Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 7
Útlendingar í íslenskum laxveiðiám: EINUMOF LANGT GENGIÐ? Verðlagið á veiðileyfum í íslenskum ám er orðið þannig að jafnvel útlendingum blöskrar eftir Hallgrím Thorsteinsson íslensku laxveiðiárnar eru að ýmsu leyti taldar þœr bestu í heiminum. Besti veiðitíminn í þeim er í júlí og í fyrstu viku ágústmánaðar. Þá koma útlendingarnir. Þannig hefur þetta verið síðan það uppgötvaðist hví- líkt draumaland ísland er fyrir stangaveiðimanninn sem vill veiða lax. En það voru ekki íslendingar sjálfir sem uppgötvuðu laxveiði á stöng. Stangaveiði er innflutt sport. „Það voru enskir lordar sem kenndu okkur að veiða lax og íslendingar veiða ennþá eins og litlir lávarðar. Við verðum bara að átta okkur á því að við erum engir lordar,“ segir einn viðmœlandi Helgarpóstsins, gjör- kunnugur laxveiðum hér á landi. Hann vill gera lax- veiðina að fjölskylduleik sem allir hafi efni á. Hann vill að allir íslendingar eigi þess kost að komast út í náttúr- una til að renna fyrir lax nokkra daga á sumrin. En þessi maður rœður ekki ferðinni í laxveiðimálun- um. Þar ráða önnur öfl. Þeirra sterkust eru íslenskir bœndur, og hagnýting þeirra á lögmálum hins frjálsa markaðar, eins furðulega ogþað kann að hljóma. Sjá nœstu síðu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.