Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 23
Y ■ msir framagjamir gæðingar Sjálfstæðisflokksins urðu bæði steinhissa og stúmir á svip þegar sjóðstjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna kunngjörði Vcil sitt á nýjum forstjóra sjóðsins á laugar- daginn var. Gæðingamir 10 - 15 sem sóttu um þetta eftirsótta starf höfðu fastlega reiknað með að ein- hver þeirra fengi það. Þeir urðu þó allir sem einn að láta í minni pok- ann fyrir Þorgeiri Eyjólfssyni, stcirfsmanni sjóðsins, sem hafði getið sér sérstaklega gott orð fyrir störf sín í þessu valdavígi Sjálf- stæðisflokksins... c tjórn Listahátíðar hefur rætt við eigendur Gauks á Stöng og falast eftir veitingastaðnum undir Klúbb Listahátíðarinnar, en áður hefur klúbburinn verið í Félags- stofnun stúdenta sem nú er meira og minna undirlagður undir leik- sýningar. Em viðræðurnar komnar langt á veg og allt að því fastákveð- ið að klúbburinn verði á umræddri krá... ^Péttir em teknar að leka út varðandi jólabókamarkaðinn. Við heyrum að Mál og menning gefi út endurminningar Sigurðar Thor- oddsen verkfræðings í haust. Sig- urður lauk að mestu við sjálfsævi- sögu skömmu áður en hann lést og mun dóttir hans, Halldóra Thor- oddsen, vera að vinna í handrit- inu þessa dagana og undirbúa það endanlega til prentunar... .J^^Rllar umsóknir um vínveit- ingaleyfi í Reykjavík þurfa að fara gegnum áfengisvamanefnd Reykja- vi'kurborgsir áður en borgarráð tekur umsóknirnar fyrir og af- greiðir þær áfram til dómsmála- ráðherra Jóns Helgasonar sem endanlega tekur ákvörðun um leyfi og þá iðulega Scimkvæmt umfjöll- un borgarráðs. Milliliðurinn áfeng- isvarncmefnd er orðinn að fárán- leika sem borgarráð skemmtir sér konunglega yfir. Áfengisvama- nefnd hefur nefnilega aðeins eina stefnu: að leyfa endumýjun gam- alla leyfa en neita beiðnum um ný leyfi. Borgarráð er hins vegar fylgj- andi blómlegum veitingarekstri í höfuðborginni og tekur ekkert mark á umsögnum nefndarinnar. í gær vom nokkur mál á borði borg- arráðs sem áfengisvamanefnd hafði áður fjallað um. Þar var gamla sagan: Sælkerinn og nokkrir aðrir eldri staðir fengu grænt ljós hjá nefndinni en þrír nýir staðir allir rautt. Nýju staðimir vom Skálkaskjól 2, sem áður hét Stúd- entakjallarinn, nýr veitingastaður í Hamarshúsinu og veitingastaður sem er að rísa á jarðhæð nýja hússins að Tiyggvagötu 26, þar sem g£imla Steindórsplanið var áður. Borgarráð gerði púra grín að mati áfengisvarnanefndar og mælti ekki gegn neinum af nýju stöðun- um frekar en þeim gömlu. Og sendi málin áfram til ráðherra... LAUSN A SPILAÞRAUT Lausn: S 6-3 H 6-5-4 T Á-8-4 L Á-D-G-6-2 H Hafskip hefur stækkað við sig og lagt undir sig hálfa hæðina fyrir ofcin skrifstofur sínar í gamla ifafnarhúsinu, þar sem Rcifmagns- veitan hefur verið til húsa. Er vinna nú í fullum gangi við að afþilja og mála og verður húsnæðið tekið í notkun á næstunni. Hinn helming- ur hæðarinnar verður lagður undir samgöngumálaráðuneytíð og segja nú gámngarnir að Hafskip hcifi þótt réttast að hýsa ráðuneyti sitt... R B^æjarútgerð Reykjavíkur hefur ákveðið að selja einn af tog- umm sínum tíl að minnka fjár- magnskostnaðinn við útgerðina. Verður einn spönsku togaranna fyrir vcdinu og hafa nokkrir kaup- endur sýnt áhuga. Þorskveiði hefur verið dræm og óvíst að BÚR nái upp í kvótann. Það fylgir sögunni að þegar togararnir Jón Baldvins- son og Ottó Þorláksson vom keyptir á sínum tíma var það skil- yrði sett að einn togari yrði seldur. Nú mun sjálfstæðismeirihlutinn í stjórn BÚR fylgja þessu ákvæði eftir... E HBnn hafa ekki borist mörg til- boð í hinar nýju lóðir við Hamra- hlíð sem borgarstjómarmeirihlut- inn setti á frjálsan markíið fyrir nokkm og þar sem hæstbjóðendur fá bestu lóðirnar. Tilboðsfrestur rennur út í dag og búast þá sjálf- stæðismenn í borgarstjóm við nokkuð hressari viðbrögðum borgarbúa... S G-10-9 S D-8-7-4 H D-10-7-3 H G-8 T G-10-6-5 T D-7-2 L 9-3 L K-10-8-7 S Á-K-5-2 H Á-K-9-2 T K-9-3 L 5-4 Nú, þegar þú sérð leguna ertu sjálfsagt langt kominn með að leysa þrautina. Austur, sem er með K-10-8-7 í laufi, gefur ömgg- lega þegar þú svínar laufagosan- um, svo að bú færð aðeins tvo iaufaslagi. Oryggisspilcimennsk- an er sú að gefa fyrsta laufaslag- inn. Austur fær slaginn og lætur hjarta sem þú gefur. Þú tekur næsta slag og nú svínarðu gosan- um sem austur tekur á kóng. En nú áttu þrjá fríslagi í laufi og spil- ið er unnið. Veggfóðrarinn hf. og Málning & Járnvörur hf. hafa um áratuga skeið séð viðskiptavinum sínum lyrirvönduðum bygginga- vörum. Eins hafa starfsmenn þessara rótgrónu verslana gefið öllum sem leitað hafa til þeirra holl ráð og leiðbeiningar. Nú hafa starfsmenn beggja versiana tekið höndum saman, og starfa framvegis undir sama þaki, í nýjum og rúmgóðum húsakynnum í Síðumúla 4. VECGFÓÐRARIHN- ARINN - MÁLNING t JÁRNVÖRUfWJ Áfram verða á boðstólum þrautreyndar gæðavörur: málning, dúkar, veggfóður, járnvörur, verkfæri og ótalmargt annað sem húseigendur og iðnaðarmenn þurfa á að halda. Engar breytingar verða í starfsliði eða í þjónustu. Það er aðstaðan sem breytist. Þú munt örugglega finna það sem þú leitar að í björtum^og rúmgóðum húsakynnum^ okkar. Við munum leggja okkurfram við að liðsinna þér. VIÐ FENGUM RAUÐA ROS í SLOPPANA ÞEGAR VIÐ FLUTTUM í SÍÐUMÚLA 4 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.