Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 12
GunnlaugurBjörnsson, forstjóri Grœnmetisverslunarinnar, í Helgarpóstsviðtali eftirÓlaTynes myndJimSmart Fólk hefur kannske tekið eftir því að kartöflur hafa verið dálítið til umrœðu undanfarnar vikur. Eins og venja er á íslandi, þegar eitthvað verður að hitamáli, hafa fallið stór orð og þung. Ég man satt að segja ekki eftir annarri eins geðshrœringu í pressunni síðan Bretar reyndu að rœna okkur þorskinum. Hvernig œtli sé að vera aðalskotmarkið íþeirri orrahríð af skömmum sem dunið hafa undanfarnar vikur? Og hvernig œtli hann sé þessi maður sem skothríðin beinist að? Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grœnmetisverslunar landbúnaðarins, fór að hlœja þegar hann heyrði aðHelgarpóstinn langaði til að fá að vita eitthvað um hann: , ,Langar ykur að kynnast óvini þjóðarinnar númer eitt?“ Hann var þó til í að sitja fyrir svörum og við mœltum okkur mót. Ég var ekki alveg viss um hvar Grænmetisverslunin væri til húsa ,,Hún er við Síðumúlann, auðvitað. Eru ekki vondirmenn geymdir við Síðumúlann?“ Það var verið að pakka kartöflum þegar við gengum inní húsakynni Grænmetisverslunar- innar við Síðumúla 34 og á hæðinni fyrir ofan glömruðu telexar og ritvélar. Það var greinilegt að lífið gekk sinn vanagang þrátt fyrir mótbyr- inn. Skrifstofa Gunnlaugs er björt og vistleg og hann tók vingjarnlega á móti okkur. Við vorum komnir þarna til að kynnast manninum dálítið, ekki forstjóranum, en lífið er jú kartafla um þessar mundir og fyrsta spumingin hlaut því að snerta þær eitthvað. - Undanfarnar vikur hafa verið i gangi tvœr undirskriftasafnanir, önnur gegn meintum nauðgara og hin gegn Grænmetisverslun land- búnaðarins. Hvernig er að veita forstöðu óvin- sœlasta fyrirtœki á Islandi? Gunnlaugur brosir við: ,JBlessaður vertu, ég er miklu óvinsælli en nauðgarinn. Það skrifuðu ekki nema 11.000 undir í þeirri söfnun en rúm- lega 20.000 vom á móti mér. Þetta er auðvitað erfitt, það þýðir ekki að neita því. Mér finnst vanta töluvert uppá að það hafi verið fjallað um þetta mál af sanngimi. Þetta hafa verið upp- hrópanir og slagorð og svo hefur verið snúið út úr því sem reynt hefur verið að leiðrétta. Slíkur mótbyr hefur auðvitað áhrif á hvaða fyrirtæki sem er, og þá sem þar vinna og stjóma." En hver er ferill þessa „óvinar þjóðarinnar númer eitt?“ Gunnlaugur er 55 ára gamall, fæddur í Vesturbænum og uppalinn þar líka, fyrir utan hvað hann var í sveit á sumrin frá því hann var fimm ára og þartil hann varð sautján. Faðir hans var Björn Gunnlaugsson læknir og móðir hans Elín Hlíðdal. Gunnlaugur er elstur þriggja bræðra. Fáar tómstundir ,,Ég fór í gegnum menntaskóla hér og á Akur- eyri og fór svo í viðskiptafræði í Háskólanum. Henni lauk ég 1955 og fór þá í aðalbókhaldið hjá Sambandinu. Þá vom að fara í hönd tímar mik- illa breytinga í bókhaJdinu. SIS tók skýrsluvélar í sína þjónustu 1958-59 og þá var ekkert slíkt til hér á landi nema Skýrsluvélar ríkisins. Þessar skýrsluvélar vom forveri tölvunnar og byggð- ust upp á gataspjöldum. Það var upp úr 1960 sem fóm að koma tölvur í þeirri mynd sem þær em nú. Þessum breytingum fylgdi gríðarleg vinna, svo og stjómun á þessu batteríi. Ég er hræddur um að ég hafi vanrækt fjölskylduna á þessum árum. Ég tók vinnuna heim með mér á kvöldin og tómstundir vom fáar, þótt ég ætti ýmis áhugamál. Breytingamar vom mjög hraðar á þessum ámm og em raunar ennþá. Þegar ég hætti, árið 1976, var það nokkurskonar þumal- fingúrsregla að reynsla eldri en fjögurra áravar einskis virði. Ég var í upphafi sérfræðingur í skýrsluvélavinnu en svo var farið að brjóta þetta upp í sérsvið og það var ógemingur fyrir einn mann að hafa yfirsýn yfir allt. Tölvuþróun- in er enn með svipuðum hætti, það er stöðugt verið að finna upp ný og fullkomnari kerfi. Nú, árið 1976 fluttist ég yfir í búvömdeild Sambandsins og var þar aðstoðar fram- kvæmdastjóri. Hún hefur með að gera sölu og dreifingu á öllum landbúnaðarafurðum sem Sambandið verslar með.“ - Varstu þar í beinu sambandi við bœndur? „Ekki nema að litlu leyti. Búvömdeildin verslar fýrst og fremst við kaupfélögin, sem em sá aðili sem bændumir selja til. Þó var oft skipt beint við bændur á hlunnindabúum sem vom með dún og selskinn. Búvömdeildin sér bæði um innanlands- og útflutningsmarkað og er- lend viðskipti eru töluvert mikil. Til dæmis er norræn samvinna töluverð á þessu sviði." ísveit 5 ára - Nú eru landbúnaðarmál erfið flestum Evr- ópulöndum og víðast hvar mikil deilumál bœði innanlands og á milli markaðssvœða. Er þetta ekki vanþakklát atvinnugrein að fást við? „Tja, það er varla hægt að neita því, eins og byrinn blæs þessa stundina. í heildina tekið verð ég þó að segja að mér finnst bæði spenn- andi og ánægjulegt að vinna fyrir landbúnað- inn. Þetta er jú einn af frumatvinnuvegum okkar og við getum ekki án hans verið. Sjálfsagt má gera ýmsar umbætur á skipcin landbúnaðíir- mála, en við væmm illa vegi stödd ef hann legðist af eða yrði svo veikburða að hann gæti ekki skilað nauðsynlegri framleiðslu. Það er í raun- inni furðulegt hve landbúnaður er blómlegur hér á íslandi, því við búum á mörkum þess að hægt sé að stunda hann. Þessvegna verður að hlúa að ýmsum greinum landbúnaðar, eins og til dæmis kartöfluræktinni. Það væri illa farið ef þannig yrði hcddið á innflutningi að bændur gæfust upp á henni." - Þú hefur dálítið kynnst landbúnaðinum af eigin raun? „Já, ég var í sveit á sumrin þangað til ég var 17 ára, eins og títt var um krakka á þeim ámm. Sérstaklega var það á stríðsárunum, þá hvöttu yfirvöld til þess að böm yrðu send burt úr þéttbýli því menn áttu allt eins von á að Þjóð- verjar kæmu og bombardemðu landið, eftir að Bretar hernámu það.“ -Hvaða minningar hefur þúfrá hernáminu? „Ég á sjálfsagt svipaðar minningar og aðrir sem vom krakkar á þeim árum. Líklega hefur mér þótt það merkilegast við hemámið að við losnuðum við próf þá um vorið. Ég var í Landa- kotsskóla og prófin vom rétt að byrja þann 10. maí 1940, þegar Bretar gengu á land. Þeir yfir- tóku alla skóla og það varð ekkert úr prófum. Ég var mjög hrifinn af því, sérstaklega vegna þess að við skólaslitin hafði mér verið ætlað að fara með ljóð á dönsku. Pabba og mömmu hafðí tekist að berja það nokkumveginn inn í hausinn á mér, en ég man hvað ég var feginn að losna við að flytja það.“ - Það hefur semsagt verið með krakkana þá eins og nú, þeir hafa haft meiri áhuga á flestu öðru en Ijóðalestri? „Það var allavega meira fjör í fótboltanum. Krakkar höfðu þá, eins og nú, mestan áhuga á að leika sér. Ja, nú em víst til krakkar sem vilja frekar horfa á sjónvcirp, en því var ekki til að dreifa þá. Við bjuggum Iengi við Hávallagötu, beint á móti Matthíasi Jóhannessen, sem alla- vega hefur fengið nokkra ást á ljóðlist síðan. En í þá daga höfðum við mestan áhuga á fótbolta og öðmm íþróttum og það var heilmikið fjör þarna í kringum okkur. Clausen bærðumir, sem annars bjuggu í Vonarstræti, komu þama mikið og hafa sjálfsagt gert sitt til að glæða íþrótta- áhugann." Áttu kartöflugarð - Þú minntist á blessunarlegt sjónvarpsleysið í þá daga, hvað gátu annars krakkar gert annað en leika sér, hvað til dœmis um bíó? „Ég fór nú ekki að hafa áhuga á kvikmyndum fyrr en um fermingu, og raunar aldrei verið neitt ógurlega sólginn í þær. Ætli hafi verið nema Gamla bíó og Nýja bíó í gangi þá. Ég held að fyrsta myndin sem ég sá hafi verið með Gög og Gokke. Allavega sú fyrsta sem ég man eftir. Og ég man að mér þótti heldur mikið til um lætin, bæði á hvíta tjaldinu og í salnum." - Hvernig var það svo í sveitinni, lentirðu einhverntíma í að taka upp kartöflur? Gunnlaugur skellir uppúr: ,Jú, jú, ég gerði það. Reyndar hafði ég tekið upp kartöflur áður en ég fór til þess í sveit. Á þessum árum var algengt að Reykvíkingar ættu matjurtagarða og sérstaklega á stríðsámnum reyndu menn að vera sjálfum sér nógir. Við vorum lengi með kartöflugarð fyrir ofan Fossvogskirkjugarðinn, þæ sem nú er mikið verið að byggja. Ég man eftir að það þótti dágott ferða'ag að fara úr Vest- urbænum og í kartöflugarðinn, því Reykjavík náði þá ekki austur fýrir Snorrabraut og ekki suður fyrir Hringbraut. í sveitinni vann ég auðvitað öll almenn land- búnaðarstörf og þar á meðal var að taka upp kartöflur. Ég var meðal annars í Þykkvabænum en hann var þá ekki orðinn það kartöfluveldi sem hann er í dag. Mér leið vel í sveitinni og fannst gaman að vinna flest störf þar. Mest þótti mér gaman ef þurfti að fara eitthvað á hestum, þá voru vélknúin farartæki ekki eins sjálfsagður hlutur og þau eru í sveitum í dag. Ég hélt mikið upp á hestana og þótt auðvitað væri gaman að fara heim aftur á haustin þá var þungbært að skilja við þá. Ég man að ég táraðist oft á þeim kveðjustundum." Grœnmetisverslunin ekki einokunarfyrirtœki Ertu farinn að gefa þér meiri tíma til að sinna áhugamálum, öðrum en vinnunni? „Núorðið er það mest allskonar dundur. Ég les töluvert og hef nokkuð gaman af tónlist. Þótt frístundirnar væru færri hérfyrráárum,þávarð maður auðvitað að taka sér stund öðru hvoru. Þá höfðum við mest gaman af að ferðast um landið. Við eigum þrjá syni og þegar færi gafst var börnum og búslóð pakkað í fjölskyldubílinn og ekið eitthvað út í buskann. Við höfum, í þessum ferðum, farið um landið þvert og endi- langt og það var Iöngu fyrir hringveginn. A þess- um reisum var gjcUTicin stoppað einhversstaðar og rennt fyrir silung eða lax. Þetta voru ljúfar stundir og góð hvíld frá dagsins önn og amstri." Hvað finnst fjölskyldunni þinni um öll þessi læti undanfarnar vikur? „Hún hefur auðvitað tekið allt þetta umstang nærri sér. Þetta er óskemmtileg staða, umræður hafa allar verið af mikilli óbilgimi. Fjölskylda mín hefur ekki orðið fyrir beinu persónulegu aðkasti, ef það er það sem þú meinar. Þótt umræður í fjölmiðlum hafi verið harðar þá hafa þær ekki verið beinlínis persónulegar." / þessum fjölmiðlaskrifúm hefur það verið rauði þráðurinn að það ætti að gefa innflutning alveg frjálsan. Hvað heldur þú að vœri heppi- legasta fyrirkomulagið á rœktun og innflutningi kartaflna? „Ég sé enga patentlausn á þessu máli. Mér finnst rangt að tala um Grænmetisverslunina sem einkonunarfyrirtæki. Hún hefur einkaleyfi á vissum innflutningi en ákveður til dæmis ekki sjálf verðið, það gerir sex manna nefndin. Þetta einkaleyfi er til að vemda ákveðna ræktun í land- inu. Þessi vernd ýtir undir innlenda ræktun og er ódýrari fyrir þjóðarbúið í heild, ég hef aldrei séð lægra tilboð frá heildsölum en við höfum fengið í kartöflufarm. Það þarf auðvitað að hafa eitthvert skipulag eða aðhald í þessu máli og við megum ekki láta núverandi skipulag fyrir róða án þess að vita hvað við fáum í staðinn. Það er erfitt að stýra influtningi þannig að innlendir framleiðendur bíði ekki tjón og það fylgja því ýmsir annmarkar að þurfa að taka tillit til innlendu frcimleiðsl- unnar. Grænmetisversluninni er til dæmis mein- að að flytja inn kartöflur fyrr en innlenda upp- skeran er seld. Ég held að allir séu sammála um að ekki má halda þannig á málum að hætt verði að rækta kartöflur hér á landi. Til þess að svo verði ekki þarf að taka tillit til þess að aðstæður hér em allt aðrar og erfiðari en hjá kartöflubændum í öðrum löndum. Sem dæmi má nefna að kartöflubændur hér fá kannske sjö tonn af hektara en í Þýskalandi fást fjörutíu. Okkur hjá Grænmetisversluninni þykir auðvit- að mjög fýrir þessu slysi sem nú varð. En kartöfl- ur eru ekki iðnaðarvara heldur náttúmafurð og háð þeim lögmálum sem því fylgja. Auðvitað er alltaf reynt að hafa sem besta vöm á boðstólum en slys af þessu tagi er erfitt að fyrirbyggja alveg þegar verið er að höndla með náttúmafurðir. Við höfum samskonar dæmi með ávexti og annað grænmeti en það þykir, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, ekki eins fréttnæmt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.