Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 24
Enn hafa litlar fréttir borist af för GeirsHallgrímssonar utanrík isráðherra til Bandaríkjanna og viðræðum hans við Shultz utan- ríkisráðherra og Weinberger varnarmálaráðherra. Forráða- menn Eimskips og Hafskips munu hafa verið nokkuð óhressir með hve seint Geir sinnti máli þessu en eni hins vegar ánægðir með þá óvæntu hörku sem Geir hefur sýnt í Bandaríkjunum. Geir mun hins vegar vera í erfiðri aðstöðu þvi máíið er flókið og snúið. Banda- rískir ráðamenn geta ekki hnikað við lögunum frá 1904 sem kveða á um forréttindi bandarískra skipa til vöruflutninga fyrir Bandaríkja- her. Staða Rainbow Navigation Inc. er því mjög sterk og hefur styrkst enn síðustu vikur við stuðning bandarískra verkalýðsfélaga. Alls staðar í heiminum annast banda- rísk skip vöruflutninga fyrir Banda- ríkjaher nema til og frá íslandi og ljóst er að ef íslensku skipafélögin fá jafnrétti og þátttöku í flutning- unum verða Bandaríkjamenn að koma á frjálsu samkeppniskerfi í öllum heimshiutum. Heimildir HP herma að fyrirsjáanleg lausn í deil- unni sé eftirfarandi: Ráðamenn vestra munu hagnýta sér veika stöðu íslendinga og krefjast sam- þykkis íslenskra stjómvalda fyrir radarstöðvum og stjómstöð í Keflavík gegn áframhaldandi vöm- flutningasamningi Bandarfkjahers og íslensku skipafélagannna. Gangi íslensk stjórnvöld að þess- um skilmálum.mun Bandaíkjaher semja við Rainbow Navigation Inc. á bak við tjöldin um fiutninga fyrir ■ : Bandaríkjaher annars staðar á jarðarkringlunni gegn því að félag- ið láti af vöruflutningum til íslands. Rainbow-félagið hefur áður annast vömflutninga fyrir bandaríska her- inn, m.a. til Honduras. Síðan verði bandarískri samkeppni aflétt af ís- lensku skipafélögunum þcingað til næsti bandaríski flutningsaðili kemur til sögunnar og bandaríski herinn kemur með nýjæ kröfur á íslensk stjórnvöld... Ljóst hefur verið að mikill titr- ingur er innan Sjálfstæðisflokksins VcU'ðandi stjórnarscimstarfið. Nú fullyrða traustar heimildir HP að sjálfstæðismenn í Reykjavík muni beita sér af alefli fýrir því að flokk- urinn rifti stjómarsamstarfi og fari í alþingiskosningar vorið eða haustið. 1985. Ástæðan mun eink- um vera sú, að sjálfstæðismenn í höfuðborginni vilja ekki gcinga til borgarstjórnarkosninga meðan þeir sitja í stjóm með Framsóknar- flokknum. Reynslan gegnum árin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur um 5% færri atkvæði í borg- arstjórnarkosningum ef hann er í stjórnarsamstarfi við Framsókn á sama tíma. Næsta ár mun því þykja heppilegt til að rifta stjómarsam- stcirfi því samkvæmt nýju lögunum verður kosið til borgarstjómar annan laugardag í júní árið 1986... |slenskir rithöfundar komast yfirleitt ekki í feitt erlendis. Nú em hinsvegar miklar líkur á því að Andrés Indriðason geri það gott í frcimtíðinni. Svissneskt risaforlag, Benziger Verlag, hefur gert samn- ing við Andrés um útgáfu á þremur barna- og unglingabókum eftir hann, „Palli er ekkert blávatn," „Viltu byrja með mér?“ og „14 bráðum 15“. Þýðandi er Jón Lax- dal. Og ekki nóg með það: Foriagið, hefur ennfremur gert samning við Andrés um að gefa út allar óskrif- aðar bækur hans í framtíðinni og einkaleyfi á sölu þeirra um heim allan, utan íslands. Samningur þessi hefur þegar haft áhrif á öðr- um vettvangi, því Studio Hamburg hefur tekið að sér dreifingu á kvik- myndinni Veiðiferðin sem Andrés gerði á sínum tíma og hefur Andrés nú skrifa bókarhandrit eftir kvik- myndahandritinu. Kemur sú bók út innan tíðar á þýsku... M ■ v og nýstárleg bókaútgáfa hefur séð dagsins ljós. Forlagið er hlutcifélag og em hluthafarnir 15, cillir starfsmenn hjá auglýsinga- stofu Gísla B. Bjömssonar og systurfyrirtækinu Sýn, sem annast kvikmyndagerð. Mun bókaútgáfan samræma útgáfu á bókum og myndböndum, þannig að kaup- endum gefst kostur á að kynnast efni bókarinnar betur á videóspólu og öfugt. Er þetta fyrsta svarið við minnkandi bókasölu á íslenskum markaði og ráðgert að fyrstu bæk- ur/spólur komi á markaðinn um jólin. Þegar er í vinnslu myndband/ bók um íslensk hross og margar aðrar hugmyndir í gangi... c ^^Fpegilsmálið svonefnda, sem útgefandi og ábyrgðarmaður tíma- ritsins, Úlfar Þormóðsson, tap- aði í undirrétti, verður tekið fyrir Hæstarétt í júnímánuði. Sigurmar Albertsson, lögfræðingur og verj- andi Úlfars, hefur fengið málið samþykkt sem eitt cif þremur próf- málum. Forseti Hæstaréttar er Þór Vilhjálmsson, eiginmaður Ragn- hildar Helgadóttur menntamála- ráðherra, en eins og minnugir les- endur 2. tölublaðs Spegilsins muna, komu þau hjón nokkuð við sögu í hinu upptæka tölublaði. Vegna þessara tengsla hefur Hæstiréttur nú íhugað alvælega að víkja úr honum og mun ákvörðun verða tekin um það á næstu dög- um... c igurður Kárason, annar eigenda Hótel Borgsu', hefur sótt um til skipulagsnefndcir að fá að byggja tívolí við Öskjuhlíðina, austan við Flugleiðabyggihguna. ’ Hefur borgcuráð tekið málinu mjög vel og íalið kunnum arkitekt hér í bæ að fjalla sérstaklega um málið, einkum með tilliti til flugumferðar. nugumferðaryfirvöid eru nefni- lega mjög uggandi um að hin mikla ljósadýrð skemmtigarðsins muni trufla flugið á Reykjavíkurflug- velli... ^Lesendur Lögbirtingablaðs- ins ráku upp stór augu í vikunni er þeir lásu klausu þar sem sagt var að Sigurður Skagfjörð Sigurðs- son, framkvæmdastjóri NT, hefði tilkynnt til firmaskrár Reykjavfkur að hann ræki einkcifyrirtæki undir ncifninu Nútíminn. Hið sanna í mál- inu var þó ekki að hlutafélagið Nú- tí'minn (þar sem Framsóknarmenn eiga meirihluta) væri kominn und- ir einkarekstur Sigurðar. Málið er þannig Vctxið að Nútíminn hcifði gleymt að skrá söluskattsnúmer við stofnun og þégar pappírsinn- flytjandi blaðsins ætlaði að útvega þeim pappír til að prenta blaðið kom þetta Vcindamál upp: sölu- skattsnúmer vantaði. Greip þá framkvæmdastjórinn til þess ráðs að skrá Nútímann sem einkafyrir- tæki, en þegar pappírsviðskiptin voru í höfn var Nútíminn þegar af- máður af skrám sem einkafyrir- tæki... m •'V-y- FERSKUR FISKURH GEFUR Sjómenn vita aö nauðsynlegt er, að varðveita eiginleika ferska fisksins alla leið að borði neytandans. Það er Iðng leiðog mestu máli skiptir að hráefniðségottþegarþaðkemurfvinnsíu. Góður frágangur og kæling um borð skipta því miklu. Með samstilltu átaki tekst ökkur áð frámleiða úrváls sjávarafurðir í hæsta gæðaflokk.i. Sjávarútvegsráðuneytið 'kynningarstört fyrirbættum lishgæöum • , ]: ' ' ■ •' • /l • *' '/. •/'* 'r:‘ . •; % - i V/ - /-&** , ... ■ • • ’ !" f H • *4 i; Hæstu bankavextlrnir i dag INNLÁNSSKÍRTEININ fást á afgreiðslustöðum bankans um allt land BÚNAÐARBANK I R JL

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.