Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 20
Tárin renna stór og þung nið- ur kinnar bamsins eins og perlur. Þetta er myndefnið. Þessar endurprentanir af grátandi krökkum er að finna á heimilum fólks um alla jzirðarkringluna. Það gildir einu hvort menn eru staddir í flóttamannabúðum Palestínu- araba, Suður-Afríku, Kaupmanna- höfn, eða hvort þeir eiga leið um Búðardal eða Raufarhöfn;allsstað- ar er þetta veggskraut að finna. „Ég flyt þessar endurprentanir ekki inn í stykkjatali heldur í tonn- um“, segir sænskur heildsali í Stokkhólmi sem sérhæft hefur sig í þessum Vcumingi. Á tímabili voru tæplega tíuþúsund eintök af þeim flutt árlega til íslenskra kollega hans. Allt að hálf önnur milljón af þessum endurprentunum hefur selst á Norðurlöndunum einum. Þetta mótív hefur náð slíkum vin- sældum að það er meira að segja farið að selja efni með útlínum þess til krosssaums. Árið 1978 var metár í sölu mynd- anna. Þær eru nú prentaðar og inn- rammaðar á Ítalíu, en boltinn byrj- aði að rúlla nokkrum árum fyrr í Englandi. Það var þá að pínulítið firma í Folkstone hóf að endur- prenta þessar dæméilausu myndir, en þær voru merktar alls ókunnum málara; einhverjum G. Bragolin. „Það virtust allir vilja kaupa þessíir myndir", segir ítalski Iista- verkasalinn Giovanni Quartero, en hann kom auga á þessar endur- prentanir strax á fyrstu vikum eftir að þær fóru í sölu, en hann var þá staddur í London. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að tregafull börn í fallegum ramma gætu verið slík söluvara. Quartero rak á þessum árum , stórt fyrirtæki í Mílcinó sem sér- hæfði sig í allskonar eftirprentun- um, og sakir reynslu á því sviði vissi hann svo sem hvar upphaf- legu verkin var að finna. Það var í ofboð smáu galleríi í Feneyjum, Bottega d’arte. Það fyrsta sem hann gerði því þegar hann sneri heim úr ferðinni til London var að heimsækja þetta gallerí og tryggja sér ítalska fréimleiðsluréttinn á myndefninu. Að vísu var eigandi feneyska gall- erísins ekkert áfjáður að gefa Quartero réttinn til að endur- prenta þesseir myndir, en við því skellti sá síðarnefndi skollaeyrum, keypti fáeinar frummyndir af grát- andi bömum, sneri heim til Mílanó og setti pressuna í gang. Að nokkrum tíma liðnum stofn- aði Quartero til kynningarfundar á þessum nýja varningi sínum. Hann bar slíkan árangur að fáeinum dög- um síðar höfðu sölumenn hvaðan- æva úr Evrópu lagt leið sína til Mílanó og orðið sér úti um umboð fyrir vömnni í sínu heimalandi. Meðai þeirra var norskur heildsali, en hann pantaði í fyrstu tvöhundr- uð þúsund stykki fyrir Norður- landamarkaðinn. Hann kom aftur að ári og hafði á brot með sér helmingi stærra upplag. TÁRFYRIR MILUONIR Endurprentanir mynda af grátandi bömum hafa selst ótrúlega vel á íslandi sem annarsstaðar í heiminum Eins og að líkum lætur hafði Quartero varla tíma til að anda á þessum miklu upp- gangstímum fyrirtækis síns. Pant- anir flóðu um öll gólf hjá honum og börnin grátandi sóttu yfir hver landcunærin af öðrum, uns hann fékk símtal frá býsna reiðum lista- manni sem vildi vita hvar í and- skotanum hcmn hefði fengið rétt til þess að prenta málverkin sín í fjöldaupplagi. Sá reiði, hinum megin á línunnij var Bruno Amadio frá Feneyjum. í allmörg ár hafði hann notað lista- mannsncifnið G. Bragolin eftir frænku sinni heitinni, Giuseppe. Hann hcifði haft lifibrauð af því hingað til að sélja litlum galleríum myndir frá sjávarsíðunni, málverk af fögrum stúlkum, leikandi kettl- ingum, blómum, og nú, alveg ný- verið, byrjað að mála . grátandi börn sem hann hafði selt gaileríinu ' Bottega d’arte í heimaborg sinni. Bragolin hafði málað fyrstu. myndina sína af társtokknúm krakka um miðjan sjöunda áratug- inn, en hugmyndina fékk hann að Iáni frá vini sínum, sem til skamms tíma rak lítið gallerí skammt frá Höfundur verkanna vissi ekki af fjöldaframleiðslunni fyrr en mörgum árum eftir að hann gerði orginalana Á meðan græddu íslenskir og erlendir sölumenn dágóðar upphæðir, einn okkar manna keypti sér t.d. íbúð fyrir ágóðann En hvað fær fólk til að kaupa þessar dæmalausu myndir sem hafa „ekki par með myndlist að gera“? eftir Sigmund Erni Rúnarsson vinnustað hans. Eftir að Brottega d’eirte hafði fengið söluna á þeim til sín þegar gctllerí vincirins datt upp fyrir, hafði salan á þessu mynd- efni talsvert tekið við sér. Það var meira að segja prentaður kynning- cirbæklingur sem sýndi nokkrar gerðir þessa myndefnis G. Brago- lins. Einhverntíma hafði eigandi Bottega d’arte minnst áþað við Bragolin að vel mætti gera endurprentanir af þessum málverkum hans, en listamaður- inn mun hafa tekið dræmt í það. Um það leyti kom reyndar náinn félagi Bragolins úr heimsókn frá ísrael og tjáði honum að hann hefði séð verk hans í öllum helstu gjcifavöruverslunum í Tel Aviv. í fyrstu datt Bragolin ekki annað í hug en þetta væru svipaðar myndir eftir kollega hans fyrir botni Miðjarðarhafsins, en eftir að fleiri vinir hans fóru að segja sömu sögu af ferðum sínum til útlanda, Bruno Amadio. málarinn að baki myndanna af grátandi börnurn, sem endurprentaðar hafa verið í millj- ónaupplagi síðustu ár. fór listamanninn að renna sitt- hvað í grun. Sagt er að hann hafi haldið einhvem daginn niður í skuggasundin frá heimili sínu og ekki staðnæmst fyrr en inni í Bottega d’arte. Líklega verður aldrei kunngjört hvað mönnum fór í milli þar inni, en víst er að Brago- lin steig út úr versluninni með bréfsnifsi upp á vasann þar sem skrifað var símanúmer manns að nafni Qucirtero. Eftir símtalið kunna er vitað að Quartero bmnaði á bíl sínum inn til Feneyja, felmtri sleginn og með fúlgur stórar og bauð Bragolin. Eftir nokkuð hastarlegar samræð- ur þesscira manna sagði Quartero listamanninum frá heimsókn sinni til Lundúna um árið þar sem hann hafði fyrst séð þessar endurprent- anir. Við það æstist listamaðurinn enn meir og á að hafa spurt: „Hvaða enskur aumingi hefur leyft sér að græða á verkum mínum í leyfisleysi?" Enska listcimannsins var ekki góð svo hann fékk í lið með sér lögfræðing sem hringdi til Folkstone. Sölumaðurinn þar sagði að hann hefði fyrir allmörgum missemm fengið í hendur kynn- ingarbækling frá einhverju Bottega d’arte þar sem þessar myndir cif grátandi bömum vom sýndar og jafnframt leyfi til endurprentana. Sá hluti kynningcirbæklingsins hafði verið undirritaður af Bmno Amadio. Málið var þar með komið í hnút fyrir listamcmninum með allskyns fölsunum og svínaríi. Amadio lést í desember 1981, fáeinum dögum fyrir sjötugsafmælið sitt, en nokkr- um ámm áður hafði hann fengið nokkra uppreins æm, með því að öllum firmum sem höfðu farið að endurprenta myndir hans í krafti falsaða kynningarbæklingsins var gert að greiða honum bætur. Þetta m^ heita forsagan að skrítilegu æði sem Islend- ingar hafa ekki farið var- hluta af fremur en aðrar þjóðir ver- aldar. Eftirprentanir af þessu snöktandi smáfólki Bmnos Amadios hafa selst í miklu meira upplagi en nokkur annar veggja- varningur sem komið hefur á markað síðustu ár. Að vísu hefur aðeins sljákkað í sölunni sem var mest um og eftir miðjan síðasta áratug. En hún er dágóð enn. Og hversvegna? má spyrja. Af- hver ju í ósköpunum lætur almenn- ingur af hendi dágóðar upphæðir fýrir þessar endurprentanir „sem hafa ekki par með myndlist að gera“, eins og Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur kemst að orði við HP í tilefni af þessari grein. Hann hefur reyndcir meira um þetta að segja: „Þessi vamingur ætla ég að svali allt annarri þörf en listfræðilegri. Það er með jæssu verið að bjóða fólki upp á næstum takmarkalausa tilfinningasemi. Þetta mótív má kalla vægt bama- klám. Börn em notuð í þessum verkum til að hreyfa við vellunni í fólki.“ Akademískt séð segir Aðal- steinn að þessi verk séu flokkuð undir það sem kallað er á ensku „kitsch", ,„sem við getum sagt að sé einskonar framlenging á fjöl- skyldumyndunum”, bætir listfræð- ingurinn við. „Þetta sentimentala raunsæi sem er að finna í myndun- um rekur uppmna sinn til strák- anna í myndum Murillos hins spánska. Þetta er angi af vellu- raunsæi sem hefur grasserað í evr- ópskri myndlist frá örófi alda.“ Aðalsteinn segir HP aukinheldur að einhverstaðar hafi hann heyrt að ástæðan fyrir vinsældum þess- ara endurprentana sé sú, að hér sé bara um góðan og gildan alþýðu- smekk að ræða. „En ég held hreint ekki að alþýðan hcifi svona smekk, enda á hún betri myndiist skilda. Mergurinn málsins er sá að þessari fjöldaframleiðslu er haldið að fólki af uppáþrengjandi sölumönnum. Og almúginn læturundan,þarsem víða annarsstaðar." Bissness. Myndir Bmno Amadios hafa getið af sér gríðarlega sölumennsku. Og hún er ekki hvað minnst hér heima á íslandi. Eftir því sem HP 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.