Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 15
USTAPÓSTURINN Leikið í Sandi Upptökur hafnar á nýjustu myndÞráins Bertelssonar Edda og Pálmi fara með aðalhlutverkin í nýjustu kvikmynd Ágústs Guðmundssonar: ,,Sandur“ eftir Óla Tynes mynd: Valdís Óskarsdóttir „Þetta er geysilega spennandi handrit hjá honum Gústa,“ sagði Edda Björgvins og gusaði Sctndi á Pálma Gestsson, sem sat við hlið- ina á henni í litlum sandkassa á Njálsgötunni. „Það verður mjög gaman að tak- cist á við þetta," Scimsinnti Pálmi og hellti sandi oní stígvélið hennar Eddu. Tilefni þess að þau sátu þarna eins og óþekktarormar og hrekktu hvort annað, var að um miðjan júní hefjast tökur á nýjustu mynd Ágústs. Guðmundssonar. Myndin heitir Sandur og þau Edda og Pálmi fara með aðalhlutverkin. Þau vildu lítið segja um efni mynd- arinnar: „Veistu,“ sagði Edda, „það væru svik við tveggja tíma mynd að reyna að segja sögu hennar í ör- stuttu máli og það jafnvel áður en tökur hefjast." Hún fékkst þó til að upplýsa að: „Við leikum sætt ungt fólk.“ „Það er að segja ég,“ sagði Pálmi og glotti. Og fékk að launum sand- gusu. Pálmi leikur bónda og Edda vitavörð. Það er dálítið í lausu lofti hvað verður úr þeirra sambandi. Kvikmyndin er mikið verkefni því að seuntcils, með statistum og til- heyrandi, koma fram í henni milli fimmtíu og sextíu manns. Hún verður tekin á Kirkjubæjarklaustri og þcir í kring og þetta verður mikið úthald, því reiknað er með að tök- urnar standi yfir í tæpa tvo mán- uði. Bæði Edda og Pálmi hafa verið fest á filmu áður. Hún lék aðal kvenhlutverkið í „Hrafninum" og hefur einnig komið fram í sjón- varpsmyndum. Pálmi leikur eitt aðeilhlutverkið í sjónvarpsleikriti eftir Sveinbjörn I. Baldvins, sem ekki hefur ennþá verið sýnt. Aðalfega hefur reynsla þeirra þó verið á leiksviði og því hefur verið haldið fram að sviðsleikarar eigi erfitt með sig fyrir framan kvik- myndavéleunar; þeim hætti til að ofleika. „Þetta er bara þjóðsaga," segir Edda. „Leiklist er leiklist hvort sem er á sviði eða fyrir framan mynda- vélar. Það er að vísu töluverður munur á tækni. Leikur fyrir framan myndavélar sem hafa mann í nær- mynd verður að vera miklu fínlegri en á sviði, þar sem leikarinn þcirf að beita sér til að ná til áhorfenda sem sitja aftast í salnum. En með hjálp góðs leikstjóra á þjálfaður leikari ekki að vera í vandræðum með þetta. Og Ágúst er góður leik- stjóri. Nú er bara spumingin hversu góðir leikarar við erurn!" „Hinsvegar getur verið erfitt að koma inn í senur í kvikmynd," segir Pálmi. „Ef til dæmis er um að ræða dramatí'skar senur með mikilli til- finningu þá er maður búinn að byggja upp aðdraganda að henni í leikriti á fjölunum. í kvikmynd er hinsvegar allt eins líklegt að slík sena sé skotin ein og sér og maður verður að fara í gegnum hana án nokkurrar uppbyggingar.“ „Það getur verið geysilega erf- itt,“ segir Edda, „en það er um leið gríðarlega spennandi. í slíkum til- fellum er fíka mikið undir leikstjór- anum komið. Frábær leikstjóri get- ur nánast fengið vaskafat til að leika og á sama hátt getur góður leikcU'i komið illa út ef hann fær ekki góða leikstjórn." -Hvernig líst ykkur á þessar persónur sem þið eigið að túlka? Edda: ,JVljög vel. Þetta eru góðar manneskjur. Svo verður líka mjög gaman að vinna eftir þessu hand- riti hans Ágústs. Það er svo „professionelt". Honum tekst vel að þræða saman spennu og húmor." Pálmi: „Ég hlakka mjög til að fást við þetta verkefni. Þetta er ný reynsla og spennandi." Hrafnhildur, Eggert og Karl Ágúst fara með aðalhlutverkin í Dalalífi. eftir Óla Tynes mynd: Jim Smart Hrafnhildur Valbjömsdóttir er nojckuð þekkt ung kona, enda orð- ið íslandsmeistari kvenna í vaxtar- rækt þrjú ár í röð. Hún verður þekkt fyrir fleira áður en þetta ár er liðið, því hún leikur aðctl kvenhlut- verkið í nýjustu mynd Þráins Bert- elssonar; Dalalíf. Tökur á þeirri mynd eru þegar hafnar, í Kjósinni. „Ég dó í Húsinu," segir Hrafn- hildur og brosir, þegar hún er spurð um leiklistarferil sinn fram að þessu. í þeirri mynd fórst aðal kvenpersóncin í bílslysi, í lok myndarinnar. Leikstjórinn vildi hafa það atriði með nokkrum til- þrifum, og því þurfti stæltan og lið- ugan staðgengil til að skella á bíln- um og hendast af honum. Ég get borið um að Hrafnhildur „dó“ vissulega með miklum tilþrifum. En í Dalcdífi deyr enginn, því hún er sjálfstætt framhald af hinni ærslafullu myud Þráins, „Nýtt líf“, sem tekin var í Vestmannaeyjum. Aðalpersónurnar eru sömu pilt- arnir tveir sem fóru til Eyja til að byrja nýtt líf og lentu í hinum mestu ógöngum og uppákomum. I Dala- lífi hafa þeir tekið að sér að verða afleysingabændur á bæ í Dölunum. „Þú getur nærri um að það gerist ýmislegt þegar þeir félagar taka til höndum við bústörfin," segir Þrá- inn Bertelsson. „Þeir hafa sínar eigin hugmyndir um hvemig á að stýra búi og vinna verkin þar. Þær hugmyndir em ekki alltaf þær sömu og þeirra sem búa í kringum þá. Þeim finnst ýmislegt gamal- dcigs og tilvalið tækifæri komið til að gera þar á ýmsar úrbætur." í aðalhlutverkum em sem fyrr þeir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson sem gerðu garðinn frægan í Nýju lífi. „Okkur líst vel á þessa mynd,“ sögðu vinirnir, þar sem þeir pauf- uðust um á tveggja manna reið- hjóli í blautum austankalda. Það var verið að mynda heimreið þeirra á bæinn þar sem þeir ætla að vera afleysingabændur. Meira vildu þeir ekki segja um myndina en það er víst óhætt að ganga útfrá að hún verður ekki að efni til mikið svipuð Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. „Ég leik frænku þeirra," sagði Hrafnhildur. - Býrð þú kannske á bænum? „Nei, nei, ég bý í Reykjavík." -Verður þú þá ráðskona hjá þeim? „Það er leyndarmál," svaraði Hrafnhildur og brosti. Mikið fjári hefur þessi stelpa fallegt bros. Líf og f jör í Dölunum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.