Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 22
H ELG ARD AGSKRÁIN Föstudagur 1. júní 19.35 Umherfis jöröina á áttatiu dög- um. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni. 20.55 Kapp er best með forsjá. 21.05 Heimur hafdjúpanna. 22.00 Við eins manns borð (Separate Tables) s/h. Bandarísk bíómynd frá 1958 gerð eftir samnefndu leikriti eftir Terence Rattigan. Leikstjóri Del- bert Mann. Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Rita Hayworth, David Niven og Deborah Kerr. Á gistihúsi i Bournemouth á suð- urströnd Englands liggja saman Ieiðir nokkurra einmana karla og kvenna og gengur á ýmsu í sam- skiptum þeirra og ástamálum. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.35 Fréttir i dagskrárlok. Laugardagur 2. júni 16.30 iþróttir. 18.30 Börnin við ána. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 f blíðu og stríðu. 21.05 Föstudagur til fjár (Perfect Fri- day). Bresk gamanmynd frá 1970. Leikstjóri PeterHall. Aðal- hlutverk: Stanley Baker, Ursula Andress og David Warner. Háttsettur starfsmaður í banka finnur snjalla leið til að komast yfir fjármuni bankans. Til þess verður hann þó að fá i lið með sér skötuhjú, sem eru jafn fégráðug og hann sjálfur. 22.35 Ást og dauði (Love and Death). Bandarisk gamanmynd frá 1975. Höfundur og leikstjóri Woody All- en sem einnig fer með aðalhlut- verk ásamt Diane Keaton. Woody Allen beinir spjótum sín- um að rússneskum bókmenntum og tiðaranda á 19. öld og bregður sér í gervi seinheppins aðals- manns í her Rússa sem á í höggi við innrásarher Napóleons. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 3. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Teiknimyndasögur. 18.25 Nasarnir. 18.35 Börnin á Senju. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.50 „Stolt siglir fleyið mitt...“Ný kvikmynd eftir Heiðar Marteins- son um störf íslenskra togarasjó- manna í blíðu og stríðu. Kvikmyndun: Heiðar Marteins- son. Hljóð: Sigurður Grímsson. Klipping: Jón Hermannsson. Tónlist: Gylfi Ægisson. Textahöf- undur og þulur: Magnús Bjarn- freðsson. 21.40 Sögur frá Suður-Afríku. Nýr flokkur- 1. Lítill skiki lands. 22.45 Dagskrárlok. 0 Fimmtudagur 31. maí Uppstigningardagur 07.00 Fréttir 07.20 Létt morguniög 08.00 Fréttir 08.30 Morguntónleikar 09.00 Fréttir 09.05 Morgunstund barnanna: „Afa- strákur" eftir Ármann Kr. Ein- arsson 09.20 Morguntónleikar, frh. 10.00 Fréttir 11.00 Messa i Áskrikju 12.20 Fréttir 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich. 14.30 Áfrívaktinní 15.30 Kirkjan í fjötrum rikisvaldsins 16.00 Fréttir 16.20 Litið við í gömlu Þorlákshöfn 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Frá tónleikum Zukofskynám- skeiðsins i Háskólabiói 20. ágúst i fyrrasumar 18.00 Af stað 19.00 Kvöldfréttir Daglegt mál. 19.50 Við stokkinn. 20.00 Sagan Flambardsetrið II. hluti. 20.30 Hóratius skáld 21.10 Einsöngur í útvarpssal: Magn- ús Jónsson syngur 21.30 „Bianca verður tll“, smásaga eftir Dorrit Willumsen 22.15 Fréttir 22.35 Lýriskir dagar. 23.00 Siðkvöld 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 1. júní 07.00 Fréttir. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna. 10.00 Fréttir. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“. 11.35 Tvær smásögur. 12.20 Fréttir. 14.00 „Endurfæðingin" 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Nýtt undir nálinni. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegisútvarp. 19.00 Kvöldfréttir. 19.50 Við stokkinn. 20.00 Listahátið í Reykjavik 1984. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 „Árstíðirnar" eftir Antonio Vivaldi. 21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn mann- iegi þáttur“ Laugardagur 2. júní 07.00 Fréttir. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. 12.20 Fréttir. 13.40 Iþróttaþáttur. 14.00 Á ferð og flugi. 15.20 Listapopp. 16.00 Fréttir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn mann- legi þáttur" eftir Graham Greene V. þáttur: „Flæktur i netinu". 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum. 19 00 Kvöldfréttir. 19.35 Ambindryllur og Argspæingar. ; 20.00 Ungir pennar. 20.10 Áframandi slóðum. 20.40 „Fado“ - portúgölsk tónlistar- hefð. 21.15 Harmonikuþáttur. 21.45 Einvaldur í einn dag. 22.00 Tónleikar. 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Boardman. 23.00 Létt sígild tónlist. Val Súsönnu Svavarsdóttur „Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp, það eru þá helst umræðuþættir og fréttir,“ segir Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður á Þjóðviljanum. „Þó verð ég að nefna Berlin Alexanderplatz hcins Fassbinders, sem sýnt er á miðvikudögum. Þeir eiga hrós skilið á sjónvarpinu að fá þá þætti til sýningar.“ Súsanna segist hlusta þó nokkuð á útvarp, og þá helst þætti um bókmenntir, sem gjaman mættu vera fleiri. ,4cg var nú samt mjög óánægð með seinasta þátt Listalífs. Þar var verið að tcika saman yfirlit yfir menningcirárið og mér fannst koma frcim mikill hroki í umfjöllun um bókmenntir og tónlist. Videotæknin var t.d. afgreidd sem ómerkileg því hún höfðaði aðeins til lesenda afþreyingcu-bókmennta, og Iátið var sem klassísk tónlist væri eina listin á því sviði sem vert væri að tala um. Þegar verið er að súmmera svona upp verður að krefjast málefnalegri umfjöllunar, nú og svo var ekki talað við neinar konur.“ Telur Súsanna konur vera virkilega vanræktar í útvarpinu, það mætti t.d. tala meira við þær í kvöldvökunum, sem annars gætu oft verið skemmtilegar. ,Á Rás 2 hlusta ég aldrei...“ 23.50 Fréttir. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 3. júni Sjómannadagurinn 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hádegistónleikar. 12.20 Fréttir. Sjómannalög. 14.00 Frá útisamkomu sjómanna- dagsins við Reykjavikurhöfn. 15.00 Frá Vinarkvöldi Sinfóníuhljóm- sveitar fslands í Háskólabíói 12. jan. s.l. 16 00 Fréttir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmenntir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Frá samsöng kirkjukórs Húsa- vikur i Húsavikurkirkju 14. mai í fyrra. 18.00 Við stýrið. 18.15 Tónleikar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðlun, tækni og vinnubrögð. 19.50 „Misvísun". Janus Hafstein les eigin Ijóð. 20.00 Dagskrá í tilefni sjómanna- dagsins. 21.00 Hljómplöturabb. ?2140 Reykjavík bernsku minnar. -1. þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Elías Mar rithöfund. 2.15 Fréttir. 22.35 „Risinn hviti" eftir Peter Boardman. 23.00 Kveðjulög til skipshafna. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 1. júni 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-17.00 Bylgjur. Stjórnandi Ás- mundur Jónsson. 17.00-18.00 í föstudagsskapi. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Laugardagur 2. júní 24.00-00.50 Listapopp (endurtekinn þáttur frá Rás 1). 00.50-03.Ö0 Á næturvaktinni. Sunnudagur 3. júni 21.00-01.00 Bein útsending frá nor- rænum rokktónleikum í Laugar- dalshöll. SJÓNVARP eftir Björn Vigni Sigurpálsson Hin sögulega nauðsyn ÚTVARP eftir Árna Gunnarsson Vandi óhlutdrœgninnar Saga Þýskalands hefur löngum verið saga undarlegra mótsagna og hún held- ur áfram að vera það. Hún er saga sundr- aðrar þjóðar, sem virðist vera undir þeim álögum að fá ekki að sameinast' nema undir merkjum harðstjómar, sem sundrar þjóðinni óðar á nýjan leik með ógnctrverkum sínum. Hún er saga cind- Iegs atgervis en ótrúlegs gæfuleysis og óiýsanlegrar villimennsku. Hún er saga sorgar og mótlætis en um leið saga seiglu og dugnaðar. Núna sem stendur er hún raunasaga einnar þjóðar í tveim- ur löndum. Sjónvarpið okkar hefur veitt okkur síðustu daga fágæta innsýn í sögu þýsku þjóðarinnar síðustu hálfa öldina. Fass- binder heitinn hefur undanfarið verið að ýta úr vör framhaldsmyndaflokki sínum, þar sem segir frá því hvemig þjóðernis- remban náði smám saman heljcudökum á lánlausri þýskri þjóð. Það er enn of snemmt að fella nokkum dóm yfir þessu uppgjöri Fassbinders við fortíðina. Myndaflokkurinn hefur farið hægt af stað en seiðmagnaður stíll þessa merka fmmherja hinnar nýju þýsku kvikmynd- ar heldur manni föngnum við efnið. Collin - kvikmyndin sem birtist í tveimur hlutum nú í byrjun vikunnar er einnig dæmigerð afurð hinnar nýju Collin - alríki öreiganna sem skálkaskjól nýrrar forréttindastéttar. þýsku kvikmyndar en af öðm sauðar- húsi. Þar leituðu v-þýskir kvikmynd- gerðarmenn fanga í andófssögu Stefan Heym, sem hafði fram að henni verið eins konar hirðskáld stjómarherranna handan járntjaldsins. Sagan er á sinn hátt uppgjör gamals kommúnista við þá „sögulegu nauðsyn" sem hefur gert ríki kommúnismans að þeirri döpm veröld sem þau em. Leikstjóranum Peter Schulze-Rohr og kvikmyndaliði hans tekst fádæma vel að draga fram það grámyglulega líf sem þarna hrærist, óttann sem bærist í brjósti þeirra sem þama búa og sýna fram á hvernig í sjálfu sér fögur hugsjón um alríki öreiganna er fyrir löngu orðið marklaust orðagjálfur og skálkaskjól nýrrar forréttindastéttar, sem hugsar um það eitt að halda óskertum völdum sínum. Schulze-Rohr tekst hins vegar miður að laða nægilega fram þá spennu, sem einkcistríð hinna tveggja frumherja byltingarinnar, rithöfundarins og örygg- islögreglustjórans, gæti falið í sér, þó svo að einvígi sannleikans og lygi hinnar sögulegu nauðsynjar haldi athyglinni óskertri. í Collin tapar sannleikurinn þessari orrustu, eins og sannleikurinn hefur hingað til tapað öllum orrustum austan járntjalds. En Stefan Heym gefur okkur þó von um að hugsanlega muni sann- leikurinn vinna stríðið í höndum nýrrar kynslóðar, sem þekkir ekki lengur „hina sögulegu nauðsyn" lyginnar og hefur engar forsendur til að skilja þau forrétt- indi sem hún færir valdhöfunum. Á Scuna tíma er kvikmyndin sérlega ánægjulegt samspil tveggja kynslóða þýskrar kvikmyndahefðar - hinna öldnu kempa Curd Júrgens og Hans-Christian Blech f aðalhlutverkunum og Peter Schulze-Rohr og félaga bak við tökuvél- arnar. Á undanfömum árum hafa orðið gíf- urlegar breytingar á fréttaflutningi út- varpsins. Fréttastofan hefur reynt í æ ríkari mæli að koma í veg fyrir þá „frétta- mötun", sem hefur verið hlutskipti hennar um áratuga skeið. Þetta hefur hún m.a. gert með því að hafa fréttarit- ara í ýmsum löndum og með því að auka fréttZLÍlæðið og fjölga uppsprettum frétt- anna. En meira þarf að gera svo fréttastofa útvarps geti dregið upp óhiutdrægari mynd en nú er af atburðum líðandi stundar. Lengi hefur verið mikill og al- víirlegur skortur á traustum fréttum frá Asíu og Afríku, svo og Suður-Ameríku. Á því sviði hefur fréttastofa útvarps orðið að styðjast við fréttastofur í Bretlandi og Bandaríkjunum, og sú afstaða, sem sá fréttaflutningur hefur mótað, hefur auð- vitað tekið verulegt mið af hinum engil- saxneska heimi. Um áratuga skeið hefur fréttastofa út- varpsins stuðst að verulegu leyti við fréttir breska útvarpsins BBC. Þótt fréttaflutningur þeirrar stöðvar hafi notið virðingar sakir vandaðra vinnu- bragða, getur það ekki gengið að frétta- stofa í lýðræðislandi, sem samkvæmt lögum á að reyna að tryggja óhlutdrægni í fréttaflutningi, sæki heimildir sínar svo einhliða til eins aðila. Þessi þáttur í rekstri fréttastofu út- Vcirps hefur mjög oft komið til umræðu, og hefur verið reynt að leita ýmissa leiða til lausnar á honum. Meðcil anncu-s hefur það verið talið nauðsynlegt, að frétta- stofan hefði fjölbreyttari heimildir að styðjast við. Það yrði best gert með því að stækka fréttaritaranetið erlendis, þar sem íslenskir fréttaritarar hefðu betri aðstöðu til að meta og vega réttmæti heimilda óg til að greina frá atburðum, eins og þeir koma þeim fyrir augu. Fréttcistofa útvarps hefur tekið mikl- um framförum í fréttaflutningi, þótt ávallt og ævinlega verði deilt um mat fréttamanna á fréttaefni. Þeir munu aldrei komast hjá þeirri gagnrýni, að þeir taki eina pólitíska stefnu fram yfir aðra, og geri einum pólitískum flokki hærra undir höfði en öðrum. Þetta er og verður fylgifiskur fréttamennskunnar. Fréttastofa útvarps hefur að undan- förnu flutt meira og betra fréttaefni frá útlöndum en nokkru sinni fyrr. Hún hef- ur einnig tekið á sig rögg og reynt að kryf ja til mergjar ýmsa innlenda atburði, sem áður þótti fráleitt að hún skipti sér af. Fréttastofan þarf að ganga lengra á þessu sviði. Það, sem háð hefur fréttastofu út- varps, er sú staðreynd, að hún verður ávaJlt hcdlciri undir ríkisvcddið á hverjum tíma en stjómarandstöðuna. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að fréttimar koma frá ríkisvaldinu, en minna er um þær frá t.d. stjórnarandstöðuflokkum. En til að draga úr því misræmi, sem þama kemur oft fram, þurfa fréttamenn að gera gagn- rýna úttekt á störfum ríkisstjóma, spyrja ai áræði og þekkingu. Mér virðist frétta- stofan byrjuð á þessu, og er það vel. En til þess að gera kröfur til fréttastofu útvarps, þurfa starfsmenn hennar að fá vinnuaðstöðu og sómasamleg laun. Það er mesta furða hverju þeir fá áorkað. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.