Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 31.05.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auqlýsingar: Stéen Johansson Markaðsmál, söiustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ragna Jónsdóttir Lausasöiuverð kr. 30. Ristjórn og auglýsíngar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofaeru aðÁrmúla36. Sími - 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f íslenskar perlur íslendingar eiga þess ekki kost að veiða í bestu lax- veiðiám landsins á besta laxatímanum á sumrin. Þá standa þessar perlur ís- lenskrar náttúru aðeins er- lendu efnafólki til boða. ís- lensku árnar eru svo eftir- sótt náttúruauðlind á heims- markaði að útlendingarvirð- ast vera tilbúnir að greiða nánast hvað sem sett er upp fyrir veiði í þeim, eins og kemur fram í grein um þessi mál í Helgarpóstinum í dag. í þessum viðskiptum ráða framboð og eftirspurn. Það er með laxveiðiárnar ís- lensku eins og önnur sjald- gæf náttúrudjásn sem fólk girnist, að þær eru dýrar. í júlí, þegar mestur fiskur er í ánum, er eftirspurnin mest. En árnar eru hins vegar tak- mörkuð auðlind svo að þessi eftirspurn spennir upp verö- ið. íslenskir laxveiðimenn geta ekki reitt fram það fé sem veiðiréttareigendur, oftast bændur, setja upp á besta laxveititímanum. (slendingar hafa þannig ekki efni á eigin náttúru- auðævum. Það er skrítin og jafnframt dálítið sorgleg staðreynd. En staðreynd engu að síður og við verðum að lifa með henni meðan lögin virða enn eignar- og ráðstöfunarrétt bænda á landi sínu. Samkvæmt við- tekinni hefð eiga bændur árnar og þeir ráða hvað þeir gera við þær. Tvennt mætti hins vegar betur fara til að auka sjálf- sagða almenna hlutdeild í þessum gersemum íslenskr- ar náttúru. í fyrsta lagi mætti stjórna veiðinni betur, nýta laxveiðiárnar þannig að allir sem vildu gætu rennt fyrir lax fyrir sanngjarnt verð. Það mætti t.d. hugsa sér að skipta ánum upp í fleiri veiðisvæði, fleiri verðsvæði. Og í öðru lagi mætti fylgjast betur með fjárreiðunum í kringum þessar veiðar, sér- staklega gjaldeyrisskilun- um, þar sem sannarlega virðist pottur brotinn. Veiði- réttareigendur, og þeir leigj- endur sem reka árnar sem gróðafyrirtæki, ættu að sjá sóma sinn í því að skiia samfélaginu öllu sem því ber úr þessum viðskiptum, þó ekki væri nema til að bæta þjóðinni upp þau bitru örlög sem óheft markaðs- kerfi hefur búið henni í lax- veiðimálunum. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Um vorn minnsta bróður Yfirleitt finnst mér jákvæð reynsla betri en neikvæð. Þó eiga harmasögur stundum rétt á sér ef lesendur geta dregið af þeim lær- dóm eða þær orðið víti til vamað- ar. Þess vegna eru kaflar í sögu Mundu Pálínar Enoksdóttur í síð- asta Helgarpósti sem eiga erindi til lesenda. Ólögmæt meðferð hins opinbera á geðbiluðu afbrotafólki hefur lengi þrúgað gyðju réttlætis á íslandi. Dómsvaldið kemst stundum að þeirri niðurstöðu að brotafólk gangi ekki heilt til skógar og því komi venjuleg refsing í fangelsi ekki að neinu haldi heldur þurfi fólkið spítcdavist. Þá er það úr- skurðað til að dvelja á viðeigandi hæli eða stofnun þangað til læknar telja það hafa hlotið nægilegan bata til að fara frjálst ferða sinna. En sjálft dómsmálaráðuneytið hunsar þennan vilja dómsvaldsins með öllu og brýtur því lög á þessu ólánssama fólki sem á færri for- mælendur en annað fólk á íslandi. í stað þess að koma því fyrir á við- eigandi sjúkrastofnun er það stundum sent umsvifalaust austur á Litla-Hraun og jafnvel hcildið þar í einangrun langtímum saman. Á Litfa-Hrauni er engin sérfræðileg læknisþjónusta fyrir hendi og því eru batahorfur í algjöru lágmarki. Austur á Akurhóli býr nú eldri maður sem var úrskurðaður í ör- yggisgæsiu á viðeigandi stofnun á sínum tíma en dvcildi í heil sautján ár á Litla-Hrauni í staðinn. Og þetta heidur áfram að gerast. Fyrir áratug gréip um sig æði í kjölfarið á svokölluðum Geirfinns- málum. Þá var ráðist í að byggja rammgert öryggisvirki á Litla- Hrauni fyrir einhverja áður óþekkta tegund cd stórglæpa- mönnum. Þessi tegund hefur ekki ennþá látið á sér kræla og því er kastalinn óþarfur með öllu, í bili að minnsta kosti. En sjúkir afbrota- menn eru margir í íslensku þjóðfé- lagi og hafa verið árum saman og sér ekki fyrir endann á því. Því hefði peningunum verið betur var- ið til að reisa litla öryggisdeild við Kleppsspítalann í Reykjavík eða annað geðsjúkrahús. Þar fengi geðveikt afbrotafólk loks þak yfir höfuðið.og læknismeðferð hjá sér- fræðingum að lögum. Þetta er brýnt réttiætismál og svartur blettur á bæði heilbrigðiskerfinu og dómsmálciráðineytinu. Nú er það ekki í verkahring geð- lækna að velja sér viðfangsefni á íslandi á meðan þeir vinna í al- mannaþágu. Þeim ber að líkna öll- um íslenskum þegnum og engcir refjar. Ef þeir treysta sér ekki til að sinna geðsjúku afbrotafólki þá á heilbrigðisráðherra ekki að láta þar við sitja heldur skipta um lækna á geðdeildunum. Ráðherra ber að tryggja öllum þegnum sama rétt til að hljóta bata, og þá sér- staklega þeim sem verst eru haldn- ir. Bæði landslög og læknaeiður- inn gera ráð fyrir því. Að lokum treysti ég Helgarpóst- inum til að hcdda áfréim að rekja þetta mál og láta ekki deigan síga. Asgeir Hannes Eiriksson, áhugamaður um fangamál. Þörf grein um Hverfisgötu Ég ek daglega eftir Hverfisgöt- unni, stundum oft á dag. Ekki hefur mér þótt Hverfisgatan ljót, leiðin- leg, drungaleg eða jafnvel glæp- samleg. Ekki hef ég heldur orðið niðurdreginn eða þunglyndur eftir ökuferð um Hverfisgötuna, en ofangreind Iýsingéirorð veir einmitt að finna í annars skemmtilegri og án efa vel meintri grein um Hverfis- götuna sem birtist í síðasta tölu- blaði Helgarpóstsins. Ég skcd þó viðurkenna að þessi grein vakti athygli mína á þeirri staðreynd, að erfitt sé að þjóna mörgum herrum samtí'mis, en það hefur vissulega verið hlutverk Hverfisgötunnar um langan tí'ma. Hún er allt í senn; ein helsta út- akstursleiðin úr miðborginni, íbúðargata, iðnaðar- og verslunar- gata og auk þess eru við götuna vinsælar þjónustustofnanir eins og kvikmyndahús, ölkrá, mynd- bandaleiga o.fl. Það er ekki lítið á eina götu lagt. En verður einhver breyting á Hverfisgötunni í náinni framtíð? Þessu er auðvitað erfitt að svara, en ég hygg þó að nokkur atriði geti haft áhrif á breytta stöðu Hverfis- götunnar, þá vonandi til batnaðar. í fyrsta lagi hefur lcindnotkun norðan Hverfisgötu nýlega verið breytt. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983 veir land- notkun norðan Hverfisgötu meira og minna ákveðin iðnaður og vörugeymslur. Þrátt fyrir það hefur þróunin orðið í cdlt aðra átt og íbúðir og miðbæjarstarfsemi hald- ið áfram að þróast þar, þrátt fyrir ákvörðun um aðra landnotkun á sínum tí'ma. Við endurskoðun á svæðinu milli Skúlagötu og Hverf- isgötu ákváðu borgaryfirvöld að breyta landnotkun norðan Hverfis- götu úr iðnaðar- og vörugeymslu- svæði í fbúðar- og miðbæjarstarf- semi að mestu leyti. Ég tel að þessi ákvörðun borgaryfirvalda muni í framtí'ðinni stuðla að því að meiri festa komist í alla uppbyggingu á svæðinu norðan Hverfisgötu, og lóðareigendur þurfa ekki lengur að búa við það öryggisleysi sem þeir hafa gert áratugum saman varð- andi nýtingu sinna lóða. í öðru lagi er ég þeirrar skoðun- ar að breytt umferðarskipulag í miðbænum, svo og á að- og inn- komuleiðum í miðbæinn, muni létta á umferðinni á Hverfisgöt- unni. Ég hef ekki trú á því, að það sé til bóta að gera Hverfisgötuna að tvístefnugötu. Ég tel að það myndi auka umferðarálagið á göt- unni til mikilla muna og það er síst til bóta. Þær hugmyndir hafa enn- fremur verið settar fram að stræt- isvagnar færu Hverfisgötuna í vest- ur, tvær akreinar yrðu fyrir strætis- vagna og einkabíla í austur og bíla- stæði yrðu afnumin við Hverfis- götuna en þau eru nú u.þ.b. 80. Þessar hugmyndir eru nú til skoð- unar hjá skipulagsyfirvöldum. Margt fleira mætti vafalaust fjöl- yrða um Hverfisgötuna, stöðu hennéir og hlutverk í náinni frcim- tíð. Grein Helgarpóstsins Vcir þörf hugvekja og hún minnir okkur á hvað getur gerst þegar afskipta- leysi og áhugaleysi ráða ríkjum um langan tíma. Ég vil að lokum óska íbúum og því fólki sem starfar í hinum ólíku starfsgreinum við Hverfisgötuna góðrcir frcuntíðcir við götuna og vona að Hverfisgatan verði fallegri, skemmtilegri og að vegfarendur verði ekki niðurdregnir og þung- lyndir eftir ferðalag um Hverfisgöt- una. VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. 800 GERÐIR AF MYNDUM Allar stæröir. Plaköt, Art-posters klassískar myndir smellurammar álrammar, trérammar plastrammar. MYNDIN Dalshrauni 13 Sími 54171 Opnunartími MÁNUD.-FIMMTUD. KL. 9-18 FÖSTUDAGA - 9-19 LAUGARDAGA - 10-17 SUNNUDAGA - 13-17 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.