Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 21
hefur komist næst með viðtölum við ótölulegan fjölda íslenskra heildsala lætur nærri að fjöldi eftiiprentananna sem fluttur hefur verið til landsins cillt frá upphcifi þessa æðis, sé ekki undir eitt hundrað þúsundum. Því má vel vera að til sé ein svona mynd í landinu á annað hvert míumsbcim sem, svo við notum skemmtilegan samjöfnuð, væri þá meira en bíla- fjöldi landans. Þennan ótrúlega fjölda eftirprentana af grátandi börnum rökstuddu nokkrir eldri heildsalanna með því að rifja upp þá staðreynd að hátt í áttaþúsund stykki cif þessum veirningi hefðu verið flutt inn árlega í upphafi síð- asta áratugar. Upp frá því hafi salan aukist og síðan náð hámarki sínu undir lok áttunda áratugarins með’ allt að rúmlega tíuþúsund stykkj- um innfluttum árlega. Enn eru um sex heildsalar á ís- landi með þessar eftirprentanir í fórum sínum, en voru flestir, að því er best er vitað, hartnær þrisvar sinnum fleiri. „Það var virkilega líf- legur bissness í þessu fyrstu árin. Og þeir fyrstu sem fluttu þetta inn, hafa sjálfsagt haft gott upp úr þessu. En svo er þetta eins og með cillan annan bissness; ef eitthvað nýtt kemur og slær í gegn, þá leita allir í þann sama farveg og gróðinn per mann flest út.“ Þetta segir gamalreyndur heildsali í Reykjavík og minnist þess ennfremur að í byrjun hcifi þetta-þótt ansi góður varningur fyrir „litla karla“ að byrja bissness í. „Þetta vsir nefni- lega tiltölulega auðveldur biss- ness“, játcir hcinn. Og svo fer hann með sögu af kunningja sonar síns sem hcifi verið talsvert í jjessu um tveggja ára skeið, meðfram há- skólanámi. ,5onur minn segir' hann alltaf vera að stæra sig af því að hann hafi náð að brúa útborgun í íbúð með sölumennsku sinni á þessu sviði. Þannig geturðu séð, að það höfðu einhverjir til hnífs og skeiðar með þessu móti hérna áður fyrr!“ Anncir heildsali í Reykjavík seg- ist ætla að megin ástæðuna fyrir vinsældum þessara mynda um og eftir miðjan síðcista áratug megi finna í þeirri staðreynd að gífur- legur fjöldi ungs fólks stóð í hús- byggingum á þeim tíma. Þessar myndir hafi þá verið sérstaklega ódýrar, en jafnframt leyst þá of- boðslegu þörf sem berir veggir hafi æpt á. Svo kemur hitt til“, hafði enn anncir heildscili að segja,„að þegar ungt fólk er annars- vegar, þá er ekki mikið keypt af Kjar- val eða Asgrími. Þessi hópur fólks þrammar heldur ekki um listasöfn alla sína gjalddaga og spekúlerar í að kaupa ný verk eftir kcinnski jafn- aldra sína sem eru að sýna. Unga fólkið hefur nóg cinnað með pen- ingana að gera.“ Engu að síður æpa auðir veggir. Og svarið já, það er kannski jafn- einfalt og þessar ódýru eftirprent- anir eru í eðli sínu. Flestir heildsalcinna sem HP ræddi við voru á því að salan í þessum eftirprentunum af snökt- andi smáfólki hefði dregist mikið saman. Einn þeirra skar sig þó úr að því leyti að hann kvaðst engan samdrátt sjá á þessu sviði. Þetta er verslunareigandi sem jafnframt flytur sjálfstætt inn, mest bama- varning, og hann hafði þetta til síns máls: ,3jáðu til, þessar myndir eru enn vinsælar meðal tveggja ald- urshópa, sem að vísu eru þröngir hvor um sig. Annarsvegar er varla til barn sem fær ekki svona mynd í herbergið sitt, og það fæðast jú um fjögur þúsund krakkar á ári héma. Já, blessaður vertu fólk er að skapa mér markað á hverju kvöldi! Hins- vegar hef ég tekið eftir því að marg- ar miðaldra konur kaupa þetta af mér. Ég býst við að þetta séu konur komnar úr bameign og afkomend- ur þeirra óðum að tínast af heimil- inu. Þær kaupa þá svona myndir til að minna sig á horfna tíma bama- uppældisins. Maður á kannski ekki að segja það í blöðin, en ætli það fari ekki sirka tvö þúsund konur úr barneign ár hvert, svo þú sérð að einnig þarna á ég næsta öruggan markað fyrir þessa vöm rnína!" Þessi hressilegi bissness- maður hélt áfram að segja mér sögur: Á námsárum sínum, fyrir sirka fimmtán ámm, sagðist hann hafa leigt kjallarcabúð við Bergstaðastræti ásamt konu sinni og fyrsta bami jjeirra hjóna. „Þá hékk einmitt svona mynd í hol- inu í íbúðinni, fylgdi líklega íbúð- inni, bjuggumst við við, svo við lét- um hana hanga áfram. En hvað heldurðu; ég kom þama í partí fyrir fáum mánuðum, en þá hafði frá- skilin vinkona konu minnar fest kaup á þessari íbúð. Myndin af þessu grátandi barni hékk enn á sínum stað, þrátt fyrir að leigjend- ur og kaupendur hafi komið og far- ið á þessum fimmtán árum og veggurinn líklega málaður jafnoft. Þessi eftirprentun á örugglega eftir að vera þarna um ókomin ár, og mér finnst þessi litla saga sem ég er að segja þér, lýsa nokkuð þeim hug sem fólk ber til þessa mótívs!" Bruno Amadio átti þess aldrei kost að heimsækja íslcind, en lík- lega hefði hann komist við ef hann hefði gert það einhvemtíma á síð- asta áratug. Eftirprentanir af myndum hans héngu svo viða á íslenskum veggjum. Og hanga enn. Jafnt um borg sem sveitir. Menn hafa nefnilega lagt upp í söluferðir með eftirprentanir af myndum hans í farteskinu. Einn þeirra, ungur maður# Stefán að nafnþsagði HP að hann hefði ferð- ast með þennan vaming sumarið 1978, og selt þá nærri sautján hundmð stykki, einkcinlega á Vest- urlandi og Norðurlandi vestra. Hann tók að rifja upp þennan tíma fyrir HP. Hcinn minntist til að mynda orða fólksins þegar hann bankaði uppá hjá því. Viðkvæðið var: „Heyrðu, þetta er svo ódýrt hjá þér!“ Og þar með skelltu sumir sér á tvær myndir frekcir en eina, segir Stefán. Eða:, Ansi er þetta vel mál- að, er þetta virkilega ekki bara ljós- mynd? Tárin em svo ekta. Blessað barnið." Líka: ,5ystir mín á svona mynd og mig hefur alltaf langað í eins.“ Kcirlmenn sem komu til dyr- anna sögðu sumir: ,JConan er ein- mitt veik fyrir svona nokkm.“ Og svo var fólk, segir Stefán, sem átti eina mynd af grátandi bami fyrir, en keypti samt eina í viðbót því sumsstaðar Vcir staðan þessi: „Dóttir mín er nú að fara að búa og hún dáir svo þessa mynd okkar svo það væri ekki vitlaust af mér að láta hana fá hana og kaupa mér þessa af þér í staðinn." Stefán segir það hafa verið sjaldgæft að fólk neitaði þessum varningi. En auðvitað hafi það komið fyrir og þá hafi svör fólks til dæmis verið á þessa leið: „Mér finnst þetta alltof soglegt að hengja upp í stofunni hjá mér. Hef- urðu ekki eitthvað líflegra f poka- horninu?" Stefán segist hafa verið staðráðinn í því á þessum tíma að endurtaka sama leikinn næsta sumar á eftir þessum góða biss- ness ’79, en hcinn hafi illu heilli fótbrotnað þá í upphafi sumars og þurft að sætta sig við skrifstofu- djobb. „Hitt hefði náttúrlega orðið miklu betra fyrir mig fjárhcigslega. Maður slapp svo vel við skattinn í þessum bransa!” Með hnígandi vinsældum eftirprentananna cif grát- andi bömum Bmnos Amadio, hefur vegur plakatanna farið vaxandi á íslandi. ,Annars kæmi mér ekki á óvart ef þetta æði ætti eftir að endurtaka sig“, segir verslunarmaður sem hefur sér- hæft sig í sölu veggjavarnings suð- ur í Hafnarfirði. En hann segir það vera álit sitt í þessum efnum, að fólk sé ekki lengur svo gefið fýrir þá tilfinningavæmni sem gömiu eftir- prentanirnæ bjóða upp á. ,JJeim- urinn hefur harðnað.og nú em það fríkaðar stelpur og vöðvabúnt, eilegar krumpaðar kókdósir sem farið er að blíva á myndfletinum." Hcmn segist þekkja þennan mark- að eins vel og eigin iófa og telur líklegt að ekki undir eitthundrað þúsund eftirprentanir af ýmsu tagi séu árlega fluttar hér inn. Hlut- fall gömlu mótívanna, eins og grát- andi barna, bláa stráksins, parsins ■' á ströndinni og annars slíks, hafi smám saman minnkað. „En ef við tökum tækifæriskortin með inn í þetta dæmi, þá ætla ég að það láti nærri að tæp hálf milljón af eftir- prentuðum listaverkum sé flutt inn til íslands árlega. Já, það er tals- vert!“ Bmno heitinn Amadio Scigði eitt sinn í blaðaviðtali að tárin í augum mótíva sinna mætti skilja á hvem þann veg er fólki þóknaðist. .Áhorfandi myndanna getur sjálf- ur sagt sér hversvegna bömin gráta, en þaðsem mér finnst mest um, er að á öllum þessum myndum mínum em þau hætt að gráta. Síð- ustu tárin em að renna niður kinn- arnar. Öll él styttir nefnilega upp um síðir", sagði listamaðurinn. S lokin var leitað til Guðfinnu Eydal sálfræðings og hún krafin álits á vinsældum þessa dæmalausa vamings. „Það sem er kannski áhugaverð- ast við allar þessar eftirprentanir af grátandi börnum, er að mér finnst vinsældir þeirra eiginlega segja okkur meira um þá fullorðnu en börnin sem oftast nær em þiggj- endur í þessu tilviki. Ég held að í mörgum tilvikum snerti mótív þessíira mynda viðkvæma strengi í reynsluheimi fullorðna fólksins, strengi sem það á erfitt með að tóna eða segja frá. Það er spuming hvort þessar myndir kcilla ekki ein-' mitt fraun gamlar kenndir cdmenn- ings úr æskunni, eitthvað sem fólk hefur bmnnið inni með. Og þegar það sér myndina verður því ef til vill að orði: já, akkúrat svona leið mér nú sem barni, það skildi mig enginn og ég var svo útundan, oft að gráta í felum enda enginn til að hugga mig ...“ SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NÁGRENNIS Skólavörðustíg 11, Austurströnd 3, Hátúni 2B. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðurinn Pundið munu frá og með 1. júní sameina þjónustu sína, viðskiptavinum beggja til mikils hagræðis. Það þýðir að nú geta viðskiptavinir þessara sparisjóða notið sömu fyrirgreiðslu á þremur stöðum: í Sparisjóðnum Skólavörðustíg 11, í Sparisjóðnum Austurströnd 3, og Sparisjóðnum Hátúni 2B. Af því tilefni er viðskiptavinum Sparisjóðanna boðið upp á kaffi og meðlæti 1. júní í Hátúni 2B. Verið velkomin. tilviöskiptavið Sparisjóö Fíeykjavíkur og nágrennis HELGARPÓSTURINN 21 94.3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.