Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Tapið á þeirri Listahátíð sem nú fer í hönd í Reykjavík verður ekki undir tveimur millj- ónum, að því er kemur frcim í nýrri kostn- aðaráætlun sem framkvæmdastjóri hátíð- arinnar lagði fram á fundi framkvæmda- stjórnar hennar á dögunum. Þessi áætlun hefur þann fyrirvara að hún stenst því að- eins að allt prógrammið - vel yfir hundrað mismuncmdi atriði - gcingi eins og vel má við una. Ef ekki, þá er vitað mál að tapið verður meira. Sá lífsneisti sem Listahátíð hefur verið íslendingum glæðist fráleitt við þessar spár. Reyndar eru famar að heyrast hávær- ar raddir þess efnis að hátíðin sé í eiginlegri lífshættu. Tap á hverri Listahátíðinni á fæt- ur annarri sé ekki pólitískt verjandi. Þetta er í áttunda sinn sem Listahátíð er haldin í Reykjavík. Hún hefur verið haldin annað hvert ár frá 1970. Umfang hennar hefur farið jcifnt og þétt vaxandi á þessum sextán árum. Hún hefur aðeins tvisvar sinn- um skilað hagnaði. Það gerðist árin 1972 og 1978. í bæði skiptin höluðu frægar rokk- grúppur mest inn. Nú er hinsvegar engri slíkri til að dreifa! Samkvæmt lögum styrkja ríki og borg þessa starfsemi, en að öðru leyti á hún að standa undir sér fjárhagslega. Styrkir ríkis og borgar eru jafnháir, og þegcir menningar- aukinnhefur komið út með tapihcifaþessir aðilar bundist samningi um að greiða hann upp með jafnháum framlögum. Styrkir ríkis og borgar nema nú samtals 526 þúsundum króna, sem er svipað og verið hefur síðustu hátíðir gagnvcirt verðbólgu. Engu að síður var ljóst fyrir þessa hátíð, að svo er hún orðin mikil umleikis, að styrkur hins opin- bera dugði ekki einu sinni til að starta sjálfu skrifstofuhaldinu með tveimur starfsmönn- um í fullu starfi. Það var því að núverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Bjami Ólafsson, reyndi að ,hysja þessa upphæð upp með brögðum," að eigin sögn. Og það tókst honum, svo mjög að hvor aðili um sig hækkaði framlag sitt upp í 330 þúsund, sem alls hefði aðeins numið 263 þúsundum per aðila. Lítum aðeins á valdapýramída Listahá- tíðcir áður en lengra er lesið: Efst trónar svonefnt fuitrúaráð hátíðarinnar. Þar í hóp Tap Listahátíðar minnst 2 milljónir • Breska sendiráðið fellur frá fjárhagsstuðningi uegna komu Fílharmóníunnar... eru valdir alls um tuttugu aðilar af ríki og borg, sem eru, fyrir utan aðila frá þeim, fulltrúar ýmissa listafélaga, gallería og ann- arra menningarhúsa, svo sem leikhúsa. For- mannsstól ráðsins sitja menntamálaráð- herra og borgarstjóri til skiptis. Þetta ráð er „afar hátíðlegt í störfum þegar það kemur saman einu sinni á ári,“ segir starfsmaður hjá Reykjavíkurborg sem fylgst hefur með hópnum. Framkvæmdaráð velur siðcin þrjá menn í framkvæmdastjóm fyrir hverja há- tíð en riki og borg velja sinn aðilann hvort. Framkvæmdastjórn sér um og er ábyrg fyrir dagskrá hátíðarinnar. Hana skipa alla jaina listcimenn að mestum hluta, svo og menn- ingarhaukar. Það er loks verk framkvæmda- stjórnar að auglýsa í fjölmiðlum eftir frcim- kvæmdastjóra Listahátíðar, sem þar með heitir embætti. Hann er annar fastra starfs- manna Listahátíðar, hinn er ritari. Listahátíð er fyrst og síðast fjárhags- dæmi. Henni ber að skila á núlli og list- fræðilegar ákvarðanir eiga að miðast við það. Það er Mammon sem leiðir listagyðj- una, en ekki öfugt. Þetta er fyrsta boðorðið, en það hefur alloft verið brotið, eins og fyrr greinir. Og svo verður enn núna. ÖIl dagskrár- atriði ásamt starfsmannahaldi kosta þessa Listahátíð, sem nú er að byrja, á bilinu tólf til þrettán milljónir króna. Að sögn Bjarna Ólafssonar má þó vera að þessi tala rokki á einni milljón. Hinsvegar segir hann útilok- að annað en að minnsta kosti tveggja millj- óna króna halli verði á fyrirtækinu í ár. Aldrei áður hefur hcilli Listahátíðar verið áætlaður með þessum hætti, en Bjami segir HP: „Þetta er aðeins raunhæft litið á málið. Það er óþarfi að fela það sem hvort eð er á eftir að koma í Ijós.“ Áætlaður halli stafar mestmegnis af hing- aðkomu ensku Fílhannóníunnar, sem er eftir Sigmund Erni Rúnarsson stærsti liður hátíðcirinncU'. Kostnaðurinn vegna komu hennar hefur fengist niður í tvær og hálfa milljón. En hún átti að kosta mun minna. Samkvæmt upplýsingum HP var breska sendiráðið búið að lofa stuðn- ingi við þessi menningarsamskipti, en féll frá honum fyrir fáeinum vikum, vegna þess að forráðamönnum þess fcinnst ekki vera nógu mikið af bresku efni á efnisskrá hljóm- sveitarinnar á þeim tveimur konsertum sem hún kemur til með að halda hérlendis. Annað glæsilegasta atriði hátiðarinnar, koma hins rómaða Comédie Frcincaise, féll um sjálft sig vegna örðugleika í tímasetn- ingu. Koma þess Ieikhúss hefði kostað eina milljón slétta, og þykir ljóst að fyrirhugaðcir tvær sýningar þess hérlendis hefðu engcin veginn getað staðið undir þeirri upphæð að fullu. Tap Listahátíðar hefði þar með orðið enn meira en nú þykir víst að það verði. Pólitískur feluleikur hefur vitaskuld verið settur upp bcikatil í öllu þessu máli. Davíð Oddsson og flokksbræður hans í borgcir- stjórn höfðu gagniýnt framkvæmd Lista- hátíðcú í tíð vinstrimeirihlutans gríðarlega ' fyrir fjáraustur og óráðsíu. Borgcirstjórinn tilkynnti fyrir þessa Listahátíð að hún yrði ekki rekin með tapi, enda ætti annað að vera auðvelt. Hann rak vinstra „óráðsíu- liðið" á burt úr þeim hluta menningarauk- ans sem borgin ræður, og setti þar Hrafn Gunnlaugsson fremstan í flokk í staðinn.Á nýlegum fundi framkvæmdastjómar Lista- hátíðar, þar sem framkvæmdastjórinn skýrði út fyrir mönnum tapspár sínar, mun Davíð hafa orðið býsna reiður, og þá eink- um Hrafni. Borgarstjórinn kemur náttúr- lega til með að eiga erfitt með að réttlæta þetta tap ársins og verður að líkindum for- vitnilegt að fylgjast með málsvöm hans á næstu dögum í því efni. „Það er ömggt mál að framtíð Listahátíð- cir er í hættu," segir núvercindi fram- kvæmdastjóri hennar ,JEf tapið verður meira en útlit er fyrir, þarf að fara að finna nýtt form fyrir þennan listapóst." ERLEND YFIRSYN Kanslarinn og forsetinn eru sStaðráðnir í að fjörga \ Efnahagsbandalagið. Evrópa fær um óháða stef numótun er markmið Kohls og Mitterrands Æðstu menn ríkisstjóma Frakklands og Vestur-Þýskalands em sinn af hvom póli- tísku sauðahúsi. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti er foringi franska sósíalista- flokksins og hefur þrjá ráðherra frá komm- únistum í stjóm sinni. Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, er kristilegur demó- krati og sameinar í stjóm sinni þrjá flokka sem spanna stjómmálalitróf landsins frá miðju til hægri. En ekki gengur hnífurinn á milli Kohls og Mitterrands í innilegu fóst- bræðrcúagi þeirra að gera sameiginlegt átak til að rífa Vestur-Evrópu upp úr doða sundrungar, sem á síðustu missemm hefur sett svip á Efnahagsbandalag Evrópu, og hefja híma þar með til aukinna áhrifa á al- þjóðavettvangi. Tvær meginástæður valda því, að Kohl og Mitterrand hafa á siðustu dögum kunn- gert ásetning sinn að vinna saman að vest- ur-evrópskri einingu, sem verði svo öflug að pólitískra og efnahagslegra áhrifa henn- ar gæti í framvindu heimsmála. Önnur er sjálfheldan í skiptum risaveldanna. Stjómir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ræðast ekki lengur við, heldur skiptast á illyrðum einum. Ríki Vestur-Evrópu, og Vestur- Þýskcúcmd þar fremst í flokki, em staðráðin í að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda árangri slökunarstefnu fyrri ára í skiptum sínum við ríki Austur-Evrópu vest- an Sovétríkjanna. Hin ástæðan er, að kreppa undanfarinna ára hefur leitt í ljós, að Efnahagsbandalagið er ekki í núverandi mynd fært um að veita hagkerfum landa Vestur-Evrópu næga við- spymu til að halda sínu í heimsviðskiptum, og þá sérstaklega í vaxtargreinum hátækni- iðnaðar, gagnvart hagkerfum stóm mark- aðsheildanna, Bandaríkjanna og Japans. Einkum hefur þetta orðið Vestur-Evrópu tilfinnanlegt, síðan Ronald Recigcm komst til valda í Bandaríkjunum og tók upp efna- hagsstefnu sem tekur einhliða mið af þröngum, bandarískum hagsmunum og lætur sig litlu eða engu varða þótt þar með sé aukið á efnahagserfiðleika nánustu bandamanna. Á síðasta fundi þings Efnahagsbcmda- lagsríkja í Strasbourg í siðustu viku, loka- fundi Evrópuþingsins fyrir kosningar 17. júní, tók Mitterrand forseti til máls og kynnti bingheimi stefnuyfirlýsingu um að færa vesturevrópska einingu, áhrifamátt og velmegun á nýtt og hærra stig með því að ummynda Efnahagsbandalagið í eina órofa heild, ekki aðeins í viðskiptamálum heldur einnig í efnahagsmálum, atvinnuþróun, ut- anríkisstefnu og öiyggisráðstöfunum. Eftir fund með Frakklcmdsforseta í þessari viku tók Kohl kanslari eindregið undir boðskap hans og hét fullum stuðningi stjómar sinn- ar við að hrinda honum í framkvæmd. Ógöngurnar sem Efnahagsbandalagið hefur ratað í, vegna togstreitu meginlands- ríkja við Bretland um fjárframlög í sameig- inlegan sjóð bandalagsins, mynda baksvið tillagna Mitterrands. Megintillaga hans er sú, að ákveðið verði að taka stofnsamning EBE til endurskoðunar í því skyni að koma á sannri einingu Vestur-Evrópu og binda þar með enda á stöðnun bandalagsins. Ein- ingin á ekki aðeins að ná til verslunarvið- skipta, heldur einnig taka til pólitískra úr- lausnarefna á sviði atvinnumála, tækniþró- unar, menntamála og landvama. Mitter- rand viðurkennir að síðastnefndi mála- flokkurinn verði örðugur viðfangs, en ekki megi láta það aftra sér, sameiginleg örygg- isstefna sé ómissandi fyrir sameinaða Vest- ur-Evrópu. Mitterrand tók sérstaklega fram, að sam- eining að því mcúki sem fyrir frönsku stjórninni vakir, hefði í för með sér að neit- unarvaldið, sem gerir einstökum aðildar- ríkjum, eins og Bretum upp á síðkastið, fært að lama ákvarðanatöku í aðkallandi málum, hyrfi úr sögunni. Jafnframt lét hann liggja að því, að vildu Bretar ekki sætta sig við aukna einingu og afnám neitunarvaldsins, yrði að tcika því að koma á tvennskonar aðild að bandalaginu með mismunandi skuldbindingum. Er þetta í samræmi við að talsmenn stjóma meginlcúidsríkja hafa gef- ið í skyn, að sitji Thatcher forsætisráðherra föst við sinn keip á næsta fundi æðstu manna EBE, sem haldinn verður í Fontaine- bleu í Frakklandi eftir kosningarncú til Evr- ópuþingsins, muni önnur ríki EBE hefjast handa að efla bandalagið án aðildcú Breta að þeirri viðleitni. Fundurinn í Fontainebleu verður sá síð- cisti sem Mitterrand stjómcú á franska for- mennskutímabilinu. Þar ætlast hann til að forustumenn hinna ríkjanna bregðist við eftir Magnús Torfa Ólafsson hugmyndunum sem hann setti fram í Stras- bourg. Kohl hefur þegar látið frá sér heyra, og eins og til að sýna að nú séu flestir málsmetandi Vestur-Evrópumenn orðnir gaullistar gagnvcút bandamanninum hcind- an Atlantshafsins, tók Stoltenberg fjármála- ráðherra hans Bandaríkjastjóm til bæna í ræðu næsta dag. Hann gaf til kynna, að efnahagsstefna stjómar Reagans, hömlu- laus greiðsluhalli ríkissjóðs Bcúidcúíkjcinna og hávextir sem cif honum stcifa, væri mesta ógn sem nú steðjaði að viðleitni jafnt iðnríkja Vestur-Evrópu sem þróunarland- anna að vinna sig fram úr vandanum sem efnahagssamdráttur undanfarinna ára læt- ur eftir sig. Gerhcúd Stoltenberg er sá af yngri kynslóð forustumanna í Kristilega demókrataflokknum, sem langlíklegastur er til að taka við af Kohl kanslara, þegar hann dregur sig í hlé. Willy Brandt og stjóm hans, skipuð sósícddemókrötum og frjálsum demókröt- um, kom á „austurstefnunni,“ fullu stjóm- málasambandi og viðtækum samskiptum við ríki Austur-Evrópu vestan Sovétríkj- anna, í harðri andstöðu yið kristilegu flokk- ana. Nú er stjómarforustan í höndum þeirra flokka, en „austurstefnan" er föst í sessi og ófrávíkjanleg. Innsigli var sett á vestur- þýska þjóðareiningu um stefnuna, þegar sjálfur Frsúiz-Josef Strauss fór til Austur- Þýskzúemds í boði Erichs Honeckers, forseta og flokksforingja, og beitti sér fyrir að vest- ur-þýskir bankar sameinuðust um að veita Austur-Þýskalandi stórlán. í öðmm Vestur-Evrópulöndum, einkum Frakklandi, em látnar í Ijós áhyggjur af að hlutleýsisstefna og óraunhæfir sameiningar- draumcú séu að ná sterkum tökum á Vest- ur-Þjóðverjum. Eina úrræðið sem að gagni kemur við slíkum tilhneigingum er að dómi Frakka að efla Vestur-Evrópu sem heild, að því marki að hún sé fær um að styrkja tengslin við þjóðir Autur-Evrópu og auð- velda þeim að spyma gegn sovéska okinu, jafnframt því sem leitast er við að fá sovét- stjórnina til að viðurkenna í verki að það sé henni í hag að Austur-Evrópa sé ekki eins og púðurtunna, þar sem einhversstaðar verður sprenging á áratugar fresti. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.