Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 4
Helgi J. Hauksson spáir í vikublaðamarkaðinn ☆Tímaritaútgáfa viröist meö blómlegasta móti um þessar mundir. Eitt það allra nýjasta 'er TV-Tíðindi vikunnar sem nú hefur komiö út alls fjórum sinnum. Viö slógum á þráð- inn til ritstjóra TV, Helga J. Haukssonar, og spurðum um viötökur: ,,Þær hafa veriö bara mjög góðar í sölu,“ segirHelgi. ,,Við byrjuðum þettafremurrólegaen höfum verið að sækja í okkur veðrið og stefnum að því að stækka blaðið á næstunni upp í 52 síður. Við ætlum að vinna okkur áfram fremur en reyna að taka markaðinn með trompi." Blaðinu er nú þegar dreift í bókaverslanir út á landsbyggðinni og brátt einnig í söluturna en mest sala er þó enn á Reykja- víkursvæðinu. ,,Við reynum að hafa þetta einfalt og ódýrt og meginefnið er um skemmtana- og afþreyingar- iðnaðinn. Við ætlum einnig að vera með meiri sjónvarps- umfjöllun, erlendis eru PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaðinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. tímarit um slík efni geysilega vinsæl." Helgi telur að viku- blaðamarkaðurinn geti verið miklu stærri hér en verið hefurog þeirra lesenda- Austurlenskar í Kópavogi hópur sé sennilega fyrst og fremst konur. Erlendissýni kannanir að vikublöð með léttu afþreyingarefni höfði hvað mest til kvenna. ,,Við stílum inn á það,“ segir hann. - Hverjum veitið þið þá samkeppni? Helgi telur það ekki síst vera dagblöðin. Þar sýni aukið umfang allskonar léttefnis umfram fréttir þörfina fyrir svona útgáfu. - Hefur HP fengiö nýjan keppinaut? ,,Nei-viöteljum okkur vera með andstæðu Helgarpóstsins, þetta er alþýðumenningarblað en ekki hámenningar." - Þar fengum við það. Útgefandi TV er Framsýn hf. og framkvæmdastjóri Jóhannes Kr. Guðmunds- son.^ krásir ☆ Hefur landinn fengið sig fullsaddan á grjónagrauts- átinu? Svo virðist vera ef marka má aðsóknina á kvöld- námskeið í austurlenskri matargerð sem verslunin Habitat gengst fyrir í Þing- hólsskóla í Kópavogi í byrjun júní. Um er að ræða fjögur tveggja kvölda námskeið og að sögn Ólafs Garðarssonar verslunarstjóra var upp- pantað þegar eftir fyrsta sólarhring frá því námskeiðið var auglýst, og biðlistinn stækkaði óðfluga. Kennd verður einföld matargerð í sérstökum kínverskum pott- um, Wok-pottunum sem verslunin hefur haft til sölu og notið geysijegra vin- sælda, segir Ólafur. Áhersla er lögð á að nota sem mest hráefni sem fáanlegt er hér á landi en leiðbeinandi er thailensk kona, Kesara Jónsson, sem búið hefur hér á landi um tíma og er rómuö fyrir snilli sína í matargerð. Meðal rétta eru Peking önd með djúpsteiktu grænmeti, baunaspírum, gulrótum og lauk, og sérstakur réttur, „Fried wonton" sem í er notað m.a. rækjur, svínakjöt, celery og grænmetisolía. „Svo verður að sjálfsögðu sest niður að loknu erfiði kvöldsins og kræsingarnar snæddar," sagði Ólafur að lokum.* Ástir sam- lyndra apa ☆ ,,Ég held bara að ég hafi klikkast á að sjá Línu lang- sokk í æsku,“ segir Þóra við okkur á HP, en við höfðum fregnað að hún og sonur hennar væru með tvo apa í heimili og vildum forvitnast örlítið nánar um þetta. ,,Þetta gengur mjög vel og sam- búðin er alveg indæl. Þau heita Mikký og Nikulás. Mikký hefur verið lengi hjá okkur en Nikulási var komið fyrir hér í pössun fyrir um ári en það hefur teygst úr dvölinni. Nú er svo komið að * þau hafa fellt hugi saman og eru svo samrýnd og ást- fangin að ég get ekki hugsaö mér að þau verði nokkurn tíma aðskilin,“ segir Þóra. Hún er líka með þrjá hunda og er spurð hvernig þeim líki við apaparið? „Það er ágætt á milli þeirra, þó svo þeir skipti sér ekki mikið af þeim, en ég skal segja þér að áður en Nikulás kom til skjalanna áttum við kött og þá lágu Mikký og kisi stundum og hjúfruðu sig upp að einum hundinum tímunum saman og í miklum kærleikum.“ Aparnir dvelja nú lengstum í búri og sagðist Þóra þurfa að þrífa þá á hverjum degi því þeim gæti fylgt hinn mesti ódaunn, en ánægjan af öpunum væri slík að hún setti þá vinnu ekkert fyrir sig. Hún sagðist gefa þeim eina góða máltíð á dag og borðuðu þeir flest allt sem þeim væri boðið, s.s. hrísgrjón og grænmeti, sem væri þeirra uppáhaldsfæða, en kjöt og fisk vildu þau síður. Það væri þá helst að Nikulás sætti sig við það, enda gestkomandi í bænum. - Ertu ekki bundin af öllum þessum dýrafjölda? „Nei, nei..,svoáéggóðavinkonuí Mosfellssveitinni sem hleypur undir bagga hjá mér ef mikið liggur við og tekur apana í pössun. Viðsegjum þá stundum að þau séu vistuð á upptökuheimili fyrir vandræðaapa, endaeru þau oft mestu prakkarar og eru klók við að opna hirslur og tæma krukkur í eldhúsinu hjá mér.“^ Þóra og Stefán með húsdýrin sín. MmmmmMmmwM Umsjón: Ómar Friðriksson og Jim Smart 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.