mörðum hvitlauksrifum. Hrærið leginum Sciman við gúrkuna og látið standa í ísskáp í 15 mín. fyrir notkun. Má gjarnan skreyta/drýgja með litlum tómatbátum. Gúrkusósa með myntu Sósa sem fer vel við ótal margt, svo sem eins og glóðaða steik með bökuðum kart- öflum, soðinn eða ofnbakaðan fisk, ekki síst lax og silung. Úr þessari uppskrift fást u.þ.b. 4 dl af sósu. 1/2 gúrka, þunnt sneidd salt og númalaður pipar 3 dl hrein jógúrt u.þ.b. 1 msk. þurrkuð mynta. e.t.v. 1 tsk. af steyttum kóríander- fræjum Hrærið saman jógúrt og myntu, saltið og piprið að smekk og hrærið sósunni saman við gúrkusneiðarnar; stráið steyttum kórí- anderfræjum yfir, ef vill. Arabískur forréttur Auðveldur, ódýr og bráðhollur forréttur handa fjórum. 1 lítil gúrka, skorin í teninga 3 dl hrein jógúrt rifinn börkur og safi úr 1/2 sítrónu 100 g (u.þ.b. 1 1/2 dl) rúsínur u.þ.b. 2 msk. saxaðar valhnetur 1 harðsoðið egg, saxað u.þ.b. 1 msk. saxaður graslaukur. salt Hrærið öllum hráefnunum saman, Sciltið eftir smekk, og berið fram á litlum diskum, t.d. undirskálum, ásamt teskeið. Fylltir gúrkubátar í salatsjó Annar þægilegur forréttur handa fjórum, ögn íburðarmeiri en sá fyrri. 1 gúrka salt og pipar 4 egg 1 blaðsalathöfuð kjörvill, steinselja og grauslaukur 1 sítróna 1 lítil dós túnfiskur (u.þ.b. 100 g) 2 tómatar Sósa: 1 tsk. franskt sinnep 2 eggjarauður 2 dl matarolía 1. Hreinsið gúrkuna og skerið hana í tvennt eftir endilöngu. Fjcirlægið innan úr henni kjarnana með teskeið._Saltið hana ögn, hvolfið bátunum og látið þá drekka í sig saltið í smástund. 2. Harðsjóðið eggin, látið þau standa dá- lítinn tíma í köldu vatni og fjarlægið síðan utan cif þeim skurnina. Þvoið salatið og þurrkið, saxið innstu og minnstu blöðin en geymið þau stærri. Saxið kryddjurtirnar. 3. Skerið sítrónuna í tvennt. Pressið scif- ann úr öðrum helmingnum en geymið hinn til skreytingar. 4. Búið til sósuna með því að hræra sam- an sinnepi og eggjarauðum og síðan olíunni smám saman út í. Látið drjúpa af túnfiskn- um. Saxið þrjú af harðsoðnu eggjunum og hrærið Scimcm við túnfiskinn. Og Scuncin við þá blöndu er hrært megninu af kryddjurt- unum, söxuðu Scdatblöðunum, helmingn- um af sósunni, og sítrónusafanum. Skolið að því búnu gúrkubátana og fyllið þá með túnfiskblöndunni. 5. Komið stóru salatblöðunum fyrir á stóru fati og leggið gúrkubátana ofan á. Skreytið með hálfum tómötum og setjið smáslettu af sósu ofan á þá, egginu sem eftir er skornu í báta og sítrónuhelmingnum. Stráið kryddjurtum yfir og berið fram það sem eftir er olíusósunnar í sérstakri skál. Tarator — grísk gúrkusúpa Afar frískandi súpa, borin fram vel kæld. Handa 4-6. 1 gúrka, afhýdd 2 tsk. salt I hvítlauksrif, marið u.þ.b. 1/2 lhrein jógúrt 50 g (u.þ.b. 1 dl) smátt saxaðar valhnetur nýmalaður hvítur pipar steinselja eða dill Skerið gúrkuna í þykkar sneiðcir og að því búnu í strimla. Setjið í skál, stráið salti yfir og látið standa í ísskáp í 30 mínútur. Þerrið þá strimlana með eldhúspappír. Blandið hvítlauk, jógúrt og valhnetum saman við gúrkuna, piprið eftir smekk og berið fram vel kælt; stráið söxuðu dilli eða steinselju yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.