Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 17
Stjúpsystur vofa yfir landsbyggðinni eftir Óla Tynes mynd Valdís Óskarsdóttir Ibúar landsbyggðarinnar eiga yfir höfði sér stórmerkan menning- aruiðburð í sumar. Eftir að hafa lagt höfuðborgarbúa að fótum sér hafa nefnilega Stjúpsysturnar komist að því að þoer eru hálfgerð- ir framsóknarmenn og til aðstuðla að jafnuœgi í byggð landsins œtla þœr, í júní og júlí, að fara sigurför um sveitir þess. Með þeim trítlar Dansbandið og Anna Vilhjálms og það má líka búast við að ,, fegurð- araukadrottnig íslands" skjóti upp kollinum, ásamt rokksöngvaran- um Hallreði og Dúddúa-systrum. Til að frœðast aðeins nánar um þetta stórkostlega menningarfyrir- bœri sem er í þann mund að dynja á sveitum landsins gerum við okk- ur ferð í ,,búdúar" þeirra Stjúp- systra. Dags daglega svara þær nöfnun- um GuSrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. Þær tóku á móti okkur í gríðarlega sexí blússum sem voru sérsaum- aðar handa þeim í ofboðslega frægu tískuhúsi. Skemmtiatriði þeirra systra bera dálítinn keim af revíum, enda varð tilurð þeirra upp úr því að þær unnu saman í Revíuleikhúsinu. Þær semja nú yndislega andstyggi- lega texta um það sem er að gerast með þjóð vorri og syngja þá við vinsæl dægurfög. Milli laga flytja þær gjarnan iéttfríkuð gamanmál. —r Hvernig kom það til að þið fóruð að vinna saman? Guðrún A.: „Tja, við höfðum ekki starfað lengi saman í Revíuleikhús- inu þegctr við gerðum okkur ljóst að svona stórkostlegt talent varð að viðra sig á stærra sviði. Annað hefði verið glægur gagnvart list- hungruðu mannkyninu! Saga: ,,Því var það að þegar ég tók að mér að koma upp skemmti- atriðum fyrir Þórscafé þá sögðum við við sjálfar okkur: Af hverju ger- um við þetta ekki bara sjálfar?" Guðrún Þ.: „Og við svörum alltaf sjálfum okkur svo þetta var bara afráðið". Þannig var semscigt upphafið á ferli sem vafalítið á eftir að gera Michael Jackson grænan af öfund. Stjúpsystur slógu í gegn í Þórscafé og sigurganga þeirra hefur verið óslitin síðan. Ekki leið á löngu þartil fyrirtæki og stofnanir slógust um að fá þær til að skemmta í einkasamkvæmum. Guðrun A.: „Okkur þykir reglu- lega gaman að skemmta á árshá- tíðum og öðrum einkasamkvæm- um. Nokkru fyrir skemmtunina byrjum við að laumast um ganga viðkomandi fyrirtækja og spjalla við starfsfólkið til að safna and- styggilegheitum í texta. Það gerir alltcif mikla lukku ef inncinhússmál eru höfð í flimtingum". — Þessi sigurför ykkar um sveitir landsins...? Saga: „Hún þjónar eiginlega tvennum tilgangi. Annarsvegar finnst okkur ótækt að fólk úti á landi fái ekki tækifæri til að dá- sama hæfileika okkar og hinsvegar er þetta góð æfing fyrir væntanlega heimsreisu okkar“. Guðrún Þ: „Við hlökkum sér- staklega til að koma til New York. Eins og oft hefur komið fram í sjón- varpsviðtölum við okkur erum við allar útskrifaðar úr frægum tón- listarskóla þcir í borg. Það verður því gaman að koma þangað aftur og sjá og sigra". Guðrún A: .JRaunar getur verið að við byrjum í Evrópu. Ingólfur Guðbrandsson hefur séð okkur í Þórscafé og við höfum grun um að hann ætli að bjóða okkur til út- landa“. Saga: „Eða að minnsta kosti í Pólýfónkórinn". Guðrún Þ: ,3vo þú sérð að það er visst vandamál hjá okkur að velja úr öllum þessum tilboðum". — Hvað með hjónabandstil- boð? Saga: „Nei, það er einmitt svo skrýtið með kvenkyns stórstjörn- ur, það er eins og karlmenn séu hræddir við þær. Við höfum nú raunar aðeins farið út á land áður og ég minnist sérstaklega atviks frá Akureyri. Ég sat þar við borð og það kom herra aftan að mér til að bjóða mér upp. En þegar hann sá að ég var Stjúpsystir lagði hcinn þegar á flótta. Það er eins og karl- menn beri einhverja óttablandna virðingu fyrir kvenkyns stórstjöm- um. Ég er til dæmis viss um að María Callas ver heldur aldrei boð- ið upp, á Akureyri". Guðrún A: „Þetta er afskaplega óréttlátt. Við höfum heyrt að karl- kyns skemmtikraftar vaði í kven- fólki. Og svo bara vaða karlmenn- irnir burt frá okkur“. Guðrún Þ: „Þetta hefur hinsveg- ar mjög góð áhrif á eiginkonumar". Saga: .Afskaplega traustvekj- andi þesscir Stjúpsystur". Þær hlæja tryílingslega. — Hefur aldrei komið til þess að karlmaður slœgist í hópinn með ykkur, sem skemmtikraftur? ,3aga: „KARLMAÐUR?" Guðrún A: ,JVei, það er af og frá. Stjúpsystur em framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar. Karlmann hafa verið allsráðandi í skemmt- anabransanum hér á landi í ára- tugi. Líttu bara á Baldur og Konna. Það er löngu kominn tími til að við konurnar tökum af ykkur ráðin". Saga: ,Jíótarinn“. Guðrún Þ: „Guð minn góður, já hann Hreiðar Ingi“. Guðrún A: „Við höfum reyndar karlkynsrótcU'a. Hann sér um segulbandið fyrir okkur á árshátíð- unum“. — Hvernig er með textana ykk- ar? „Guðrún A: „Við semjum þá alla sjálfar. Gjarnan í heita pottinum í Sundlaug Vesturbæjar. Það leyn- ast oft gullkorn í gufunni". Saga: „Við emm nefnilega heilsufrík". Guðrún Þ: „Við erum alltaf skokkandi. Ég hleyp alltaf úr Álf- heimunum þegar ég er að heim- sækja Gunnu (í Vesturbænum). Saga kemur hinsvegar á hjólinu úr Garðabænum". Guðrún A: „Hún er fljótari á því en Trabantinum". Þær hlæja enn tryllingslegar. Stíla aldrei upp á sölu segirMagnús Tómasson myndlistarmaður Jú, þakka þér fyrir, það hefur bara gengið vel í þessa þrjá daga sem sýningin hefur verið opin," sagði Magnús Tómasson listmálari er HP sló á þráðinn til hans í gœr og forvitnaðist um „Hamskipti og skepnuskap". Sýning Magnúsar er í Listmunahúsinu í Lœkjargötu og lýkur 11. júní. Magnús sýnir 32 olíumyndir og segist hafa byrjað listferil sinn sem olíumálari, en þurft að breyta til. Hins vegar sé hann ánægður með að fást við olíuna á nýjan leik. „En hugmyndalega tengjast þessar myndir þrívíddarmyndunum mín- um,“ bætir hann við. Um aðsóknina þessa þrjá daga segir Magnús: „Eg er aðallega ánægður með undirtektimar hjá fólki. Myndirnar virðast kitla hlát- urtaugar gesta í fyrstu en síðan vekja þær aðrcir tilfinningar. Fólk virðist grípa vel hugsunina bak við verkin og það hefur gefið mér mik- ið með viðbrögðum sínum.“ Um söluna segir Magnús eftirfarandi: „Ég hef nú aldrei stílað upp á sölu þegar ég hef sýnt. En nú hafa 6-7 myndir selst og margir em að spá í aðrar myndir. Það kemur í ljós.“ Frá vinstri: Guðrún Þ., Guðrún A. og Saga. Guðrún A: „I alvöru tcilað þá semjum við yfirleitt téxtaná saman. Stundum veljum við eitthvert vin- sælt lag og semjum texta hver um sig. Svo er það besta vinsað úr. Elskurnar í Dansbandinu hafa hjálpað okkur mikið við útsetning- ar og þessháttar. Þeir hafa verið okkur ómetanlegir vinir. — Hvað verður ykkur að yrkis- efni? GUÐRÚN Þ: ,Aflt sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. Stjómmáia- menn leggja okkur oft til efni“. Saga: ,Að vísu ekki sjálfviljugir. En þeir gera svo oft eitthvað sem gaman er að yrkja um“. Guðrún Þ: „Við höldum mikið upp á stjórnmálamenn". Guðrún A „Sérstaklega Albert". Saga: „Ó, við ELSKUM Albert". Guðrún A: „Við erum alltaf að endurnýja og hressa uppá pró- grammið. Það verður að endur- spegla það sem hæst ber hverju sinni, hvort sem það er Mangósopi eða myglaðar kartöflur. Við emm að semja sumarprógrammið núna og reynum að hafa í því eitthvað sem snertir þann stað sem við emm á hverju sinni". Guðrún Þ: „Við emm líka að semja prógramm fyrir 17. júní. Ég vona að það verði ekki útiskemmt- un. Þessar blússur em svo voða- lega þunnar“. Guðrún A: „Hémmbil eins þunn- ar og textcirnir hennar Sögu“. Guðrúnarnar hlæja tryllings- lega. „Guðrún Þ: .Annars fer ægilega vel á með okkur. Við erum alltaf saman“. Saga: ..Við hittumst á hverjum degi“. Guðrún Þ: „Þetta horfir til vand- ræða“. Að lokum fengum við góðfúslegt leyfi Stjúpsystra til að birta einn af textunum þeirra. Það var látið fylgja að útgefendum ljóðabóka og hljómplatna væri alveg heimilt að hzífa samband við þær, þótt litlar líkur séu til að þær geti sinnt slík- um tilboðum á þessu ári vegna mikilla anna við undirbúning heimsreisunnar. Þennan texta syngja þær við lagið: „Ó, Jósep, Jósep". Ó, Albert, Albert huers áttþú aðgjalda þin finu fjárlög gölútt eru t gegn. En elsku Albert þú mátt ekki halda að uið þérsnúi baki nokkurþegn. En Albert, Albert ó þeir sprengdu rammann oghvaðmeð þig sem stendur við þin orð. Mangósopinn skal nú hoekka en gosdryhkirnir lœkka og lœkka Albert hundahaldari. Sigurför Stjúpsystra hefst í Njálsbúð þann 8. júní og svo verð- ur landsbyg., :n tekin fyrir, eitt plássið af c- Góða skemmtun, landsbyggð. HELG ÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.