Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 14
LEiKFfiLAG
REYKJAVÍKLJR
SÍM116620
GÍSL
Föstudag kl. 20.30.
Næst síðasta sinn á leikár-
inu.
FJÖREGGIÐ
10. sýn. miðvikudag kl. 20.30.
Bleik kort gilda.
Laugardag kl. 20.30.
Næst síðasta sinn á leikárinu.
BROS ÚR DJÚPINU
Fimmtudag kl. 20.30.
Sunnudag kl. 20.30.
Næst síðasta sinn.
Bannað börnum.
Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30.
ÞJÓOLEIKHUSiti
GÆJAR OG PÍUR
Miðvikudag kl. 20.
Fimmtudag (uppstigningardag)
kl. 20.
Laugardag kl. 20.
Sunnudag kl. 20.
Þriðjudag kl. 20.
Miðasala 13.15-20.
Sími 1-1200.
Hverjum
bjargar það
næst ír
||Uf^FEROAR
Fjölbrauta
skólinn
í Breiðholti
Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram í
Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 4. og 5.
júní næstkomandi kl. 9.00 -18.00 svo og í húsa-
kynnum skólans við Austurberg dagana 6. - 8.
júní á sama tíma. Fér þá fram innritun í dagskóla
og öldungadeild. Umsóknir um skólann skulu að
öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar
fyrir 10. júní. Þeir sem senda umsóknir síðar geta
ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og
eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið
og brautir eru sem hér segrr:
Almennt bóknámssvið:
(menntaskólasvið)
Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut,
Fólagsfræðibraut, Náttúrufræðibraut, Tónlistarbraut,
Tungumálabraut og Tæknibraut.
Heilbrigðtssvið:
Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkra-
liðaréttinda) og Hjúkrunarbraut, en hin síðari býður upp á
aðfararnám að hjúkrunarskólum.
Hússtjórnarsvið:
Tvær brautir verða starfræktar: Matvælabraut I er býður
fram aðfaranám að Hótel- og veitingaskóla Islands og Ma-
tvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötuneytum sjúkra-
stofnana.
Listasvið:
Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistarbraut, bæði
grunnnám og framhaldsnám svo og Handmenntabraut er
veitir undirbúning fyrir Kennaraháskóla Islands.
Tæknisvið: (Iðnfræðslusvið).
Iðnfræðslubraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti eru þrjár:
Máimiðnabraut, Rafiðnabraut og Tréiðnabraut. Boðið er
fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun
að tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er
veitt menntun til sveinsprófs í fjórum iðngreinum: Húsas-
míði, rafvirkjun, rennismíði og vólvirkjun. Loks geta nem-
endur einnig tekið stúdentspróf á þessum námsbraytum
sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að
boðið verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði
næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá
námsbraut.
Uppeldissvið:
Á uppeldissviði eru þrjár námsbrautir í boði: Fóstur- og
þroskaþjálfabraut, íþrótta- og félagsbraut og loks mennta-
braut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggja á
háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri
þjónustu og sálfræði.
Viðskiptasvið:
Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Samskipta- og mála-
braut, Skrifstofu- og stjómunarbraut, Verslunar- og sölu-
fræðabraut og loks Læknaritarabraut. Af þremur fyrmefnd-
um brauíum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir
tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri
til aö Ijúka sérhæfðu verslunarprófi í tölvufræði, markaðsf-
ræðum og reikningshaldi. Læknaritarabraut lýkur með stú-
dentsprófi og hið sama á við um allar brautir viðskiptasviðs.
Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti má fá
á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, sími 75600. Er þar
hægt að fá bæklinga um skólann og Námsvísi F.B.
Skóiamelstari.
SYNINGAR
í Þrastalundi
Óiafur Sveinsson myndlistarmaöur
opnar í dag, 25. maí, sína aöra mynd-
listarsýningu. Ólafur nefnir sýninguna
Ástina og vorið. Á sýningunni eru
nær eingöngu vatnslitamyndir allar
unnar á þessu ári.
Sýningin stendurtil 8. júní.
Gallerí Langbrók
I Gallerí Langbrók er sölusýning Lang-
bróka: grafík, keramik, tauþrykk, mál-
verk, vatnslitamyndir, teikningar, fatn-
aður og glermyndir. Sýningin stendur
fram aö Listahátíðinni.
Ásmundarsalur
í Ásmundarsal er sýning Bjarna Ragn-
ars Haraldssonar á málverkum. Sýn-
ingin stendur til 7. júní.
Listahátíð í Norræna húsinu
Sýning Jöhani Linnovaara frá Finn-
landi stendur til 17. júní.
Listmunahúsið
Magnús Tómasson sýnir ný verk I List-
munahúsinu. Hann er meölimur i Gall-
erí Grjót.
Listahátíðarsýning
á Kjarvalsstöðum
10 íslenskir myndlistarmenn sem búa
erlendis sýna á Kjarvalsstöðum á
Listahátíðinni. Þeir eru Erro, Jóhann
Eyfells, Hreinn Friöfinnsson, Kristín
Eyfells, Kristján Guömundsson,
Tryggvi Ólafsson, Lovísa Matthias-
dóttir, SigurðurGuðmundsson, Þóröur
Ben. Sveinsson og Steinunn Bjarna-
dóttir.
Vesturgata 17
Sunnudaginn 3. júní kl. 17 opna 20
félagar úr Listmálarafélaginu sýningu
aö Vesturgötu 17. Þar af margir af
þekktustu listmálurum þjóðarinnar.
Gallerí Grjót
Samsýning á verkum meölima gall-
erísins í tilefni Listahátíöarinnar. Öpiö
verður um helgina kl. 14-18.
Hveragerði
Sigurbjörn Eldon Logason opnar mál-
verkasýningu I félagsheimili Ölfusinga
(næsta hús vestan við Eden) I Hvera-
geröi, laugardaginn 2. júní kl. 14. Sýn-
ingin verður opin tvær helgar. Á sýn-
ingunni verða vatnslita- og olíumyndir.
Gerðuberg í Breiðholti
Textilfélagið opnar sunnudaginn 3.
júní sýningu á vefnaði og tauþrykki.
BÍÓIN
★ ★ ★ ★ framsúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
* þolanleg
O léleg
Austurbæjarbíó
Breakdance
Aðalleikarar: Lucinde Dickey,
Shabba-Doo, Boogaloo Shrimp og
margirfleiri.
Atómstöðin
***
ísl. Árg. '84. Leikstjóri: Þorsteinn
Jónsson. íslenska stórmyndin byggð á
samnefndri skáldsögu Halldórs Lax-
ness.
Tónabíó
Vitskert veröld
Gamanmynd með bestu gamanleikur-
um Bandaríkjanna fyrr og síðar: Jerry
Léwis, Spencer Tracy, Milton Berle,
Buddy Hackett, Dick Shawn, Terry
Thomas og margir fleiri. Leikstjóri:
Stanley Kramer.
Regnboginn
Tender Mercies
Leikstjóri: Bruce Beresford. Aðalhlut-
velk: Robert Duvall, Tess Harper og
Betty Buckley.
Hraðsending
Bandarísk litmynd um heldur brösótt
bankarán, með Bo Svenson, Cybil
Shepherd og Tom Atkins.
Svarti guðfaðirinn
Bandarísk litmynd um baráttu milli
mafíubófa, með Fred Williamson og
Durville Martin.
Convoy
Aðalhlutverk: Kris Kristofferson og Ali
MacGraw. Leikstjóri: Sam Peckinpah.
Innsýn
Ný íslensk grafisk kvikmynd. Algjör
nýjung í íslenskri kvikmyndagerð. Höf-
undur: Finnbjörn Finnbjörnsson. Tón-
list: Ingemar Fridell.
Gulskeggur
Leikstjóri: Mel Danski (M.A.S.H.).
Aðalhlutverk: Graham Chapman,
Marty Feldman, Peter Boyle, Peter
Cook, Peter Bull, Cheech og chong,
James Mason og David Bowie.
Frances
***
Bandarísk mynd. Árg. '82. Handrit:
Christopher DeVore, Eric Bergen.
Leikstjóri: Graeme Clifford. Aðalhlut-
verk: Jessica Lange, Kim Stanley,
Sam Shepard.
Bíóhöllin
Götudrengir
(Rumble-Fish)
aðalhlutverk: Matt Dillon, Mickey
Rourke, Vincent Spano og Diana
Scarwind. Leikstjóri: Francis Ford
Coppola.
Borð fyrirfimm
Bandarisk '83. Handrit: David Seltzer.
Myndataka: Vilmos Sigmond a.s.c.
Tonlist: Miles Goodman og John
Morris. Framleiðandi: Robert Schaffel.
Leikstjórn: Robert Lieberman. Aðal-
hlutverk: Jon Voigt, Richard Crenna,
Marie Christine Barrault, Millie Perk-
ins, Roxana Zal, Robby Kiger, Son
Hoang Bui og fl.
,, Þrátt fyrir sykursæta tónlist og sár-
grætileg atriði gefur hinn raunsæislegi •
leikur og heimildarlega umgjörð þess-
ari mynd sannferðugt gildi. Manni þyk-
ir vænt um þessa mynd.
-IM.
James Bond myndin Þrumufleygur.
Aöalhlutverk: Sean Connery, Adolf
Celi, Claudine Auger og Luciana
Paluzzi. Framleiðandi: Albert Broc-
coli og Harry Saltzman. Byggö á
sögu lans Fleming og Kevin Mc-
Clory. Leikstjóri: Terence Young.
Traust Bondmynd af gamla skólan-
um.
Silkwood.
Bandarísk. Árgerð '83. Handrit: Nora
Ephron og Alice Arlen. Tónlist: George
Delerue. Framleiðandi: Mike Nichols
og Michael Hausman. Leikstjórn: Mike
Nichols. Aðalhlutverk: Meryl Streep,
Kurt Russell, Cher, Craig T. Nelson og
fl.
„Kvikmyndin Silkwood segir frá dag-
legu lífi Karen, allt frá því að hún sem
hress verksmiðjustúlka í kjarnorkuveri
lætur hverjum degi nægja sínar þján-
ingu, þar til augu hennar opnast I fé-
lagslegum og pólitískum skilningi.
Silkwood er tveggja og hálfrar stundar
löng mynd, og mörgum finnst eflaust
atburðarásin hæg og sneydd spennu.
En það er einmitt þessi hæga, liðandi
lýsing á lífi almúgafólks sem gefur
Meryl Streep, í hlutverki Karen, tæki-
færi til að sýna leik á hvita tjaldinu sem
er sá eftirminnilegasti sem undirritað-
ur man eftir i langan tlma."
—IM.
Maraþonmaöurinn
Bandarisk mynd. Leikstjóri: John
Schlesinger. Aðalhlutverk: Dustin
Hoffman, Laurence Olivier, Roy
Scheider og Marthe Keller. Framleið-
andi: Robert Evans. Endursýndur þrill-
er um eltingaleik við gamlar eftirlegu-
kindur nasismans. Vel leikin og all-
spennandi.
Nýja bíó
The Entity
(Veran)
Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aðatleikar-
ar: Barbara Hershey, Ron Silver.
Stjörnubíó
BigChill
Educating Rita.
***
Bresk. Árgerð 1983. Handrit eftir sam-
nefndu leikriti Willy Russel. Leikstjóri:
Lewis Gilbert. Tónlist: David Hents-
chel. Kvikmyndun: Frank Watts. Aðal-
leikarar: Michael Caine, Julie Walters.
„Educating Rita fjallar um 26 ára hár-
greiðslustúlku, sem er komin af al-
þýðufólki. Hún hefur verið gift i sex ár
en er enn barnlaus, þar eð hún „þráir
að finna sjálfa sig“, eins og hún orðar
það. Hún ákveður að sækja kvöldskóla
hjá drykkfelldum prófessor í bók-
menntum. Eftirmálin segja af sam-
skiptum þeirra og uppgötvunum
beggja á hæfileikum Ritu á bókina, en
jafnframt greinir hún býsn af hugtakinu
menntun og þeim fjötrum sem það get-
ur fært fólki á mismunandi vegu. Frá-
bær samleikgr Julie Walters og
Michael Caine i meginrullunum veldur
mestu um aö þetta tekst. Sagan er
ekkert nema tvíleikur þeirra frá upp-
hafi tii enda. Þeim er teflt fram sem
andstæðum I upphafi, en undir lokin
eygjum viö hvað undir býr i öllum,
sömu hæfileikana sem þó iðulega er
mismunandi unnið úr á lífsleiöinni."
-SER.
Laugarásbíó
Private School.
Aðalhlutverk: Phoebe Cates, Betsy
Russel, Matthew Modine og Sylvia
Kristel.
Scarface.
Bandarísk: Árgerö 1983. Handrit:
Oliver Stone. Myndataka: John A.
Alonzo. Tónlist: Giorgio Morodor.
Framleiðandi: Martin Bregman/Uni-
versal International. Leikstjóri: Brian
DePalma. Aðalhlutverk: Al Pacino,
Steven Bauer, Michelle Pfeiffer, Mary
E. Mastantonio, Robert Loggia. ,,Hug-
myndin að baki Scarface er góð og víst
tekst DePalma að halda spennu í
myndinni, einkum í byrjun, og reyndar
dettur hún aldrei alveg niður. En
herslumuninn vantar og vankantar
myndarinnar koma ekki sist fram I ein-
földum ofleik Al Pacino sem reyndar
segir ekki mikið annað en ,,Fuck“.“
—IM.
Háskólabíó
Footioose
Bandarísk. Árgerð '84. Leikstjóri: Her-
bert Ross. Aðalhlutverk: Kevin Bacon,
Lori Singer, John Lithgow og Diane
Wiest.
„Það sem rífur myndina upp úr ann-
ars væmnu handriti, eru prýðilegir
poppsöngvar sem fluttir eru við ýmis
tilefni. Sándið er líka gott. Og leikur
eftir atvikum, svo ég held ég dæmi
þetta hina sæmilegustu afþreyingu
fyrir ungt fólk á vissum aldri."
-SER.
SÍMASKRÁIN 1984
Tilkynning til símnotenda.
Athygli skal vakin á því að símaskráin 1984 gengur í gildi frá
og með föstudeginum 1. júní.
Þetta gildir þó ekki hvað varðar ný 6 stafa símanúmei á
miðbæjarsvæði Reykjavíkur, sem reiknað er með að tengd verði
í fyrri hluta júnímánaðar, og ný 6 stafa númer á Seltjarnarnesi,
enjDau verðaekki tilbúin fyrr en í lok júní n.k.
A bls. 616 hefur orðið misprentun á töflu ferðasímaskrár þar
sem dálkar hafa ruglast. Símnotendum er bent á að samskonar
tafla er á bls. 584 í símaskrá 1983 og er sú tafla í fullu gildi.
Jafnframt er verið að sérprenta ferðasímaskrána í handhægu
broti og mun hún liggja frammi á póst- og símstöðvum fljótlega.
Póst- og símamálastofnunin.
14 HELGARPÓSTURINN