Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 9
upp með það, Skattstofan viður- kenndi þær ekki sem frádráttarlið. Hvert fer gjaldeyririnn? Heildarveiðidagafjöldi erlendra manna á íslandi 1978 var 5.442. Veiðidagar íslendinga sama ár voru 8301. Hér eru aðeins taldar þær ár sem útlendingar veiddu í 1978: Laxá í Kjós, Laxá í Leirár- sveit, Grímsá og Tunguá, Þverá, Norðurá, Langá, Hítará, Haffjarð- ará, Straumfjarðará, Laxá í Döl- um, Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatns- dalsá, Laxá í Aðaldal, Deildará- Hölkná-Hafralónsá, Hofsá, Stóra Laxá og Sog. Miðað við að hver útlendingur hafi dvalið viku við veiðarnar má gera ráð fyrir að þetta sumar hafi a.m.k. 780 útlendingar komið hing- að til laxveiða. Ekki er ósennilegt að tcdan hafi losað 1000 þegcir þess er gætt að mjög gjaman sameinast útlendingar fleiri en einn um eina stöng. Síðan 1978 hefur útlending- um smám saman verið að fækka í íslenskum laxveiðiám. Skýring- anna á því mun einkum vera að leita í minnkandi laxagengd, en fyrir 1978 hafði laxveiðin ávallt far- ið vaxandi ár frá ári. Fækkunin hef- ur ekki orðið mikil, t.d. fækkaði veiðidögum útlendinga frá 1978- ’79aðeinsum 142. í fyrra námu þær gjaldeyristekj- ur sem rekja mátti beint til er- lendra laxveiðimanna 22 milljón- um króna, samkvæmt upplýsing- um frá Gjaldeyriseftirliti Seðla- banka íslands. Miðað við að tekj- urnar haldist svipaðar á þessu ári má gera ráð fyrir að 35 milljónir króna skili sér til Gjaldeyriseftir- litsins í ár. Leyfisseljendum er gert að fylla út þar til gerð eyðublöð og talsvert mun fylgst með gjaldeyris- skilum í þessari grein. Engu að síður gefa þær tölur sem fyrir hendi eru til kynna að gjaldeyrisskilin séu slæm. Sé þann- ig reiknað með að í ár verði veiði- dagar útlendinga ekki rúmlega 5.400 eins og 1978 heldur aðeins 4.500 og að meðal-vikupakkinn kosti 4000 dollara, má reikna með að heildartekjur af laxveiði útlend- inga verði á bilinu 55-60 milljónir, en ekki 35 milljónir eins og fram- reikningur á tölum Gjcildeyriseftir- litsins gefur okkur. Hvert fara þessir peningar, allur þessi gjaldeyrir. Hvers vegna skilar hann sér ekki? Ýmsar skýringar eru nefndar og sú helst, að hluti erlendra veiðimanna skipti gjald- eyri sínum í íslenskar krónur áður en greiðslurnar fyrir veiðina eru reiddcir af hendi. Þetta er megin- skýring Gjaldeyriseftirlitsins. Hún heldur þó ekki fullkomlega vatni sé betur að gáð, því algengast er að útlendingarnir greiði fyrir veiðina í gjaldeyri. Þetta viðurkenna þeir sem selja veiðileyfin. Talsverð brögð munu vera að því að erlend- ir viðskiptavinir leggi a.m.k. hluta greiðslunncir, t.d. innáborgun sína við f)öntun í febrúar, inn á banka-, reikning veiðileyfisseljenda er- lendis og þannig framhjá Gjald- eyriseftirlitinu. Alveg ótrúlegir menn En hverjir eru svo þessir þúsund eða svo útlendingar sem taka frá okkur besta laxveiðitímann af því að þeir borga mun betur en við íslendingar? „Þetta eru cilveg ótrú- legustu menn,“ segir maður sem unnið hefur við leiðsögn við lax- veiðiár. „Fólk trúir því ekki hvers konar stórmenni eru hér á ferðinni á sumrin," segir hann. Flestir kcinn- ast að líkindum við laxveiðiheim- sóknir Kekkonens, fyrrum Finn- landsforseta, sem veiddi í Víði- dalsá, Karls Bretaprins, sem veiddi í Hofsá, Neil Armstrongs tunglfara, Jack Nicklaus golfsnillings og skötuhjúanna Jessicu Lange og Michaels Barishnikovs á undan- förnum árum. Færri kannast lík- lega við Orlcindo, forstjóra stærstu ál- og stálbræðslusamsteypu Ítalíu, samlanda hans Angelino, forstjóra Fiat-verksmiðjanna, eða Charles Forte, sem rekur 517 hótel víða um heim, Donald Kendall, for- stjóra Pepsi, sem var lengi með Laxá í Dölum á leigu fyrir fyrirtæki sitt, prívat, eða þá Spiro Skuras, skipakónginn gríska. Stórlaxamir eru fjölmargir. ,3tærsti hlutinn af útlendingun- um eru bara sæmilega efnaðir menn á ameríska vísu, menn með 40-50.000 dollara árstekjúr, sem þykir ekki mikið þar vestra. Þetta eru oft lögfræðingcir, læknar eða prófessorar, og það er mjög mikið um menn sem eru komnir á eftir- laun.orðnir þetta 55-60 ára,“ segir einn leiguseljenda. Mest er um Bandaríkjamenn, en hingað koma líka Bretar, Frakkar, ítalir og Sviss- lendingar í allmiklum mæli. ,dcifn- vel námuverkamenn", segir leigu- salinn. ,3umir eru bara venjulegir daglauncunenn sem hefur dreymt um að komcist til íslands, drauma- landsins, og hcifa Scifnað lengi fyrir ferðinni. Margir koma á Ap>ex-far- gjöldum, og maður sér að þeim er ekki alveg sama hvað hlutimir kosta." En sögur em líka sagðar af vell- auðugum Bndaríkjamönnum sem eru svo örlátir á þjórfé að þeir telja ekki einu sinni 20 dollara bunkann sem þeir em að tippa með. Einn þeirra rétti einu sinni blaðsölu- strák niðri í Austurstræti nokkur hundmð krónur fyrir dagblað. Strákurinn lét hann hafa öll blöðin og hljóp svo til kollega síns og fékk fleiri blöð hjá honum... Fáránlegt En það er önnur meginástæða en minnkandi fiskigengd fyrir því hvers vegna erlendum laxveiði- mönnum fer fækkandi hér á landi: „Við höfum gengið fulllangt í verð- lagningunni," segir maður sem lengi hefur starfað í laxveiðivið- skiptum hér heima og erlendis. „Það er ekki bara það að íslending- arnir kvarti yfir því að allir bestu dagarnir séu famir,heldur em út- lendingcirnir líka famir að segja að leyfin séu of dýr. Það er hægt að komast í mun ódýrari laxveiði í Kanada og Skotlandi, þótt ámar þar séu reyndar ekki jafn skemmti- legar og hér. íslendingar hcúa jafn- vel farið utan líka í ódýrari túra en þeir em vanir að fara innanlands. Sífellt oftar heyrir maður útlend- ingana segja að þetta sé að verða svolítið fáránlegt." spansvo Berðu saman mismunandi sparnaðarleiðir sem bankarnireru að bjóða þessa dagana. Athugaöu að við bjóðum aðra leið: 6 mánaða BANKAREIKNINC MEÐ BÓNUS. Öiyggii Þú mátt færa á milli verðtryggðra sem óverðtn/ggðra reikninga. Slíkt er nú aldeilis ön/ggisatriði ef verð- bólgan vex. Þægindi: Bankareikningurinn þarfnast ekki endurnýjunar. Engarferðir í bank- anná6mánaða fresti. Mnaðarbankinn Fereigin leiðir -fyrir sparendur. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.